Kafli 6 Flashcards
Virkni frumubundins ónæmis
Sýkingar fas
mikil staðbundin sýking eða sýking breiðist út > ósérhæfða ÓK fer í gang
Th1 hafa aðallega áhrif á hvaða frumur?
makrófaga
Th2 hafa aðallega áhrif á hvaða frumur?
eosínófíla
Th17 hafa aðallega áhrif á hvaða frumur?
neutrófíla
Tfh hafa aðallega áhrif á hvaða frumur?
B frumur
Það er mikilvægt að bara ákveðnar frumur ræsi T frumur….
Bara frumur sem tjá MHC II peptíð sem T fruman þekkir. Og þær tjá CD80/CD86 á yfirborði sínu
Hvernig myndast Th1 fruma?
Angafruma greinir innanfrumubakteríu og byrjar að seyta IL-12 sem hefur áhrif á óræsta T frumur
Hvaða umritunarþáttur er einkennandi fyrir Th1 frumur?
T-bet ræsir og stýrir CD4 frumum í að verða Th1 fruma
Hvernig myndast Th2 fruma?
Angafruma greinir antigen á t.d. ormi og virkjar þá CD4 frumurnar og þær seyta þá IL-4 sem hefur áhrif á óræsta T frumu
Hvaða umritunarþáttur er einkennandi fyrir Th2 frumu?
GATA-3
Hvernig myndast Th17 fruma?
angafruma greinir utanfrumubakteríu og þær fara að seyta IL-1, IL-6 og IL-23 sem hefur áhrif á óræsta T frumu
Hvaða umritunarþáttur er einkennandi fyrir Th17 frumur?
RORyt
Makrófagar þurfa 2 boð til að ræsast:
- í gegnum IFN-yr viðtakann
- í gegnum CD40 sameindina
Hvaða T-frumur geta gefið makrófögum bæði boðin til að ræsast, s.s. IFN-gamma og CD40?
Th1 frumur, þær tjá bæði boðin
Hvað er það sem gerir makrófaga að svona öflugri drápsvél?
- þeir framleiða súrefnisradikala og NO sem hefur frumudrepandi virkni
- þeir framleiða og losa sýkladrepandi peptíð og próteasa
Hvaða áhrif hafa IL-4 og IL-13 á makrófaga?
þau ræsa makrófaga sem ýtir undir vöðvasamdrátt og vefjaviðgerð sem þýðir að sníkjudýr bindast verr
Hvaða áhrif hefur IL-4 á B frumur?
Það veldur IgE flokkaskiptum hjá B frumum og IgE getur þá bundist FceR viðtökum á mastfrumum, eosinófílum og basófílum og virkjað þær
Hvaða áhrif hefur IL-5 á eosinophila?
ræsir þá
Hvar má aðallega finna Th17 frumur ef engin sýking er til staðar?
þá má finna þær í görn þar sem þær halda samlífisörverum í skefjum
Th17 frumur seyta IL-17 sem hefur áhrif á…
fíbróblasta, þekjufrumur og hyrnisfrumur
Th17 frumur seyta líka….
- G-CSF sem veldur meiri framleiðslu og losun á neutrophilum í beinmerg
- IL-22 sem fær þekjufrumur til að seyta örverudrepandi próteinum
- flakkboðum sem dregur neutrophila á staðinn
Þegar Th17 frumur myndast þá verða líka til…
Tfh frumur sem hjálpa B frumum að mynda mótefna sem áthúða utanfrumubakteríur og sveppi og ræsa vel komplement
MHC I sameindir sýna ónæmisvaka sem eiga uppruna sinn í…
próteinum í umfrymi
IFN-alfa og beta er seytt mikið af…
plasmacytoid angafrumum
IFN-alfa og beta gegna mikilvægu hlutverki í að…
ráða niðurlögum veirusýkinga
IFN-alfa og beta hafa 3 meginhlutverk:
- þau virkja gen í ósýktum frumum
- þau auka MHC I tjáningu í flestum frumum
- þau virkja NK frumur
Lýstu því hvernig IFN-alfa og beta virkja gen í ósýktum frumum:
þau virkja gen í ósýktum frumum sem leiða til eyðileggingar á mRNA og koma þannig í veg fyrir að veiran geti nýtt sér próteinmyndunarkerfi hýsilfrumunnar
IFN-gamma gegnir mikilvægu hlutverki í…
sérhæfðu ónæmissvari gegn innanfrumusýklum og hefur áhrif á í hvaða átt T-frumu þroskast
CD8+ T frumur eru sérstaklega virkar gegn…
veirusýktum frumum
CD8+ bindur T frumuviðtakann við…
MHC I peptíð á markfrumu og drepur hana
Hvenær virkjast eitilfruma?
þegar hún greinir ónæmisvaka
ónæmissvar gegn sníkjudýrum er af hvaða gerð?
Th2 frumum
Angafrumur sýna snýkjudýrasameindir í…
MHC II (og mastfrumur seyta IL-4)
Í sníkjudýrasýkingum fer Th2 að sýkingarstað og eflir svör…
mastfrumna, eosínófíla og basófíla