Hjarta og æðakerfið Flashcards
Elekrólýtar sem hafa mikið að segja um hjartarafleiðni
Kalíum, magnesíum, kalsíum
P bylgja
Afskautun gátta - samdráttur gátta
QRS bylgjur
Afskautun slegla - samdráttur slegla
T bylgja
endurskautun slegla
Mat á hjarta og æðakerfi skiptist gróflega í ?
SAGA
SKOÐUN
ÞREIFING
HLUSTUN
SAGA, 10 þættir
- Brjóstverkir: hvernig verkir? stabíl eða óstabíl angina? önnur einkenni eins og ógleði, sviti, gráfölur? Hjartsláttatruflanir? …….o.fl.
- Andþyngsli/Mæði: við áreynslu, í hvíld, útaf liggjandi (orthopnea)?
- Hósti: Spyrja nánar út í hósta, uppgang, láta lýsa hósta
- Þreyta: hvenær byrjaði?
- Húðlitur: Blámi, fölvi
- Bjúgur: önnur einkenni, s.s. mæði
- Næturþvaglát
- Fyrri saga um hjartasjúkdóma: háþrýstingur, hækkað kólesteról, hjartaóhljóð, hjartagallar, skoða fyrra hjartalínurit, blóðprufur
- Áhættuþættir: kyn, aldur, fjölskyldusaga; háþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki; reykingar, streita, hreyfingarleysi, offita
- Aðrir sjúkdómar sem geta haft áhrif á hjarta- og æðakerfi: t.d. lungnasjúkdómar, innkirtlasjúkdómar, sjálfsónæmissjúkdómar (t.d. lupus)
Brjóstverkir, þá spurja
- Hvenær hófst hann? Hve lengi stóð hann? Er hann tengdur ehv?
- Lýsing á verk: Staðsetning og leiðni? Styrkleiki? önnur einkenni sem fylgja verkjunum?
- Viðbrögð við einkennum
- Lyf
- Viðbótareinkenni: þreyta, skyndileg mæði, hósti, bjúgsöfnun, svimi og yfirlið, kaldur sviti, meðvitundarleysi, verkir í kvið
Hvað gerist á efri árum í tengsl við hjarta og æðakerfið?
Samdráttarkraftur skerðist
Hjartslátturinn er lengur að jafna sig eftir áreynslu
Erfiðara að finna apical impulse (f. neðan vinstri nipplu) þar sem anterior posterior diameter eykst
Hjartalokur geta kalkað
Æðarnar verða stífari
Blóðþrýstingur hækkar…..
Skoðun
- Almennt útlit og líkamsstaða sjúklings
- Litarháttur: fölvi/blámi (cyanosis), t.d. á fingrum/vörum
- Húðbreytingar, s.s. bjúgur, clubbing
- Húðspenna (turgor)
- Háræðafyling
Húðspenna (turgor)
– hversu auðveldlega hægt er að lyfta húðinni upp (mobility)
– hversu fljótt fer húðin til baka (turgor) <2sek
Háræðafylling - Hvernig metið?
Fylling háræða í nöglum eftir að þrýstingi hefur verið beitt, <2 - 3 sek.
Þreifing og skoðun
Brjóstkassi skoðaður og þreifað eftir hjartslætti og titringi
- Point of maximal impulse (PMI): staðsetning, 5 rifjabil, midclavicular line, stærð: 1-2 cm
Þreifa skal Tricuspid svæði og apical svæði
Tricuspid svæði
Fjórða og fimmta rifjabil nálægt bringubeini
Apical (mitral) svæði
Fimmta rifjabil í midclavicular line (PMI)
Hlustun, hvað gerum við?
Hlusta með þind og Bjöllu yfir öllum svæðum.
Hlusta sjúkling liggjandi, sitjandi og á vinstri hlið.
Hverju hlustum við eftir?
- Hlusta eftir takti og tíðni
- Þekkja S1 og S2
- Meta S1 og S2 í sitthvoru lagi
- Reyna að greina önnur hjartahljóð frá S1 og S2 S3 og S4
óhljóð (murmur), núningshljóð (rub), smellir (clicks).
Hljóðin S1
Fyrra hjartahljóðið. LUB.
Myndast þegar lokur milli gátta og slegla lokast (mitral og tricuspid lokur)
Heyrist yfirleytt hærra en S2 yfir mitral og tricuspid svæðum
- Heyrist í byrjun systolu þegar sleglarnir eru byrjaðir að dragast saman. Við það verður þrýstingurinn í sleglum meiri en í gáttum og mitral og tricuspid lokurnar lokast.
Hljóðin S2
Seinna hjartahljóðið, DUB
Myndast þegar lokur yfir í ósæð og lungu lokast.
Heyrist yfirleytt hærra en S1 yfir aortic og pulmonic svæðum.
- Heyrist í lok systólu þegar þrýstingurinn í vinstri slegli er orðinn minni en í ósæðinni (slegillinn næstum tómur), þá lokast ósæðarlokan og lungnaslagæðarlokan.
5 Svæði hjartahlustunar
- Aortic svæði – 2. rifjabil, hæ. megin við bringubein
- Pulmonic svæði – 2. rifjabil, vi. megin við bringubein
- Erbs point – 3. rifjabil, vi. megin
- Tricuspid svæðið – 4. rifjabil og 5.
rifjabil, vi. megin við bringubein - Mitral (apical) svæðið – 5. rifjabil í MCL (við apex)
Systóla v.s. díastóla
Systóla er tímabilið þegar sleglarnir dragast saman og dæla blóði út í ósæðina og lungnaæðina.
Díastóla er tímabilið þegar sleglarnir slaka á og fyllast af blóði, lengri en systóla.
Internal jugular bláæð
– sjaldnast hægt að þreifa púls, sést bara
– léttur þrýstingur á æðina fyrir ofan viðbeinið lætur æðasláttinn hverfa
– staðsetning æðasláttsins er breytileg eftir stöðu sjúklingsins
– staðsetning æðasláttar breytist með öndun.
- yfirleitt aukið þan í hjartabilun
Carotis slagæð
– auðvelt að þreifa púls
– æðasláttur hverfur ekki við léttan þrýsting
– staðsetning breytist ekki við stöðubreytingu
– breytist ekki með öndun
Þarf að hafa í huga við skoðun á hálsbláæð
30° halli á rúm
* Nota ljós og fylgjast með bláæðapúlseringu
* þan á æðinni á ekki að vera meira en 3-4 cm fyrir ofan sternal angle.
Þreifing/ hlustun á hálsslagæð
Púls hálsslagæðar gefur okkur vísbendingu um ástand hjarta og æðakerfisins.
Carotid artery
– hlusta eftir bruit (æðaniður), eðlilegt að heyra ekki neitt, láta sjúklinginn anda frá sér og halda niðri í sér andanum
– þreifa eftir púls (meta styrk og hreyfingu)
– þreifa eftir thrill (víbringur í æðinni)
Þreifa bara öðru megin í einu og bera saman báðar hliðar
Passa að þrýsta ekki á carotid sinus (er í efsta þriðjungi hálsins).
– getur hægt á hjartslætti, lækkað blóðþrýsting, þreifa carotid frekar neðarlega
Þreifing æðakerfi, hafa í huga
Þreifa púlsa báðum megin.
Skoða og þreifa útlimi: Hitastig, litur, eymsli, fyllitíma háræða, bjúgur
Púlsstyrkur, stigun
4 hoppandi
3 aukinn styrkur
2 eðlilegur sturkur
1 minnkaður, varla þreifanlegur
0 ekki til staðar
Af hverju myndast bjúgur?
Þyngdaraflið, lokur bláæða í fótum, lágur styrkur próteina í blóðvökva, aikið gegndræpi háræða, sjúkdómar..