5. Kafli Samskipti Barna Og Foreldra - Uppeldisfræði Flashcards
Hvað skiptir máli í samskiptum barna og uppalenda?
Samskipti barna og foreldra hafa mikil áhrif á persónuleikaþroska barnins þá sérstaklega fyrstu æviárin sem eru talin skipta mestu máli í uppeldinu. Í öllum mannlegum samskiptum gilda sömu meginreglur:
- Virðing: að virða einstaklinginn eins og hann er
- Skilningur: að setja sig í spor annarra
- Einlægni: að senda skýr, ótvíræð og heiðarleg boð
Hver var Tomas Gordon? Segðu frá honum.
Hann var Bandarískur prófessor og skrifaði mikið um samskipti og hélt námskeið fyrir foreldra og kennara víða í heiminum.
Hvað er boðskipti án orða?
Það eru þau boð sem menn senda hver öðrum þegar þeir koma saman. T.d. orð, augnaráð, svipbrigði, hreyfingar, stellingar, raddblær og fl.
Hvað er ósamræmi í boðum?
Stundum er ekki samræmi á milli orða og líkamstjáningar, boð af slíku tagi geta oft valdið ruglingi og óöryggi. Dæmi: Þú segir “klukkan er fimm” með glaðri röddu - þú ert ánægður að klukkan er fimm, eh spennandi er kannski að fara gerast. Þú segir “klukkan er fimm” með raddblæ og líkamstjáningu - þú ert fegin að eh sé búið
Vandamál foreldra.
Stundum getur hegðun barnsins komið uppalanda í vanda.
Ég boð, þú boð, undanlátssamir foreldrar sem börnin vaða oft yfir, of strangir foreldrar þar sem sjálfsvirðing barnsins skaðast - í báðum tilvikum er ábyrgðin tekin af barninu svo að barnið öðlast ekki reynslu af eigin styrk eða veikleika í samskiptum.
Vandamál barnsins.
Þegar eh veldur barninu vandræðum eða erfiðleikum, það verður hrætt, vonsvikið, óöruggt eða óhamingjusamt, duga ég boð ekki. Þá verða foreldrar að hlusta á barnið og nota líkamstjáningar svo barnið finni hlýju og skilning í svarinu. Dæmi: ‘‘ég vil ekki fara í afmælið hjá Jóni’‘… ‘‘þið Jón virðist ekki vera góðir vinir’’
Að hlusta.
Virk hlustun er fólgin í því að gefa barninu alla athygli sína óskipta, setja sig í spor þess og svara þannig að það finni að hlustað sé á það og sé hvatt til að tala um tilfinningar sínar hvernig sem þær eru.
Hvað er einlægni?
Barn verður að finna fyrir trauti og hlýju en aldrei vorkunn. Mikilvægt er að snúa sér að barninu, horfa á það, gefa sér tíma, tala með notalegri og hlýlegri röddu, nota líkamstjáningu eins og kinka kolli, klappa á öxl. Mikilvægt er að vera einlægur sjálfur því það fær barnið til þess að vera einlægt (segja hvað því finnst).
Tjáning tilfinninga.
Skiljanlega lenda börn oft í árekstri við umhverfi sitt. Þau finna oft fyrir vonbrigðum, sárindum eða afbrýðissemi. Þá er mikilvægt að þau fái að tala um það til að skilja sjálf sig betur, annað fólk og umhverfi sitt. Sum börn tjá tilfinningar sínar í teikningum eða öðru skapandi starfi og tala síðan um verk sín. Börn tjá líka reynslu sína og tilfinningar í leikjum fá þannig útrás fyrir þær, bæði neikvæðar og jákvæðar tilfinningar.
Umhyggja og traust.
Þegar barn upplifir að það sé hlustað á það finnur það fyrir umhyggju og trausti. Sambandið milli barns og foreldris verður frekar vináttusamband. Ábyrgðarkennd barnsins þroskast því það fær sjálft að kljást við vandamál í stað þess að aðrir leysi það fyrir það.
Að spyrja.
Þegar við hefjum samræður við börn byrjum við oft á að spyrja. Það er ekki alltaf besta aðferðin. Oft er betra að bíða í nálægð barnsins og ef það finnur þörfina fyrir að tala þá talar það þegar það finnur að sá fullorðni vill hlusta. Það er líka hægt að byrja samtal á einhverju sem barnið er að gera t.d. ‘‘ég sé að þú ert að horfa á spiderman’’. Best er að beygja sig í hnjánum þegar talað er við lítil börn því þá finna þau minna fyrir smæð sinni.
Opnar spurningar.
Það er spurningar sem gefa barninu tækifæri til að velja sjálft umræðuefnið innan víðs ramma og tjá tilfinningar sínar án þess að fá hugmyndir um þær. Dæmi: viltu segja mér frá ferðalaginu?
Leiðandi spurningar.
Ef við segjum ‘‘var gaman í ferðalaginu’’ er spurningun orðin leiðandi. Þá erum við búin að leggja til svar við spurningunni. Þetta hvetur barnið síður til þess að opna sig og tala og segja sínar skoðanir. Börnin svara oftast með stuttum svörum og samtalið endist ekki lengi.
Já og nei spurningar.
Þær eru nauðsynlegar þegar við viljum fá ákveðnar upplýsingar sem skipta máli. Dæmi: ertu með lykla? ertu búin að læra heima?
Yfirheyrslusamtöl.
Samtöl sem eru eins og yfirheyrslur og einkennast af virðingarleysi og hugsunarleysi. Dæmi: hvert fórstu? með hverjum? var gaman? hvað gerðuði?