Hjarta og æðakerfið Flashcards
Hvað af eftirtöldu lýsir best sambandinu milli þrýstings, flæðis og viðnáms?
A) Flæði=þrýstingsfallandi/radius í fjórðaveldi
B) Flæði x þrýstingsfallandi = viðnám
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
D) Þrýstingsfallandi = flæði/viðnám
E) Viðnám = flæði/radius í fjórða veldi
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
Ohms lögmálið
F=AP/R
Einstaklingur með blóðþrýsting 140/80 telst vera með meðalslagæðaþrýsting (MAP)? A) 90 mmHg B) 220 mmHg C) 100 mmHg D) 110 mmHg E) 120 mmHg
MAP = 100 mmHg
2xDÞ + SÞ/3
2X80+140/3=100mmHg
Aukning í eftirgefanleika slagæðaveggja veldur? A) Auknum púlsþrýstingi B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi C) Auknu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi
Ekki A því púlsþrýsting minnkar
Ekki C því magni blóðs í slagæðum minnkar
Ef radíus æðar er tvöfaldaður hversu mikið myndi flæði aukast?
Flæðið myndi sektánfaldast.
Allt sett í fjórða veldi. Þvermálið er 2 x radíus
Við aukin efnaskipti í vöðvavef eykst fjöldi opinni háræða. Hver eftirtalinna möguleika lýsir afleiðingum þessa best?
A) Minni diffusions-fjarlægðir fyrir súrefni
B) Aukinn diffusions-flötur
C) Aukið magn súrefnis í slagæðum
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
D) Bæði 1 og 2
Minni diffusions fjarlægðir fyrir súrefni og arukinn diffusions flötur
Hvað af eftirtöldu gæti leitt til bjúgmyndunar? A) Lækkaður háræðablóðþrýstingur B) Minnkaður styrkur plasmapróteina C) Aukinn þrýstingur í millifrumuvökva D) Bæði 1 og 2 E) Bæði 2 og 3
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt til að leiða til bjúgmyndunar? A) Stífla í sogæðum. B) Löng kyrrstaða. C) Lifrarsjúkdómur. D) Hjartabilun. E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
B) Minnkaður styrkur plasmapróteina
Einnig aukinn millifrumuvökvi (ekki þrýstingur)
E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
Hvað er hvorki sorkuhindrandi (anticoagulant) né stuðlar að því að blóðsegi leysist upp? A) K-vítamín B) Asprin C) Thrombin D) Heparin E) Tissue plasminogen activator
K vítamín því það er blóð storknandi
Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi hjartahringinn (cardiac cycle)?
A) Systóla varir lengur en diastólan
B) Á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað flæðir blóð úr gáttum í hvolfin
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
Ekki A því dyastólan varir lengur en systólan
EKki B vegna þess að á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað þá eru allar lokur lokaðar
Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með ?
A) virkjun mismunandi fjölda hreyfieininga
B) því að auka næmni (facilitation) hreyfieininga
C) breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
D) breytingum í samdráttarkrafti (intropic state)
E) bæði 3 og 4
E) bæði 3 og 4
Breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
Breytingum í samdráttarkrafti
útfall hjartanst er reiknað með ?
útfall = slagmagn x hjartsláttartíðni
Jón og Jóna eru tvíburar. Jón er með blóðþrýsting 110/80 en Jóna 100/70. Bæði eru þau með útfall hjartans 5 L/mín. Hvor þeirra er með hærri MAP og heildarviðnám blóðrásar?
a) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýsting og lægra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
b) Jón er með lægri meðalslagæðaþrýsting og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
C) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýstings og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
d) Ekki eru gefnar upp nægilegar upplýsingar til að bera saman heildarviðnám blþ viðnrtil samans n) fram að splasmaróðrásar í Jóni og Jónu
C) Jón er með hærra MAP (2Xd+S/3) og hærra heildarviðnám blóðrásar en jóna.
Mesta þrýstingsfallið í stóru (systemic) blóðrásinni verður þegar blóð flæðir......? A) Gegnum lungum B) Gegnum slagæðingana (arterioles) C) Gegnum háræðaveggi D) Gegnum bláæðingana (venoles) E) Gegnum háræðarnar
B) Gegnum slagæðingana (arterioles)
Ef styrkur Ca++ í utanfrumuvökvanum er aukinn þá ?
eykst samdráttarkraftur hjartvöðva en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva
Aukning í eftirgefanleika (compliance) slagæðaveggja veldur? A) Minnkuðum púlsþrýstingi B) Auknum meðalslagæðaþrýstingi C) Minnkuðu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
D) 1 og 3 er rétt
Minnkuðum púlsþrýstingi
Minnkuðu magni blóðs í slagæðum
fann annarsstaðar bara 1 !!
held það
Blóðvökvi (plasma) er um 20% af utanfrumuvökva líkamans, hvert er áætlað magn blóðvökva i 100 kg karlmanni?
4 L
Aukin örvun sympatískra tauga á aðlæga slagæðlinga æðahnoðrans veldur ?
æðasamdrætti og þar með lækkuðum síunarhraða
Hvert eftirtalinna líffæra er líklegast til að hafa háræðar sem er gegndræpar fyrir prótein ? A) heili B) nýru C) hjarta D) lifur E) smáþarmar
D) lifur
Hvort veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutning á vökva út úr eða inn í æð?
út úr æðinni
hvort stuðlar munur í osmótískum þrýstingi milli háræðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva inn í eða út úr æð?
inn í æð
í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðflæði í nýrum hafi?
minnkað miðað við aðstæður
Þegar einstaklingur stendur snögglega upp úr láréttri stöðu þá? (2)
- Eykst heildarviðnám æðakerfisins
- blóðþrýstingur lækkar
Viðtakar næmir fyrir súrefni eru staðsettir í?
- Carotid body
- Aortic bodies
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
b) um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað
c) strax áður en P takki fæst á EKG
d) um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
e) ekkert er rétt
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
A) Í lok jafnrýmissamdráttartímabils vinstri slegils (left ventricular isovolumetric contraction period)
B) Um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað (the phase of rapid ejection)
C) Strax áður en P-takki fæst á EKG
D) Um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
því þá er þrýstingurinn í aortunni lægstur! (rétt áður en að slegillinn tæmir í aortuna)
Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHG og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)?
A) 2 L/mín
B) 5 L/mín
C) 10 L/mín
D) 20 L/mín
E) ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
CO=MAP/TRP
100/20=5 = 5L/mín.
á hvaða stað er hvít blóðkorn venjulega ekki til staðar ? A) milt B) eitlum C) sogæðum D) lifur E) hóstakirtill
D) lifur
Hlutverk AV- hnoðsins (AV- node) er að: A) Örva vinstri og hægri gátt (atrium) B) Stjórna hjartsláttartíðni C) tefja útbreiðslu afskautunar meðan gáttir dragast saman D) endurskauta hjartað E) bæði 3 og 4 er rétt
C) tefja útbreiðslu afskautunar meðan gáttir dragast saman
Ekki A venga þess að það er SA-node sem gerir það
Ekki D vegna þess að það er þegar slow Ca+ göng lokast sem að hjartað endurskautast
Afskautunarbylgjan er að berast gegnum AV-node: A) meðan P-bylgjan varir B) meðan P-R bilið (interval) varir C) Meðan QRS komplexið varir D) meðan S-T hlutinn (segment) varir E) meðan T-bylgjan varir
B) meðan P-R bilið (interval) varir
Afskautunarbylgja sem er að berast í gegnum SA NODE er P bylgjan
Hvað af eftirtöldu telst til eðlilegra eiginleika fruma í SA-node hjarta, en ekki vöðvafruma slegla?
A) Bein raftengsl milli fruma (rafsynapsar, gap junctions)
B) Sympatísk ítaugun (innervation)
C) óstöðug himnuspenna milli boðspenna
D) aukin leiðini fyrir Ca++ í boðspennu
E) 2 og 3 er rétt
E) 2 og 3 er rétt
Lyf X er flokkað sem ósérhæfður beta blokkar. Það hindrar æðaslakandi og hjartsláttarörvandi áhrif adrenlíns, en hindrar ekki æðaherpandi áhrif adrenalíns og noradrenalíns. Þekktur alfa blokker blokkaði hinsvegar æðaherpandi áhrif adrenalíns og noradrenalíns. Af þessum upplýsingum má draga eina af eftirfarandi ályktunum. Hverjar?
A) Adrenalín veldur æðaslökun með því að örva beta-2- viðtaka
B) Adrenalín veldur æðaslökun með því að örva alfa-viðtaka
C) Adrenalín dregur saman æðar með því að örva alfa-viðtaka
D) Adrenalín hægir á hjartslætti með því að örfa beta-viðtaka
E) Noradrenalín veldur æðaslökun með því að örva alfra-viðtaka
C) Adrenalín dregur saman æðar með því að örva alfa-viðtaka
Ef hematokrít er 40 þá er prósenta rauðra blókorna
A) þá eru rauð blóðkorn 60% af blóðrúmmáli
B) þá eru hvít blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
C) þá eru rauð blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
D) þá er blóðvökvinn (plasma) 40% af blóðrúmmáli
E) bæði 1 og 4 er rétt
C) þá eru rauð blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
Vegna þess að hematókrít segir okkur hversu mikið magn af blóðrúmálinu er rauðblóðkorn
Hver af eftirfarandi breytingum í byggingu æðar mundi tvöfalda flæði (ml./min). Í henni ef þrýstingsfallandi milli enda hennar er haldið stöðugum? A) Æðin stytt um helming B) Lengd æðarinnar er tvöfölduð C) Þvermál æðarinnar er helmingað D) Þvermál æðarinnar er tvöfaldað E) Ekkert af öfantöldu er rétt
A) Æðin stytt um helming
Ekki D því þá myndi flæði aukast margflat (16x)
Kvensjúklingur fer í blóðrannsókn. Þar á meðan er einn ml. af blóði dreginn og spunninn niður af skilvindu. Þar kemur fram að splasmarúmmál sé 0,6ml. Tveimur mánuðum síðar er gerð önnur blóðrannsókn á konunni og þá er henni tjáð að hún sé blóðlítil miðaða við niðurstöðu fyrri rannsóknarinnar. Hvað af eftirtöldu gæti verið hematókrít- gildi konunnar i seinni mælingunni? A) 35% B) 40% C) 50% D) 60% E) 0,6ml.
A) 35%
Blóðvökvi (plasma) er um 20% af utanfrumuvökva líkamans, hverst er áætlað magn blóðvökva í 100 kg karlmanni A) 3 lítrar B) 4 lítrar C) 5 lítrar D) 6 lítrar E) 7 lítrar
B) 4 lítrar
Hvað af eftirtöldu varðandi stjórn á blóðflæði er rétt?
A) Aukið magn úrgangsefna efnaskipta (metabolic waste products) og minnkaður styrkur súrefnis stuðla að auknu blóðflæði í vefjum
B) Ef blóðflæði til vefs er stöðvað um tíma (nokkrar mínútur) og síðan hleypt á aftur skapast ástand þar sem blóðflæði heldur áfram að vera lágt þar til eðlilegt ástand hefur náðst.
C) Vegna sjálfstýringar blóðflæðis (flow autoregulation) gerist það þegar blóðþrýstingur í slagæðling lækkar að blóðflæði minnkar og eykst ekki aftur fyrr en blóðþrýstingur í æðinni hækkar aftur
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 1 og 3
A) Aukið magn úrgangsefna efnaskipta (metabolic waste products) og minnkaður styrkur súrefnis stuðla að auknu blóðflæði í vefjum
Venjulega veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutningi á vökva \_\_\_\_\_ (inn í/út úr). Munur í osmótískum þrýtingi milli hárðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva \_\_\_\_\_æð. A) Inn í; inn í B) Inn í; út úr C) Út úr; út úr D) Út úr; inn í E) Ýmist 1 og 2
D) Út úr; inn í
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt?
A) Við minnkaðan boðflutning frá háþrýtingsnemum minnka sympatísk áhrif á hjartað.
B) Við eðlilegan blóðþrýsting berast engin boð frá háþrýstinemum
C) Í kjölfar blóðmissis má búast við auknum boðflutningi frá rúmmálsnemum Skynja þennslu, væri þá minni boðflutningur
D) Í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðfæði í nýrum hafi minnkað miðað við eðlilegar aðstæður
E) Aukið blóðflæði um heila hækkar blóðþrýsting
D) Í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðfæði í nýrum hafi minnkað miðað við eðlilegar aðstæður (vegna þess að það er ekki forgangsatriði að pissa)
Ekki A vegna við minnkaðan boðflutning frá háþrýtinginemum eykst sympatísk áhrif á hjartað til að hætta þrýsting
Ekki B vegna þess að við eðililegan blóðþrýsting berast alltaf boð frá háþrýstinemum
Ekki C vegna þess að í kjölfar blóðmissis má búast við minnkuðum boðflutningi frá rúmmálsnemum vegna þess að þeir skynja þennslu
Þegar eintaklingur stendur snögglega upp úr láréttri stöðu…
A) Eykst heildarviðnám æðakerfisins
B) Eykst boðflutningur frá þrýstinemum
C) Lækkar blóðþrýstingur í háræðum í fótum
D) Lækkar hjartsláttartíðni
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
A) Eykst heildarviðnám æðakerfisins (Blóð situr eftir í fótum)
Við líkamlega áreynslu eykst aðfall hjartans (venous return). Þetta eitt og sér gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna:
A) Aukinnar samdráttarhæfni (inotropism) B) Minna heildarviðnám æðakerfis C) Frank-Starling mekanismans D) Lægri blóðþrýstings í diastólu E) Hærri blóðþrýstings í systólu
næstum eins og hin spurninging
Við líkamlega áreynslu eykst aðfall til hjartans. Þetta eitt og sér gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna:
a) Aukinnar samdráttarhæfni
b) Aukins heildarviðnáms æðakerfis
c) Frank Starling mekanismans
d) Einungis 2 og 3 er rétt
e) Allir möguleikar 1, 2 og 3 eru réttir
C) Frank-Starling mekanismans
Frank Starling= því meira blóð sem kemur til hjartans- því meira pumpast út
d) Einungis 2 og 3 er rétt
Hver eftirtalinna þátta stuðlar að jafnvægi milli útfalls hægri og vinstri hliðar hjartans?
A) Viðbrögð í sympatískri taugavirkni
B) Viðbrögð í parasympatískri taugavirkni
C) Magn blóðborins adrenalíns
D) Frank-Starlins lögmál hjartans
E) Allt ofantalið
D) Frank-Starlins lögmál hjartans
Sjúklingi er óvart gefnir 1000 ml. af 0,9% saltlausn. Hvað af eftirtöldu getur ekki talist til eðlilegra afleiðinga?
A) Minnkuð losun á ADH
B) Aukinn þrýstingur í háræðum
C) Aukin sympatísk virkni til nýrna
D) Aukning í þvagflæði
E) Minnkun í sympatískri virkni til bláæða
C) Aukin sympatísk virkni til nýrna (það væri aukin parasympatísk virkni til að við myndum pissa meira
Æðaþrenging er talin vera góð leið til að viðhalda hita í líkamanum, af því að….
A) Orkan sem losnar við samdrátt sléttra vöðva í æðunum hitar líkamann
B) Blóðflæði til svitakirtla skerðist og því myndast ekki sviti
C) Minni varmi berst með leiðni til yfirborðsins þar sem hann síðan tapast með geislun
D) Meiri hiti myndast vegna núnings þegar blóðið fer í gegnum þrengri æðar
E) Allt ofantalið er rétt
E) Allt ofantalið er rétt
Blóðmissir er að hluta bættur upp með flutningi vökva úr millifrumuvökva inn í æðakerfið vegna….
A) Samdráttur slagæðlinga veldur lækkuðum háræðaþrýstingi
B) Aukið magn ADH í blóði eykur endurupptöku vatns úr nýrnapíplum
C) Aukins flæðis sogæðavökva inn í bláæðar
D) Aukins styrks próteina í plasma
E) Bæði 1 og 4
A) Samdráttur slagæðlinga veldur lækkuðum háræðaþrýstingi
Einn eftirtalinna þátta minnkar venjulega í 20 ára heilbrigðum manni á meðan hann skokkar.
A) Hjartsláttartíðni
B) Heildarviðnám meginblóðrásar
C) Þvermál æða til kálfavöðva (gastronemius)
D) Mismunur súrefnismagns í slagæðum og bláæðum(arteriovenous oxygen difference)
E) Slagmagn hjarta (stroke volume)
B) Heildarviðnám meginblóðrásar
Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHG og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)
A) 2L/min
B) 5L/min
C) 10L/min
D) 20L/min
E) ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
CO=MAP/TRP
100/20=5
Hver eftirtalinna þátta er mikilvægastur fyrir staðbundna stjórn á blóðflæði um beinagrindavöðva? A) Þrýstingsfallandinn yfir æðaveggina B) Efnaskiptahraði vöðvafrumanna C) Taugaboðefni D) Blóðborið adrenalín E) Útfall hjartans (cardiac output)
B) Efnaskiptahraði vöðvafrumanna
Hvað af eftirfarandi gerist ef carotid sinus er ertur?
A) Minnkuð losun norandrenalíns á SA hnoð
B) Aukin losun acetylcholins á SA hnoð
C) Minnkað heildarviðnám æðakerfis
D) Lækkaður blóðþrýstingur
E) Allt ofantalið er rétt
E) Allt ofantalið er rétt
Skynjar þrýsting, aukin boð til að lækka blóðþrýsting
Ef borin eru saman hvíldargildi vel þjálfaðs íþróttamanns og óþjálfaðs hjúkrunarnema er líklegt að sá fyrrnefndi hafi A) Hærra slagmagn hjarta B) Hærri hjartsláttartíðni C) Minni fyllingu slegla D) Aukinn meðalslagæðaþrýsting E) Ekkert af ofantöldu á við
A) Hærra slagmagn hjarta
Ekki B vegna þess að hann værri með lægri hjartsláttartíðni
Ekki C vegna þess að hann væri með betri fyllingu
Ekki D vegna þess að hann væri með minni meðalslagæðaþrýsting
Óhætt er að gefa sjúklingi blóð af flokki B ef hann hefur blóð af flokki…. A) O B) O eða B C) B eða AB D) O eða AB
C) B eða AB
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt til að leiða til búgmyndunar? A) Stífla í sogæðum B) Löng kyrrstaða C) Lifrarsjúkdómur D) Hjartabilun E) Aukinn styrkur plasmapróteina
E) Aukinn styrkur plasmapróteina
Minni styrkur eykur líkur á bjúg
Hvað af eftirtöldu er eðlileg afleiðing aukningar á venuþrýstingi um 10 mmHg í rákóttum vöðva í heilbrigðum einstaklingi?
A) Minnkun í þrýstingi millifrumuvökva (interstitial pressure)
B) Minnkun í rúmmáli millifrumuvökva (interstitial volume)
C) Minnkun í styrk próteina í millifrumuvökva
D) Minnkun í flutningi vökva inn í millifrumuvökva (filtration)
E) Minnkun í flæði sogæðavökva
C) Minnkun í styrk próteina í millifrumuvökva
Hver eftirtalinna þátta mundi EKKI leiða beint til hækkunar í blóðþrýstingi?
A) Aukin sympatísk virkni á æðar
B) Aukið blóðrúmmál
C) Aukið aðfall til hjarta (venous return)
D) Aukin parasympatísk virkni á hjartað
E) Aukin virkni vöðvapumpunnar
D) Aukin parasympatísk virkni á hjartað (hægir á hjarta og lækkar þar með blóðþrýsting)
Sá þáttur sem er mikilvægastur við að minnka heildarviðnám blóðrásarinnar við áreynslu er….
A) Minnkuð sympatísk taugavirkni
B) Minnkuð parasympatísk taugavirkni
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindarvöðvum
D) Aukinn slagæðaþrýstingur
E) Aukinn háræðaþrýstingur
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindarvöðvum
Ástandið “hypertension”…..
A) Merkir blóðmissir
B) Getur orsakast af svitnun, uppköstum eða tilfinningaviðbrögðum
C) Veldur aukinni boðvirkni frá háþrýstinemum
D) Bæði 1 og 3 er rétt
E) Bæði 2 og 3 er rétt
C) Veldur aukinni boðvirkni frá háþrýstinemum
Hypertension er of hár blóðþrýstingur
Ekki B vegna þess að það myndi lækka blóðþrýsting
Hjúkrunarfræðinemi gefur hálfan líter af blóði í blóðbankanum. Hvað af eftirtöldu EYKST miðað við ástandið í blóðgjöfinni?
A) Slagmagn hjartans og heildarviðnám æðakerfisins
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins
C) Hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingur
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna
E) Blóðflæði til heilans
Verkfræðinemi gefur hálfan líter af blóði í blóðbankanum. Hvað af eftirtöldu MINNKAR miðað við ástandið fyrir blóðgjöfina?
A) Slagmagn hjartans og heildarviðnám æðakerfisins.
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins.
C) Hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingur.
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna.
E) Blóðflæði til heilans.
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna.
Hvað af eftirtöldu er eðlilegt að gefa til að draga úr háþrýstingi? A) Agónista á alfa-viðtaka B) Antagónista á beta-viðtaka C) Antagónista á kólínerga viðtaka D) Bæði 1 og 3 E) Bæði 2 og 3
B) Antagónista á beta-viðtaka (Beta blokker)