17. Kafli Flashcards
Stutt saga á “afbrigðilegri” hegðun
- Yfirnáttúrulegir kraftar (meðferð Trephination)
- Hippocrates - geðsjúkdóma = líkamleg röskun
- Freud - upphaf sálfræðilegrar túlkunar á afbrigðilegri hegðun (byrjun 20. aldar)
- Svo atferlis, hugrænar og húmanístiskar kenningar
Hvað er afbrigðileg hegðun?
- Getur verið mismunandi eftir stað og stund
- Þjáning (distress) - óþægindi fyrir einstaklinginn
- Truflun á starfsemi (dysfunction) - hegðun truflar virkni einstaklings
- Frávik (deviance) - Óvanaleg hegðun / tölfræðileg fátíðni / brot á normum samfélagsins
- Abnormal behaviour: behaviour that is personally distressing, personally dysfunctional, and/or so culturally deviant that other people judge it to be inappropriate or maladaptive.
- Línan er óskýr á milli venjulegrar hegðunar og afbrigðilegrar hegðunar og er þá stundum talað um að vera á rófinu ef maður dansar á línunni
Greiningarkerfi
- Gert er ráð fyrir að hægt sé að finna afbrigðileika og flokka hann í klasa eftir einkennum
- Hver klasi er talinn standa fyrir mismunandi sjúkdóma
- Mögulegt er að hver klasi þurfi á sérstakri meðferð að halda
International List of Causes of Death (ICD)
- Þróað af World Health Organization (WHO)
- Nú er ellefta útgáfa í notkun (ICD-11) https://icd.who.int/en
Diagnostic & Statistical Manual (DSM)
- Þróað af ameríska geðlæknafélaginu (APA)
- Nú er útgáfa DSM-V í notkun
Róf (spectrum)
Engin augljós lína á milli þess sem telst vera eðlilegt og afbrigðilegt
í DSM róf = regnhugtak yfir raskanir
DSM-5 Kvíðaraskanir
- Aðskilnaðarkvíði (Separation Anxiety Disorder)
- Kjörþögli (Selective Mutism)
- Sértæk fælni (Specific Phobia)
- Félagskvíði (Social Anxiety Disorder)
- Felmtursröskun (Panic Disorder)
- Víðáttufælni (Agoraphobia)
- Almenn kvíðaröskun (Generalized Anxiety Disorder)
DSM-5 Áráttu-þáhyggju og tengdar raskanir
- Áráttu-þráhyggjuröskun (Obsessive-Compulsive Disorder)
- Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder)
- Söfnunar árátta (Hoarding Disorder)
- Hárreytiæði (Trichotillomania)
- Kroppuæði (Excoriation Disorder)
DSM-5 Áfalla- og streitutengdar raskanir
- Svörunartengslaröskun (Reactive Attachment Disorder)
- Afhömluð félagsvirkni (Disinhibited Social Engagement Disorder)
- Áfallastreituröskun (Posttraumatic Stress Disorder)
- Snörp kvíðaröskun (Acute Stress Disorder)
- Aðlögunarröskun (Adjustment Disorder)
Kvíðaraskanir
Kvíði á við um óþæginlega tilfinningu tengda hræðslu og áhyggjum
- Huglægt mat einstaklingsins
- Tilfinningaleg svörun
- Atferlistengd svörun
- Lífeðlisleg svörun
Kvíðaröskun
Tíðni og styrkleiki kvíðaviðbragða er ekki í réttu hlutfalli við aðstæður sem kveikja í þeim og kvíði hefur veruleg neikvæð áhrif á daglegt líf einstaklings - Kvíði og kvíðaröskun er ekki það sama
Fælni (Phobias)
Sterkur og þrálátur ótti við hlut eða aðstæður sem felur ekki ísér neina raunverulega hættu.
Meira um fælni:
- Kemur frá gríska orðinu “Phobos” (God of Fear”)
- Einstaklingurinn forðast áreitið sem veldur fælninni.
- Fælni getur myndast gagnvart ýmsu.
- Viðættufælni (Agoraphobia): Ótti við almenningssvæði þar sem flótti frá aðstæðum yrði erfið
- Félagsfælni (social phobias): Ótti við félagslegar aðstæður þar sem viðkomandi gæti verið metinn af öðrum og mögulega verða vandræðalegur
- Afmörkuð/sértæk fælni: svo sem ótta við dýr (e. hunda, orma, köngulær), náttúru-, umhverfisfælni (e. hæðir, myrkur, vatn, lokuð rými) eða dæmis sprautu -eða flugfælni.
Almenn kvíðaröskun (Generalized Anxiety Disorder):
Krónískur útbreiddur kvíði sem einstaklingnum finnst óstjórnlegur
- Sjúklegar áhyggjur
- Algengt að kvíði snúist um fjölskyldu, peninga, vinnu og heilbrigði.
- Líkamleg einkenni kvíða
- Hörmungarhugsanir
- Truflar verulega daglegt virkni einstaklings
- Erfitt að einbeita sér, taka ákvarðanir og muna eftir skuldbindingar
- Kemur venjulega fram á barns- ogunglingsárum
- Tíðni 3,7% (lífstiðs/lifetime)
Felmtursröskun/ofsakvíði (Panic Disorder):
Endurtekin, kvíðaköst án vísbendingu um að þess væri að vænta. Því fylgja sálfræðileg eða atferlistengd vandamál
- Venjulega bera einstaklinga ekki kennsl á áreiti sem kalla fram ofsakviðaköstin
- Skelfing, angist, vanmáttarkennd og veruleikafirring
- Viðkomandi er sannfærður um að hann sé að deyja, missa vitið eða verða sér til ævarandi skammar
- Margir með síendurteknar ofsakvíðaköst þróa með sér viðvarandi ótti við köst í framtíðinni og / eða víðáttufælni (agoraphobia)
- Birtist oft seint á unglingsaldri eða snemma á fullorðinsárum
Þráhyggju-áráttu röskun (obsessive-compulsive disorder)
Þráhyggja (obsession): Hugsun eða mynd sem treður sér sífellt inn í meðvitund einstaklings
Árátta (compulsion): Hegðun sem einstaklingur er knúinn til að endurtaka aftur og aftur, jafnvel þó hann hafi enga meðvitaða löngun í að gera það
- Áráttuhegðunin dregur úr kvíða sem síðan viðheldur þráhyggjunum
- Thought Action Fusion (TAF) - “Ef ég geri þetta ekki, þá mun X gerast”
DSM-5 Áfalla- og streitutengdar raskanir
Áfallastreituröskun [Post-traumatic Stress Disorder (PTSD)]: Alvarleg sálræn viðbrögð við miklu áfalli og vara þau allavega einn mánuð og fela í sér mikla hræðslu, hjálparleysi eða skelfingu.
- Alvarleg einkenni kvíða og vanlíðunar sem voru ekki til staðar fyrir áfalli
- Að endurupplifa atburðurinn (endurteknar, áleitnar og óviljandi
minningar) endurtekið í “flashbacks”, draumum og/eða fantasíum - Fólk verður daufara “numb to the world” og reynir að forðast allt sem minnir á áfallið
- Survivor guilt
Líkömnunareinkenni og tengdar raskanir
- Líkömnunar röskun (Somatic Symptoms Disorder)
- Sjúkdómskvíðaröskun (Illness Anxiety Disorder)
- Hugbrigðaröskun (Conversion Disorder)