Inngangur Heilbrigðismat Flashcards
Úr glærupakka
Hver er tilgangur heilbrigðismats?
- Tenging við hjúkrunarferlið
- Líðan og þarfir sjúklinga
- Head to toe vandamálamiðað
- hlutlægt mat á ástandi
Hvað er hjúkrunarferli (stóra samhengið)?
ferli þar sem hjúkrunarfræðingar safna saman og greinaupplýsingar, meðal annars til að taka ákvörðun um hjúkrunarþörf viðkomandiskjólstæðings/sjúklings
Upplýsingasöfnun
- Ástæða komu
- hvað gerðist
- hvað gerir einkenni verri/betri o.fl
- hvert er ástand
- hver eru bjargráð
- fjölskyldusaga
Gefur mikilvægar upplýsingar
Allt byggist á upplýsingasöfnun (huglægir og hlutlægir þættir)
Samskiptatæki (meðferðasambandið)
Sameiginlegt fagmál sem einfaldar tjáskipti milli heilbrigðisstétta.
Til að nálgast sjúklinga.
Hvenær ættu hjúkrunarfræðingar að nota líkamsmat?
- Fyrsta mat (baseline)
- Verri líðan, versnandi ástand (breytingar)
- Andnauð (bráðar uppákomur)
- Öndunaraðstoð (lífsógnandi ástand)
- Lyfjagjöf, s.s. áhrif þvagræsilyfja (áhrif meðferðar)
- Inngrip s.s. æðaleggur,magasonda o.þ.h. (áhrif meðferðar)
Hvað þarf að passa við orðalag?
Viðeigandi tungutak (ekki spítalamál)
Líkamstjáning (okkar og sjúklings)
Almennar spurningar á undan viðkvæmum.
Hlusta með athygli (ekki vera að gera ehv annað á meðan)
Bjóða sjúklingi að spurja/ bæta við í lokin.
Heilsufarssaga
Fæst með samtali við sjúkling og/eða aðstandendur og innfelur hans eigin orð (huglægt)
Upplýsingasöfnun p2 (einkenni)
- Hvenær byrjuðu einkennin?
- Hvar eru einkenni staðsett?
- Hvernig eru einkenni?
- Þættir sem hafa áhrif á einkenni, bætir þau eða gera þau verri?
- Hvað hefur sjúklingur gert við einkennum?
- Hvaða áhrif hafa einkennin á líf sjúklingsins
Lífsmörk
Öndun > mat á inn- og útöndun (öndunarfæri)
Púls > mat á hjartslætti (hjarta- og æðakerfi)
Blóðþrýstingur > mat á starfsemi hjarta- og æðakerfis
Líkamshiti > mat á kjarnhita líkamans
Aðrir þættir, s.s. meðvitund - verkur - súrefnismettun - þvagútskilnaður - næringarástand….)
Aðferðir líkamsmats
Skoða, þreifa, banka, hlusta
Fyrstu kynni - horfa
Nálgun: framkoma, viðmót, tal, líðan, fas..
Líkamsstaða
Húð, hár og neglur
Næringarástand
Skoðun
Oftast það fyrsta í heilbrigðismati, varir í gegnum allt ferlið.
- Vileigandi/ fullnægjandi húðlitur
- kerfisbundin og vönduð skoðun
- Ræða niðurstöður við sjúkling.
Þreifing
Hendur og fingur notaðir til að afla upplýsinga um líkamsástand. Þreifing fyrirferða.
Gott að hafa í huga:
- Stuttar neglur
- Heitar hendur
- Byrja mjúklega
- Nota viðeigandi hluta handar við þreifingu
- Varast að þreifa of djúpt
Bank
Felur í sér tilfærslu á hljóði/titringi
- Hljóðbylgjur myndast við bank og til verður bankhljóð
- Í heilbrigðisskoðun, notum við fingur til að búa til titring í undirliggjandi vef/líffæri
- Tónhæð tengist meðal annars þéttleika í undirliggjandi vef
Beint/ óbeint bank
Beint bank (direct) - fingur beint á líkama
Óbeint bank (indirect) - fingur virka eins og “hamar” á annan hlut, t.d. hina höndina
Hnefi – hnefi notaður sem “hamar” á annan hlut, t.d. hina höndina
Hljóð sem myndast við bank
Hyperresonance - mjög hávært tómahljóð
Resonance - holhljóð
Tympany - trommuhljóð
Dullness - lágvært djúpt hljóð
Flatness – flatt hljóð
Hlustun
Til þess að hlusta á líkamshljóð
Gott að hafa í huga:
- Yfirleitt síðast í skoðuninni/matinu
- Hlustunarpípa sett á húðina
- Hlustað eftir eðli hljóðs (presence/characteristics of sound)
- Hlusta á eitt hljóð í einu
- Gefa sér tíma til að greina og hlusta á eðli hljóðs
- Krefst þjálfunar
Lýsing hlustunar
- Hrein hlustun
- Samhverf hlustun
- Brak við hlustun
- Væl í hlustun
Verkfæri- Snellen kort
Skoðar fjarsýni (screening)
Stöðluð leturstærð og númer sem gefur til kynna sjónskerpu í 20 feta fjarlægð
Einstaklingur les upp minnstu stafina sem hann sér
Skráð sem hlutfall (dæmi 20/20 er talin full sjón)
Því hærri sem nefnari er því verri sjón
Verkfæri- Augnsjá
Tæki sem gerir skoðanda kleift að skoða innri strúktúr augans
- Linsa í augnsjá er breytileg hvað varðar styrk og stækkun
- Stækkun er að jafnaði á bilinu –20 til +40 og hægt er að stækka og minnka ljósopið hjá bæði skoðanda og sjúklingi
Verkfæri- Eyrnasjá
Til þess að skoða eyrnagöng og hljóðhimnu.
Ljós á eyrnasjá kastar ljósi á eyrnagöng og hljóðhimnu.
Hlífðarhulsa er notuð til að verkja sjánna.
Verkfæri- Liðferlismælir
Til að mæla liðhreyfiferil
Einskonar gráðubogi
Miðja er staðsett yfir liðamót
Liðhreyfiferill (degree of flexion/extension) er svo mældur