Kviðarholssjúkdómar Flashcards
Kviðarholssýkingar – uppruni og sýklar
Valda lífhimnubólgu; lífhimnan klæðir kviðarholið að innan og umlykur öll líffærin
Sýkingin er útbreidd í kviðarholinu eða staðbundin kringum sýkta líffærið (þá oft kýli í lífhimnu)
Uppruni lífhimnubólgu
Meltingarvegurinn, bris og lifur
Innri kynfæri
Meltingarvegs- og kynfæraflóra (loftfælur, E. coli og viridans streptokokkar, Candida)
Nær alltaf blandaðar sýkingar með meira en einum sýkli
Uppruni lífhimnubólgu
Húð (hjá sjúklingum í kviðskilun)
Húðflóra (kóagúlasa neikvæðir stafýlokokkar, Candida)
Orsakir smits frá upprunalíffærum inn í kviðarhol - margar orsakir
Sjúkdómar, t.d. krabbamein, garnastífla eða bólgusjúkdómur í þörmum (t.d. ristilbólga)
Skurðaðgerðir og áverkar
Lækningatæki, t.d. kviðskilunarleggir sem liggja gegnum húð
Merki um lífhimnubólgu:
hiti, kviðverkir, ógleði/uppköst/niðurgangur, kviður aumur og stífur (magavöðvar herpast til að vernda kviðinn), lítil/engin garnahljóð