6. Kafli Listir í Lífi Barna og Barnamenning - Uppeldisfræði Flashcards
Barnamenning.
Flestir skilja hugtakið á þann veg að annars vegar sé um að ræða efni sem fullorðnir hafa samið eða útbúið fyrir börn með þarfir þeirra í huga, svo sem barnabækur, barnaleikrit, brúðuleikhús og fl. Hins vegar það sem börn skapa og gera sér og öðrum til gleði í leik og starfi. Barnamenning er alltaf í beinum tengslum við það umhverfi og samfélag sem börnin alast upp í.
Möguleikasvið.
Sálfræðingurinn D.W. Winnicott talar um að á mörkum innri og ytri heims sé ákveðið svigrúm sem kallast ‘‘möguleikasvið’’. Þar telur hann að m.a. sköpunarhæfni manna sé virk og jafnframt þróist þar hæfileikinn til þess að njóta verka annarra.
Sköpunarhæfni.
Sköpunarhæfni eða sköpunargáfa er umdeild. Er hún sammannlegur eiginleiki eða sérhæfileiki sem aðeins fáir fá gefins. Besta skýringin er að allir menn eru gæddir sköpunarhæfni og þörf til tjáningar með einhverjum hætti.
J.P. Guilford.
Hann var Bandarískur sálfræðingur sem setti fram kenningu þar sem hann talaði um 120 mismunandi þætti mannlegrar greindar. Hann sagði að hugarstarfsemi mætti greina í tvær tegundir; aðhverfa hugsun og sundurhverfa hugsun.
Hvað er aðhverf hugsun?
Þá er leitað að einu réttu svari eða lausn á ákveðinni spurningu eða vandamáli. Eitthvað sem við vitum nú þegar. Dæmi: ‘‘hvað má nota mústein í?’’ Reisa hús, byggja vegg, hlaða garð. ‘‘Hvað má nota bréfaklemmu í?’’ Til að halda saman blöðum.
Hvað er sundurhverf hugsun?
Þá er stungið upp á mörgum mismunandi lausnum og svörum við spurningu. Þá notum við ímyndunaraflið og látum okkur detta margt sniðugt í hug. Dæmi: ‘‘hvað má nota múrstein í?’’ halda hurð, brjóta ís eða byggja bókahillu. ‘‘Hvað má nota bréfaklemmu í?’’ pikka upp lás, hreinsa bakvið neglur, gervispangir, lyklakippu og fl.
Hvað er sköpunarverk?
Menn eru ekki sammála um hvaða verk skuli flokkast sem sköpun. Sumir segja að allt sem maðurinn býr til sé sköpun, meira að segja ný sósa, eini munurinn er sá að sköpunin er á misháu stigi. Aðrir segja að einungis það sem er nýtt fyrir mannkynið í heild, í hvaða grein sem er, sé raunveruleg sköpun.
Hvernig er sköpunarferlið?
- Undirbúningur
- Meðganga
- Hugljómun
- Framkvæmd
Lýstu nr.1 undirbúningur.
Upplýsingum er safnað saman og tilgátur kannaðar og bornar saman. Þetta undirbúningsstig getur staðið árum saman.
Lýstu nr.2 meðganga.
Þá virðist oft sem lista- eða vísindamaðurinn sé kominn í ógöngur og ekki finnist nein lausn eða form fyrir hugmyndir hans. Sumir halda því fram að á þessu stigi vinni undirvitundin á sama hátt og meðvitundin vann á undirbúningsstiginu. Aðrir telja að þar sem meðvitundin stjórni ekki þessu stigi komi fram nýjar hugmyndir um ný tengsl og möguleika sem ekki nái að myndast þegar meðvitundin er að verki og stjórnar hugsuninni.
Lýstu nr.3 hugljómun.
Lausnin við meðgöngu virðist oftast koma þegar ekki er hugsað um viðfangsefnið. Sumar dreymir lausnina eða þeir fá allt í einu lausnina fram í hugann þegar þeir eru að gera eh annað eða jafnvel úti að ganga. Þetta fyrirbæri nefna menn hugljómun.
Lýstu nr.4 framkvæmd.
Felst í því að prófa og yfirfara lausnina og ganga úr skugga um að hugljómunin standist próf raunveruleikans. Þannig fær verkið ytri búning eða birtingarhátt.
Jón L. Karlsson.
Hann hefur um árabil rannsakað geðklofa og hefur sett fram kenningu um arfgengi þessa sjúkdóms. Hann telur geðklofa erfast sem sérstaka samsetningu gena sem geri það að verkum að tíðni geðklofa í tilteknum ættum verði óvenjumikil.
Lýstu tengslum geðklofa og sköpunarhæfni.
Í stuttum útdrætti úr kenningu Jóns L. Karlssonar fjallar hann meðal annars um geðklofa og sköpunarhæfni. Þar kemur fram að rannsókn hans sem fór fram á íslensku þjóðinni megi búast við hægt sé að rannsaka fólk sem skari fram úr sem afburðarfólk á heimsmælikvarða vegna fámenni þjóðarinnar. Jón vitnar í rannsóknir Longe-Echbaum, sem safnaði heimildum um fólk sem hann taldi skera sig úr sem mesta afreksfólk mankynssögunnar. Þar kemur fram að nær helmingur hefur þjáðst af geðsýki. Í könnun sem Jón gerði á bandarískum afreksmönnum frá Mississippi kom fram að 30% mannana voru með geðrænan sjúkdóm einhvern hluta ævinnar. Hinir höfðu tilhneigingu til þunglyndis í misríkum mæli. Jón segir að það virðist sem rannsóknir á geðheilsu manna með afburðar sköpunarhæfni leiði til sömu niðurstaða.