1. Kafli Inngangur - Uppeldisfræði Flashcards
Hver er munurinn á hugtakinu uppeldi og hugtakinu félagsmótun?
Með uppeldi er átt við öll áhrif sem verða til uppbyggingar og til góðs út frá ákveðnum markmiðum. Félagsmótun er félagslegt hugtak og nær yfir öll áhrif umhverfis á einstaklinga, til góðs eða ills, meðvituð eða ómeðvituð, þar á meðal umönnun foreldra, skólagöngu, áhrif fjölmiðla og fl.
Hvernig er talið að viðhorf manna til uppeldis hafi mótast?
Af sýn á eðli mannsins
Hvernig skilur Reidar Myhre uppeldishugtakið og hvaða aðferðir notar hann til að skýra það?
Hann segir að með uppeldi er átt við viðleitni hins fullorðna, eldri kynslóðarinnar með víxlverkun áhrifa, til að miðla börnum og ungmennum þekkingu og hæfni, afstöðu, ákveðnu viðhorfi og trú, sem er í samræmi við þann félagslega og menningarlega veruleika sem uppeldið fer fram í. Einnig felst í uppeldi að það veiti hinni nýju kynslóð hjálp til að nýta hæfileika sína og möguleika í þágu mannúðar, ábyrgðar og sjálfstæðis og stuðli þannig að því að hún muni síðar vinna í þágu samfélagsins og menningarinnar, bæði með nýsköpun og viðhaldi menningarinnar.
Nefnið 6 dæmi um mismunandi andstæður í uppeldisferlinu - út frá
greiningu Myhre.
- Þroskandi viðfangsefni- miðlun menningar
- Einstaklingur- þjóðfélag
- Vald- frelsi
- Hefðir- nýjungar
- Náttúra- menning
- Leiðsögn- sjálfræði
Gerðu grein fyrir helstu ,,stoðgreinum” uppeldisfræðinnar.
Kenningar í uppeldis- og kennslufræði Uppeldisheimspeki Uppeldisguðfræði Uppeldisfélagsfræði Uppeldissálarfræði Söguleg uppeldisfræði Samaburðar uppeldisfræði
Hver er hinn almenni skilningur á uppeldi?
Viðlitni eldri kynslóðarinnar til að leiðbeina hina yngri til að læra að stjórna lífi sínu.
Hvað eru þrjár aðferðir til að skilgreina uppeldi?
Myndlíkingar, skilgreiningar og greining.
Hvert er hlutverk uppalanda?
Hann verður bæði að koma til móts við þroskaþarfir barnsins og ala barnið upp til að mæta kröfum samfélagsins og tileinka sér menninguna.
Um hvað fjallar uppeldisfræðin?
Uppeldi og menntun.
Hvað þýðir gríska paidagogos?
Þræll sem fylgdi dreng í skóla í dögum Forn-Grikkja.
Hvar á uppeldsfræði rætur sínar?
Grikklandi.
Nefndu tvær rannsóknaraðferðir sem uppeldisfræðingar nota.
Empírískar aðferðir og kerfisbundnar rannsóknir.
Hvernig mótast viðhorf manna til uppeldis?
Viðhorf manna til uppeldis mótast af skilningi hvers og eins á manninum og stöðu hans í tilverunni.
Stærsti hópurinn sem tekur þátt í umræðum og ákvörðunum uppeldis er?
Foreldrar.
Nefndu þau 5 sjónarhorn sem uppeldisfræðin leitar til?
Uppeldisfræðina veðrur að fjalla um út frá sögulegu, menningarlegu, heimspekilegu, siðferðilegu og þjóðfélagslegu sjónarhorni.