Kafli 10 Flashcards
Ónæmissvör gegn krabbameini og ígræddum líffærum
Æxlisvakar (tumor antigen) - “driver mutations”
eru afurðir stökkbreyttra eða yfirvíxlaðra æxlis- eða bæliegna sem stuðla líklega að æxlismyndun
Farþegastökkbreytingar (passenger mutations)
krabbamein í mönnum sem hafa engin áhrif á æxlismyndun en geta vakið ónæmissvör gegn æxlinu
Tegundir af æxlisvökum sem T frumur greina:
- farþegastökkbreytingar
- æxlisvakar
- eðlileg prótein sem vekja ónæmissvar þegar þau eru tjáð í æxlum en ekki heilbrigðum vef
- krabbameinsvaldandi veirur
Aðalferlin við eyðingu æxlis er…
Dráp æxlisfrumna af völdum T-drápsfurmna (CTL - cytotoxic T lymphocytes) sem eru sértækar fyrir æxlisvaka
Lýstu virkun ÓK gagnvart krabbameinsfrumum
peptíð eru sýnd í MHC I og greind af MHC I skilyrtum CD8+ CTL frumum sem drepa þær frumur sem framleiða ónæmisvakann
DAMP (damage associated molecular patterns)
eru á deyjandi æxlisfrumum og vekja tjáningu hjálparboða á sýnifrumum
Afhverju tekst ÓK ekki alltaf að draga úr æxlisvexti?
æxlin geta forðað sér undan greiningu ÓK og varist árásum þess
Nefndu dæmi um það hvernig æxlin geta forðað sér undan greiningu ÓK
- sum æxli hætta að tjá ónæmisvaka sem ónæmissvar beinist gegn
- sum æxli hætta að tjá MHC I og geta því ekki sýnt CD8+ CTL peptíð úr æxlisvökum
- sum æxli seyta ónæmisbælandi boðefnum eða stuðla að virkjun bælifrumna sem bæla ónæmissvör
Helstu leiðir í ónæmislækningum krabbameina beinist að því að…
virkja ónæmissvar gegn æxlinu, mótefni og T frumur, þ.e. sértæk ónæmissvör gegn æxli sem sjúklingur hefur og að örva eigin ónæmissvör þeirra gegn æxlinu
Ein leið til að örva ónæmissvar gegn æxli er að…
bólusetja sjúkling með þeirra eigin æxlisfrumum eða ónæmisvökum úr þeim (þarf að skilgreina æxlisvaka)
Lýstu því hvernig transfer passive immunity virkar
þá ertu með T frumur frá einstaklingi sem er með krabbamein og þú fjölgar þeim í tilraunaglasi (og gefur einnig mótefni sem er spesifísk fyrir krabbameininu sjálfu) og setur svo til baka í krabbameinssjúklinginn í þeim tilgangi að þær ráðist á krabbameinið og mótefnin geta þá bundist við túmor frumunnar og ýtt undir það að átfrumurnar komi og éti túmorið
Lýstu því hvernig CAR-T frumur virka
þá er einstaklingur með t.d. leukemia og þú tekur þá T frumurnar frá honum og fjölgar þeim og trandúcar þeim með CAR geni sem er í raun hannaður viðtaki sem er sértækur fyrir túmorið sjálft. Svo eru CAR T frumurnar settar til baka í sjúklinginn og þá ráðast frumurnar á túmorið
Höfnun ígræddra líffæra orsakast af…
sérhæfðum ónæmissvörum sem eru sértæk og sýna ónæmisminni og eru háð eitilfrumum
Hvaða gen eru það sem hafa mest áhrif á höfnun vefja?
MHC og HLA (gen sem skrá fyrir vefjaflokksameindirnar)
Hvað er eitt sterkasta ónæmissvar sem til er?
ónæmissvar gegn MHC ónæmisvökum á yfirborði frumna úr öðrum einstaklingi
Lýstu því hvernig ferli höfnun ígræðslu á sér stað:
- við ígræðslu verður bólga og þá koma þega-angafrumur inní líffærið
- þega og gjafa-angafrumur berast í nærliggjandi eitil
- þega-angafruma sýnir vefi úr gjafa-nýranu í MHC sameindum sem T fruma (CD4+) greinir og virkjast og fjölgar sér
- CD8+ T fruma greinir OC-samgena MHC sameinda á yfirborði gjafa-angafrumunnar og veit þá að sú angafruma er ekki hluti af þega-líkamanum
- Báðar T frumurnar berast til ígrædda líffærisins og fara að koma af stað höfnun
Direct recognition
T frumur greina ósamgena MHC sameindir á græðlingum sem angafrumur í honum sýna
Indirect recognition
Allo-antigen eru tekin upp og sýnd af sýnifrumum þegans
Mixed Lymphocyte Reaction (MLR)
er in vitro líkan fyrir T frumugreiningu á allo-antigenum og er mælikvarði á muninn í HLA/MHC milli einstaklinga
Mjög bráð líffærahöfnun verður vegna…
mótefna gegn ígrædda líffærinu
Bráð líffærahöfnun verður vegna…
- CD8+ CTL frumna sem drepa frumur ígrædda líffærisins
- CD4+ frumna sem seyta boðefnum og valda bólgu sem skemmir ígrædda líffærið og geta líka skaðað æðar sem liggja til líffærisins
- mótefna, einkum gegn æðunum geta valdið bráðri höfnun
Langvinn líffærahöfnun verður vegna…
T frumna sem greina allo-antigen ígrædda líffærisins seyta boðefnum, valda frumufjölgun og virkja fíbróblasta og slétta vöðva í æðum líffærisins
Helsta leiðin til að hindra og meðhöndla vefjahöfnun er…
ónæmisbæling, einkum með lyfjum sem hindra ræsingu og virkni T frumna
hematopoietic stem cell transplantation er notuð í vaxandi mæli till að…
- leiðrétta galla í blóðfrumum
- endurnýja beinmerg sem hefur skemmst vegna geislunar
- meðhöndla hvítblæði