10. Kafli Leikur og leikföng Flashcards
Hvernig var leikur til forna?
Áhugi á leik virðist hafa verið fyrir hendi frá örófi alda. Listamenn, heimspekingar og skáld á öllum tímum mannkynsögunnar hafa hrifist af leikjum barna eins og sjá má t.d. í málverkum og ýmsum munum allt frá tímum Forn-Egypta.
Hvað er leikur?
Hugtakið leikur nær yfir margvíslegt atferli manna og dýra.
Hvernig var leikur á miðöldum?
Á miðöldum voru hugmyndir kaþólsku kirkjunnar um uppeldi ráðandi. Lítið var á börn sem litla fullorðna og gerðar kröfur til þeirra í samræmi við það. Börn voru miklu meira með foreldrum þá en nú, bæði í vinnu, leik og skemmtunum. Leikur var sameiginlegur börnum og fullorðnum en smám saman breyttist þetta og farið var að líta á leikinn sem barnslegt atferli.
Hvernig var leikur á 18 og 19 öld?
Í bókinni Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld eftir Loft Guttormsson er fjallað um leik barna og viðhorf til bernskunnar á 18 og 19 öld. Þar segir að á þessum tíma hafi leikur talist iðjuleysi, a.m.k hjá þeim sem höfðu völd. Að leika sér var talið það sama og að gefa kölska höggstað á sér. Í strjábýlum sveitum Íslands var þó ekki hægt að nota lítil börn í vinnu og þau notuðu þá fyrstu æviárin til að leika sér úti í náttúrunni þar sem þau voru mjög frjáls. Um 8-10 ára var svo hægt að gera kröfu til þeirra um að vinna og stunda bóklærdóm.
Hver var meðal þeirra sem skrifaði um gildi leiksins?
Þýska skáldið Friedrich von Schiller (1759-1805).
Hvað sagði Friedrich von Schiller um gildi leiksins?
Hann áleit að í leiknum afhjúpi sig innsta eðli mannsins og einungis þegar hann leiki sér sé hann algjörlega frjáls og geti notið sín til fulls.
Hvert má rekja vísindalegan áhuga á leik? (Platon)
Rekja má vísindalegan áhuga á leik langt aftur í söguna. Gríski heimspekingurinn Platon er sagður hafa orðið fyrstur manna til að viðurkenna hagnýtt gildi leiksins fyrir nám. Til þess að gera lögmál stærðfræðinnar sjáanleg og áþreifanleg ungum nemendum sínum úthlutaði hann eplum og litlum drengjum gaf hann smágerð smíðaáhöld svo þeir gætu æft sig og orðið hæfir húsbyggjendur.
Hvað sagði Aristóteles, lærisveinn Platons?
Hann áleit eins og Platon að hvetja ætti börn til að leika sér og æfa þannig leikni og hæfni til starfa sem þau myndu inna af hendi á fullorðinsárunum.
Hvað gerðist með samfélagsbreytingum fyrri alda?
Afstaða manna til bernskunnar breyttist smám saman, einkum með breytingum á atvinnuháttum og fjölskyldulífi. Börn þeirra sem minna máttu í þjóðfélaginu voru þó látin vinna erfiðisvinnu jafnvel frá 5 eða 6 ára aldri t.d. í Englandi.
Hvað gerðist á 17 öld?
Þá var farið að líta á bernskuna sem þroskaár. Fyrir þann tíma var lkitið á börn sem litla fullorðna og þörfum þeirra var lítið sinnt.
Nefndu dæmi um þá sem höfðu mikil áhrif á viðhorfsbreytingu gagnvart börnum og á mikilvægi upeldisins fyrir þroska barna?
Heimspekingarnir Locke og Rousseau og uppeldisfrömuðirnir Pestalozzi, Fröbel og Montessori.
Hvað sagði Darwin um leik?
Í leik endurtekur barnið athafnir forfeðra fyrir árþúsundum (gengur þannig gegnum þróunarsögu mannsins).
Hvað er hugtakið leikur?
Sumir takmarka hugtakið leik við þykjustuleik en aðrir flokka margt fleira undir leik, t.d. teikningu og málun, og kalla þetta sköpunarleik. Enn aðrir benda á að leikur og vinna séu ekki tvímælalaust andstæður. Einning gera margir sér ljóst að ýmis einkenni og leiks og náms eru svipuð.
Hver eru tengls leiks og náms?
Við nám gleymir barnið sér oft af áhuga, er einbeitt og hugmyndaríkt. Hið sama má segja um barnið sem leikur sér.
Hvað er ólíkt með leik og vinnu?
Leikur og vinna eru ólík að því leyti að vinna tengist ákveðnum árangri eða afrakstri og kveikja að vinnu kemur utan frá en kveikja að frjálsum leik frá barninu sjálfu.
Hvað eru þroskaleikföng?
Það eru leikir til náms sem eru hannaðir af fullorðnum og hafa ýmis viðfangsefni sem fullorðnir hafa undirbúið eins og t.d. púsluspil.
Af hverju einkennist frjáls leikur barna?
Að börnin hafa valið hann sjálf og þau stjórna honum sjálf. Hann getur náð yfir ýmsar gerðir af leik, skapandi leik, þykjustu leik og hlutverkaleik. Þessi leikur er laus viðleiðsögn fullorðinna, stjórn þeirra eða afskiptasemi.
Hvert er hlutverk foreldra í frjálsum leik?
Að búa barninu góðar leikaðstæður, rými, leikföng o.fl. og vera til staðar, uppörva og leyfa barninu að leika sér frjálst án íhlutunar. Fullorðnir eiga því ekki að skipuleggja leikinn eða blanda sér í hann.
Nefndu 7 auðkenni leiks.
- Leikur er eitthvað skemmtilegt, hvort sem barnið leikur sér eitt, með fullorðnum eða öðrum börnum.
- Frjáls leikur einkennsit af virkni, gleði, áhuga og einbeitni barnanna. Þau gangast upp í leiknum af lífi og sál, annað er ekki til.
- Leikur er ekki skylda, áhuginn kemur af sjálfu sér, þó að kringumstæður, leikskilyrði og hinir fullorðnu hafi oft áhrif hér. Börn leika sér sjálfviljug.
- Leikurinn er skapandi atferli þar sem barnið er stjórnandi. Leikurinn miðast ekki við annað en að leika sér, engan tilskilinn árangur eða ákveðna útkomu.
- Leikurinn veitir börnum ánægju og gleði án þess að hann leiði til nokkurra ytri umbunar þí að stundum kalli þau í eunhvern til að koma og sjá það sem þau hafa búið til.
- Leikurinn varir á meðan börnin leika sér og ekki lengur. Það er leikferlið sem skiptir máli. Jafnvel þegar börn byggja stórhýsi, skip eða eitthvað annað úr kubbum eða öðru byggingarefni eru þau mest með hugann við verknaðinn að byggja. Þegar byggingunni er lokið velta þau oft öllu um koll og byrja upp á nýtt.
- Í leiknum prófa börn að gera eða segja ýmislegt sem er bannað eða illa séð í raunveruleikanum. Innan ramma þykjustuleiksins er þetta mögulegt því að leiknum fylgja engar utanaðkomandi reglur.
Hvað eru skynfæra og hreyfirleikir?
Hvernig þróast þeir með aldrinum?
Að ná valdi á hreyfingum sínum og samhæfa þær. Það er stöðug endurtekning og tilbrigði æfingar. Byrjar um 1 árs aldur. Um 1 árs: skríður og setur kubba í form. Um 3 ára: leira, sulla og hoppa í pollum Um 6 ára: rúlla t.d. bolta, hjóla, kafa Fullorðinn: skokka, dansa
Fyrst leikur barnið sér eitt en leikur svo á ýmsan hátt við þann fullorðinn sem annast það.
Sá fullorðni notar rödd, svipbrigði, hreyfingar eða hluti til að leika við barnið og barnið bregst við með því að hlæja og brosa, baða út höndum og fótum og hjala.
Bandaríski sálfræðingurinn Catarine Garvey sagði ,,Lærir barnið að leika?’’. Hann gerði rannsóknir sem sýndu að á fyrstum mánuðum ævi sinnar lærir barn muninn á leik uppalandans og annarri framkomu.
Traust tilfinnigabönd barns og fullorðins og örvandi umhverfi stuðla að andlegum og líkamlegum þroska barnsins.
Beitir skynfærum og vöðvum.
Hreyfingin veitir því unun og gleði.
Hlusta, horfa, sparka, hjala.
Hlaða, raða, flokka.
Skríða, hoppa, ýta, draga.
Undirstaða næsta stigs.
Hvernig eru sköpunar og byggingarleikir?
Hvernig þróast þeir með aldrinum?
Þá nota börn margs konar efni og allt snýst um að búa til og skapa. Nota leir, liti, sand, vatn, kubba, skæri. Byggingarleikir tengjast oft þykjustuleik. Byrjar um 3 ára aldur.
Um 3 ára: lita, perla, kubba
Um 6 ára: snjóhús, lego
Fullorðinn: listsköpun, hönnun, föndur
Virkni og gleði yfir að búa til eitthvað nýtt.
Prófa ný og fjölbreytt áhöld.
Láta í ljós tilfinningar, hugsanir og ímyndunarafl sem er mikilvægt tjáningarform og stuðlar að andlegri heilbrigði og þroska.
Þykjustuleikir þar sem hús úr sandi er höll og barnið býr til atburði.
Hvernig eru þykjustu og hlutverkaleikir?
Hvernig þróast þeir með aldrinum?
Byggir á því að nota tákn og eftirhermur. Endurspeglar reynslu barnsins. Börn virðast hafa djúpstæða innri þörf fyrir að endurtaka sömu leikina. Útrás fyrir gleði, sorg, reiði, kvíða, afbrýðissemi, blíðu og umhyggju. Hefst um 3 ára aldur oftast 2 og 1/2 árs.
Um 3 ára: mömmó, bíló
Um 6 ára: barbí, búðaleikur
Fullorðinn: störf, daður, leiklist
Þessi leikur veitir börnum mesta þroskamöguleika.
Félagslegur leikur og hlutir notaðir.
Táknræn athöfn, eftirlíking einhvers sem gerist í öðru umhverfi.
Hlutir í kringum þau eru annað en í raunveruleikanum.
Segja oft í leik ,,þetta er bara í þykjustunni’’.
Þau gera sér grein fyrir hvað er raunveruleiki og hvað er leikur.
Þau geta leikið hvað sem er, dýr eða dauða hluti.
Fræðimenn eru sammála um að þykjustan sé það dýrmætasta við leikinn.
Barnið yfirgefur sinn vanalega ytri heim.
Endurtaka stundum atburði og leika skemmtilega atburði úr sínu eigin lífi og fræða aðra, t.d. að eignast systkini eða fara í ferðalag.
Olofsson bendir á að til þess að barnið geti byrjað að leika þykjustuleik þurfi það fyrst að hafa þroska til að geta aðskilið atburðinn frá öðru sem það hefur upplifað, og kallað hann fram í huganum.
Þróun þykjustuleiksins er sú að fyrst reynir barnið að sýna að það viti hvernig á að nota einhvern hlut og hermir eftir öðrum, setur t.d. greiðuna í hárið. Um 4-5 ára nær þykjustuleikurinn hápunkti sínum og börnin geta, með hreyfingunni einni eða látbragði, ímyndað sér eitthvað í leiknum, t.d. líkt eftir bílhljóði.
Hvernig eru regluleikir?
Hvernig þróast þeir með aldrinum?
Efla siðgæðis og félagsþroska (Selman). Fyrst fer barn eftir ‘‘sínum reglum’’ og leikirnir flosna upp fljótt. Með auknum þroska gengur betur að fara eftir föstum reglum. Byrjar um 5-6 ára.
Um 6 ára: felurleikir, fallin spýta, eltingarleikur, kúluspil
Fullorðinn: hópíþróttir, krossgátur, tetris
Þegar líður að skólaaldri taka regluleikir við. Þar verða börnin að fara eftir reglum eða ákveðnum hlutverkum.
Fræðimenn hafa skiptar skoðanir um þessa flokkun á leikjum, margir halda því fram að allir leikir hafi reglur.
Regluleikir eru ýmist hreyfileikir, dansar, söngleikir, keppni eða orðaleikir, alls konar spil má líka kalla regluleiki.
Oft án fullorðinna en stundum verða þeir að stjórna.
Með aldri og þroska verða leikirnir skipulagðari og börnum gengur betur að fara eftir reglum og sjá muninn á réttu og röngu.
Samleikir stuðla bæði að félags og siðgæðisþroska og búa það undir að verða fullgildur þjóðfélagsþegn.
Börn sem leika sér mikið ná betri andlegum þroska og jafnvægi.
Karl Groos.
Var uppi í lok 19 aldar. Tilgangur leiks er að undirbúa börn undir fullorðinsárin: mömmu og pabbaleikir.