24: Sýndarminni 2 Flashcards
Vistfangsvörpun: síðusmellur
1) Örgjörvi sendir sýndarvistfang (VA) til MMU
2-3) MMU nær í stak úr síðutöflu (PTE) úr síðutöflu í minni (PTEA)
4) MMU sendir raunvistfang (PA) til skyndiminnis / aðalminnis
5) Skyndiminni / aðalminni sendir gagnaorð til örgjörva
Vistfangsvörpun: síðuskellur
1) Örgjörvi sendir sýndarvistfang (VA) til MMU
2-3) MMU nær í stak úr síðutöflu (PTE) úr síðutöflu í minni (PTEA)
4) Lögleg-biti er 0, svo MMU setur af stað síðutöfs frábrigði
5) Síðutöfsstýring velur fórnarlamb (og, ef skítug, skrifar út á disk)
6) Síðutöfsstýring nær í nýja síðu og uppfærir síðutöflu í minni
7) Farið aftur í upphaflegt ferli og skipunin, sem olli síðutöfinni, endurkeyrð
Örgjörvi vinnur með
sýndarvistföng
Skyndiminni og aðalminni vinna með
raunvistföng
Vörpunarskyndiminni (TLB)
Sjálfstætt skyndiminni fyrir síðutöflu stök
Varpar sýndar síðunúmerum yfir í raun síðunúmer
Inniheldur öll stök í síðutöflu fyrir tiltekinn fjölda síða
Aðgangur í TLB
MMU notar VPN-hlutann af sýndarvistfanginu til að
fletta upp í TLB:
TLB smellur losar okkur við ?
einn minnisaðgang
TLB skellur veldur
einum auka minnisaðgangi (til að ná í PTE)
Marglaga síðutöflur
Síðutafla sem bendir inn í aðrar síðutöflur, efsta lag er í minni, hin lögin eru á harðadisk en hlaðast svo inn í minni eftir notkun
Vörpun með k-laga síðutöflu
Notum mismundandi hluta
sýndarvistfangs til að fletta upp
í einstökum undirtöflum
Notum fremsta bútinn til að fletta upp í lag 1 töflunni
Sýn forritarans á sýndarminni
Hvert ferli hefur sitt eigið línulegt vistfangsrými
Önnur ferli geta ekki skemmt það
Sýn stýrikerfisins á sýndarminnni
Hagkvæm nýting minnis með sýndarminnissíðum (Hagkvæmnin er vegna staðværni)
Einfaldar minnismeðhöndlun og forritun
Einfaldar verndun minnis með því að hafa tiltekinn stað til að kanna heimildir (í síðutöflu)
N = 2^n
Fjöldi vistfanga í
sýndar vistfangsrými
M = 2^m :
Fjöldi vistfanga í
raun vistfangsrými
P = 2^p :
Síðustærð (í bætum)