Kafli 1 Flashcards
Yfirlit yfir ónæmiskerfið
Kúabóla verndaði gegn…
bólusótt (1794)
Hver uppgötvaði smitefni?
Robert Koch
Hver uppgötvaði bóluefni?
Louis Pasteur
Hverjir uppgötvuðu tilvisst anti-toxic efna í sermi?
Emil von Behring og Shibasaburo Kitasato
Hver uppgötvaði frumur sem átu örverur(átfrumur)?
Elie Methcnikoff
Áunnið sértækt ónæmi (adaptive immunity)
sértækar varnir gegn ákveðnum sýklum. Ónæmissvör gegn framandi sameindum og ónæmisminni
Sértækt ónæmissvar getur veitt…
ævilanga vernd, verndandi ónæmi gegn endursýkingu af völdum viðkomandi sýkils
Hvaða ár lýsti WHO því yfir að bólusótt væri útrýmt með bólusetningum?
1979
Ósértækt ónæmissvar (innate immunity)
er alltaf til staðar og bregst fljótt við innkomu sýkils
Hvaða frumur tilheyra Sértæka ónæmissvari?
Eitilfrumur B&T
Hvaða frumur tilheyra ósértæka ónæmissvari?
átfrumur og frumur sem seyta ýmsum virkum sameindum sem uppræta sýkla
Hvað tilheyrir ósértæka ónæminu?
- normal örveruflóran
- þekjuvefur
- örverudrepandi peptíð/ensím
- angafrumur
- makrófagar
- mastfrumur
- neutrofilar, eosinofilar, basofilar
- NK frumur og ILC (innate lymphoid cells)
Er ósértæka ónæmið sértækt fyrir vaka?
nei, er ekki sértækt fyrir vaka (antigen)
Hvernig er svörun ósértæka ónæmis?
hröð svörun, enginn biðtími
Sértækt ónæmi skiptist í:
- vessabundið ónæmi
- frumubundið ónæmi
Er sértækt ónæmi sértækt fyrir vaka?
já, er sértækt fyrir vaka (antigen)
Hvernig er svörun sértæka ónæmiskerfisins?
hæg, biðtími >96klst
Hvað er einkennandi við sértæka ónæmiskerfið?
myndun ónæmisminnis
Hvað tilheyrir vessabundnu ónæmi?
B frumur sem mynda sértæk mótefni (antibodies)