2. Kafli Uppeldi og menntun í aldanna rás - Uppeldisfræði Flashcards

0
Q

Hver er helsti munurinn á uppeldi í einföldum samfélögum annars vegar og flóknum samfélögum hins vegar?

A

Í einföldum samfélögum var hægt að nota herminám í nánast allt en þegar samfélögin fóru að verða flóknari var það ekki hægt lengur. Með tilkomu ritmáls og talmáls ókst þörfin fyrir nám og uppeldi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Hvers vegna er þekking á sögu uppeldis og menntunar mikilvæg nú á dögum?

A

Því að í sögunni felast forsendur þess að geta skilið manninn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaða merkingu hafði orðið skóli í grísku?

A

Orðið skóli þýðir á grísku frítími.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvert er talið helsta uppeldishlutverk skóla í nútíma samélögum?

A

Að þroska nemandann sem persónu og kenna honum sjálfstæð vinnubrögð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Nefndu 3 gríska heimspekinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir okkar um uppeldi.

A

Sókrates, Platon og Aristóteles.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvert var samband kristinnar kirkju og skóla í Evrópu á miðöldum?

A

Skólar á miðöldum voru ætlaðir til þess að mennta presta. Ytri skólar voru fyrir syni efnamanna og fátæklinga og voru þeir þá skuldbundnir til þess að þjóna kirkjunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Nefndu 3 dæmi um ,,veraldlega” menntun á miðöldum.

A

Veraldleg menntun var:
Riddaramenntun: Þjálfun í vopnaburði og hirðsiðum við hirðir aðalsmanna, voru í því 7-14 ára. Eftir það fóru þeir í hermennsku til 21 árs.
Borgarskólar: Í þeim voru börn kaup-og handverksmanna. Þessir skólar voru taldir lélegir. Líkir grunnskólum í dag.
Menntakerfi iðngreina: Röðin var lærlingur-sveinn-meistari. Þetta var uppeldi jafnt og fagþekking.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Segið frá menningaráhrifum Araba á Vesturlöndum.

A

Endurreisnin og mannúðarstefnan voru veraldlegar stefnur sem skoðuðu manninn sjálfan og tengsl við náttúruna frekar en að skoða Guð. Þetta byggðist á áhrifum frá Arabíu. Þetta markaði endalok miðalda og upphaf róttækra breytinga í menningu, lífsskilningi, listsköpun og menntun byrjuðu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hverjar voru áherslur Marteins Lúthers í menntamálum?

A

Hann barðist fyrir almennri skólaskyldu líka fyrir stúlkur og honum fannst að allir sem hefðu hæfileika ættu að fá menntun. Hann lagði mikla áherslu á kristindóms- og móðurmáls kennslu og að allir yrðu færir um að lesa Biblíuna á móðurmáli sínu. Hann vildi að latína og gríska yrðu áfram kennd. Hann vildi að nemendur lærðu stærðfræði og tónlist og að bókasöfnum yrði komið fyrir í skólum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Lýstu vakningu Jesúíta í skólamálum kaþólsku kirkjunnar.

A

Tilgangur vakningarinnar var að bæta guðfræðilega og vísindalega menntun. Þeir lögðu áherslu á að gera skólagönguna ánægjulega og gera námið áhugavert. Þeir voru með frístundir svo nemendum leiddist ekki námið. Þeir voru með allskyns samkeppnir þar sem veitt voru verðlaun og þeir settu upp leikrit, óperur og ballett sýningar sem var sýnt fyrir utanaðkomandi fólk svo skólinn varð eins konar menningarmiðstöð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Með hvaða hætti taldi Comenius best að ná til barna?

A

Með því að ganga út frá þeim hlutum sem börnin þekktu af eigin reynslu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hverjar voru helstu hugmyndir Comeniusar í skólamálum?

A

Hann taldi að menntun barna ætti að miða við eigin reynslu og að tengja ætti námsgreinarnar t.d. læra sagnfræði á latínu. Hann var á móti líkamlegum refsingum. Hans hugmyndir um skólakerfi voru:
Móðurskóli: Til 6 ára aldurs. Þeir eru fyrirmynd leikskólanna í dag. Þarna áttu börnin að leika sér.
Móðurmálsskóli: Frá 6-12 ára. Læra lestur, skrift og reikning og einnig hæversku, samlyndi og hjálpsemi.
Latínuskóli: Frá 12-18 ára.Fyrir alla sem hefðu hæfni-óháð efnahag. Þarna voru kenndar hefðbundnar greinar.
Háskóli: Frá 18-24 ára. Bara allra hæfustu nemendurnir. Þeir þurftu námshæfileika og einnig aðra æskilega mannkosti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Gerðu grein fyrir helstu hugmyndum Johns Lock um manninn.

A

Hann sagði að maðurinn fæðist sem óskrifað blað (tabula rasa). Reynsla mannsins fyllir síðan smátt og smátt blaðið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Segðu í stuttu máli frá þekktasta riti heimspekingsins Jean Jacques Rousseau.

A

Hann skrifaði ritið um Émile eða Emil. Í ritinu er Emil munaðarlaus og hann hefur enga sérstaka hæfileika. Rousseau tekur það að sér að ala upp Emil. Í bókinni fjallar Rousseau um uppeldi Emils frá bernsku til fullorðinsára og ætlar honum mismunandi viðfangsefni eftir því sem árin líða. Lokaþáttur ritsins um Emil segir frá verðandi konu hans, Sophie og fjallar Rousseau þá líka nokkuð um uppeldi stúlkna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað taldi J H Pestalozzi réttast að gera til að bæta stöðu alþýðunnar?

A

Hann taldi að til að bæta stöðu alþýðunnar þyrfti að bæta uppeldi og menntun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Segðu frá ,,frumkvöðlastarfi” Fröbels í skólamálum og helstu áhrifum kenninga hans.

A

Hann var frumkvöðull að skipulögðu uppeldi smábarna í skólum. Kenningar hans voru gagnrýndar en eru samt notaðar í dag t.d. í kennaraskólum í Danmörku. Aðferðir hans eins og leikföng hans og námstækni hafa sannað gildi sitt.

16
Q

Hvað er Maria Montessori þekktust fyrir og hverjar eru helstu kennsluaðferðirnar sem hún þróaði í ,,Húsi barnanna”?

A

Hún var fyrsta konan sem lauk Dr. prófi í læknisfræði, hún var prófessor í mannfræði og var forstöðukona í húsi barnanna. Helstu kennsluaðferðir hennar voru að innleiða vísindi í skólastarfið, laða fram það sem í barninu býr og þroska skynjun og hreyfingar.

17
Q

Hver var höfundur Waldorfstefnunnar og í hverju er hugmyndfræði hennar fólgin?

A

Upphafsmaður Waldorfstefnunnar var Rudolf Steiner. Hugmyndir hennar voru að mannviska er heildarhugmyndafræði, ekki bara uppeldisfræði. Áhersla lögð á mann og náttúru, náttúrulegt líf og lífræna ræktun og hollustu. Það eru engin próf eða aðgreining til 14 ára aldurs, sköpun og listir eru jöfn bókmenntanámi, engin tilbúin leikföng, engin gerviefni og sérstök Waldorf kennaramenntun.

18
Q

Hvers vegna telur þú að John Dewey hafi haft hvað mest áhrif á uppeldishugmyndir manna á Vesturlöndum?

A

Því hugmyndir hans segja að námið eigi að virkja sem flest skynfæri og að það eigi að gagnast nemendum. Það er einmitt það sem námið gerir, það á að undirbúa okkur og vera gagnlegt og við náum þannig árangri með því að framkvæma hefðbundinn verk og virkja sem flest skynfæri okkar.

19
Q

Hverjir voru fyrstir til að berjast fyrir almennri skólaskyldu fyrir stúlkur og drengi?

A

Siðbótarmenn.

20
Q

Hvernig var barnafræðslu háttað í Evrópu fram á 19. öld?

A

Hún var óskipulögð og tilviljanakennd. Kennaramenntun var léleg eða engin, skólabyggingar ófullnægjandi, kennslubækur vantaði og engin skýr lög eða ákvæði voru um fjárhagslegan rekstur skóla.

21
Q

Hverjir settu fyrstir lög um barnafræðslu og hvenær varð almenn skólaskylda á Íslandi?

A

Norðurlöndin og nokkur önnur Vestur- Evrópuríki voru fyrst til þess að setja lög um barnafræðslu, fyrst í Danmörku 1814 og síðan í Noregi 1827. Almenn skólaskylda var sett á Íslandi árið 1907.

22
Q

Marteinn Lúther:

A

Marteinn Lúther: Hann barðist fyrir almennri skólaskyldu líka fyrir stúlkur og honum fannst að allir sem hefðu hæfileika ættu að fá menntun. Hann lagði mikla áherslu á kristindóms- og móðurmáls kennslu og að allir yrðu færir um að lesa Biblíuna á móðurmáli sínu. Hann vildi að latína og gríska yrðu áfram kennd. Hann vildi að nemendur lærðu stærðfræði og tónlist og að bókasöfnum yrði komið fyrir í skólum.

23
Q

Jesúítaskólar:

A

Jesúítaskólar: Innan Kaþólsku kirkjunnar varð vakning í skólamálum undir forystu jesúítans Ignatiusar Loyola. Tilgangurinn var að bæta guðfræðilega og vísindalega menntun. Þeir lögðu áherslu á að gera skólagönguna ánægjulega og gera námið áhugavert. Þeir voru með frístundir svo nemendum leiddist ekki námið. Þeir voru með allskyns samkeppnir þar sem veitt voru verðlaun og þeir settu upp leikrit, óperur og ballett sýningar sem var sýnt fyrir utanaðkomandi fólk svo skólinn varð eins konar menningarmiðstöð. Líkamlegum refsingum var ekki beitt heldur leitast við að höfða til áhugahvatar og drengskapar nemenda.

24
Q

Johan Amos Comenius:

A

Johan Amos Comenius: Best er að ná til barna með því að ganga út frá þeim hlutum sem börnin þekktu af eigin reynslu. Hann taldi að menntun barna ætti að miða við eigin reynslu og að tengja ætti námsgreinarnar t.d. læra sagnfræði á latínu. Einna frægust að kennslubókum hans var bókin Heimurinn í myndum. Hann var á móti líkamlegum refsingum. Hans hugmyndir um skólakerfi voru:
Móðurskóli: Til 6 ára aldurs. Þeir eru fyrirmynd leikskólanna í dag. Þarna áttu börnin að leika sér.
Móðurmálsskóli: Frá 6-12 ára. Læra lestur, skrift og reikning og einnig hæversku, samlyndi og hjálpsemi.
Latínuskóli: Frá 12-18 ára.Fyrir alla sem hefðu hæfni-óháð efnahag. Þarna voru kenndar hefðbundnar greinar.
Háskóli: Frá 18-24 ára. Bara allra hæfustu nemendurnir. Þeir þurftu námshæfileika og einnig aðra æskilega mannkosti.

25
Q

John Lock:

A

John Lock: Hann sagði að maðurinn fæðist sem óskrifað blað (tabula rasa). Reynsla mannsins fyllir síðan smátt og smátt blaðið. Hann lagði áherslu á heilbrigða lífshætti og að ala upp ‘‘frjálsar manneskjur‘‘. Hann var á móti líkamlegum refsingum og vildi að beitt væri einskonar leikaðferð við byrjandakennslu í lestri. Hann sagði að öll hugtök, hugmyndir og þekking mannsins ættu rætur í ytri reynslu. Hann lagði mikla áherslu á dómgreind og gagnrýna hugsun frekar en magn þekkingar: ‘‘ Nobody is under an obligation to know everything‘‘.

26
Q

Jean Jacques Rousseau:

A

Jean Jacques Rousseau: Hann sagði að uppalendur manneskjunnar væru 3: náttúran, hlutirnir og mennirnir. Hann sagði að ekki má ofvernda barnið þannig að hlutir og umhverfi veiti því ekki eðlilega ögun. Barnið þarf að læra af reynslunni og læra af eigin mistökum. Honum fannst að móðirin ætti að annast barnið og taldi það heppilegt að annar en faðirinn tæki kennarahlutverkið að sér. Hann skrifaði ritið um Émile eða Emil. Í ritinu er Emil munaðarlaus og hann hefur enga sérstaka hæfileika. Rousseau tekur það að sér að ala upp Emil. Í bókinni fjallar Rousseau um uppeldi Emils frá bernsku til fullorðinsára og ætlar honum mismunandi viðfangsefni eftir því sem árin líða. Lokaþáttur ritsins um Emil segir frá verðandi konu hans, Sophie og fjallar Rousseau þá líka nokkuð um uppeldi stúlkna.

27
Q

Johan Heinrich Pestalozzi:

A

Johan Heinrich Pestalozzi: Hann taldi að til að bæta stöðu alþýðunnar þyrfti að bæta uppeldi og menntun. Hann stofnaði nokkra skóla og gaf út bókina Hvernig Geirþrúður kennir börnum sínum. Hann studdist til þess að byrja með við kenningar Rousseau en hvarf svo frá þeim. Hans skoðun var að góðmennsku þurfi að laða fram með uppeldi. Kennslu- og uppeldisaðferðir hans byggðust á því að fyrst skyldi barn læra með því að skoða hlutinn þannig að það skynji hann og síðan gæti það með hjálp málsins myndað sér skýr hugtök um almennt eðli og eiginleika hlutarins. Hann taldi að 3 höfuðþættir væru mikilvægastir í skilningi manna á umhverfinu sínu en það væru: tölur, form og nöfn.

28
Q

Friedrich Fröbel:

A

Friedrich Fröbel: Hann var frumkvöðull að skipulögðu uppeldi smábarna í skólum. Hann lagði mikið uppúr einstaklingseðlinu og að börn væru frjáls, að börn fengju að kynnast náttúrunni beint og að börn fengju að skapa með höndunum. Kenningar hans voru gagnrýndar en eru samt notaðar í dag t.d. í kennaraskólum í Danmörku. Aðferðir hans eins og leikföng hans og námstækni hafa sannað gildi sitt.

29
Q

María Montessori:

A

María Montessori: Hún var fyrsta konan sem lauk Dr. prófi í læknisfræði, hún var prófessor í mannfræði og var forstöðukona í húsi barnanna. Helstu kennsluaðferðir hennar voru að innleiða vísindi í skólastarfið, laða fram það sem í barninu býr og þroska skynjun og hreyfingar. Hún taldi að maðurinn væri fæddur góður, uppeldi ætti að þroska meðfædda eiginleika, ákveðið frelsi væri nauðsynlegt, skynæfingar efldu þroska, viðurkenna ætti rétt þroskaheftra til náms og þroska og að leikskólaaldurinn væri mikilvægur.

30
Q

Waldorfstefnan:

A

Waldorfstefnan: Upphafsmaður Waldorfstefnunnar var Rudolf Steiner. Hugmyndir hennar voru að mannviska er heildarhugmyndafræði, ekki bara uppeldisfræði. Áhersla lögð á mann og náttúru, náttúrulegt líf og lífræna ræktun og hollustu. Það eru engin próf eða aðgreining til 14 ára aldurs, sköpun og listir eru jöfn bókmenntanámi, engin tilbúin leikföng, engin gerviefni og sérstök Waldorf kennaramenntun.

31
Q

John Dewey:

A

John Dewey: Hann var áhrifamesti uppeldisfræðingur vesturlanda á 20. öldinni og var heimspekingur að mennt. Hann stofnaði og stýrði Laboratory School ásamt konu sinni. Verkhyggja var hans hugmynd (pragmatismi). Hann sagði að meta bæri hlutina eftir því hvort þeir leiði til góðs eða ills, menntun er ekki markmið í sjálfri sér heldur verður hún að leiða til góðs fyrir einstakling og samfélag og að lýðræði er ekki hugmynd heldur framkvæmd og lærist í samskiptum við aðra. Orð hans voru “Learning by doing” sem merkti að nám á að virkja sem flest skynfæri, nám á að vera gagnlegt fyrir nemendur t.d. nemendur Labaratory School sáu um að elda eigin máltíðir og ef ekki gekk vel þá bara enginn máltíð, og að lokum að menningarsaga og náttúrufræði lærist með því að framkvæma hefðbundinn verk.

32
Q

Berið saman kenningar Fröbels annars vegar og Montessori hins
vegar.

A

Fröbel og Montessori töldu bæði að maðurinn væri fæddur góður og uppeldið væri til þess að þroska meðfædda eiginleika. Þeim fannst ákveðið frelsi nauðsynlegt og að mikilvægt væri að gera skynæfingar því þær efldu þroskann. Þeim fannst að þroskaheftir ættu að hafa rétt til náms og þroska og sögðu að leikskólaaldurinn væri mikilvægur.
Sumt voru Fröbel og Montessori ósammála um. Fröbel fannst til dæmis að leikur og sköpun væru grundvallaratriði á meðan Montessori fannst það vera aukatriði. Hún einblíndi á náttúruvísindi og vitsmunaþroska en hann á rómantíska heimspeki og tilfinningaþroska. Montessori vildi einstaklingseðli, tillistsemi en enga samvinnu. Fröbel vildi aftur á móti sammannlegt eðli, samvinna og félagslegur þroski.

33
Q

Hvað þýðir pais?

A

Drengur.

34
Q

Hvað þýðir paideia?

A

Uppeldi.

35
Q

Hvað þýðir areté?

A

Að vera duglegur.

36
Q

Hver er munurinn á uppeldi Spörtu og Aþenu?

A

Sparta: Herbúðir frá 7 ára aldri til 30 ára. Jafnrétti stúlkna. Tónlist. Hermannlegar íþróttir. Heildin.

Aþena: Persónuþroski. Lestur og skrift. Íþróttir. Konur heima og giftust ungar. Einstaklingurinn.