Kaflar 3-4 Flashcards
Upptaka og sýning ónæmisvaka, Greining vaka og sértækt ónæmi
Lýstu flutningi vaka til nærliggjandi eitilvefs
Vaki frá útvefjum (eða beint undir þekjuvef) kemur inn um aðlægar sogæðar inn í nærliggjandi eitilvef. Vakinn (sem er annaðhvort einn og sér eða inní angafrumu) berst inn á T-frumusvæðið þar sem T frumur geta þekkt vakann á yfirborði angafrumna
Kímstöðvarfrumur (follicular dendritic cells) binda…
vaka-mótefna-komplement sem kalla B frumur til sín með því að seyta efnatogum
Miltað inniheldur mikið af…
makrófögum og angafrumum sem binda auðveldlega vaka sem kemur með blóði
Hverjar eru 2 gerðir angafrumna?
- hefðbundnar
- plasmacytoid
Hefðbundnar angafrumur sjá um…
ræsingu T frumna
Plasmacytoid angafrumur
framleiða mikið af IFN 1 og eru mikilvæg vörn gegn veirusýkingum
Angafrumur eru upprunnar í…
beinmerg
Hvaða frumur eru aðalsýnisfrumur sem virkja T frumur?
angafrumur
Hvaða sýnisfrumur tjá MHC II?
angafrumur, makrófagar, B frumur
Hvað þýðir að vera fjölgena/polygenic?
við erum með mörg MHC I og II gen
Hvað þýðir að hafa fjölbreytilegar sameindir/polymorphic?
Hvert gen er með mikinn fjölbreytileika
MHC II er á…
sýnifrumum (angafrumur, makrófagar, B frumur)
MHC I er á…
öllum frumum með kjarna
Hvernig eru utanfrumusýklar brotnir niður?
Þeir eru teknir upp og brotnir niður í leysibólum. Peptíð svo sýnd í MHC II
Hvernig eru innanfrumusýklar brotnir niður?
Eru brotin niður af próteósómum og peptíðbútar þrædd inn í frymisnetið. Peptíð sýnd í MHC I
CD4+ T frumur greina…
peptíð í MHC II
CD8+ T frumur greina…
peptíð í MHC I
Sýning í gegnum MHC I
innanfrumusýklar sem lifa í umfrymi frumunnar eru brotin niður af próteósómum og peptíðbútar þrædd inní frymisnetið
Sýning í gegnum MHC II
utanfrumusýklar eru teknir upp og brotnir niður í leysibólum
Makrófagar virkjast og drepa sýkla í…
innanfrumubólum (MHC II)
Breytilegi hluti (variable region) mótefna…
ákvarðar sértækni fyrir antigen
Óbreytilegi hluti (constant region) mótefna…
ákvarðar lífvirkni mótefna (af hvaða flokki þau eru)
Undirflokkar mótefna ákvarðast af…
gerð þungu keðjunnar
Undirflokkar mótefna ákvarða…
virkni mótefna
Flokkar mótefna:
IgM, IgD, IgG, IgA, IgE
Bygging T frumuviðtakans - breytilegi hluti alfa keðjunnar
V og J genabútar
Bygging T frumuviðtakans - breytilegur hluti beta keðjunnar
V,J og D genabútar
Hvað hefur T frumuviðtakinn mörg bindiset?
eitt, og er alltaf himnubundinn
Hvort eru það B eða T frumur sem myndast og þroskast út alla ævina?
B frumur
(T frumur myndast og þroskast aðallega á yngri árum > þarf að viðhalda þeim frumum sem verða til þá út alla ævina)
B frumuþroskun byrjar á…
endurröðun þungu keðjunnar (IgH)
B frumuþroskun: ef þunga og létta keðjan eru starfhæf saman…
þá er IgM tjáð á yfirborði frumna = óþroskaðar B frumur
Hvað lifa mörg % T frumna af þroskunarferlið?
1-4%
Hvað myndast ca. margar T frumur á hverjum degi?
ca. 5-10.000.000
Hversu margar T frumur yfirgefa týmusinn fullþroskaðar?
ca. 1-2x 1.000.000
Bróðurpartur T frumna deyr með…
apoptósu
Þarf að kenna T frumum að vera MHC skilyrtar?
Já (jákvætt val). Það þarf að kenna þeim að tjá CD4 á T frumum sem greina MHC II og CD8 hjá þeim sem greina MHC I
Hvað gerist við T frumu eftir að T frumuviðtaki myndast á yfirborði hennar?
Þá fer hún djúpt inní börk, er stillt á sjálfsmorð og hefur 3 daga til að bjargast
Hvað gerist þegar T frumuviðtaki tengist við MHC sjálfspeptíð?
Þá deyr T fruman