11. Kafli Íþróttir og uppeldi - Uppeldisfræði Flashcards
Hvað nær orðið íþróttir yfir í dag?
Heilbrigðis-, uppeldis- og félagsmála.
Hvað notuðu forfeður okkar orðið íþróttir fyrir?
Um andlegt og líkamlegt atgervi.
Hvernig má skipta íþróttaiðkun í þrjú svið?
- Íþróttaiðkun til heilsubótar og ánægju
- Skólaíþróttir
- Íþróttaiðkun á vegum íþróttafélags.
Hvað bendir orðtakð ,,heilbrigð sál í hraustum líkama’’ til og hvaðan kemur það?
Það kemur frá Forn-Grikkjum og bendir til að menn hafi mjög lengi talið íþróttaiðkun vera heilsubætandi.
Hvers vegna er íþróttaiðkun brýnni nú en áður?
Fjölskyldan þarf meira núna en áður að halda á íþróttum og útivist. Breytingar á atvinnuháttum hafa fækkað verulega líkamlegum störfum utanhúss og flestir aka í skóla og vinnu. Störf eru orðin einhæfari. Slæmt loft og hávaðamengun er oft á vinnustöðum.
Hver var Per Henrik Ling?
Hann var sænskur íþróttafrömuður. Hann barðist fyrir því að allir þjóðfélagsþegnar stunduðu heilsubótarleikfimi en eftir miðja 19. öld fóru keppnisíþróttir að ryðja sér til rúms. Áhrif Lings bárust hingað frá Danmörku rétt fyrir aldamótin 1900 og var kennt eftir kerfi hans í Latínuskólanum.
Hvað ýtti undir stofnun íþróttafélaga?
Með breyttum atvinnuháttum varð fólksfjölgun í þorpum og bæjum. Menn mynduðu þá samtök um margvísleg málefni og þessi þróun ýtti undir stofnun íþróttafélaga.
Hver var James B. Ferguson?
Hann var skoskur prentari sem vann eitt ár í Ísafoldarprentsmiðju og átti mikinn þátt í íþróttavakningu hér á landi. Hann var fimleikamaður og einnig góður í knattspyrnu. Hann kenndi krökkum fimleika á aldrinum 12-18 ára og var oft með sýningar sem vöktu mikla athygli. Talið er að knattspyrna hafi borist til landsins með honum.
Hvenær var íþróttasamband Íslands stofnað?
Árið 1912.
Hver var fyrstur hér á landi til að gera tillögur um íþróttakennslu skóla?
Baldvin Einarsson.
Hvað er talið að hafi verið fyrsta skipulagða íþróttastarfsemin í landinu?
Herfylking Vestmannaeyja. Líkamsþjálfun og íþróttir voru stór þáttur í starfsemi hennar.
Hverjir áttu mikinn þátt í varðveislu og útbreiðslu glímunnar hér á landi? (ekki kallar)
Í skólunum á Hólum og í Skálholti.
Hvenær var Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stofnað?
Árið 1907.
Hvaða íþróttir bárust til landins um aldamótin 1900?
Knattspyrna, fimleikar og frjálsar íþróttir.
Hvað lagði Jón Aðils áherslu á?
Á félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta og leika undir berum himni.
Í hvaða skólum var kennd leikfimi á síðari hluta 19. aldar?
Latínuskólanum og Kvennaskólanum
Hvaða stefna var höfð til hliðsjónar við stefnubreytingu hjá Íþróttasambandi Íslands árið 1996?
Stefna Norðmanna.
Hvað eru íþróttir samkvæmt íþróttalögum?
Hvers konar líkamsæfingar sem stefna að því a’ auka heilbrigði manna, hreysti, líkamsþrek og táp.
Hver er tilgangur með íþróttakennslu í skólum landsins?
Að efla líkamsþroska og bæta heilsufar nemenda, styrkja jákvæða sjálfsmynd þeirra, vellíðan og vekja hjá þeim áhuga á reglubundinni íþróttaiðkun og líkamsrækt. Auk þess að efla félags-, tilfinninga-, siðgæðis- og vitsmunaþroska og auka þekkingu á íþróttum og líkamsrækt.
Hver er helsta orsök hreyfingaskorts?
Alvarlegir og almennir sjúkdómar nútímans, t.d. æða- og hjartasjúkdómar.
Hver eru lokamarkmið aðalnámskrá grunnskólanna um íþróttaiðkun?
Stuðla að alhliða þroska hvers og eins nemenda.
Rannsóknir sýna að aukin þjálfun í hreyfifærni og aukið hreyfinám getur flýtt fyrir?
Starfshæfni líkamans.
Hvort dregur íþróttaiðkun úr þunglyndi og ýmis konar vanlíðan meira hjá stelpum eða strákum?
Strákum.
Hvernig verða börn og unglingar fyrir áhrifum umfjöllunar innan og utan íþróttahreyfingarinnar?
Það er alltaf mest fjallað um sigurvegara eða hæstu markaskorara en ekkert minnst á aðra leikmenn. Þetta er því ósanngjörn og lítilsvirðandi umfjöllun. Einnig er alltaf talað um hneyksli og ósigra svo sem lyfjanotkun eða ofbeldi.