Mat á hjarta -og æðakerfi Flashcards
Úr ehv quizleti, betri spurningar en það sem ég bjó til
Hver eru landamerki hjartans?
Precordium, rifbein, bringubein og viðbeinið
Hver eru líffæri hjarta- og æðakerfisins?
Miðmætið:
Hjarta, hjartalokur, gollurshús, superior vena cava, inferior vena cava, lungnaslagæðar, lungnabláæðar, aorta og slagæðar/bláæðar o.fl…
Cardiac output er?
heart rate x stroke volume
Stroke volume er samansett af?
Preload, afterload og contractility
Rafvirkni hjartans
P QRS T
Einnig hafa elektrólýtar mikið að segja um hjartarafleiðni
P
Afskautun gátta (samdráttur gátta)
QRS
Afskautun slegla (samdráttur slegla)
T
Endurskautun slegla
Þegar við metum hjarta og æðakerfið viljum við?
Fá sögu, skoða, þreifa og hlusta
Saga um hjarta og æðakerfið
- Brjóstverkur: hvernig verkir? Stabílir eða óstabíl angina? Önnur einkenni eins og ógleði, sviti, gráfölur? Hjartsláttartruflanir?
- Andþyngsli/mæði: við áreynslu? Í hvíld, útaf liggjandi (orthopnea)?
- Hósti: spyrja nánar út í hósta, uppgang, láta lýsa hósta
- Þreyta: hvenær byrjaði?
- Húðlitur: blámi, fölvi
- Bjúgur: önnur einkenni, s.s. Mæði
- Næturþvaglát
- Fyrri saga um hjartasjúkdóma
- Áhættuþættir: kyn, aldur, fjölskyldusaga; háþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki, reykingar, streita, hreyfingarleysi, offita…
- Aðrir sjúkdómar sem geta haft áhrif á hjarta- og æðakerfið: t.d. Lungnasjúkdómar, innkirtlasjúkdómar, sjálfsofnæmissjúkdómar (t.d. Lupus)
Upplýsingasöfnun um brjóstverki og einkenni sem benda til blóðþurrðar í hjarta
- brjóstverkur: hvenær hófst hann? Hve lengi stóð hann og er hann tengdur einhverju?
- lýsing á verk: staðsetning og leiðni, styrkleiki og önnur einkenni sem fylgja verknum.
- viðbrögð við verknum
- lyf
- viðbótareinkenni: þreyta, skyndileg mæði, hósti, öndunarörðugleikar, bjúgsöfnun, meðvitundarleysi, verkir í kvið, svimi og yfirlið og kaldur sviti.
Við skoðun á hjarta -og æðakerfi skoðar maður?
- almennt útlit og líkamsstaða sjúklings
- litarháttur (fölvi, blámi)
- húðbreytingar, s.s. Bjúgur og clubbing
- húðspenna (turgor): hversu auðveldlega hægt er að lyfta húðinni upp (mobility) og hversu fljótt fer húðin til baka (turgor) <2 sek.
- háræðafylling: fylling háræða í nöglum eftir að þrýstingi hefur verið beitt <2 til 3 sek.
Við þreifingu á hjarta og æðakerfinu þarf að þreifa?
- aortic svæði (second right interspace)
- pulmonic svæði (second left interspace)
- tricuspid svæði (fjórða til fimmta millirifjabil, nálægt bringubeini)
- apical (mitral) svæði (fimmta millirifjabil í midclavicular line, PMI)
Skoðun og þreifing á hjarta
Brjóstkassi er skoðaður og þreifað er eftir hjartslætti og titringi.
Við finnum point of maximal impulse (PMI): staðsetning er 5 rifjabil í midclavicular line og stærðin er 1-2 cm.
Hlustun á hjarta
Við hlustum með þind og bjöllu yfir öllum svæðum.
VIð hlustum sjúklinginn í 3 stellingum: liggjandi, sitjandi og á vinstri hlið.
Áhrif á hjarta og æðakerfið með árunum?
Samdráttarkraftur skerðist, hjartslátturinn er lengur að jafna sig eftir áreynslu, erfiðara að finna apical impulse þar sem anterior posterior diameter eykst, hjartalokur geta kalkað, æðarnar verða stífari, blóðþrýstingur hækkar og margt fleira.
Áhöld til skoðunar og undirbúningar á hjarta og æðakerfinu
Við undirbúum sjúkling með því að fræða hann um hvað er verið að meta og hvernig. Förum yfir með sjúklingi hvaða þýðingu þær hafa fyrir meðferð hans. Við handhreinsum okkur og sprittum. Við viljum vera í hljóðlátu herbergi og skoðum sjúkling frá hægri hlið. Við þurfum blóðþrýstingsmæli, hlustunarpípu með bjöllu og þind. Við sótthreinsum áhöld á milli sjúklinga.
5 svæðin í hjartahlustun eru?
- aortic svæði (2 rifjabil hægramegin við bringubein)
- pulmonic svæði (2 rifjabil vinstra megin við bringubein)
- erbs point (3 rifjabil vinstra megin)
- tricuspid svæðið (4 rifjabil og 5 rifjabil, vinstra megin)
- mitral (apical) svæðið (5 rifjabil í MCL, við apex)
Hverju hlustum við eftir?
- Hlusta eftir takti og tíðni
- Þekkja S1 og S2
- Meta S1 og S2 í sitthvoru lagi
- Reyna að greina önnur hjartahljóð frá S1 og S2; geta verið S3 og S4, óhljóð (murmur), núningshljóð (rub) og smellir (clicks)
Hjartahljóð S1
Þetta er fyrra hljóðið, lub af lub dub. Það myndast þegar lokur milli gátta og slegla lokast (mitral og tricuspid lokur). Það heyrist yfirleitt hærra en S2 yfir mitral og tricuspid svæðum.
Hjartahljóð S2
Þetta er seinna hljóðið í lub dub, s.s. Dub. Það myndast þegar lokur yfir ósæð og lungaæð lokast (aortic og pulmonic lokur). Þetta hljóð heyrist yfirleitt hærra en S1 yfir aortic og pulmonic svæðum.
Systola
Tímabilið þegar sleglarnir dragast saman og dæla blóði út í ósæðina og lungnaæðina. Þetta er styttra tímabilið.
Hvenær heyrist S1?
Þetta hljóð heyrist í byrjun systolu þegar sleglarnir eru að byrja að dragast saman. Við það verður þrýstingurinn í sleglunum meiri en í gáttunum og mitral og tricuspid lokurnar lokast.
Hvenær heyrist S2?
Þetta hljóð heyrist í lok systolu þegar þrýstingurinn í vinstri slegli er orðinn minni en í ósæðinni (slegillinn næstum tómur), þá lokast ósæðarlokan (a2) og lungnaslagæðalokan (p2).