Súrefni Flashcards
Við eðlilegt PO2 í slagæðablóði hversu mikið af hemaglóbín væri mettað súrefni ?
98-100 % vid eðlilegt PO2
Hvers konar lyf, gefið sem innöndunarúði, mundi gagnast sjúklingi með asthmakast ?
Beta adrenergur agonist - víkkar út berkjurnar
Einstaklingur hefur tidal rúmmál 600ml og öndunartíðninga 20 á mínútu. Dead space er 200 ml. Hver er loftun lungnablaðranna (alveolar ventrilation) hja honum ?
Tidal rúmmál - dead space x öndunartíðni = loftun lungnablaðranna.
600 ml - 200 ml x 20 ÖT = 8000 ml = 8/L á mín
í loftblöndu er hlutþrýstingur (partial pressure) lofttegundir mælikvarði á ?
styrk lofttegundarinnar
Magn lofts sem flæðir niður í lungnablöðrur (alveoli) í innöndun eykst þegar aukning verður í?
a) viðnami loftvega
b) þrýstingsfallandanum milli andrúmslofts og lungnablaðra
c) tíðni boðspenna til innöndunar
d) bæði 1 og 2
e) 1, 2 og 3
b) þrýstingsfallandanum milli andrúmslofts og lungnablaðra
Hversu mörg % af orkunni sem verður til í líkamanum losnar út í umhverfið?
60%
Hvenær í einu öndunarferli (frá lokun útöndunar í einum andardrætti að lokum útöndunar í næstum andardrætti, respiratory cycle) er alveolar þrýstingur lægstur (lægri en í andrúmsloftinu, Patm) ? A) Við upphaf innöndunar B) Við miðja innöndun C) Við lok innöndunar D) Við miðja útöndun E) Við lok útöndunar
A) Vid upphaf innöndunar
Hvað veldur flutning súrefnis úr alveoli inn í blóðrás í háræðum lungna?
Flæði/sveim (passive diffusion)
Hvernig geta lungun stjórnað sýrustigi í blóði?
Mer losun á CO2
Magn lofts sem flæðir niður í lungnablöðrur (alveoli) í innöndun eykst þegar aukning verður í….
A) Viðnámi loftvega
B) Þrýstingsfallandanum milli andrúmslofts og lungnablaðra
C) Tiðni boðspenna tilinnöndunarvöðva
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
B) Þrýstingsfallandanum milli andrúmslofts og lungnablaðra
Í loftblöndu er hlutþrýstingur (partial pressure) lofttegundir mælikvarði á.
A) Styrk lofttegundarinnar
B) Leysni lofttegundarinnar
C) Dreifihraða (diffusion rate) lofttegundarinnar
D) Bæði 1 og 2
E) 1,2 og 3 er rétt
A) Styrk lofttegundarinnar
35. Viðtakar næmir fyrir súrefni eru staðsettir í... A) Meddulla B) Lungum C) Aortuboga D) Carotid body E) Á öllum ofantöldum stöðum
E) Á öllum ofantöldum stöðum
Einstaklingur hefur “tidal” rúmmál 600ml. og öndunartíðnina 20 á mínútu. “Dead space”, er 200ml. Hver er loftun lungnablaðranna (alveolar ventrilation) hjá honum? A) 4 L/min B) 8 L/min C) 12 L/min D) 16 L/min E) ekkert af ofantöldu
20*400ml=8000ml/mín eða 8L/mín
B) 8 L/min
Getur líka komið upp þar sem við faum gefuð upp Totalið ss 8L en þurfum að finna hvað deadspacið er.
Hvers konar lyf, gefið sem innöndunarúði, mundi gagnast sjúklingi með asthmakast? A) Surfactant-efni B) Beta adrenergur agónisti C) Múskaríniskur agónisti D) Histamín E) Beta adrenergur antagónisti
B) Beta adrenergur agónisti
Ekki A vegna þess að það er ekki til í innöndunarlyfi
Ekki D vegna þess að það er við ofnæmi
Varðandi bindingu súrefnis við hemóglóbín:
A) Því hærra sem PO2 í blóði er, því meira súrefni losnar frá hemóglóbíni
B) Við eðlilegt PO2 í slagæðablóði,þá er hemóglóbín nærri 100% mettað súrefni
C) Við eðlilegt PO2 í bláæðablóði, þá er u.þ.b. 25% af hemóglóbíni á forminu deoxyhemóglóbín
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
B) Við eðlilegt PO2 í slagæðablóði,þá er hemóglóbín nærri 100% mettað súrefni (mettast 98%-100% við eðlilegt PO2)
Hvað af eftirtöldu er rangt?
A) Lækkað alveólar PO2 veldur reflex-víkkun lungnaslagæðlinga
B) Í háræðum meginblóðrásar er PO2 í rauðum blóðkornum hærra en PO2 í plasma, sem veldur breytingu á oxyhemóglóbíni í deoxyhemóglóbín
C) Sækni hemóglóbíns í O2 minnkar í vef með háan efnaskiptahraða
D) Við oföndun (hyperventilation = lækkar PCO2 og styrkur H+ í slagæðablóði, sem er ástand sem kallast “respiratory alkalosis”.
E) Lítið (en þó eitthvað) magn kolmónoxíðs í innöndunarlofti breytir hvorki PO2 í innöndunarlofti né PO2 í slagæðablóði
C) Sækni hemóglóbíns í O2 minnkar í vef með háan efnaskiptahraða
Hvert af eftirtöldum fullyrðingum á best við um “surfactant”?
A) Bakteríueyðandi frumur í “epiþeli” lungnablaðra (alveoli)
B) Gælunafn á “intrapleural” þrýstingi, sem er nikvæður og kemur þannig í veg fyrir að lungun falli saman
C) Lípóprótein, sem lækkar yfirborðsspennuna í vatnlagi því sem klæðir lungnablöðrurnar að innan
D) Stoðgrind úr brjóski, sem varnar því að lungnablöðrurnar falli saman
E) Burðarprótein (hvött dreifing), sem aðstoðar við flutning CO2 úr háræðum út í lungnablöðrur
C) Lípóprótein, sem lækkar yfirborðsspennuna í vatnlagi því sem klæðir lungnablöðrurnar að innan
Offitu er einfaldast að greina með því að mæla.... A) Grunnefnaskiptahraða B) Þyngdarstuðul (body mass index) C) Magn peptíns í blóði D) Magn leptíns í blóði E) Magn insúlíns í blóði
B) Þyngdarstuðul (body mass index)
Eðlilegast er að meta efnaskiptahraða einstaklings með því að mæla í honum... A) Útgeislun B) Vatnslosun (útskilnað og svitnun) C) Vöxt D) Losun úrgangsefna E) Súrefnisnotkun
E) Súrefnisnotkun
Lögmál Laplace lýsir samhenginu milli yfirborðsspennu, þrýstings og radius alveoli. Yfirborðsefnið sem frumu-typa II í alveoli framleiðir gegnir mikilvægu hlutverki sem skýrist af framangreindu lögmáli. Það…..
A) Jafnar þrýsting milli misstórra alveoli
B) Það jafnar rúmmál alveoli
C) Það jafnar yfirborðsspennu misstórra alveoli
D) A og b eru rétt
E) Ekkert ofangreint er rétt
C) Það jafnar yfirborðsspennu misstórra alveoli
ekki 100% en held þetta
Nokkrir þættir ráða því hversu mikið loftflæði er. Í öndunarfærakerfinu er það fyrst og fremst….
A) Stærð lungna
B) Styrkur útöndunarvöðva
C) Þrýstingsmunur í alveoli og í umhverfi auk mótstöðu í loftvegum
D) Lengd loftvega (dead space) og stærð lungna
E) Allt ofangreint er rétt
E) Allt ofangreint er rétt
Mæling á öndunarmynstri Ólafs er gerð sinn hvorn daginn. Fyrri daginn er mælt öndunarmynstur I og þá er tidal volume (VT-andrýmd) 500ml., hlutþrýstingur súrefnis er 105 mmHg og öndunartíðnin er 12 andardr./mín. Seinni daginn er öndunarmynstur II og þá er tidal volume 250ml., hlutþrýstingur súrefnis 105 mmHg og öndunartíðnin er 24 andardr./mín.
A) Þessi mismunandi öndunarmynstur gefa sömu heildarloftun (VE) og alveolar loftun (VA)
B) Öndunarmynstur I gefur betro heildarloftun en öndunarmynstur II en minni alveolar loftun
C) Öndunarmynstur I gefur eins heildarloftun og öndunarmynstur II en alveolar loftun er minni
D) Öndunarmynstur I gefur eins heildarloftun og öndunarmynstur II en alveolar loftun er meiri
E) Ekkert ofangreint er rétt
D) Öndunarmynstur I gefur eins heildarloftun og öndunarmynstur II en alveolar loftun er meiri
Hvað af eftirtöldum öndunarrúmmálum er ekki hægt að mæla með venjulegri spírometríu?
A) Öndunarrýmd (vital capacity)
B) Andrýmd (vital capacity)
C) Loftleif (residual volume)
D) Innöndunarrýmd (inspiratory capacity)
E) Útöndunar vararúmmál (expiratory reserve volume)
C) Loftleif (residual volume)
Súrefnismettunarkúrfa hemoglobins lýsir því hversu stórt hlutfall af hemoglóbíni er mettað súrefni við mismunandi hlutþrýsting súrefnis. Kúrfan getur hliðrast til hægri og vinstri eftir aðstæðum. Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
A) Kúrfan hliðrast til hægri ef hitastig hækkar
B) Kúrfan hliðrast til hægri ef (H*) lækkar
C) Kúrfan hliðrast til vinstri ef hlutþrýstingur CO2 hækar
D) 1 og 2 eru rét
E) ekkert er rétt
í annarri alveg eins spurningu er
b) Kúrfan hliðrast til vinstri ef pH gildi lækkar
lika valmöguleiki
A) Kúrfan hliðrast til hægri ef hitastig hækkar
Hvað af eftirtöldu telst til vel þekktra og almennt viðurkenndra hlutverka lungna?
A) Taka þátt í stjórnun líkamshita
B) Framleiða rauð blóðkorn
C) Taka þátt í stjórn á sýrustigi í blóðs
D) Framleiða og losa hormón
E) Allt ofantalið
C) Taka þátt í stjórn á sýrustigi í blóðs (Losa út CO)
Ekki D vegna þess að lungun framleiða engin hormón
Ekki B vegna þess að beinmergur framleiðir rauð vlóðkorn
Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
A) Flatarmál loftskiptaflatar lungna er svipað yfirborðs húðar líkamans í heilbrigðri manneksju
B) Þindin er dæmi um sléttan vöðva
C) Innanfleiðrurýmið (intrapleural space) er venjulega fyllt lofti
D) Í hvíld þegar hvorki er verið að anda frá eða að, er þrýstingur í innanfleiðrurýminu (intrapleural space) lægri heldur en þrýstingur andrúmsloftsins
E) Ef rúmmál lokaðs rýmis er auðkið þá hækkar þrýstingurinn í rýminu
D) Í hvíld þegar hvorki er verið að anda frá eða að, er þrýstingur í innanfleiðrurýminu (intrapleural space) lægri heldur en þrýstingur andrúmsloftsins
Ekki B vegna þess að þindin er rákóttur vöðvi
Ekki C vegna þess að innanfleiðrurýmið er vanalega fyllt af vökva
Ekki E vegna þess að ef að rúmmál lokaðs rýmis er aukið þá lækkar þrýstingurinn í rýminu
Við staðal hitstig og loftþrýsting er hemoglobin u.þb. 75% mettað þegar hlutþrýstingur súrefnis er A) 10 mmHg B) 26 mmHg C) 40 mmHg D) 100 mmHg E) 150 mmHg
C) 40 mmHg
Hjá astmasjúklingi má gera ráð fyrir eftirfarandi gildum?
A) VC eðlilegt, FEV1 eðlilegt og hlutfallið >75%
B) VC eðlilegt, FEV1 lágt og hlutfallið 40%
C) VC lágt, FEV1 lágt og hlutfallið >75%
D) VC lágt, FEV1 hátt og hlutfallið 40%
E) VC eðlilegt, FEV1 eðlilegt og hlutfallið 40%
B) VC eðlilegt, FEV1 lágt og hlutfallið 40%
Þoltala einstaklings er gefur til kynna…..
A) Loftmagn sem hann andar að sér á kg og á mínútu við hámarks álag
B) Hve mikið hjartsláttartíðni eykst við aukið álag
C) Stærð rúmmáls lungna sem nýtist við öndun (vital capacity)
D) Hversu mikilli vinnu hann framkvæmir á þrekhjóli
E) Hámarks súrefnisupptökugetu hans á kg og á mínútu
E) Hámarks súrefnisupptökugetu hans á kg og á mínútu
Lungnafleiðrusekkurinn (pleural sac)….
A) Ver lungun fyrir sýkingum
B) Kemur í veg fyrir að lungun falli saman
C) Inniheldur mikið magn af “surfactant”
D) Styður við brjóstholsvegginn og kemur í veg fyrir að hann falli saman.
E) Bæði 2 og 4
B) Kemur í veg fyrir að lungun falli saman
Lungnablöðrufrumur af gerð II (type II alveolar cells) eru mikilvægar vegna þess að þær….. A) Framleiða “surfacant” B) Seita slími C) Éta bakteríur og aðrar framandi agnir D) Liðir 1,2 og 3 eru allir réttir E) Ekkert ofantalið er rétt
A) Framleiða “surfacant”