3. Kafli Þroskaferill barnsins - Uppeldisfræði Flashcards

0
Q

Hvað hefur helst verið gagnrýnt í kennungum Freuds?

A

Að hann lagði áherslu á áhrif kynhvatarinnar í þróun á persónuleika barnsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Segðu frá helstu kenningum Sigmunds Freud og þeim ,,lækningaaðferðum” sem hann mælti með.

A

Sigmund Freud var frumkvöðull í rannsóknum á sálarlífi. Hann sagði að bernskureynsla hefði áhrif á fullorðinsárin. Hann sagði einnig að sálarlífið ætti rætur í líffræðilegri orku hvatanna og það er með þroska sem við lærum að hemja hvatirnar. Hann nefndi 5 aðalskeið: Óral (0-2), Anal (2-4), Fallískt (4-6), Lægðar (6-12) og að lokum Kynþroska (12-18). Hann skipti persónuleikanum í þrennt: það, sjálf og yfirsjálf. Það er aflvakinn, dýrslegar hvatir, heimta útrás, óskynsamlegar. Sjálfið temur þaðið, sáttasemjari, stjórnar hegðun, reynir að draga úr kvíða með varnarháttum t.d. bæling. Yfirsjálfið er viðmið og gildi samfélagsins. Hann sagði að varnarhættir þróast vegna togstreitu á milli þaðsins og yfirsjálfsins í undirmeðvitundinni. Varnarhættirnir eru 6 talsins: bæling, afneitun, frávarp, afturhvarf, ofurskynsemi og réttlæting.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig skýrir heimspekingurinn og félagssálfræðingurinn George Herbert Mead myndun sjálfsins?

A

Mead rekur upphaf sjálfsins til þess er barnið fer að nota tákn sem ígildi eigin persónu og tekur að líta á sjálft sig sem aðskilinn hluta umhverfisins sem unnt er að vísa til eins og annars í umhverfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Greindu frá þeim fjórum stigum sem Jean Piaget taldi einkenna vitsmunaþroskaferil okkar.

A

Fyrsta þroskastigið kallast skynhreyfistig og stendur frá fæðingu barnsins til u.þ.b. 2 ára aldurs. Piaget segir að barn fæðist með hæfni til þess að skynja hluti, hreyfa sig og einnig til þess að sýna ósjálfráð viðbrögð, t.d. að sjúga mjólkina. Smátt og smátt nær barnið að samhæfa skynjun og hreyfingar. Við lok þessa þroskastigs hefur barnið náð þeim skilningi að hlutur sem hverfur úr augsýn barnsins er ekki horfinn fyrir fullt og allt og barnið fer að leita af honum. Barnið fer líka að herma eftir hegðun annars barns þó svo barnið sé ekki á staðnum.
Foraðgerðastig kallast annað stigið og er frá 2 ára til u.þ.b. 7 ára. Á þessu stigi er barnið farið að nota tungumálið til þess að tjá hugsun sína. Hugsun barnsins er sjálflæg sem þýðir að barnið skoðar og sér hlutina frá eigin sjónarhorni og skilur ekki að aðrir sjái hlutinu frá öðru sjónarhorni. Barnið getur því ekki sett sig í spor annarra. Það sem einkennir viðhorf barnsins er hugtak sem kallast lífhyggja. Allir hlutir í umhverfinu eru þá lifandi, finna til og hugsa eins og barnið sjálft. Ef barnið sparkar t.d. í stól og meiðir sig þá er stóllinn vondur.
Þriðja stigið kallast hlutbundnar aðgerðir og er frá 7 ára til u.þ.b. 11 ára. Á þessu stigi er barnið farið að skilja að magn breytist ekki þótt lögunin breytist. Barnið skilur einnig að breyting á stöðu, lögun og röð hluta má setja aftur í fyrra horf. Barnið getur nú einnig flokkað í yfir- og undirflokka og það fer að geta sett sig í spor annarra.
Fjórða og síðasta stigið kallast formlegar aðgerðir og er frá 12 ára til u.þ.b. 15 ára. Núna getur barnið eða unglingurinn glímt við vandamál úr ýmsum áttum og farið yfir vandamálin fram og aftur í huganum. Hugsunin er orðin sveigjanleg og unglingurinn setur fram gátur í huganum og ákveður svo niðurstöðu. Tilfinningar unglingsins geta nú beinst að óhlutbundnum hugtökum, t.d. friði, réttlæti og sannleika.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvers konar gagnrýni hefur komið fram á kenningu Piagets?

A

Að stigskiptingin gangi beint í gengum kenningar Piagets og sumir telja að einkenni mismunandi stiga geti verið að verki á sama tíma.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvert er meginstefið í kenningu Lawrence Kohlbergs um siðgæðisþroska?

A

Kohlberg sagði að 6 stig væru í siðferðisskilningi. 3 aðalstig sem skiptast svo niður í 2 hvert. Það fyrsta heitir Forskeið hefð-bundins siðgæðis-mats og í því felst: 1. Stig: Rétt er það sem ég kemst upp með, 2. Stig: Rétt er að koma vel fram við þá sem eru mér góðir – það sem hentar mér.
Það annað kallast Hefð-bundið siðgæðis-mat og því felst: 3. Stig: Rétt er það sem ,,öllum” finnst vera gott og særir engan. Almenningsálit skiptir miklu máli, 4. Stig: Opinberar reglur eru viðmiðin. Rétt hegðun er að uppfylla lagalega skyldu.
Það þriðja og síðasta kallast Sjálf-stætt siðgæðis-mat og í því felst: 5. Stig: Siðferðisleg og samfélagsleg lögmál s.s. boðorðin 10 eru stundum æðri lögum, 6. Stig: Gullna reglan eða aðrar algildar siðareglur fremur en t.d. Boðorðin 10.
(stig Krists, Búddha, Gandhi o.sv.frv.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Með hvaða hætti taldi Kohlberg mögulegt að ,,örva” siðgæðisþroska barna?

A

Með því að börn fái tækifæri til þess að fást við ýmiss konar vandamál þar sem þau þurfa að taka siðferðilega afstöðu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Robert Selman lagði áherslu á mikilvægi þeirrar hæfni að geta sett sig í spor annarra. Hver voru rök hans í því sambandi?

A

Selman taldi það að setja sig í spor annarra mikilvægt fyrir samskiptaþroska og þroska barna almennt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvaða hlutverki gegnir samskiptaskilningur í kenningum Selmans?

A

Að geta sett sig í spor annarra, skilja sjónarmið þeirra og samhæfa það sínum eigin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Vinátta er lykilhugtak í hugmyndum Selmans um félags- og samskiptaskilning. Skýrið.

A

Vegna þess að vinir og vinátta styðja einstaklinga í því að öðlast heildstæðari sjálfsmynd. Góður vinur merkir ekki bara góð manneskja heldur það að persónuleiki vinarins samrýmist eigin persónuleika.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Lýstu kenningu Roberts Kegan um tvenns konar tilfinningar og togstreitunni sem fylgir þeim.

A

Fyrri tilfinningin er þörfin til að sameinast og vera hluti af því umhverfi sem hann hrærist í, seinni er þörfin fyrir að vera einstakur, ólíkur öðrum og sjálfstæður. Stöðug togstreita er á milli þessara tilfinninga en á hverju þroskastigi verður svo til eins konar sátt milli þessara þarfa sem er þó tímabundin. Þegar einstaklingur lítur á rök sín og viðbrögð frá fyrra stigi finnst honum þó ófullnægjandi og takmörkuð samanborið við það þroskastig sem hann hefur náð núna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Með hvaða móti vaknar samviska fólks að mati Sulu Wolff?

A

Með aukinni sjálfsvitund vaknar samviskan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Afbrýðissemi og óþekkt má oft rekja til ótta eða óuppfylltra þarfa. Skýrið.

A

Börn hafa mikla þörf fyrir að hafa náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þessi þörf er mikilvæg fyrir barnið og sé henni ekki fullnægt grípur barnið til ýmissa varnarhátta sem við köllum óþekkt. Óþekktin er merki eða boð til umhverfisins um hjálp vegna þess að barninu líður illa því tilfinningalegum þörfum þess hefur ekki verið fullnægt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Lýstu í stuttu máli hugmyndum Robers Kegan um tilfinningar og félagatengsl á skólaaldri.

A

Hann segir að félagshópurinn í grunnskóla virðist í fljótu bragði lítt skipulagður. Hann telur þó að í raun séu öll samskipti formlegri en fullorðnir geri sér grein fyrir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Gerðu grein fyrir ástæðum ýmis konar togstreitu tilfinninganna sem unglingar þurfa að kljást við.

A

Sumir fræðimenn telja að orsök fyrir átökum unglingsáranna sé fyrst og fremst að breytingar séu á líkama og hormónastarfssemi og að unglingar verði kynþroska mun fyrr en áður. Aðrir fræðimenn telja að togstreita unglingsáranna sé að stórum hluta afleiðing af breytingum á vitsmunalegri starfssemi og þroska heilans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvers konar uppeldishætti foreldra telur Diana Baumrid mikilvægasta?

A

?

16
Q

Segið frá helstu hugmyndum Eriksons um þróum sjálfsins og ævalöngum þroskaferli mannsins.

A

Erikson segir að þroskaferill manna sé ævilangur. Á fyrstu árum ævinnar mótast persónuleikinn og félagslegur þroski mest af fjölskyldunni, einkum samskiptum innan hennar. Grunnurinn að persónuleikanum er lagður þar. Síðar spila skólar, félagar, aðrar stofnanir og einstaklingar inní. Tilfinningar verða flóknari með aldrinum. Líkamlegur þroski eða breytingar eiga sér stað á öllum æviskeiðum og hafa áhrif á atferli og vitræna getu einstaklingsins á æviferlinum. Erikson telur að þroski eigi sér stað við samskipti einstaklingsins við aðra menn og umhverfið; þess vegna kallar hann 8 stigs æviferilsins, félags- og sálarþroskaskeið. Baráttan milli jákvæðra og neikvæðra lausna heldur áfram alla ævi. Kenningin snýst um baráttu einstaklingsins fyrir að finna sjálfsmynd sína og varðveita hana. Þróun sjálfsins er í 8 stigum; 1. 0-1.Traust/ vantraust- foreldrar- öryggi og von. 2. 1-3. Sjálfstæði/óvissa- foreldrar- vilji. 3. 3-5. Frumkvæði/sektarkennd- fjölskylda- skapfesta. 4. 6-11. Virkni/ vanmáttarkennd- skóli, næsta nágrenni- færni. 5. Unglingsárin. Sjálfskennd/ sundrað sjálf- félagar- tryggð. 6. Fyrri fullorðinsárin. Náin tengsl/ einangrun- maki og vinir- ást og vinátta. 7. Seinni fullorðinsárin. Sköpun/ stöðnun- fjölskylda og samstarfsmenn- umhyggja. 8. Efri ár. Heilsteypt sjálf/ örvænting- mannkynið- viska.

17
Q

Í hverju eru helstu hugmyndir mannúðarsálfræðinnar fólgnar?

A

Mannúðarsálfræði fór að aukast verulega í Bandaríkjunum 1950- 1960. Í henni felst áhersla á sérstæði hvers og eins, möguleika hans og innra afl. Sjálfmynd einstaklingsins og hámark mannlegs þroska er efst á blaði í þessari stefnu. Stefnan er oft kölluð þriðja aflið af því að í henni felst að atferli mannsins stjórnast hvorki að ytri öflum né af óskynsamlegum öflum undirmeðvitundarinnar heldur sé maðurinn frjáls, skapandi vera, fær um að meta, velja, hafna, þroskast og öðlast lífsfyllingu.

18
Q

Í hverju felst lífsfylling eða sjálfsbirting að mati Maslow?

A

Að hafa fengið ákveðnum þörfum fullnægt svo hægt sé að öðlast líffyllingu eða sjálfsbirtingu.

19
Q

Hvers vegna hafa hugmyndir Johns Bowlby um geðtengsl móður og barns verið gagnrýndar? Telur þú að sú gagnrýni eigi rétt á sér?

A

Því hann setti fram staðhæfingar um mikilægi móðurinnar og skaðsemi aðskilnaðar hennar og barnsins. Umræður um leikskólagöngu barna og stöðu konunnar í þjóðfélaginu voru litaðar af áhrifum Bowlbys í áratugi víða um heim, einnig á Íslandi.

20
Q

Hvað er talið mikilvægast í lífi barna á 1.sta aldursári?

A

Gott öryggi og atlæti er mikilvægt og til þess að uppfylla það er gott að annað foreldrið sé heima fyrsta árið.

21
Q

Sænski barnasálfræðingurinn Margareta Öhman lagði mikla áherslu á sjálfsvitund og næmi gagnvart eigin tilfinningum. Hvers vegna? Hvað telur hún mikilvægast í uppeldi barna?

A

Hún telur að samkennd sé það mikilvægasta í uppeldi barna, því við þurfum að skilja aðra. Með því að skilja eigin tilfinningar er auðveldara fyrir okkur að skilja tilfinningar annarra því við höfum þá eitthvað til þess að miða við og bera saman við.

22
Q

Hvernig tengir Öhman sjálfsþekkingu, málþroska og leikþroska hæfileikanum til samkenndar?

A

Leikur er tjáningarform barnsins og aðferð þess til að læra. Í leiknum veltir barnið fyrir sér upplifunum sínum og vinnur úr þeim. Það leikur sér að geta skilið sig sjálft og veruleikann í kringum sig. Í leiknum örvast málnotkun barnsins. Þarna má sjá að málþroskinn og leikþroskinn tengjast hæfileikanum til samkenndar.

23
Q

Með hvaða hætti telur þú að efla mætti samkennd barna og ungmenna í skólum?

A

Mér finnst skólinn reyna að efla samkennd að vissu marki. Nemendur fara í lífsleikni og tjáningu en það sem vantar helst er að læra að skilja hvernig öðrum líður. Í lífsleikni erum við að skoða eigin tilfinningar og tala um það hvernig okkur líður en það mætti bæta þar inní að nota þessar tilfinningar okkar til þess að skilja hvernig öðrum líður í mismunandi aðstæðum. Því sá skilningur er mikilvægur í samskiptum við fólk á lífsleiðinni.