Fæðuofnæmi og exem Flashcards
Hvernig hefur þróun ofnæmissjúkdóma verið sl. áratugi í þróuðum ríkjum?
Mikil aukning á ofnæmissjúkdómum: Frjókornaofnæmi, Fæðuofnæmi, Astma og Exemi
Hvernig breytist ofnæmi með aldri (mynd í fyrirlestri)?
- Fæðuofnæmi og exem aukast hratt upp úr 1/2 árs aldri, toppur 1-3 ára en tíðni minnkar svo aftur eftir það
- Astmi byrjar að koma fram upp úr 1/2 árs aldri og tíðni eykst með aldri (hægar eftir 10 ára aldur eða stendur í stað)
- Ofnæmiskvef byrjar að koma fram upp úr 1 árs, tíðn eykst svo með aldri en hægar eftir 10 ára aldur
Hvað er algengasta ofnæmið í ungum börnum? (undir 3 ára)
Mjólk og egg
Hvað er almennt algengi fæðuofnæmis hjá börnum?
ca. 5% (skv. MC úr tíma)
Eru tengsl á milli mismunandi ofnæmissjúkdóma?
Já, ef barn er með einn ofnæmissjúkdóm er það líklegt til að þróa með sér annann!
Hver er munurnin á fæðuóþoli og fæðuofnæmi?
- Fæðuóþol: Ekki virkjun á ónæmiskerfinu. Geta verið efnahvatar (laktasar, súlfíð o.fl), virk efni og óskýrt (psycologicalt: tengir matinn við eitthvað sem honum líkar ekki)
- Fæðuofnæmi: Virkjun á ónæmiskerfinu. Skiptist í tvennt:
1) IgE miðlað => það sem er venjulega talað um sem ofnæmi
2) Ekki IgE miðlað => Food prótein induced enterocolitis sx, Dietary prótein porctitis, Eosinophilic esophagitis, Glúteinóþol
Food prótein induced enterocolitis sx (FPIES): Hvernig er týpísk saga?
T-frumu miðlað óþol => drekkur mjólk sem fer niður í görn og T-frumur bregðast við og seyta cytokinum og kalla á bólgufrumur => kastar upp, algengast eftir 3-5 tíma frá fæðuinntöku
Einkenni fæðuofnæmi?
- 75% fá húðeinkenni þ.e. urticaria, bjúgur í andliti, versnun á exemi
- 70% fá meltingareinkenni þ.e ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, kláði í munni
- 5-10% fá öndunarfæraeinkenni þ.e. nef- og augnkvef, astmi, barkabólga
- Önnur einkenni: Ungbarnakveisa, ofnæmislost o.fl.
Greining fæðuofnæmis?
1) Saga og skoðun
- Dæmigerð saga hjá ungu barni: Grautur í gær, hljóp allur upp í útbrotum/bjúgur, fengið 1x áður og þá gerðist það sama. Eldra barn sem hleypur allur upp eftir humarsúpu, bólga í andliti og kastar upp.
- Langoftast að einkennin komi fram innan 2 klst, oftast innan 15 mín
2) Húðpróf, RAST
- Kostur húðprófs er að það kemur svar strax, það virkar vel og er ódýrt. Ekki hægt að gera ef barnið er á ofnæmislyfjum eða sterum og ekki ef mikið exem => þá er hægt að gera mótefnamælingar í blóði (RAST)
3) Áreitipróf (þolpróf)
Hvernig eru horfur barna með fæðuofnæmi?
Horfur eru góðar.
Flest börn með mjólkur, eggja, soja eða hveitifonæmi losna við það
20% barna með jarðhnetuofnæmi losna við það
Ofnæmi gegn sjávarfangi getur elst af
Skilgreining á exemi?
Exem er króniskur bólgusjúkdómur í húð með kláða sem kemur oftast fyrir hjá börnum en þekkist einnig hjá fullorðnum. Exem kemur og fer. Oft fylgir exeminu hækkun á IgE í blóði og að barnið sé með astma eða ofnæmiskvef eða fjölskyldusögu um þá sjúkdóma.
Algengi exems í 6-7 ára börnum og 10-11 ára börnum?
10-20% í 6-7 ára og 25% í 10-11 ára
Hvar á líkamanum kemur exemið?
Exemið hefur mismunandi líkamsdreifingu eftir aldri
- Infant: Höfuð, Kviður, extensorar handleggja, rasskinnar, framan á fótleggjum
- Börn: Háls, olnbogabót, úlnliður, hnésbætur, ökklar
- Fullorðnir: Lófar, ökklar og fótur.
Hve stór hluti barna með exem á Íslandi er með jákvætt ofnæmispróf?
35%
Hverjir eru aðal meinmyndandi þættir í exemi?
1) Ónæmiskerfið:
- Ofnæmi
- Skertar sýkingavarnir
2) Húðvarnarröskun: “epidermal barrer dysfuntion” - varmarmekansimi húðar virkar ekki eins og hann á að gera
Nokkur dæmi um meinmyndnadi þætti í exemi:
Sorry ég veit, mjög boring - en trilljón glærur um þetta svo ákvað að hafa þetta með…….
- Það eru of mikil ónæmisviðbrögð í húðinni við umhverfistriggerum (ertandi efnum og allargen)
- Virkjaðar Langerhans frumur í dermis tjá IgE á yfirborði og ræsa T frumur => Th2 frumu ræsing í húð (infiltration) => valda og viðhalda akút bólgu með interleukinum sem viðheldur IgE => verður krónísk bólga => remodeling og þykknun húðar
- Húðfrumur eru bundnar saman af próteinum. Próteinin brotna niður í exemi => keratinocytar minna bundnir saman => auðveldara fyrir sýkla og ertandi efni að komast á milli og valda usla og ífa upp exemið. Auk þess er fitumyndun trufluð í húðinni.
- Truflun í toll-like receptors: 60% barna með röskun í þessu kerfi. TLR eru í átfrumum, HBK, Mastfrumum, keratinocytum. Við ræsingu á TLR örvast myndun sýkladrepandi próteina sem virka gegn S.Aureus og öðrum bakteríum, sveppum og veirum => sýkingar => sýkingar gera exemið verra
- Bakteríur geta setið í sprungum og gefið frá sér eiturefni sem ræsa HBK og þannig verður exemið mjög virkt og gríðarlegur kláði. Kláði ekki endilega vegna histamína, líka interleukina o.fl.
- S. aureus getur myndað toxín í húðinni sem veldur viðnámi við sterunum => sterar virka ekki á exemið
- Stress, kvíði og ofnæmi gera exem verra
Meinmyndun exems er samspil nokkurra þátta, hverra?
Umhverfisþættir, Húðvarnarþættir, Ónæmiskerfið (ofnæmi/skertar sýkingarvarnir) - einnig genetískir þættir og infectious triggerar
Meðferð á exemi?
1) RAKAKREM er undirstaðan í meðferð. Bera á hverjum degi. Getur dregið úr eða komið í veg fyrir steranotkun
2) STERAR eða calcineurin blokkar.
- Sterar eru örugg og áhrifarík í stuttan tíma - 2-4 vikur
- Calcineurin (hafa ekki slegið í gegn skv. MC)
3) Kláðastillandi ef þarf: Atarax, Polaramin, Tavegyl, Phenergan
4) Wet wrap therapy ef mjög slæmt - Exemið er hulið í blauta dulu og veikur steri er borið á exemið áður
5) Sýklalyf localt/p.o., sýkladrepani böð ef sýkingar - sund getur verið sýkladrepandi
6) Fræðsla:
- Ertandi efni geta gert exem verra s.s. sápur, þvottaefni, mýkignarefni, snyrtivörur, litur, leir, óþrif, kemísk efni.
- Umhverfisþættir: Ull er ekki góð á húðina, exem batnar oftast á sumrin, er verri í á veturna.
- Ekki vera of heitt eða of kallt - passlegan hita í svefnherbergjum þegar sofa, ekki klæða of mikið (svitna) og ekki of lítið.
- Ofnæmi: 1/3 verður verri við ákveðna fæðu, fróofnæmi, dýraofnæmi
- Fæðuóþol: Lífrænt virk efni í sítrusávöxtum og tómötum
Hvað þarf að hafa í huga ef börn eru með ofnæmi og exem?
Passa heildarskammt stera ef bæði oral og local sterar
Hve stór hluti barna með exem er líka með ofnæmi og hvað er algegnasta ofnæmið?
40%
Algengast mjólk, egg, jarðhnetur, fiskur, hveiti, soja
Hverjar eru horfur barna með exem?
allt að 60% losna við exemið, 1/2 fær astma og 2/3 fær ofnæmiskvef