Kafli 2 Flashcards
Ósértæka ónæmiskerfið
Viðtaka ósértæka ÓK greina…
sameindamynstur einkennandi fyrir sýkla
Hvað heita viðtakar ósértæka ÓK sem greina sameindamynstur?
PAMPs (pathogen-associated-molecular-patterns)
Nefndu dæmi um PAMPs viðtaka:
- toll-like viðtakar
- mannose viðtakar
- scavanger viðtakar
Hvaða varnareiginleika höfum við í þekjunni?
- tengi milli þekjufrumna
- flæði vökva og lofts vegna hreyfingar meltingarvegs
- flæði slíms vegna hreyfingar bifhára í öndunarvegi
- lágt pH og bakteríudrepandi peptíð í meltingarvegi
- fitusýrur og bakteríudrepandi peptíð í húð
- eðlileg bakteríuflóra á húð og meltingarvegi
- ensím í tárum og meltingarvegi
- tár og nefhár
Komplement kerfið: stutti ferilinn, klassíski ferillinn og lektín ferillinn mynda…
C3 sem klippist í tvennt: C3a og C3b
C3b og C5b mynda…
MAC (membrane attack complex)
Hver eru 3 meginhlutverk komplement kerfisins?
- áthúðun
- staðbundið bólgusvar
- rofferli
Komplement kerfi - Staðbundið bólgusvar
C3a, C4a og C5a draga til sín átfrumur (og valda æðaleka). Koma bólgusvari í gang til að fá hvítfrumur og ónæmisfrumur á staðinn
Komplement kerfið - rofferli (MAC)
gerir gat á sýklayfirborðið
Þær frumur sem greina fyrst sýkil þegar hann hefur komist í gegnum þekjuvef eru…
- makrófagar
- angafrumur
- mast frumur
- skammlífir granúlócýtar
Aðalátfrumur líkamans eru…
makrófagar og neutrófílar
Lýstu ferli sýkla-upptöku átfrumna
- átfrumur tengjast bakteríum með pseudopodia
- átfrumur gleypa bakteríur og loka inni í átbólu
- átbóla og meltikorn renna saman og mynda meltibólu
- meltiensím brjóta niður bakteríurnar
- átfruman losar úrgangsefni
Hvað er NETS?
NETS eða neutrophil extracellular traps myndast þegar neutrophilar deyja. Litningar afvindast sem síðan losna út í utanfrumuvökvan ásamt myeloperoxidansa (MPO), elastasa og cathepsin G
Hvaða toll-viðtakar eru himnubundnir?
TLR 1,2,4,5,6
Hvaða toll-viðtakar eru innanfrumuviðtakar?
TLR 3,7,8,9
TLR 1,2,6 greina…
lípópeptíð í gram+ bakteríum
TLR 2 greinir
peptíðóglýkan í gram+ bakteríum
TLR 4 greinir…
LPS (lípópólýsakkaríð) sem er einkennandi fyrir gram- bakte´riur
TLR 5 greinir…
svipur á bakteríum
TLR 9 greinir…
CpG raðir sem eru einkennandi fyrir CpG repeats á DNA-inu á bakteríum
TLR 7,8 greina…
ssRNA
TLR 3 greinir…
dsRNA
Hvaða toll-viðtaki hefur verið notaður í þróun bóluefna til þess að auka virkni bóluefnis?
TLR 9
Hvaða toll-viðtaka hefur verið notuð samblanda af til þess að virkja ÓK við að greina bóluefnið sem verið er að nota?
TLR 7 og 8
3 megin áhrif bólgu
- draga að fleiri frumur og virkar sameindir á sýkingarstað til að drepa sýkilinn
- mynda staðbundna kekkjun í blóði sem hrindrar að sýkillinn dreifi sér með blóðrásinni
- koma af stað viðgerð á skemmdum vef
Hver eru helstu bólguhvetjandi boðefnin?
- IL-1 beta
- TNF-alfa
- IL-6
- CXCL8
- IL-12
IL-1 beta
veldur hita og ræsir æðaþelið sem gerir það að verkum að æðaþelið byrjar að tjá sameindir svo það er auðveldara að tjá viðloðunarsameindir sem hjálpa öðrum frumum líkamans eins og neutrofílum að komast í gegnum æðaþelið
TNF-alfa
ræsir æðaþelið og gerir það gegndræpara þannig að frumurnar geta troðið sér í gegn. Auðveldara fyrir mótefnin og komplíment að komast á réttan stað
IL-6
veldur hita og ýtir undir myndun á svokölluðum bráðafasapróteinum sem hafa bakteríudrepandi áhrif
CXCL-8
er í raun chemokin (efni sem laðar að sér aðrar frumur) sem dregur að sér neutrófíla
IL-12
ræsir NK frumur
Hvar eru bráðafasaprótein mynduð?
í lifur
Bráðafasaprótein bindast…
sýklum en ekki hýsilfrumum
Nefndu dæmi um bráðafasaprótein
- MBL (mannose-binding lektín)
- C-reactive og serum amyloid prótein
- fibrinogen
MBL (mannose binding lektín)
virkjar lektín ferilinn á komplement kerfinu sme binst þá við mannósa á bakteríunni
C-reactive og serum amyloid prótein
bindast við bakteríur og virkja komplement kerfið
Fibrinogen
ýtir undir kekkjun á blóði
Hvað stuðlar að “rúlli” hvítkorna frumna eftir æðaþeli?
viðloðunarsameindir (selectin ligand)
Hvað stuðlar að því að hvítkorn eiga auðveldara með að komast í gegnum æðaþel og að sýkingastað?
Efnatogsviðtakar (chemokine receptor). Þeir kalla á hvítkornin og þau bindast þeim
Hver er einn mikilvægasti efnatoginn fyrir átfrumur?
CXCL-8
Hvaða komplementþættir eru efnatogar?
C5a og C3a
Hvaða bólguhvetjandi boðefni virkja æðaþelið sem gerir það auðveldara fyrir frumur að komast á sýkingarstaðinn?
IL-1 beta og TNF-alfa
Hvaða baktería er dæmi um innanfrumusýkil?
berklabakterían
Hvað er mikilvægt í eyðingu utanfrumusýkla?
- átfrumur (og áthúðun)
- sýklaeitur
Hvað er mikilvægt í eyðingu innanfrumusýkla?
- hlutleysandi mótefni frá B frumu
- NK og T-drápsfrumur
MHC class 1 er viðtaki sem er…
einkennandi fyrir okkur sem lætur vita að “þetta er fruman mín”
Hvað gerist ef NK fruma hittir frumu sem er ekki með MHC class 1?
drepur hana
NK frumur eru myndaðar í…
beinmerg frá eitilfrumu stofnfrumum
NK frumur hafa ekki…
eitilfrumuviðtaka, eru ósértækar
Hver er fyrsta vörn okkar gegn veirusýkingum? (á meðan verið er að ræsa áunna svarið)
NK frumur
NK frumur seyta mikið af…
IFN-y