Kafli 2 Flashcards
Ósértæka ónæmiskerfið
Viðtaka ósértæka ÓK greina…
sameindamynstur einkennandi fyrir sýkla
Hvað heita viðtakar ósértæka ÓK sem greina sameindamynstur?
PAMPs (pathogen-associated-molecular-patterns)
Nefndu dæmi um PAMPs viðtaka:
- toll-like viðtakar
- mannose viðtakar
- scavanger viðtakar
Hvaða varnareiginleika höfum við í þekjunni?
- tengi milli þekjufrumna
- flæði vökva og lofts vegna hreyfingar meltingarvegs
- flæði slíms vegna hreyfingar bifhára í öndunarvegi
- lágt pH og bakteríudrepandi peptíð í meltingarvegi
- fitusýrur og bakteríudrepandi peptíð í húð
- eðlileg bakteríuflóra á húð og meltingarvegi
- ensím í tárum og meltingarvegi
- tár og nefhár
Komplement kerfið: stutti ferilinn, klassíski ferillinn og lektín ferillinn mynda…
C3 sem klippist í tvennt: C3a og C3b
C3b og C5b mynda…
MAC (membrane attack complex)
Hver eru 3 meginhlutverk komplement kerfisins?
- áthúðun
- staðbundið bólgusvar
- rofferli
Komplement kerfi - Staðbundið bólgusvar
C3a, C4a og C5a draga til sín átfrumur (og valda æðaleka). Koma bólgusvari í gang til að fá hvítfrumur og ónæmisfrumur á staðinn
Komplement kerfið - rofferli (MAC)
gerir gat á sýklayfirborðið
Þær frumur sem greina fyrst sýkil þegar hann hefur komist í gegnum þekjuvef eru…
- makrófagar
- angafrumur
- mast frumur
- skammlífir granúlócýtar
Aðalátfrumur líkamans eru…
makrófagar og neutrófílar
Lýstu ferli sýkla-upptöku átfrumna
- átfrumur tengjast bakteríum með pseudopodia
- átfrumur gleypa bakteríur og loka inni í átbólu
- átbóla og meltikorn renna saman og mynda meltibólu
- meltiensím brjóta niður bakteríurnar
- átfruman losar úrgangsefni
Hvað er NETS?
NETS eða neutrophil extracellular traps myndast þegar neutrophilar deyja. Litningar afvindast sem síðan losna út í utanfrumuvökvan ásamt myeloperoxidansa (MPO), elastasa og cathepsin G
Hvaða toll-viðtakar eru himnubundnir?
TLR 1,2,4,5,6
Hvaða toll-viðtakar eru innanfrumuviðtakar?
TLR 3,7,8,9
TLR 1,2,6 greina…
lípópeptíð í gram+ bakteríum
TLR 2 greinir
peptíðóglýkan í gram+ bakteríum
TLR 4 greinir…
LPS (lípópólýsakkaríð) sem er einkennandi fyrir gram- bakte´riur
TLR 5 greinir…
svipur á bakteríum
TLR 9 greinir…
CpG raðir sem eru einkennandi fyrir CpG repeats á DNA-inu á bakteríum