Vökva- og elektrolytatruflanir Flashcards
Hvað þarf að hafa í huga þegar meta á vökvaþörf barna vs. fullorðinna?
- Börn hafa meiri vökvaþörf per kg. Þau hafa meira líkamsyfirborð og hærri metabolimsa (metabolic rate)
- Börnum er hættara við dehydration
- Nýburar og ung veik börn hafa oft lágar orskubirgðir og því fyrr háðari því að fá sykur (dextrose)
- Oft erfitt að meta vökvastatus hjá börnum, sérstaklega yngstu
- Hætta á hyponatremiu, sérstaklega hjá mjög veikum börnum vegna hækkunar á ADH og ef hyponatremiskar lausnir eru gefnar
Hve stór hluti er total body fluid af heildar þyngd barna? Og hvernig skipist vökvinn á milli “hólfa” í líkamanum?
- 70-80% heildarþyngdar er vökvi
- 2/3 er innanfrumuvökvi (K+)
- 1/3 er utanfrumuvökvi (Na+), þar af
- 1/4 plasma
- 3/4 interstitial
Hver er skilgreiningin á viðhaldsvökva?
Engin skilgreining til - bara eitthvað slump skv. Jóni Hilmari. Byggist á rannsóknum Holliday og Seger frá 1957
Eftir hverju fer vatns- og electrolýtaþörf?
Orkunotkun
Hver er grunorkunotkun 1 mánaða, 1 árs barns og fullorðins?
- 1 mánaða: 65-70 cal/kg/dag
- 1 áras barn: 45-50 cal/kg/dag
- Fullorðnir: 15-20 cal/kg/dag
Hvað heitir aðferðin sem notuð er til að meta viðhaldsvökva og hvernig er þessi aðferð?
- Heitir Holliday-Seger method
- Reiknar vökva per kg
- Fyrstu 10kg => 4ml/kg af vökva
- 10-20 kg => 2ml/kg af vökva
- Hvert kg umfram 20 kg => 1ml/kg af vökva
ATH: á ekki alltaf við um nýbura
Hver er electrolytaþörf barns á dag?
- Na þörf 2-6 mmól/kg/dag
- K þörf 2-4 mmól/kg/dag
ATH: á ekki alltaf við um nýbura
Hvaða þætti er þarf að taka inn í myndina við mat á viðhaldsvökvameðferð (aðra en þyngd)?
Hvernig er viðhaldsvökvi í gjörgæslu öðruvísi en normal viðhaldsvökvi?
1) Vökvatap með öndun t.d. minnkuð vökvaþörf ef í öndunarvél (rakt loft í öndunarvélinni)
2) Hækkaður líkamhiti og tap um húð (Líkamshiti kemur þar inn, vökvaþörf eykst um 12% fyrir hverja gráðu yfir 37,8°C)
3) Þvagútskilnaður: Minnkuð vökvaþörf í nýrnabilun
4) Afbrigðilegt vökvatap/Aktivitet t.d. aukin vökvaþörf í satus epilepticus og minnkuð í coma
5) Undirliggjandi sjúkdómar s.s. minnkað vökvatap í hjartabilun, lömun, nýrnabilun aukið í hyperthyroidisma
6) Electrolytajafnvægi
7) Næring: IV vs enteral
8) Sykurþörf (dextrose)
8) Í gjörgæslu oft lækkað ADH
- Vökvaþörf í gjörgæslu er oft aðeins 50-60% af “eðlilegum viðhaldvökva”…
Hvaða viðhaldsvökva þarf 30 kg barn?
30 kg þarf 40+20+10 = 70ml/klst
Hvað skiptir máli við klínískt mat á dehydration?
Hve mikill er þurrkurinn?
- Saga: drekkur? pissar? grætur? hvað lengi veik/ur? hiti?
- Skoðun: minnkað capillary refill? rakar slímhúðir? bjúgur? innfallin fontanella? tachycard? hypotension?veikur púls? meðvitund? (ef hiti er þetta þá allt út af því eða út af þurrki?)
- Breyting á þyngd?
- Electrolýtar og sýrustig (kolsýra, laktat, bíkarbonat)
Hvað skiptir máli við mat á oral vs. i.v. vökvagjöf?
- Hversu alvarlegur er þurrkurinn?
- Uppköst? - Gefa i.v. ef heldur engu niðri en líka hægt að reyna oral vökva bara lítið í einu (stundum hægt að gefa vökvann í matskeið á ca. mín fresti)
- Hve mikill niðurgangur?
- ATH: ef gengur ekki að setja upp nál er hægt að komast órúlega langt með oral vökva
Einkenni dehydration?
- 3-5% dehydration (30-50 ml/kg) => Tachycardia, þurrar slímhúðir
- 6-10% dehydration (60-100ml/kg) => Minnkaður þvagútskilnaður
- 10-15% dehydration (90-150ml/kg) => Hypotension, shok
ATH: ef hyponatremia (Na150) einkenni minni en % dehydration (intracellular vatnstap > extracellular).
Hvaða vökva á að nota í hypovolemísku shocki eða mikilli dehydration?
Isotoniskar saltlausnir þ.e. Ringer’s eða 0,9% NaCl
Crystalloid vs. Colloid?
- Eini colloidinn sem er mikið notaður er albúmin. Helstu kostur umfram crystloids er að stærra hlutfall verður að effectivu blóðrúmmáli => stundum gripið til ef crystalloid skilar ekki tilætluðum árangri. En eru dýrir, fara ekki í interstitium, geta valdið ofnæmisviðbrögðum.
- Crystalloids eru ódýrari, virka vel/betur en colloidar. Valda ekki ofnæmisviðbrögðum. Þarf meira magn en af colloid því mikið af vökvanum fer interstitialt.
Hversu hratt á að gefa vökvabólusa og hve mikið og hvernig?
- Eins hratt og hægt er
- 20ml/kg í sprautur og punda í krakkann
- Gefa bólus => endurmeta => gefa bólus => endurmeta => gefa bólus => endurmeta => pressorar?
- NB: minni bólusar ef hjartabilun, nýrnabilun o.s.frv. ;)