2. Kafli Uppeldi og menntun í aldanna rás - Uppeldisfræði Flashcards
Hver er helsti munurinn á uppeldi í einföldum samfélögum annars vegar og flóknum samfélögum hins vegar?
Í einföldum samfélögum var hægt að nota herminám í nánast allt en þegar samfélögin fóru að verða flóknari var það ekki hægt lengur. Með tilkomu ritmáls og talmáls ókst þörfin fyrir nám og uppeldi.
Hvers vegna er þekking á sögu uppeldis og menntunar mikilvæg nú á dögum?
Því að í sögunni felast forsendur þess að geta skilið manninn.
Hvaða merkingu hafði orðið skóli í grísku?
Orðið skóli þýðir á grísku frítími.
Hvert er talið helsta uppeldishlutverk skóla í nútíma samélögum?
Að þroska nemandann sem persónu og kenna honum sjálfstæð vinnubrögð.
Nefndu 3 gríska heimspekinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir okkar um uppeldi.
Sókrates, Platon og Aristóteles.
Hvert var samband kristinnar kirkju og skóla í Evrópu á miðöldum?
Skólar á miðöldum voru ætlaðir til þess að mennta presta. Ytri skólar voru fyrir syni efnamanna og fátæklinga og voru þeir þá skuldbundnir til þess að þjóna kirkjunni.
Nefndu 3 dæmi um ,,veraldlega” menntun á miðöldum.
Veraldleg menntun var:
Riddaramenntun: Þjálfun í vopnaburði og hirðsiðum við hirðir aðalsmanna, voru í því 7-14 ára. Eftir það fóru þeir í hermennsku til 21 árs.
Borgarskólar: Í þeim voru börn kaup-og handverksmanna. Þessir skólar voru taldir lélegir. Líkir grunnskólum í dag.
Menntakerfi iðngreina: Röðin var lærlingur-sveinn-meistari. Þetta var uppeldi jafnt og fagþekking.
Segið frá menningaráhrifum Araba á Vesturlöndum.
Endurreisnin og mannúðarstefnan voru veraldlegar stefnur sem skoðuðu manninn sjálfan og tengsl við náttúruna frekar en að skoða Guð. Þetta byggðist á áhrifum frá Arabíu. Þetta markaði endalok miðalda og upphaf róttækra breytinga í menningu, lífsskilningi, listsköpun og menntun byrjuðu.
Hverjar voru áherslur Marteins Lúthers í menntamálum?
Hann barðist fyrir almennri skólaskyldu líka fyrir stúlkur og honum fannst að allir sem hefðu hæfileika ættu að fá menntun. Hann lagði mikla áherslu á kristindóms- og móðurmáls kennslu og að allir yrðu færir um að lesa Biblíuna á móðurmáli sínu. Hann vildi að latína og gríska yrðu áfram kennd. Hann vildi að nemendur lærðu stærðfræði og tónlist og að bókasöfnum yrði komið fyrir í skólum.
Lýstu vakningu Jesúíta í skólamálum kaþólsku kirkjunnar.
Tilgangur vakningarinnar var að bæta guðfræðilega og vísindalega menntun. Þeir lögðu áherslu á að gera skólagönguna ánægjulega og gera námið áhugavert. Þeir voru með frístundir svo nemendum leiddist ekki námið. Þeir voru með allskyns samkeppnir þar sem veitt voru verðlaun og þeir settu upp leikrit, óperur og ballett sýningar sem var sýnt fyrir utanaðkomandi fólk svo skólinn varð eins konar menningarmiðstöð.
Með hvaða hætti taldi Comenius best að ná til barna?
Með því að ganga út frá þeim hlutum sem börnin þekktu af eigin reynslu.
Hverjar voru helstu hugmyndir Comeniusar í skólamálum?
Hann taldi að menntun barna ætti að miða við eigin reynslu og að tengja ætti námsgreinarnar t.d. læra sagnfræði á latínu. Hann var á móti líkamlegum refsingum. Hans hugmyndir um skólakerfi voru:
Móðurskóli: Til 6 ára aldurs. Þeir eru fyrirmynd leikskólanna í dag. Þarna áttu börnin að leika sér.
Móðurmálsskóli: Frá 6-12 ára. Læra lestur, skrift og reikning og einnig hæversku, samlyndi og hjálpsemi.
Latínuskóli: Frá 12-18 ára.Fyrir alla sem hefðu hæfni-óháð efnahag. Þarna voru kenndar hefðbundnar greinar.
Háskóli: Frá 18-24 ára. Bara allra hæfustu nemendurnir. Þeir þurftu námshæfileika og einnig aðra æskilega mannkosti.
Gerðu grein fyrir helstu hugmyndum Johns Lock um manninn.
Hann sagði að maðurinn fæðist sem óskrifað blað (tabula rasa). Reynsla mannsins fyllir síðan smátt og smátt blaðið.
Segðu í stuttu máli frá þekktasta riti heimspekingsins Jean Jacques Rousseau.
Hann skrifaði ritið um Émile eða Emil. Í ritinu er Emil munaðarlaus og hann hefur enga sérstaka hæfileika. Rousseau tekur það að sér að ala upp Emil. Í bókinni fjallar Rousseau um uppeldi Emils frá bernsku til fullorðinsára og ætlar honum mismunandi viðfangsefni eftir því sem árin líða. Lokaþáttur ritsins um Emil segir frá verðandi konu hans, Sophie og fjallar Rousseau þá líka nokkuð um uppeldi stúlkna.
Hvað taldi J H Pestalozzi réttast að gera til að bæta stöðu alþýðunnar?
Hann taldi að til að bæta stöðu alþýðunnar þyrfti að bæta uppeldi og menntun.