Fæðuofnæmi og exem Flashcards
Hvernig hefur þróun ofnæmissjúkdóma verið sl. áratugi í þróuðum ríkjum?
Mikil aukning á ofnæmissjúkdómum: Frjókornaofnæmi, Fæðuofnæmi, Astma og Exemi
Hvernig breytist ofnæmi með aldri (mynd í fyrirlestri)?
- Fæðuofnæmi og exem aukast hratt upp úr 1/2 árs aldri, toppur 1-3 ára en tíðni minnkar svo aftur eftir það
- Astmi byrjar að koma fram upp úr 1/2 árs aldri og tíðni eykst með aldri (hægar eftir 10 ára aldur eða stendur í stað)
- Ofnæmiskvef byrjar að koma fram upp úr 1 árs, tíðn eykst svo með aldri en hægar eftir 10 ára aldur
Hvað er algengasta ofnæmið í ungum börnum? (undir 3 ára)
Mjólk og egg
Hvað er almennt algengi fæðuofnæmis hjá börnum?
ca. 5% (skv. MC úr tíma)
Eru tengsl á milli mismunandi ofnæmissjúkdóma?
Já, ef barn er með einn ofnæmissjúkdóm er það líklegt til að þróa með sér annann!
Hver er munurnin á fæðuóþoli og fæðuofnæmi?
- Fæðuóþol: Ekki virkjun á ónæmiskerfinu. Geta verið efnahvatar (laktasar, súlfíð o.fl), virk efni og óskýrt (psycologicalt: tengir matinn við eitthvað sem honum líkar ekki)
- Fæðuofnæmi: Virkjun á ónæmiskerfinu. Skiptist í tvennt:
1) IgE miðlað => það sem er venjulega talað um sem ofnæmi
2) Ekki IgE miðlað => Food prótein induced enterocolitis sx, Dietary prótein porctitis, Eosinophilic esophagitis, Glúteinóþol
Food prótein induced enterocolitis sx (FPIES): Hvernig er týpísk saga?
T-frumu miðlað óþol => drekkur mjólk sem fer niður í görn og T-frumur bregðast við og seyta cytokinum og kalla á bólgufrumur => kastar upp, algengast eftir 3-5 tíma frá fæðuinntöku
Einkenni fæðuofnæmi?
- 75% fá húðeinkenni þ.e. urticaria, bjúgur í andliti, versnun á exemi
- 70% fá meltingareinkenni þ.e ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, kláði í munni
- 5-10% fá öndunarfæraeinkenni þ.e. nef- og augnkvef, astmi, barkabólga
- Önnur einkenni: Ungbarnakveisa, ofnæmislost o.fl.
Greining fæðuofnæmis?
1) Saga og skoðun
- Dæmigerð saga hjá ungu barni: Grautur í gær, hljóp allur upp í útbrotum/bjúgur, fengið 1x áður og þá gerðist það sama. Eldra barn sem hleypur allur upp eftir humarsúpu, bólga í andliti og kastar upp.
- Langoftast að einkennin komi fram innan 2 klst, oftast innan 15 mín
2) Húðpróf, RAST
- Kostur húðprófs er að það kemur svar strax, það virkar vel og er ódýrt. Ekki hægt að gera ef barnið er á ofnæmislyfjum eða sterum og ekki ef mikið exem => þá er hægt að gera mótefnamælingar í blóði (RAST)
3) Áreitipróf (þolpróf)
Hvernig eru horfur barna með fæðuofnæmi?
Horfur eru góðar.
Flest börn með mjólkur, eggja, soja eða hveitifonæmi losna við það
20% barna með jarðhnetuofnæmi losna við það
Ofnæmi gegn sjávarfangi getur elst af
Skilgreining á exemi?
Exem er króniskur bólgusjúkdómur í húð með kláða sem kemur oftast fyrir hjá börnum en þekkist einnig hjá fullorðnum. Exem kemur og fer. Oft fylgir exeminu hækkun á IgE í blóði og að barnið sé með astma eða ofnæmiskvef eða fjölskyldusögu um þá sjúkdóma.
Algengi exems í 6-7 ára börnum og 10-11 ára börnum?
10-20% í 6-7 ára og 25% í 10-11 ára
Hvar á líkamanum kemur exemið?
Exemið hefur mismunandi líkamsdreifingu eftir aldri
- Infant: Höfuð, Kviður, extensorar handleggja, rasskinnar, framan á fótleggjum
- Börn: Háls, olnbogabót, úlnliður, hnésbætur, ökklar
- Fullorðnir: Lófar, ökklar og fótur.
Hve stór hluti barna með exem á Íslandi er með jákvætt ofnæmispróf?
35%
Hverjir eru aðal meinmyndandi þættir í exemi?
1) Ónæmiskerfið:
- Ofnæmi
- Skertar sýkingavarnir
2) Húðvarnarröskun: “epidermal barrer dysfuntion” - varmarmekansimi húðar virkar ekki eins og hann á að gera