5. Kafli Samskipti Barna Og Foreldra - Uppeldisfræði Flashcards

0
Q

Hvað skiptir máli í samskiptum barna og uppalenda?

A

Samskipti barna og foreldra hafa mikil áhrif á persónuleikaþroska barnins þá sérstaklega fyrstu æviárin sem eru talin skipta mestu máli í uppeldinu. Í öllum mannlegum samskiptum gilda sömu meginreglur:

  1. Virðing: að virða einstaklinginn eins og hann er
  2. Skilningur: að setja sig í spor annarra
  3. Einlægni: að senda skýr, ótvíræð og heiðarleg boð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Hver var Tomas Gordon? Segðu frá honum.

A

Hann var Bandarískur prófessor og skrifaði mikið um samskipti og hélt námskeið fyrir foreldra og kennara víða í heiminum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er boðskipti án orða?

A

Það eru þau boð sem menn senda hver öðrum þegar þeir koma saman. T.d. orð, augnaráð, svipbrigði, hreyfingar, stellingar, raddblær og fl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er ósamræmi í boðum?

A

Stundum er ekki samræmi á milli orða og líkamstjáningar, boð af slíku tagi geta oft valdið ruglingi og óöryggi. Dæmi: Þú segir “klukkan er fimm” með glaðri röddu - þú ert ánægður að klukkan er fimm, eh spennandi er kannski að fara gerast. Þú segir “klukkan er fimm” með raddblæ og líkamstjáningu - þú ert fegin að eh sé búið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Vandamál foreldra.

A

Stundum getur hegðun barnsins komið uppalanda í vanda.
Ég boð, þú boð, undanlátssamir foreldrar sem börnin vaða oft yfir, of strangir foreldrar þar sem sjálfsvirðing barnsins skaðast - í báðum tilvikum er ábyrgðin tekin af barninu svo að barnið öðlast ekki reynslu af eigin styrk eða veikleika í samskiptum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Vandamál barnsins.

A

Þegar eh veldur barninu vandræðum eða erfiðleikum, það verður hrætt, vonsvikið, óöruggt eða óhamingjusamt, duga ég boð ekki. Þá verða foreldrar að hlusta á barnið og nota líkamstjáningar svo barnið finni hlýju og skilning í svarinu. Dæmi: ‘‘ég vil ekki fara í afmælið hjá Jóni’‘… ‘‘þið Jón virðist ekki vera góðir vinir’’

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Að hlusta.

A

Virk hlustun er fólgin í því að gefa barninu alla athygli sína óskipta, setja sig í spor þess og svara þannig að það finni að hlustað sé á það og sé hvatt til að tala um tilfinningar sínar hvernig sem þær eru.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er einlægni?

A

Barn verður að finna fyrir trauti og hlýju en aldrei vorkunn. Mikilvægt er að snúa sér að barninu, horfa á það, gefa sér tíma, tala með notalegri og hlýlegri röddu, nota líkamstjáningu eins og kinka kolli, klappa á öxl. Mikilvægt er að vera einlægur sjálfur því það fær barnið til þess að vera einlægt (segja hvað því finnst).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Tjáning tilfinninga.

A

Skiljanlega lenda börn oft í árekstri við umhverfi sitt. Þau finna oft fyrir vonbrigðum, sárindum eða afbrýðissemi. Þá er mikilvægt að þau fái að tala um það til að skilja sjálf sig betur, annað fólk og umhverfi sitt. Sum börn tjá tilfinningar sínar í teikningum eða öðru skapandi starfi og tala síðan um verk sín. Börn tjá líka reynslu sína og tilfinningar í leikjum fá þannig útrás fyrir þær, bæði neikvæðar og jákvæðar tilfinningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Umhyggja og traust.

A

Þegar barn upplifir að það sé hlustað á það finnur það fyrir umhyggju og trausti. Sambandið milli barns og foreldris verður frekar vináttusamband. Ábyrgðarkennd barnsins þroskast því það fær sjálft að kljást við vandamál í stað þess að aðrir leysi það fyrir það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Að spyrja.

A

Þegar við hefjum samræður við börn byrjum við oft á að spyrja. Það er ekki alltaf besta aðferðin. Oft er betra að bíða í nálægð barnsins og ef það finnur þörfina fyrir að tala þá talar það þegar það finnur að sá fullorðni vill hlusta. Það er líka hægt að byrja samtal á einhverju sem barnið er að gera t.d. ‘‘ég sé að þú ert að horfa á spiderman’’. Best er að beygja sig í hnjánum þegar talað er við lítil börn því þá finna þau minna fyrir smæð sinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Opnar spurningar.

A

Það er spurningar sem gefa barninu tækifæri til að velja sjálft umræðuefnið innan víðs ramma og tjá tilfinningar sínar án þess að fá hugmyndir um þær. Dæmi: viltu segja mér frá ferðalaginu?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Leiðandi spurningar.

A

Ef við segjum ‘‘var gaman í ferðalaginu’’ er spurningun orðin leiðandi. Þá erum við búin að leggja til svar við spurningunni. Þetta hvetur barnið síður til þess að opna sig og tala og segja sínar skoðanir. Börnin svara oftast með stuttum svörum og samtalið endist ekki lengi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Já og nei spurningar.

A

Þær eru nauðsynlegar þegar við viljum fá ákveðnar upplýsingar sem skipta máli. Dæmi: ertu með lykla? ertu búin að læra heima?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Yfirheyrslusamtöl.

A

Samtöl sem eru eins og yfirheyrslur og einkennast af virðingarleysi og hugsunarleysi. Dæmi: hvert fórstu? með hverjum? var gaman? hvað gerðuði?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Að hrósa.

A

Allir eiga hrós skilið fyrir vel unnið verk. Börn þurfa sérstaklega á hrósi að halda. Við þurfum að hrósa þannig að barnið fái sannar upplýsingar um hvað það getur svo það geti byggt innra með sér upp jákvæða mynd af sjálfu sér. Aldrei skal hrósa börnum fyrir skapgerðareiginleika; mikið ertu alltaf ljúfur og góður drengur.

16
Q

Að gagnrýna.

A

Oft þegar börn eru gangrýnd draga þau neikvæðar ályktanir af sjálfum sér og getur þá sjálfstraustið lamast. Mikilvægt er að ræða ekki persónugerð barnsins heldur einungis atvikið. Best er að nota jákvæða gagnrýni þar sem bent er á hvers sé ætlast af barninu og hvernig eigi að vinna verkið vel. Dæmi: barn skellir hurðum ‘‘sjáðu svona er hægt að loka dyrunum þannig það komi ekki mikill hávaði… prófaðu sjálf/ur’’

17
Q

Ég boð og þú boð.

A

'’Ég verð svo hrædd þegar þú kemur seint heim’’
‘‘Þú kemur seint heim! Það er bannað’’
Ég boð hjálpa börnunum að bera ábyrgð á hegðun sinni, setja sig í spor foreldra sinna og eru þá líklegri til þess að gera það við aðra.
Þú boð valda deilum og mótþróa og foreldrið fer að æsa sig, það gefur til kynna að eh sé bogið við barnið og felur í sér skipun.

18
Q

Valdboð.

A

Í ágreiningi foreldra og barna beita foreldarnir oft valdi. Þeir banna, hóta og refsa eins lengi og hægt er eða þangað til barnið rís upp gegn þeim. Dæmi: stelpa vill fara í strigaskó en á að fara í stígvél, foreldrarnir banna henni að fara í strigaskó en hún hlýðir ekki, þau segja þá ‘‘ef þú ferð ekki í stígvél þá er ekkert bíó á laugardaginn’’ stelpan neyðist þá til þess að fara í stígvél því ekki vill hún missa af bíóinu.

19
Q

Samningsaðferðin.

A

Í samningsaðferðinni felst að barnið og foreldrið vinni saman að lausn vandans. Ákvörðun er tekin með samkomulagi. Barninu líður þá eins og það sé virt og viðurkennt og að lausnin sé einnig þeirra hugmynd og tekur því ábyrgð á henni. Barnið kemur sjálft með hugmyndir og sér að lausn þess er framkvæmanleg. Samningsaðferðin felur í sér nokkra þætti:

  1. viðurkenna að um togstreitu sé að ræða og skilgreina hana
  2. koma með uppástungur á lausnum
  3. meta lausnir sem um er að velja
  4. finna leiðir til að láta samkomulagið verða að veruleika
  5. meta árangurinn
20
Q

Lítið sjálfstraust barna.

A

Barni með lítið sjálfstraust líður ekki vel, það langar ekki til að takast á við nýja hluti, því finnst það vera utanveltu í fjölskyldunni, bekknum eða vinahópi og það sýnir oft neikvæða hegðun. Rudolf Dreikurs hefur skrifað mikið um uppeldi fyrir foreldra og kennara. Hann álítur að neikvæð hegðun komi fram í fjórum mismunandi myndum, þar sem barnið trúir því að atferli sitt muni bæta félagslega stöðu sína, það rangtúlkar aðstæður og þrjóskast gegn því sem aðstæður krefjast.

  1. Barnið reynir að vekja athygli með því að ergja foreldrana og hugsar svo; þeim er sama um mig.
  2. Barnið reynir að sýna að það hafi valdið, rífst, sýnir yfirgang og hugsar; kannski er þeim sama um mig en ég skal sýna þeim hver ræður.
  3. Barnið reynir að hefna sín með því að særa aðra og hugsar; aðrir hafa sært mig og ég ætla að hefna mín.
  4. Barnið gefst svo upp, verður óvirkt og hugsar; ég get ekkert svo það er til einskis að reyna.

Best er að leiða hjá sér neikvæða hegðun. Láta barnið finna að okkur þyki vænt um það og að okkur þyki gaman að vera með því, vinna með barninu í ýmsum verkefnum, vera einlæg og alúðleg og vera tilbúin að skilja og viðurkenna tilfinningar barnsins, vera bjartsýn og glaðvær og halda áfram þótt framfarir séu hægar. Til þess að barnið sjái árangur er mikilvægt að skipta verkefnum í minni verkefni, gefa barninu tíma, draga úr ótta við að prófa eh nýtt, hrósa fyrir vel gerða hluti, sína að framlag barnsins skipti máli, gera hæfilegar kröfur.