Kafli 9 Flashcards
Ónæmisþol og sjálfsónæmi
Sjálfsónæmissjúkdómar er flokkur sjúkdóma sem verða til vegna þess að…
sérhæfða ónæmiskerfið fer að ráðast á eigin vefi eins og þeir væru framandi
Meginhlutverk ónæmiskerfis mannsins er að þekkja…
sýkingarvalda og halda þeim í skefjum
Það er grundvallaratriði að ÓK geri greinarmun á…
sjálfssameindum og framandi sameindum svo það ráðist ekki á heilbrigða vefi heldur viðhaldi innra jafnvægi líkamans
Sjálfsónæmi hrjáir hversu mörg % einstaklinga í vestrænum löndum?
um 5%
Miðlægt þol
þroskuðum eitilfrumum sem bindast sjálfssameindum í týmus eða beinmerg er ýmist eytt eða þær gerðar óvirkar
Útvefjaþol (peripheral tolerance)
- B og T frumur sem fóru í gegnum þroskun en greina sjálfsvaka, en bindingin er svo veik að þeim var ekkki eytt í beinmerg eða týmnus og bindingin nær ekki að virkja þær í vefjum > þessar frumur geta orðið fyrir ræsingu
- fleiri sjálfsvakar í útvefjum en í 1.stigs eitilvef, stöðugur og hár styrkur
- ósérhæfða ÓK greinir milli sjálfsvaka og framandi hættu og metur ef vantar boð frá hjálparviðtaka, getur leitt til óvirkni
- ÓK nær ekki til sjálfssameinda
Bælifrumur
þessir þættir hindra sjálfsónæmi án þess að leiða til ónæmisbælingar
Náttúrulega T stýrifrumur þroskast í týmus og koma í veg fyrir…
sjálfsofnæmi
Hvar sérhæfast afleiddar T stýrifrumur ?
sérhæfast í útvefjum vegna ákveðinna boðefna í nágrenni þegar þær ræsast
Afleiddar T stýrifrumur greina…
framandi sameindir og bæla vörn gegn þeim
Bælandi áhrif stýrifrumna
- seyta bæliboðefnunum IL-10 og TGF-beta
- geta bælt T frumur sem eru að svara öðrum sjálfsvökum en bælifruman sjálf ef vakarnir eru tjáðir á sömu angafrumu
Útvefjaþol - anergy/óvirkar
sýning sjálfsvaka MHC II:TCR á angafrumu. Ef T frumur tengjast þeim þá fá þær bara boð 1 en ekki 2 og verða þá óvirkar
Útvefjaþol - bæling
nTreg bælir virkjun T frumna sem greina sjálfsvaka (ekkert signal 1)
Útvefjaþol - eyðing
eyðing T frumu sem greinir sjálfsvaka er ýtt í stýrðan frumudauða
nTreg (4 hlutir)
- myndast oftast í týmus (stundum í útvefjum)
- greina sjálfsvaka
- hindra virkjun T frumna eða bæla virkjaðar T verkfrumur sem greina sjálfsvaka
- bæla aðrar frumur ÓK
Ef B frumuviðtaki tengist sjálfssameind eru 2 möguleikar á framhaldi:
- eyðing: tengist sterkt við sjálfsvaka > ýtt í apoptósu
- óvirkni (anergy): tengist veikt við sjálfsvakann
Hvað gerist vanalega ef óþroskaðar B frumur í beinmerg tjá B frumuviðtaka sem þekkir eigin sameind?
þeim er eytt (neikvætt val)
Hvað felst í óvirkni (anergy) B frumna?
B fruman ræsist ekki þótt hún bindist sjálfsameind og fái T frumuhjálp í útvefjum
Lýstu því hvernig óvirkni (anergy) hefur áhrif á B frumur
- IgM er aðallega innan í frumunni í stað yfirborðs
- boðleiðir skertar
- ferðast ekki eðlilega í eitilvef útvefja
- lifa oft stutt (fá ekki lifiboð frá T frumum því þeim T frumum sem þekkja sjálfsameindina hefur verið eytt)
Afhverju myndast sjálfsofnæmi?
myndun sjálfsofnæmis er blanda af erfða- og umhverfisþáttum sem hafa áhrif á ónæmisstjórnun
Mikilvægasta leiðin til að koma í veg fyrir sjálfsofnæmi er að tryggja…
greiningu ÓK á milli sjálfsameinda og framandi sameinda
HLA genin (MHC) gegna lykilhlutverki í myndun…
sértækra ónæmissvara
Líffærasértækir sjálfsónæmissjúkdómar (organ-specific AID)
þá er meingerð í ákveðnu líffæri. Sjálfsvaki bara tjáður í ákveðnu líffæri
Dæmi um líffærasértæka sjálfsónæmissjúkdóma:
- sykursýki af tegund 1
- Goodpasture’s syndrome
- Multiple sclerosis
- Crohn’s sjúkdómur
- Psoriasis
- Graves sjúkdómur
- Vitiligo
ofl
Útbreiddir sjálfsofnæmissjúkdómar (systemic AID)
meingerð og vefjaskemmdir eru víða í líkamanum
Dæmi um útbreidda sjálfsónæmissjúkdóma:
- rheumatoid arthritis
- scleroderma
- systemic lupus erythematosus
- primary Sjögren’s syndrome
- Polymyositis
Hjá hvoru kyninu er sjálfsofnæmi algengara?
hjá konum og kemur oftast fram á barneignaraldri (greinileg tengsl við hormónakerfið)
Sykursýki og MS á Norðurhveli er algengara eftir því sem farið er meira….
norður
Sjálfsofnæmi er algengara í…
vestrænum ríkjum en í þróunarlöndum
Sameindahermun (molecular mimicry)
Sameindarmunstur milli framandi sýkils og sjálfsvaka lík eða alveg eins
Bystander áhrif
þegar sýnirfrumur hafa tekið upp sýkil og seyta bólguboðefnum sem getur haft áhrif á nærstaddar eitilfrumur