Kafli 8 Flashcards
Virkni vessabundins ónæmis og Bólusetningar
Mótefni mynda hvernig ónæmissvar?…
vessabundið ónæimssvar
Mótefna vinna gegn sýkingum með…
- hlutleysingu (neutralization)
- áthúðun (opsonization)
- virkjun komplement kerfisins
- mótefnaháðu drápi
- ræsingu mastfrumna, eosínófíla og basófíla
Lýstu hlutleysingu mótefna
mótefni geta bundist við eitur sem bakteríur seyta eða jafnvel við heilar bakteríur og veirur og þannig komið í veg fyrir a eitrin eða heilir sýklar geti bundist við yfirborð hýsilfrumna og þannig sýkt þær. Þegar mótefni hafa bundist við ónæmisvaka á þennan hátt myndast því óvirkar sameindir sem eru að lokum teknar upp og brotnar niður af makrófögum
Lýstu áthúðun (opsonization) mótefna
mótefni húða sýkla þanig að þeir eru girnilegri til frumuáts. Makrófagar og neutrófílar taka upp sýkla sem hafa verið úðaðir á þenna hátt og brjóta þá niður
Lýstu hvernig mótefni virkja komplement kerfið
klassíski ferill komplement kerfisins vinnur vel með mótefnum sem hafa bundist yfirborði sýkils og við það ræsast klassíski ferill komplementkerfisins. Komplement geta síðan leitt til þess að annaðhvort myndast gat í bakteríuvegginn og sýkillinn springur, en algengara er að þau auki líkur á að sýkillinn sé tekinn upp af átfrumu sem er með viðtaka fyrir komplementinu (C3b) sem hefur bundist á yfirborð sýkilsins
Hvaða mótefni sjá um hlutleysingu?
IgG, IgA
Hvaða mótefni sjá um áthúðun og mótefnaháð dráp?
IgG
Hvaða mótefni sjá um virkjun komplementkerfisins?
IgG, IgM
Hvaða mótefni sjá um ræsingu mastfrumna, eosínófíla og basófíla?
IgE
IgA hlutleysir…
slímhúðaryfirborð
IgG hlutleysir…
í líkamsvessum
IgG og IgA saman hlutleysa…
veirur, bakteríur og bakteríueitur
Mótefnahúðun notast við hvaða viðtaka?
FcR (og komplementviðtaka)
Hvernig virkar mótefnaháð dráp?
- mótefnahúðaður sýkill eða mótefnahúðuð fruma getur bundist FcyR II á NK frumum
- ræsir NK frumuna
- losar granzyme og perforin úr kornum sínum beint á sýktu frumuna
- sýkill eða fruma deyr með apoptósu
Hvers kona Fc viðtaka hafa mastfrumur, eosínófílar og basófílar?
FceR I sem bindur IgE