Húðsýkingar og eituráhrif Flashcards
Sýking byrjar í húð eða er utan á húð
Bakteríur (Staphylococcus aureus, Streptococcus pyogenes algengastar)
Sveppir (Candida, Malassezia, húðsveppir)
Sníkjudýr (Leishmania, Schistosoma, liðfætlur)
Veirur (papillomaveirur, pox veirur)
Sýklar berast blóðleiðina til húðar
Bakteríur (Neisseria meningitidis, Rickettsia-útbrota- og útbrotataugaveiki, Treponema pallidum-syphilis,)
Veirur (varicella-zoster veira = hlaupabóluveira)
Eiturefni (toxín) berast blóðleiðina til húðar
Staphylococcus aureus (SSSS, TSS) Streptococcus pyogenes (skarlatsótt)
Sýklar berast taugaleiðina til húðar
Herpesveirur
S. aureus
eða gersveppir, eða Pseudomonas (sund, pottar)
Hárslíðurbólga getur þróast yfir í graftrarkýli og drepkýli.
Vaxandi alvarleikastig frá vi. til hæ í myndaröðinni.
Hárslíðursbólga
(folliculitis)
Grunn sýking og byrjar í einu hárslíðri
Graftrarkýli
(furuncle, boil)
Dýpri sýking úr frá einu hárslíðri
Drepkýli (carbuncle)
Enn dýpri sýking úr frá nokkrum hárslíðrum. Krefst oft sýklalyfjagjafar í æð
Bráð sogæðabólga (lymphangitis)
Bráð bólga í sogæðum
Oftast Streptococcus pyogenes
Stundum Staphylococcus aureus eða Pasteurella multocida
Sýking getur breiðst hratt með sogæð til blóðs (24-48 klst)
Naglgerðisbólga (paronychia): Ein algengasta sýkingin á höndum
Bráð paronychia (hefur staðið í nokkra daga)
Áverki: naga, snyrta…
Oft Staphylococcus aureus, Streptococcus pyogenes, og/eða loftfælur ofl. bakteríur
Langvarandi paronychia (staðið í meira en 6 vikur)
Bólgusjúkdómur vegna utanaðkomandi ertingar
Raki (uppvask, þrif) eða kemísk efni
Candida albicans talin meðvirkandi í að viðhalda bólgu
Oft > 1 fingur og naglbreytingar (en yfirleitt bara 1 fingur í bráðri bólgu)
Sárasýkingar - 1
Öll sár innihalda sýkla (úr húðflóru/annarri líkamsflóru sjúklings, eða frá umhverfi/öðru fólki) en ekki alltaf sýking
Roði, bólga, hiti, vessun, vond lykt, verkur benda til sýkingar
Skurðsár
<3% - 11% sýkingartíðni
Skilgreind sem Hrein, Menguð, Óhrein/sýkt (sjá neðanmáls)
Misdjúpar sýkingar
Stafýlokokkar, Gram neikv. stafir, loftfælur
Slysasár
Áverkar – S. aureus, S. pyogenes
Bit – Sama og ofar, loftfælur, Pasteurella (dýrabit)
Bruni – Allskonar bakteríur og sveppir
Þrýstingssár (legusár)
Oftast blanda af allskonar loftháðum og loffælnum bakteríum
Sýnataka vandasöm: taka úr sárbotni
Sárasýkingar - 2
Sýking í skurðsári Mannabit: kýlingar eða bit 10-50% sýkjast Þrýstingur yfir beini → sármyndun Drep í vef “gott” fyrir loftfælur! Mikilvægt að koma í veg fyrir að þrýstingssár myndist hjá fólki sem er rúmliggjandi eða í hjólastól. Erfitt að græða þau aftur!