Vöðvar Flashcards
Alpha og gamma samvirkni (coactivation) í stjórnun hreyfinga stuðlar að?
Viðhaldi á næmni lengdarskynfæra vöðva
Hjá nöktum 60 ára gömlum manni við 18°C umhverfishita fara í gang hitamyndunarviðbrögð. Hvar á mesta hitamyndunin sér stað?
í beinagrindavöðvum
Beinagrindavöðvar eru undir stjórn?
sómatíska/sjálfráða taugakerfisins
Sléttir vöðvar eru undir stjórn?
sympatíska/ósjálfráða taugakerfisins
Hvaða efni þarf að vera til staðar til þess að samdráttur i beinagrindavöðva geti átt sér stað?
calcium. Ef calciumstyrkur er lágur þá er vöðvinn slakur
Hvernig er frymisnet beinagrindavöðva?
bæði slétt og gróft frymisnet
Hvernig eru frumur beinagrindavöðva? langar/stuttar?
Þær eru mjög langar, geta orðið allt að 4 cm
Hvað eru þverrákóttir vöðvar (beinagrinda) mörg % af þyngd mannslíkamanns?
Þeir eru 40% af þyngd líkamanns. Eru stærsti einstaki vefjaflokkurinn
Hvernig er beinagrindavöðvi uppbyggður? (4)
Vöðvi –> vöðvaknippi –> Vöðvafruma –> myofibril –> sarcomera –> myofilament –> aktín og mýósín
Hvað er það sem gerir vöðvafrumu kleift að dragast saman og hverjar eru tvær megingerðir þess?
Samdráttarprótein gera vöðvafrumu kleift að dragast saman. Tvær megin gerðir: aktín og mýósín örþræðir. Mýósín þræðirnir eru mun þykkari og áberandi ef vöðvafruma er skoðuð
Eykst fjöldi vöðvafrumna með aldri eða lyftingum ?
Nei, hann er sá sami í smábarni og fullorðinum. En getur verið breytilegur á milli einstaklinga. Þegar við lyftum lóðum stækkum við vöðvafrumur, fjölgum þeim ekki.
Hverjar eru þrjár týpur vöðvafrumna?
Týpa 1 - Slow-oxidative = Myosin-ATPasi hægur - Loftháð öndun (hvatberar, myoglobin) - Rauðir vöðvar.
Týpa 2A - Fast-oxidative = Myosin -ATPasi hraður - Loftháð öndun (hvatberar, myoglobin) - Rauðir vöðvar.
Týpa 2B - Fast-glycolytic = Myosin-ATPasi hraður - Loftfirrð öndun. (Glycogen) -Hvítir vöðvar.
Sléttar vöðvafrumur
- Eru litlar og spólulaga
- Kjarni er miðlægur
- Samdráttarprótein = aktín og mýósín
- Ekki T-tubulin
- Ekki endaplara
- Ekki Sarkómerur
í sléttum vöðvum hvort er meira af actín eða myósín ?
actin
Single unit vöðvar
Smáþarmar, leg, þvagblaðra, æðar
Multi unit vöðvar
Lithimna, hárreisivöðvar, öndunarvegur og fleira
Hvernig eru boðspennur í sléttum vöðvafrumum?
calcium boðspennur
Samanburður á sléttumvöðvum og beinagrindavöðvum?
Sléttir vöðvar = Mjög hægvirkir miðað við beinagrinda. Ekki eins þróað frymisnet. ATP-asa virkni myosins mun hægari.
Beinagrindavöðvar = þar dugar ein boðspenna til að metta Ca2+ bindistaði, ekki í sléttum.
Hvíldarspenna sléttra vöðvafrumu er í kringum ?
-60mV
Ef vöðvafrumur skemmast, hvaða frumur geta bætt það upp að einhverju leyti?
satellite frumur
Hver er samdráttareining vöðvanns
Sarcomera
í hvaða svæði skipptist sarcomeran ?
M-línu: sem er í miðjunni á Sarcomerunni og skiptir henni tvennt.
H-Svæði: Þar er einungis mýósín, ekkert aktín.
A-Band: Afmarkar svæðið sem mýósínið byrjar og endar, inniheldur hluta af aktíninu.
I-Band: Inniheldur bara aktínið.
Z-línan: Afmarkar Sarkómeruna sjálfa.
Actin
“þunna fílamentið”. Hefur 2 milikvæg stýriptótein:
Trópómýósín: Lýtur út eins og vír og snýr að mýósíninu í hvíld og kemur þannig í veg fyrir að mýósínhausinn geti bundist aktíninu, semsagt felur bindistaðinn í hvíld.
Trópónín C: Á þessu próteini sest Calsium á það. Við það að calsíum sest á það hliðrast trópómýósínið og bindistaður mýósíns expose-ast!
Mýósín
“Þykka fílamentið”
- Nokkrar mýósín einingar búa til þetta þykka fílament og þetta er mótorinn fyrir samdrátt.
- Hefur haus og skaft og lýtur út eins og margar mislangar golfkylfur bundnar saman. Þessir hausar geta bundist aktíni við samdrátt en í hvíld eru engin tengsl þar á milli.
í vöðvarfrumu, hvað gerist þegar mýósín hausinn tengist aktínínu?
Aktín og mýósín þræðirnir dragast nær hvoru öðrum.
Við þetta minnkar H-svæði og I band.
Muna: Við samdrátt minnkar H-svæði og I-Band.
Hver eru 3 skerf krossbrúarvirkni ?
- Hvíld - Trópómýósínið á aktíninu eru að fela bindistaðinn fyrir mýósínhausanna.
- Taugaáreiti - Calsíum flæðir inn í sarcomeruna og styrkur calsíum eykst. Calsíum binst Trópónín C og við það hliðrast trópómýósínið og fer af mýósínhausunum.
- Við þetta teygja mýósínhausarnir sig upp, bindast aktíninu og toga í það. H-bandið og I-bandið styttist. (mýósín togar í aktín)
(4. Mýósín endurhleðst svo það getur bundist Aktíni aftur og endurtekið hringinn.)
3 leiðir sem vöðvaþræðir geta myndað ATP
- Fosfórílering ADP af kreatine fosfatensími.
- Kretínfosfat er brotið niður í Kreatín + Fosfat. Fosfathópurinn frá Kreatíninu binst þá ADP og þá fáum við ATP.
2) Oxunarfosfórílering ADP í hvatberum.
- Hér taka hvatberarnir ADP og fosfórýlera ADP-ið og þá myndast ATP. (fyrstu 5-10 mín af æfingu)
3) Fosfórílering ADP í glýkólýsu hringnum í umfryminu.
- Ef intensity æfingar fer yfir 70% er þessi leið notuð.
- Niðurbrot sykurs býr þá til ATP og mjólkursýru.
Í beinagrindavöðva. Boðspenna fer niður eftir taugafrumunni í gegnum?
Alfa og beta mótórfrumur sem eru báðar hvetjandi, það er ekki til letjandi boð til beinagrindarvöðva
Hvernig er ferli samdráttar allt frá taugaboðefnum í taug þar til samdráttur hefur átt sér stað?
- ACh losnar í taugaenda, tengist nikótínskum viðtökum og þá eykst leiðni fyrir jónir
- Na+ streymir inn og K+ fer út.
- Himnuspennan lækkar, boðspenna myndast í himnu sarcomerunnar og berst í T-tubuli sem leiðir boðið áfram í SR. (Sarcoplasmic Reticulum).
- Calsíum losnar út, binst troponin C og aktín og mýósín bindast => vöðvasamdráttur.
Þegar við erum að þjálfa þol erum við í rauninni að?
Í raun og veru að reyna auka hvatberana og blóðflæði með aukningu háræða og þar með súrefni til vöðva.
Hver er munurinn á Ísótónískum samdrætti og
Ísómetrískum samdrætti?
Ísótónískur samdráttur: Þegar vöðvinn styttist þegar samdráttur á sér stað. (flexa bixep t.d.)
Ísómetrískur samdráttur: Þegar vöðvinn styttist ekki þrátt fyrir samdrátt. (spenna vöðvan með útréttan handlegg t.d.)
Hverju tengist calsíum í sléttum vöðvum ?
calmodulin
Ef ísómetrískur samdráttarkippur tekur 100 millisekúndur, hver verða þá áhrif þess að erta vöðvann með tíðni sem gefur 5 boðspennur á sekúndu?
A) Samdráttarkraftur eykst umfram það sem fæst í einum samdráttarkippi
B) Engin áhrif fást
C) Röð fæst af samdráttarkippum (og slökun milli þeirra)
D) Vöðvinn sýnir ófullkominn tetanus
E) ekkert af ofannefndu er rétt
C) röð fæst af samdráttarkippum (og slökun á milli þeirra