Mat á hjarta -og æðakerfi Flashcards
Úr ehv quizleti, betri spurningar en það sem ég bjó til
Hver eru landamerki hjartans?
Precordium, rifbein, bringubein og viðbeinið
Hver eru líffæri hjarta- og æðakerfisins?
Miðmætið:
Hjarta, hjartalokur, gollurshús, superior vena cava, inferior vena cava, lungnaslagæðar, lungnabláæðar, aorta og slagæðar/bláæðar o.fl…
Cardiac output er?
heart rate x stroke volume
Stroke volume er samansett af?
Preload, afterload og contractility
Rafvirkni hjartans
P QRS T
Einnig hafa elektrólýtar mikið að segja um hjartarafleiðni
P
Afskautun gátta (samdráttur gátta)
QRS
Afskautun slegla (samdráttur slegla)
T
Endurskautun slegla
Þegar við metum hjarta og æðakerfið viljum við?
Fá sögu, skoða, þreifa og hlusta
Saga um hjarta og æðakerfið
- Brjóstverkur: hvernig verkir? Stabílir eða óstabíl angina? Önnur einkenni eins og ógleði, sviti, gráfölur? Hjartsláttartruflanir?
- Andþyngsli/mæði: við áreynslu? Í hvíld, útaf liggjandi (orthopnea)?
- Hósti: spyrja nánar út í hósta, uppgang, láta lýsa hósta
- Þreyta: hvenær byrjaði?
- Húðlitur: blámi, fölvi
- Bjúgur: önnur einkenni, s.s. Mæði
- Næturþvaglát
- Fyrri saga um hjartasjúkdóma
- Áhættuþættir: kyn, aldur, fjölskyldusaga; háþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki, reykingar, streita, hreyfingarleysi, offita…
- Aðrir sjúkdómar sem geta haft áhrif á hjarta- og æðakerfið: t.d. Lungnasjúkdómar, innkirtlasjúkdómar, sjálfsofnæmissjúkdómar (t.d. Lupus)
Upplýsingasöfnun um brjóstverki og einkenni sem benda til blóðþurrðar í hjarta
- brjóstverkur: hvenær hófst hann? Hve lengi stóð hann og er hann tengdur einhverju?
- lýsing á verk: staðsetning og leiðni, styrkleiki og önnur einkenni sem fylgja verknum.
- viðbrögð við verknum
- lyf
- viðbótareinkenni: þreyta, skyndileg mæði, hósti, öndunarörðugleikar, bjúgsöfnun, meðvitundarleysi, verkir í kvið, svimi og yfirlið og kaldur sviti.
Við skoðun á hjarta -og æðakerfi skoðar maður?
- almennt útlit og líkamsstaða sjúklings
- litarháttur (fölvi, blámi)
- húðbreytingar, s.s. Bjúgur og clubbing
- húðspenna (turgor): hversu auðveldlega hægt er að lyfta húðinni upp (mobility) og hversu fljótt fer húðin til baka (turgor) <2 sek.
- háræðafylling: fylling háræða í nöglum eftir að þrýstingi hefur verið beitt <2 til 3 sek.
Við þreifingu á hjarta og æðakerfinu þarf að þreifa?
- aortic svæði (second right interspace)
- pulmonic svæði (second left interspace)
- tricuspid svæði (fjórða til fimmta millirifjabil, nálægt bringubeini)
- apical (mitral) svæði (fimmta millirifjabil í midclavicular line, PMI)
Skoðun og þreifing á hjarta
Brjóstkassi er skoðaður og þreifað er eftir hjartslætti og titringi.
Við finnum point of maximal impulse (PMI): staðsetning er 5 rifjabil í midclavicular line og stærðin er 1-2 cm.
Hlustun á hjarta
Við hlustum með þind og bjöllu yfir öllum svæðum.
VIð hlustum sjúklinginn í 3 stellingum: liggjandi, sitjandi og á vinstri hlið.