Hjarta og æðakerfið Flashcards
Hvað af eftirtöldu lýsir best sambandinu milli þrýstings, flæðis og viðnáms?
A) Flæði=þrýstingsfallandi/radius í fjórðaveldi
B) Flæði x þrýstingsfallandi = viðnám
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
D) Þrýstingsfallandi = flæði/viðnám
E) Viðnám = flæði/radius í fjórða veldi
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
Ohms lögmálið
F=AP/R
Einstaklingur með blóðþrýsting 140/80 telst vera með meðalslagæðaþrýsting (MAP)? A) 90 mmHg B) 220 mmHg C) 100 mmHg D) 110 mmHg E) 120 mmHg
MAP = 100 mmHg
2xDÞ + SÞ/3
2X80+140/3=100mmHg
Aukning í eftirgefanleika slagæðaveggja veldur? A) Auknum púlsþrýstingi B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi C) Auknu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi
Ekki A því púlsþrýsting minnkar
Ekki C því magni blóðs í slagæðum minnkar
Ef radíus æðar er tvöfaldaður hversu mikið myndi flæði aukast?
Flæðið myndi sektánfaldast.
Allt sett í fjórða veldi. Þvermálið er 2 x radíus
Við aukin efnaskipti í vöðvavef eykst fjöldi opinni háræða. Hver eftirtalinna möguleika lýsir afleiðingum þessa best?
A) Minni diffusions-fjarlægðir fyrir súrefni
B) Aukinn diffusions-flötur
C) Aukið magn súrefnis í slagæðum
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
D) Bæði 1 og 2
Minni diffusions fjarlægðir fyrir súrefni og arukinn diffusions flötur
Hvað af eftirtöldu gæti leitt til bjúgmyndunar? A) Lækkaður háræðablóðþrýstingur B) Minnkaður styrkur plasmapróteina C) Aukinn þrýstingur í millifrumuvökva D) Bæði 1 og 2 E) Bæði 2 og 3
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt til að leiða til bjúgmyndunar? A) Stífla í sogæðum. B) Löng kyrrstaða. C) Lifrarsjúkdómur. D) Hjartabilun. E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
B) Minnkaður styrkur plasmapróteina
Einnig aukinn millifrumuvökvi (ekki þrýstingur)
E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
Hvað er hvorki sorkuhindrandi (anticoagulant) né stuðlar að því að blóðsegi leysist upp? A) K-vítamín B) Asprin C) Thrombin D) Heparin E) Tissue plasminogen activator
K vítamín því það er blóð storknandi
Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi hjartahringinn (cardiac cycle)?
A) Systóla varir lengur en diastólan
B) Á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað flæðir blóð úr gáttum í hvolfin
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
Ekki A því dyastólan varir lengur en systólan
EKki B vegna þess að á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað þá eru allar lokur lokaðar
Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með ?
A) virkjun mismunandi fjölda hreyfieininga
B) því að auka næmni (facilitation) hreyfieininga
C) breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
D) breytingum í samdráttarkrafti (intropic state)
E) bæði 3 og 4
E) bæði 3 og 4
Breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
Breytingum í samdráttarkrafti
útfall hjartanst er reiknað með ?
útfall = slagmagn x hjartsláttartíðni
Jón og Jóna eru tvíburar. Jón er með blóðþrýsting 110/80 en Jóna 100/70. Bæði eru þau með útfall hjartans 5 L/mín. Hvor þeirra er með hærri MAP og heildarviðnám blóðrásar?
a) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýsting og lægra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
b) Jón er með lægri meðalslagæðaþrýsting og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
C) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýstings og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
d) Ekki eru gefnar upp nægilegar upplýsingar til að bera saman heildarviðnám blþ viðnrtil samans n) fram að splasmaróðrásar í Jóni og Jónu
C) Jón er með hærra MAP (2Xd+S/3) og hærra heildarviðnám blóðrásar en jóna.
Mesta þrýstingsfallið í stóru (systemic) blóðrásinni verður þegar blóð flæðir......? A) Gegnum lungum B) Gegnum slagæðingana (arterioles) C) Gegnum háræðaveggi D) Gegnum bláæðingana (venoles) E) Gegnum háræðarnar
B) Gegnum slagæðingana (arterioles)
Ef styrkur Ca++ í utanfrumuvökvanum er aukinn þá ?
eykst samdráttarkraftur hjartvöðva en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva
Aukning í eftirgefanleika (compliance) slagæðaveggja veldur? A) Minnkuðum púlsþrýstingi B) Auknum meðalslagæðaþrýstingi C) Minnkuðu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
D) 1 og 3 er rétt
Minnkuðum púlsþrýstingi
Minnkuðu magni blóðs í slagæðum
fann annarsstaðar bara 1 !!
held það
Blóðvökvi (plasma) er um 20% af utanfrumuvökva líkamans, hvert er áætlað magn blóðvökva i 100 kg karlmanni?
4 L
Aukin örvun sympatískra tauga á aðlæga slagæðlinga æðahnoðrans veldur ?
æðasamdrætti og þar með lækkuðum síunarhraða
Hvert eftirtalinna líffæra er líklegast til að hafa háræðar sem er gegndræpar fyrir prótein ? A) heili B) nýru C) hjarta D) lifur E) smáþarmar
D) lifur
Hvort veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutning á vökva út úr eða inn í æð?
út úr æðinni
hvort stuðlar munur í osmótískum þrýstingi milli háræðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva inn í eða út úr æð?
inn í æð
í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðflæði í nýrum hafi?
minnkað miðað við aðstæður
Þegar einstaklingur stendur snögglega upp úr láréttri stöðu þá? (2)
- Eykst heildarviðnám æðakerfisins
- blóðþrýstingur lækkar
Viðtakar næmir fyrir súrefni eru staðsettir í?
- Carotid body
- Aortic bodies
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
b) um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað
c) strax áður en P takki fæst á EKG
d) um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
e) ekkert er rétt
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
A) Í lok jafnrýmissamdráttartímabils vinstri slegils (left ventricular isovolumetric contraction period)
B) Um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað (the phase of rapid ejection)
C) Strax áður en P-takki fæst á EKG
D) Um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
því þá er þrýstingurinn í aortunni lægstur! (rétt áður en að slegillinn tæmir í aortuna)
Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHG og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)?
A) 2 L/mín
B) 5 L/mín
C) 10 L/mín
D) 20 L/mín
E) ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
CO=MAP/TRP
100/20=5 = 5L/mín.
á hvaða stað er hvít blóðkorn venjulega ekki til staðar ? A) milt B) eitlum C) sogæðum D) lifur E) hóstakirtill
D) lifur
Hlutverk AV- hnoðsins (AV- node) er að: A) Örva vinstri og hægri gátt (atrium) B) Stjórna hjartsláttartíðni C) tefja útbreiðslu afskautunar meðan gáttir dragast saman D) endurskauta hjartað E) bæði 3 og 4 er rétt
C) tefja útbreiðslu afskautunar meðan gáttir dragast saman
Ekki A venga þess að það er SA-node sem gerir það
Ekki D vegna þess að það er þegar slow Ca+ göng lokast sem að hjartað endurskautast
Afskautunarbylgjan er að berast gegnum AV-node: A) meðan P-bylgjan varir B) meðan P-R bilið (interval) varir C) Meðan QRS komplexið varir D) meðan S-T hlutinn (segment) varir E) meðan T-bylgjan varir
B) meðan P-R bilið (interval) varir
Afskautunarbylgja sem er að berast í gegnum SA NODE er P bylgjan
Hvað af eftirtöldu telst til eðlilegra eiginleika fruma í SA-node hjarta, en ekki vöðvafruma slegla?
A) Bein raftengsl milli fruma (rafsynapsar, gap junctions)
B) Sympatísk ítaugun (innervation)
C) óstöðug himnuspenna milli boðspenna
D) aukin leiðini fyrir Ca++ í boðspennu
E) 2 og 3 er rétt
E) 2 og 3 er rétt
Lyf X er flokkað sem ósérhæfður beta blokkar. Það hindrar æðaslakandi og hjartsláttarörvandi áhrif adrenlíns, en hindrar ekki æðaherpandi áhrif adrenalíns og noradrenalíns. Þekktur alfa blokker blokkaði hinsvegar æðaherpandi áhrif adrenalíns og noradrenalíns. Af þessum upplýsingum má draga eina af eftirfarandi ályktunum. Hverjar?
A) Adrenalín veldur æðaslökun með því að örva beta-2- viðtaka
B) Adrenalín veldur æðaslökun með því að örva alfa-viðtaka
C) Adrenalín dregur saman æðar með því að örva alfa-viðtaka
D) Adrenalín hægir á hjartslætti með því að örfa beta-viðtaka
E) Noradrenalín veldur æðaslökun með því að örva alfra-viðtaka
C) Adrenalín dregur saman æðar með því að örva alfa-viðtaka
Ef hematokrít er 40 þá er prósenta rauðra blókorna
A) þá eru rauð blóðkorn 60% af blóðrúmmáli
B) þá eru hvít blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
C) þá eru rauð blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
D) þá er blóðvökvinn (plasma) 40% af blóðrúmmáli
E) bæði 1 og 4 er rétt
C) þá eru rauð blóðkorn 40% af blóðrúmmáli
Vegna þess að hematókrít segir okkur hversu mikið magn af blóðrúmálinu er rauðblóðkorn
Hver af eftirfarandi breytingum í byggingu æðar mundi tvöfalda flæði (ml./min). Í henni ef þrýstingsfallandi milli enda hennar er haldið stöðugum? A) Æðin stytt um helming B) Lengd æðarinnar er tvöfölduð C) Þvermál æðarinnar er helmingað D) Þvermál æðarinnar er tvöfaldað E) Ekkert af öfantöldu er rétt
A) Æðin stytt um helming
Ekki D því þá myndi flæði aukast margflat (16x)
Kvensjúklingur fer í blóðrannsókn. Þar á meðan er einn ml. af blóði dreginn og spunninn niður af skilvindu. Þar kemur fram að splasmarúmmál sé 0,6ml. Tveimur mánuðum síðar er gerð önnur blóðrannsókn á konunni og þá er henni tjáð að hún sé blóðlítil miðaða við niðurstöðu fyrri rannsóknarinnar. Hvað af eftirtöldu gæti verið hematókrít- gildi konunnar i seinni mælingunni? A) 35% B) 40% C) 50% D) 60% E) 0,6ml.
A) 35%
Blóðvökvi (plasma) er um 20% af utanfrumuvökva líkamans, hverst er áætlað magn blóðvökva í 100 kg karlmanni A) 3 lítrar B) 4 lítrar C) 5 lítrar D) 6 lítrar E) 7 lítrar
B) 4 lítrar
Hvað af eftirtöldu varðandi stjórn á blóðflæði er rétt?
A) Aukið magn úrgangsefna efnaskipta (metabolic waste products) og minnkaður styrkur súrefnis stuðla að auknu blóðflæði í vefjum
B) Ef blóðflæði til vefs er stöðvað um tíma (nokkrar mínútur) og síðan hleypt á aftur skapast ástand þar sem blóðflæði heldur áfram að vera lágt þar til eðlilegt ástand hefur náðst.
C) Vegna sjálfstýringar blóðflæðis (flow autoregulation) gerist það þegar blóðþrýstingur í slagæðling lækkar að blóðflæði minnkar og eykst ekki aftur fyrr en blóðþrýstingur í æðinni hækkar aftur
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 1 og 3
A) Aukið magn úrgangsefna efnaskipta (metabolic waste products) og minnkaður styrkur súrefnis stuðla að auknu blóðflæði í vefjum
Venjulega veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutningi á vökva \_\_\_\_\_ (inn í/út úr). Munur í osmótískum þrýtingi milli hárðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva \_\_\_\_\_æð. A) Inn í; inn í B) Inn í; út úr C) Út úr; út úr D) Út úr; inn í E) Ýmist 1 og 2
D) Út úr; inn í
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt?
A) Við minnkaðan boðflutning frá háþrýtingsnemum minnka sympatísk áhrif á hjartað.
B) Við eðlilegan blóðþrýsting berast engin boð frá háþrýstinemum
C) Í kjölfar blóðmissis má búast við auknum boðflutningi frá rúmmálsnemum Skynja þennslu, væri þá minni boðflutningur
D) Í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðfæði í nýrum hafi minnkað miðað við eðlilegar aðstæður
E) Aukið blóðflæði um heila hækkar blóðþrýsting
D) Í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðfæði í nýrum hafi minnkað miðað við eðlilegar aðstæður (vegna þess að það er ekki forgangsatriði að pissa)
Ekki A vegna við minnkaðan boðflutning frá háþrýtinginemum eykst sympatísk áhrif á hjartað til að hætta þrýsting
Ekki B vegna þess að við eðililegan blóðþrýsting berast alltaf boð frá háþrýstinemum
Ekki C vegna þess að í kjölfar blóðmissis má búast við minnkuðum boðflutningi frá rúmmálsnemum vegna þess að þeir skynja þennslu
Þegar eintaklingur stendur snögglega upp úr láréttri stöðu…
A) Eykst heildarviðnám æðakerfisins
B) Eykst boðflutningur frá þrýstinemum
C) Lækkar blóðþrýstingur í háræðum í fótum
D) Lækkar hjartsláttartíðni
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
A) Eykst heildarviðnám æðakerfisins (Blóð situr eftir í fótum)
Við líkamlega áreynslu eykst aðfall hjartans (venous return). Þetta eitt og sér gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna:
A) Aukinnar samdráttarhæfni (inotropism) B) Minna heildarviðnám æðakerfis C) Frank-Starling mekanismans D) Lægri blóðþrýstings í diastólu E) Hærri blóðþrýstings í systólu
næstum eins og hin spurninging
Við líkamlega áreynslu eykst aðfall til hjartans. Þetta eitt og sér gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna:
a) Aukinnar samdráttarhæfni
b) Aukins heildarviðnáms æðakerfis
c) Frank Starling mekanismans
d) Einungis 2 og 3 er rétt
e) Allir möguleikar 1, 2 og 3 eru réttir
C) Frank-Starling mekanismans
Frank Starling= því meira blóð sem kemur til hjartans- því meira pumpast út
d) Einungis 2 og 3 er rétt
Hver eftirtalinna þátta stuðlar að jafnvægi milli útfalls hægri og vinstri hliðar hjartans?
A) Viðbrögð í sympatískri taugavirkni
B) Viðbrögð í parasympatískri taugavirkni
C) Magn blóðborins adrenalíns
D) Frank-Starlins lögmál hjartans
E) Allt ofantalið
D) Frank-Starlins lögmál hjartans
Sjúklingi er óvart gefnir 1000 ml. af 0,9% saltlausn. Hvað af eftirtöldu getur ekki talist til eðlilegra afleiðinga?
A) Minnkuð losun á ADH
B) Aukinn þrýstingur í háræðum
C) Aukin sympatísk virkni til nýrna
D) Aukning í þvagflæði
E) Minnkun í sympatískri virkni til bláæða
C) Aukin sympatísk virkni til nýrna (það væri aukin parasympatísk virkni til að við myndum pissa meira
Æðaþrenging er talin vera góð leið til að viðhalda hita í líkamanum, af því að….
A) Orkan sem losnar við samdrátt sléttra vöðva í æðunum hitar líkamann
B) Blóðflæði til svitakirtla skerðist og því myndast ekki sviti
C) Minni varmi berst með leiðni til yfirborðsins þar sem hann síðan tapast með geislun
D) Meiri hiti myndast vegna núnings þegar blóðið fer í gegnum þrengri æðar
E) Allt ofantalið er rétt
E) Allt ofantalið er rétt
Blóðmissir er að hluta bættur upp með flutningi vökva úr millifrumuvökva inn í æðakerfið vegna….
A) Samdráttur slagæðlinga veldur lækkuðum háræðaþrýstingi
B) Aukið magn ADH í blóði eykur endurupptöku vatns úr nýrnapíplum
C) Aukins flæðis sogæðavökva inn í bláæðar
D) Aukins styrks próteina í plasma
E) Bæði 1 og 4
A) Samdráttur slagæðlinga veldur lækkuðum háræðaþrýstingi
Einn eftirtalinna þátta minnkar venjulega í 20 ára heilbrigðum manni á meðan hann skokkar.
A) Hjartsláttartíðni
B) Heildarviðnám meginblóðrásar
C) Þvermál æða til kálfavöðva (gastronemius)
D) Mismunur súrefnismagns í slagæðum og bláæðum(arteriovenous oxygen difference)
E) Slagmagn hjarta (stroke volume)
B) Heildarviðnám meginblóðrásar
Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHG og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)
A) 2L/min
B) 5L/min
C) 10L/min
D) 20L/min
E) ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
CO=MAP/TRP
100/20=5
Hver eftirtalinna þátta er mikilvægastur fyrir staðbundna stjórn á blóðflæði um beinagrindavöðva? A) Þrýstingsfallandinn yfir æðaveggina B) Efnaskiptahraði vöðvafrumanna C) Taugaboðefni D) Blóðborið adrenalín E) Útfall hjartans (cardiac output)
B) Efnaskiptahraði vöðvafrumanna
Hvað af eftirfarandi gerist ef carotid sinus er ertur?
A) Minnkuð losun norandrenalíns á SA hnoð
B) Aukin losun acetylcholins á SA hnoð
C) Minnkað heildarviðnám æðakerfis
D) Lækkaður blóðþrýstingur
E) Allt ofantalið er rétt
E) Allt ofantalið er rétt
Skynjar þrýsting, aukin boð til að lækka blóðþrýsting
Ef borin eru saman hvíldargildi vel þjálfaðs íþróttamanns og óþjálfaðs hjúkrunarnema er líklegt að sá fyrrnefndi hafi A) Hærra slagmagn hjarta B) Hærri hjartsláttartíðni C) Minni fyllingu slegla D) Aukinn meðalslagæðaþrýsting E) Ekkert af ofantöldu á við
A) Hærra slagmagn hjarta
Ekki B vegna þess að hann værri með lægri hjartsláttartíðni
Ekki C vegna þess að hann væri með betri fyllingu
Ekki D vegna þess að hann væri með minni meðalslagæðaþrýsting
Óhætt er að gefa sjúklingi blóð af flokki B ef hann hefur blóð af flokki…. A) O B) O eða B C) B eða AB D) O eða AB
C) B eða AB
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt til að leiða til búgmyndunar? A) Stífla í sogæðum B) Löng kyrrstaða C) Lifrarsjúkdómur D) Hjartabilun E) Aukinn styrkur plasmapróteina
E) Aukinn styrkur plasmapróteina
Minni styrkur eykur líkur á bjúg
Hvað af eftirtöldu er eðlileg afleiðing aukningar á venuþrýstingi um 10 mmHg í rákóttum vöðva í heilbrigðum einstaklingi?
A) Minnkun í þrýstingi millifrumuvökva (interstitial pressure)
B) Minnkun í rúmmáli millifrumuvökva (interstitial volume)
C) Minnkun í styrk próteina í millifrumuvökva
D) Minnkun í flutningi vökva inn í millifrumuvökva (filtration)
E) Minnkun í flæði sogæðavökva
C) Minnkun í styrk próteina í millifrumuvökva
Hver eftirtalinna þátta mundi EKKI leiða beint til hækkunar í blóðþrýstingi?
A) Aukin sympatísk virkni á æðar
B) Aukið blóðrúmmál
C) Aukið aðfall til hjarta (venous return)
D) Aukin parasympatísk virkni á hjartað
E) Aukin virkni vöðvapumpunnar
D) Aukin parasympatísk virkni á hjartað (hægir á hjarta og lækkar þar með blóðþrýsting)
Sá þáttur sem er mikilvægastur við að minnka heildarviðnám blóðrásarinnar við áreynslu er….
A) Minnkuð sympatísk taugavirkni
B) Minnkuð parasympatísk taugavirkni
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindarvöðvum
D) Aukinn slagæðaþrýstingur
E) Aukinn háræðaþrýstingur
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindarvöðvum
Ástandið “hypertension”…..
A) Merkir blóðmissir
B) Getur orsakast af svitnun, uppköstum eða tilfinningaviðbrögðum
C) Veldur aukinni boðvirkni frá háþrýstinemum
D) Bæði 1 og 3 er rétt
E) Bæði 2 og 3 er rétt
C) Veldur aukinni boðvirkni frá háþrýstinemum
Hypertension er of hár blóðþrýstingur
Ekki B vegna þess að það myndi lækka blóðþrýsting
Hjúkrunarfræðinemi gefur hálfan líter af blóði í blóðbankanum. Hvað af eftirtöldu EYKST miðað við ástandið í blóðgjöfinni?
A) Slagmagn hjartans og heildarviðnám æðakerfisins
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins
C) Hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingur
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna
E) Blóðflæði til heilans
Verkfræðinemi gefur hálfan líter af blóði í blóðbankanum. Hvað af eftirtöldu MINNKAR miðað við ástandið fyrir blóðgjöfina?
A) Slagmagn hjartans og heildarviðnám æðakerfisins.
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins.
C) Hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingur.
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna.
E) Blóðflæði til heilans.
B) Hjartsláttartíðni og heildarviðnám æðakerfisins
D) Það hlutfall hjartans (cardiac output) sem flæðir til nýrna.
Hvað af eftirtöldu er eðlilegt að gefa til að draga úr háþrýstingi? A) Agónista á alfa-viðtaka B) Antagónista á beta-viðtaka C) Antagónista á kólínerga viðtaka D) Bæði 1 og 3 E) Bæði 2 og 3
B) Antagónista á beta-viðtaka (Beta blokker)
Hvað af eftirtöldu er rétt?
A) Heildarviðnám æðakerfisins ákvarðast einkum af samdráttarástandi bláæða
B) Aukinn meðalslagæðaþrýstingur, eða púlþrýstingur, leiðir til minni tíðni boða í aðlægum taugabrautum frá háþrýstinemum
C) Bilun í vinstri slegli leiðir oft til aukinnar síunar í háræðum lungna og því minni loftskiptum O2 og Co2 milli blóðs og lungnablaðra
D) Stjórnstöð hjarta og æðakerfis í mænukylfu (medulla oblongata) er eini staðurinn í heila sem kemur að stjórnun blóðþrýstings.
E) Í velþjálfuðum íþróttamanni, sem hefur nýlokið við að hlaupa 2 km., má búast við bæði hækkuðum meðalslagæðaþrýstingi og auknu heildarviðnámi æðakerfis
C) Bilun í vinstri slegli leiðir oft til aukinnar síunar í háræðum lungna og því minni loftskiptum O2 og Co2 milli blóðs og lungnablaðra
Ekki A vegna þess að Hheildarviðnám æðakerfisins ákvarðast einkum af samdráttarástandi slagæða ekki bláæða
Ekki B vegna þess að Aukinn meðalslagæðaþrýstingur, eða púlþrýstingur, leiðir til aukinnar tíðni boða í aðlægum taugabrautum frá háþrýstinemum
Ekki D vegna þess að stjórnstöð hjarta og æðakerfis í mænukylfu (medulla oblongata) er ekki eini staðurinn í heila sem kemur að stjórnun blóðþrýstings, það eru líka æðar og svo margt annað
Ekki E vegna þess að í velþjálfuðum íþróttamanni, sem hefur nýlokið við að hlaupa 2 km., má búast við bæði lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi og auknu heildarviðnámi æðakerfis
Hvert af eftirtöldu getur EKKI verið einkenni blóðsykursfalls (hypoglycemiu)? A) Hraður hjartsláttur (tachycardia) B) Sviti C) Krampi D) 1 og 2 eru rétt E) allt ofangreint er rétt
E) allt ofangreint er rétt
Hjá einstaklingi er hálfnaður með maraþonhlaup megum við búast við að sjá….. A) Aukinn styrk glúkósa í blóði B) Aukinn styrk glúkagon í blóði C) Aukinn styrk insúlíns í blóði D) Minni losun á kortisóli E) 1 og 3 eru rétt
B) Aukinn styrk glúkagon í blóði (okkur vantar sykur)
Hvert eftirtalinna atriða er EKKI einkennandi fyrir díabetískrar ketóacidósu?
A) Lækkaður styrkur ketóna í blóði
B) Auðkið niðurbrot fitu (lipolysis)
C) Aukinn styrkur vetnisjóna (H+) í blóði
D) Lægra sýrustig í blóði (pH)
E) Hærri styrkur glúkósa í blóði
A) Lækkaður styrkur ketóna í blóði (það er hækkaður styrkur ketóna)
Sjúklingi er óvart gefnir 1000 ml. af 0,9% salt lausn. Eftirfarandi þættir stuðla að leiðréttingu þrýstings í hægri gátt NEMA einn. Hver?
A) Minnkuð losun á ADH
B) Aukinn þrýstingur í háræðum
C) Aukið í flæði í sogæðum
D) Aukning í þvagflæði
E) Minnkun í sympatískri virkni til bláæða
C) Aukið í flæði í sogæðum
Sá þáttur sem er mikilvægastur við að minnka heildarviðnám blórásarinnar við áreynslu er…..
A) Minnkuð sympatísk taugavirkni
B) Minnkuð parasympatísk taugavirkni
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindavöðvum
D) Aukinn slagæðaþrýstingur
E) Aukinn háræðaþrýstingur
C) Staðbundin stjórnun æða í beinagrindavöðvum
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt að sjá í manni sem hefur misst mikið blóð?
A) Aukið heildarviðnám æðakerfis
B) Lágur blóðþrýstingur og aukin hjartsláttartíðni
C) Aukið magn angiotensin II í plasma
D) Minnkað hematocrit
E) Minnkað magn vasopressins í plasma
E) Minnkað magn vasopressins í plasma (það er aukið magn)
Hár styrkur kortisóls í blóði A) Eykur vöxt B) Hefur engin áhrif á vöxt C) Hemur vöxt D) Er anabólskur steri E) Bæði 1 og 4 er rétt
C) Hemur vöxt
Að öðru óbreyttu, á lækkar meðalslagæðaþrýstingur ef….
A) Samdráttarkraftur hjartans minnkar
B) Rúmmál vinstra slegils í enda díastólu eykst
C) Heildarviðnám æðakerfis eykst
D) Afferent taugar frá þrýstinemum eru ertar
E) 1 og 4 er rétt
E) 1 og 4 er rétt
Í og við háræð rýkja eftirfarandi aðstæður:
“Colloid” osmótískur þrýstingur plasma er 26 mmHg;
vökvaþrýstingur í háræðinni er 30 mmHg;
vökvaþrýstingur millifrumuvökvans utan háræðarinnar er 1mmHg;
“colloid” osmotískur þrýstingur millifrumuvökvans er 5 mmHg.
Hve mikill er sá nettóþrýstingur sem leitast við að færa vökva út úr háræðinni (síun)?
A) 8 mmHg í stefnu síunar (favoring filtration)
B) 8 mmHg í stefnu endurupptöku (favoring reabsorbtion)
C) 10 mmHg í stefnu síunar (favoring filtration)
D) 2 mmHg í stefnu síunar (favoring filtration)
E) 2 mmHg í stefnu endurupptöku (favoring reabsorbitarion)
F) 0 mmHg
30+5-26-1=8
JAFNAN: Vökvaþrýstingur í háræð + colloid osmotískur þrýstingumillifrumuvökva - colloid osmotiskur þrystingur plasma-vökvaþrýstingur millifrumuvökva utan háræðarinnar.
A) 8 mmHg í stefnu síunar (favoring filtration)
Ef viðnám í aðlægum (afferent) slagæðum til nýrna er óeðlilega hátt, þá..
A) eykst magn renins í serum
B) lækkar meðalslagæðaþrýstingur
C) eykst “glomerular filtration rate” mikið
D) eykst magn Na+ í líkamanum
E) bæði 1 og 4 er rétt
A) eykst magn renins í serum
Langvarandi upprétt kyrrstaða getur minnkað útfall hjartans (cardiac output) vegna….
A) Mikillar upptökusöfnunar mjólkursýru sem veldur slökun í viðnámsæðum og lækkun í blóðþrýstingi
B) Minnkunar í hjartsláttartíðni af völdum fárra boða frá hreyfiskynnemum (s.s. vöðvaspólum, nemum í liðamótum, sinaspólum o.fl)
C) Aðfall til hjarta minnkar vegna lítillar virkni s.k. vöðvapumpu
D) Aukinn osmótískur þrýstingur blóðs veldur síun á plasma út í millifrumuvökvann
E) Parasympatísk virkni veldur víkkun slagæðlinga
C) Aðfall til hjarta minnkar vegna lítillar virkni s.k. vöðvapumpu
Aukið magn aldosteróns veldur……
A) Auknu aðfalli til hjartans því meira vatn er endurupptekið í nýrum sem leiðir til aukins heildarblóðrúmmáls
B) Æðaslökun af völdum beinna áhrifa á slétta vöðva í veggjum slagæðlinga
C) Minnkaðri hjartsláttartíðni vegna minni remmuhalla fyrir Na+ í frumum SA-node
D) Lækkun í blóðþrýstingi vegna aukins útskilnaðar á vatni í nýrum
E) Aukinni seigju blóðs vegna aukins vatns og Na+ í plasma
A) Auknu aðfalli til hjartans því meira vatn er endurupptekið í nýrum sem leiðir til aukins heildarblóðrúmmáls
Við hækkun á pH slagæðablóðs úr 7,4 í 7,6 má eftir fáeinar mínútur búast við….
A) Aukinni loftun (ventilation)
B) Lækkun á PCO2 í heilavökva (cerebrospinal fluid)
C) Hækkuðu pH plasma
D) Bæði 1 og 2
E) Ekkert af eftirtöldu
D) Bæði 1 og 2
Eitt af eftirtöldu er RANGT. Hvað?
A) Nervus phrenicus örvar samdrátt þindarinnar
B) Innanfleiðrurþrýstingurinn (intrapleural pressure) hækkar upp fyrir andrúmsloftsþrýstnginn í útöndun.
C) Í innöndun streymir loft niður í lungun þar sem lungnablöðruþrýstingurinn (alveolar pressure) er lægri en andrúmsloftsþrýstingurinn
D) Rúmmál brjósthols eykst við innöndun vegna samdráttar þindarinnar
E) Í enda innöndunar er innanfleiðruþrýstingurinn lægri en þrýstingurinn í lungnablöðrunum.
B) Innanfleiðrurþrýstingurinn (intrapleural pressure) hækkar upp fyrir andrúmsloftsþrýstnginn í útöndun.
Ef PCO2 hækkar innan eðlilegra marka….
A) Þá getur meira súrefni tengst hemoglobini
B) Þá hækkar pH blóðs
C) Þá myndast fleiri bicarbonat jónir (HCO3-) úr kolsýru
D) Þá minnkar öndunartíðnin
E) Þá fækkar boðum frá efnanemum í carotid bodies og aortuboga
C) Þá myndast fleiri bicarbonat jónir (HCO3-) úr kolsýru
Öndunarstuðull (respiratory quotient, RQ) er……
A) Það magn súrefnis sem einstaklingur notar
B) Það magn koldíosíðs sem einstaklingur andar frá sér
C) Hlufallið O2 notað/CO2 losað
D) Hlutfallið CO2 losað/O2 notað
E) Ekkert af ofantöldu
D) Hlutfallið CO2 losað/O2 notað
Lægsti efnaskiptahraði einstaklings… A) Fæst meðan hann sefur Já B) Kallast grunnefnaskiptahraði C) F´st skömmu eftir máltíð D) Bæði 1 og 2 E) Bæði 2 og 3
D) Bæði 1 og 2
Hvaða áreiti veldur því að frumur í gáttum hjartans (atrium) fara að losa hormónið Atrial Natriuretic Factor?
A) Aukið Na+ í blóðvökva
B) Aukið þvagmagn
C) Minna Na+ í blóðvökva
D) Aukin síunarhraði í nýrnahnoðra (glomerular filtration rate)
E) Aukið tog á veggi gáttanna
E) Aukið tog á veggi gáttanna
Einstaklingur með hjartabilun (congestive heart failure) getur haft eftirfarandi einkenni:
A) Minnkaðan síunarhraða í nýrnahnoðra (glomerular filtration rate)
B) Aukna seytun (secretion) aldósteróns
C) Nánast ekkert Na+ í þvagi
D) Minnkað útfall hjarta (cardiac output)
E) Öll ofangreind einkenni geta ekki verið til staðar
E) Öll ofangreind einkenni geta ekki verið til staðar
Hvað af eftirtöldu einkennist af minnkun í hlutþrýstingi súrefnis í slagæðablóði? A) Blóðleysi B) Kolmónoxíðeitrun C) Miðlungsáreynska D) Blásýrueitrun E) Undirloftun lungna (hypoventilation)
E) Undirloftun lungna (hypoventilation)
Súrefnismettun hemóglóbíns eykst ef….? A) Hlutþrýstingur CO2 í slagæðum eykst B) Styrkur hemóglóbíns eykst C) Hitastig eykst D) Hlutþrýstingur O2 í slagæðum eykst E) Ekkert af ofantöldu passar
D) Hlutþrýstingur O2 í slagæðum eykst
Síun blóðvökvans úr nýrnahnoðraháræðum yfir í Bowman´s hylkið er háð andverkandi kröftum. Hver af eftirfarandi kröftum hefur jákvæð áhrif á síun (þ.e. er hliðhollur síun)?
A) Vökvaþrýstingur í nýrnahnoðraháræðunum
B) Osmótískur þrýstingur
C) Vökvaþrýstingur í Bowmanns hylkinu
D) Vöðvakraftur þvagblöðrunnar
E) Bæði 3 og 4
A) Vökvaþrýstingur í nýrnahnoðraháræðunum
Hvað af eftirfarandi stuðlar að lækkun á Ca styrk blóðs?
A) Aukin endurupptaka Ca+2 í nýrum
B) Aukinn styrkur kalkkirtlahormóns (parathyroid hormone, PTH)
C) Aukin virkni beinátfruma (osteoclast)
D) Aukin upptaka á Ca+2 í þörmum
E) Aukin síun í nýrnahnoðrum (glomerular filtration)
E) Aukin síun í nýrnahnoðrum (glomerular filtration)
Ástandið „hypotension“…:
A) Merkir blóðmissir.
B) Getur orsakast af svitnun, uppköstum eða tilfinningaviðbrögðum.
C) Veldur aukinni boðvirkni frá háþrýstinemum. Minnkuð boð
D) Bæði 1 og 3 er rétt.
E) Bæði 2 og 3 er rétt.
B) Getur orsakast af svitnun, uppköstum eða tilfinningaviðbrögðum.
HYPOtension er of lágur blóðþrýstingur
Ekki C vegna þess að það yrðir minnkuð boðvirkni frá háþrýstinemum
Hvað af eftirtöldu er rétt?
A) Heildarviðnám æðakerfisins ákvarðast einkum af samdráttarástandi bláæða.
B) Aukinn meðalslagæðaþrýstingur, eða púlsþrýstingur, leiðir til minni tíðni boða í aðlægum taugabrautum frá háþrýstinemum.
C) Bilun í vinstra slegli leiðir oft til aukinnar síunar í háræðum lungna og því minni loftskiptum O2 og CO2 milli blóðs og lungnablaðra.
D) Stjórnstöð hjarta og æðakerfis í mænukylfu (medulla oblongata) er eini staðurinn í heila sem kemur að stjórnun blóðþrýstings.
E) Í vel þjálfuðum íþróttamanni sem hefur nýlokið við að hlaupa 2 km, má búast við bæði hækkuðum meðalslagæðaþrýstingi og auknu heildarviðnámi æðakerfis.
C) Bilun í vinstra slegli leiðir oft til aukinnar síunar í háræðum lungna og því minni loftskiptum O2 og CO2 milli blóðs og lungnablaðra.
Hvað af eftirtöldu er nauðsynlegt til að hjartað starfi eðlilega?
A) Samhæfing afskautunar og samdráttar vöðvaþráða hjartahólfanna er nauðsynleg til að tryggja góða dæluvirkni
B) Gáttirnir skulu afskautast og dragast saman á undan sleglum til að tryggja góða fyllingu slegla
C) Hægri hluti hjartans á að dragast saman fyrst til að tryggja að súrefnisríkt blóð berist vinstra hlutanum áður en hann dregast saman
D) Bæði a og b er rétt
E) Bæði a, b og c er rétt
D) Bæði a og b er rétt
Hafa má áhrif á slagmagn (stroke volume) hjartans með….
A) Virkjun mismunandi fjölda hreyfieininga hjartans
B) Því að auka næmni (facilitation) hreyfieininga hjartans
C) Breytingum á upphafslengd vöðvaþráða hjartans
D) Breytingum í samdráttarkrafti (inotropic state) hjartavöðvafrumanna
E) Bæði 3 og 4
D) Breytingum í samdráttarkrafti (inotropic state) hjartavöðvafrumanna
Í þeim fasa hjartahrings sem kallast “isovolumetic (jafnrýmis) samdráttur…
A) Kemur fram P-takki á hjartaafriti
B) Hækkar þrýstingur í slagæðum hægt
C) Lækkar þrýstingur í slagæðum hægt
D) Lækkar þrýstingur í vinstri slegli hratt
E) Eru AV-lokurnar opnar
C) Lækkar þrýstingur í slagæðum hægt
Útfall hjarta deilt með hjartsláttartíðni gefur…
A) Meðalslagæðaþrýsting
B) Rúmmál vinstra slegils í enda díastólu
C) Slagmagn
D) Heildarviðnám æðakerfis
E) Aðfall til hjartans
C) Slagmagn
Slagæðlingar (arterioles)... A) Eru rýmdaræðar (capacitance vessels) B) Eru viðnámsæðar (ressistance vessels) C) Eru sérstök gerð háræða D) Hafa lokur E) 2 og 4 er rétt
B) Eru viðnámsæðar (ressistance vessels)
hafa ekki lokur (bláæðar hafa lokur)
Í hvaða lið er æðagerðum raðað upp frá mesta til minnsta heildarþverskurðarflatarmáls
A) Háræðar, bláæðar, slagæðlingar, slagæðar
B) Bláæðar, slagæðingar, slagæðar, háræðar
C) Háræðar, slagæðlingar, bláæðar, slagæðar
D) Bláæðar, háræðar, slagæðlingar, slagæðar
E) Háræðar, slagæðar, slagæðlingarm bláæðar
C) Háræðar, slagæðlingar, bláæðar, slagæðar
Hvar er stærsta heildarþverskurðarflatarmál blóðrásarinnar? A) Slagæðum B) Slagæðlingum C) Háræðum D) Bláæðlingum E) Bláæðum
C) Háræðum
Hvað hefur mest að segja varðandi flutningsgetu blóðs í súrefni?
magn hemoglobins í blóði
þrýstingur er mældur í?
mmHg
Aukinn súrleiki blóðs hefur þau áhrif á bindigetu súrefnis við hemóglóbín..
1) að við lækkandi pH minnkar bindigetan.
2) að þau líkjast mjög áhrifum lækkandi hlutþrýstings CO2
3) líkjast mjög áhrifum lækkandi hitastigs.
1) að við lækkandi pH minnkar bindigetan.
Efnaskynnemar í ósæðahnökra og hálsæðahnökrum skynja eftir farandi þætti í blóðinu…
1) Aukinn hlutþrýsing súrefnis, sem veldur örvun á öndun.
2) minnkaðan hlutþrýsing súrefnis, sem veldur temprun á öndun
3) minnkaðan hlutþrýsting kotvísýrings, sem veldur örvun á öndun
4) minnkaðan (H+), sem veldur temprun á öndun
5) Aukinn (H+), sem veldur temprun á öndun
4) minnkaðan (H+), sem veldur temprun á öndun
Koltvísýrlingur (CO2) er að meiginhluta til fluttur með blóði frá vefjum til lungna..
1) uppleystur í blóðvökvanum
2) sem karboník sýra
3) sem bíkarbónat-jón
4) með því að bindast sem CO2 við hemóglóbín
5) sem karbóník-anhydrasi.
3) sem bíkarbónat-jón
um það bil 70% af koltvísýrungi er flutt í blóði
sem bíkarbónat-jón (HCO3-)
hvað örvar seytun insúlíns
hækkandi sykurstyrkur í blóðvökva
Í lífeðlisfræðitilraun var klippt á vagus taugina til hjartans í tilraunadýri
með þeim afleiðingum að hjartslátturinn hækkaði hjá dýrinu. Hvaða
ályktun má draga af því?
a) Að í vagus tauginni séu parasympatískir taugaþræðir
b) Að í vagus tauginni séu sympatískir taugaþræðir
c) Að vagus taugin örvi losun adrenalíns
d) Að vagus taugin auki samdráttarkraft hjartavöðvafruma
e) Ekkert ofangreint er rétt
a) Að í vagus tauginni séu parasympatískir taugaþræðir
Frank-Starling lögmálið um hjartað felur í sér að útfall hjarta er í réttu
hlutfalli við
a) aðfall hjarta (venous return)
b) sleglastærð
c) hjartsláttartíðni
d) þykkt hjartaveggjarins
e) blóðrúmmál í lok systólu (end-systolic volume)
a) aðfall hjarta (venous return)
Í fullorðnu fólki myndast rauð blóðkorn í…
a) lifur
b) milta
c) rauðum beinmerg
d) gulum beinmerg
e) eitlum
c) rauðum beinmerg
Ef viðnámið í aðlægum slagæðlingi æðahnoðrans (glomerulus) í nýrum
eykst, þá gerist tvennt (að öllu öðru óbreyttu):
a) Blóðflæðið minnkar en síunarhraðinn eykst
b) Blóðflæðið eykst en síunarhraðinn minnkar
c) Bæði blóðflæði og síunarhraði aukast
d) Bæði blóðflæði og síunarhraði minnka
e) Engar breytingar verða í blóðflæði og síunarhraða.
d) Bæði blóðflæði og síunarhraði minnka
Hvað kallast kerfið sem sér um þetta:
Kemur vökva og próteinum til baka í blóðrásina
Tekur upp fitupakka sem frásogast í þörmum og kemur þeim inn í blóðrásarkerfið
Síar sýkla, í eitilum, frá utanfrumuvökvanum
Vessæðakerfið (the lymphatic system)
Leukopoiesis
myndun hvítra blóðkorna
Hver er líftími rauðra blóðkorna?
um 120 dagar
Erythropoiesis:
myndun rauðra blóðkorna
Úr vinstri slegi(ventricle) hjartans dælist blóðið í..
a) lungnaslagæðina
b) lungnabláæðina
c) holæðina(vena cava)
d) vinstri gáttina
e) ósæðina(aorta)
e) ósæðina(aorta)
Sléttir vöðvar eru í veggjum…
a) bláæða eingöngu
b) slagæða eingöngu
c) slagæða sem liggja til beinagrindarvöðva eingöngu
d) allra blóðæða nema háræða
e) allra blóðæða
d) allra blóðæða nema háræða
Meðalslagæðaþrýstingur hjá heilbrigðum tvítugum manni í hvíld er u.þ.b.
a) 150 mmHg
b) 200 mmHg
c) 20 mmHg
d) 40 mmHg
e) 95 mmHg
e) 95 mmHg
Ústreymisbrot(ejection fraction) er mælikvarði á starfsemi slegla(ventricle) hjartans. Hvert er útstreymisbrotið hjá manni sem mælist með slagmagn hjartans= 70 mL, púls 80 slög/mín, systólískanblóðþrýsting 120 mmHg, díastólískan blóðþrýsting= 80 mmHg og end- diastolic-volume= 135 mL?
a) 85%
b) 67%
c) 59%
d) 52%
e) 10%
d) 52%
Úr hægri slegli(ventricle) hjartans dælist blóðið í
a) lungnaslagæðina
b) lungnabláæðina
c) holæðin(vena cava)
d) vinstri gáttina
e) ósæðina(aorta)
a) lungnaslagæðina
Hvað af eftirtöldu hefði mest áhrif á heildarviðnám æðakerfisins(total peripheral resistance)?
a) tvöföldun á lengd æða
b) tvöföldun á þvermáli æða
c) tvöföldun á seigju blóðsins
d) tvöföldun á ókyrrð(turbulence) blóðflæðis
e) tvöföldun á fjölda hvítra blóðkorna.
b) tvöföldun á þvermáli æða
Styrkur cortisóls í blóði heilbrigðs einstaklings er
a) hár fyrrihluta nætur
b) lágur að morgni
c) hár að morgni
d) jafn hár allan daginn
e) jafn hár allan sólarhringinn
c) hár að morgni
Hvað af eftirtöldu myndi minnka viðnám æðakerfisins (peripheral restistance)?
a) Aukin sympatísk virkni
b) Aukinn adrenalín styrkur í blóði
c) Æðavíkkun
d) Þættir sem auka hematocrite í blóði
e) Allt ofangreint er rétt
c) Æðavíkkun
Hvaða líffæri er ekki hluti af hjarta- og æðakerfinu en leikur samt stórt hlutverk í stjórn blóðþrýstings?
a) Lifrin
b) Miltað
c) Lungun
d) Nýrun
e) Húðin
d) Nýrun
Jón bóndi þjáist af hjartabilun, sem veldur því að hann hefur lágt útstreymisbrot hjartans (ejection fraction). Rannsóknir sýna að útfall hjartans (cardiac output) er 4L/mín, púlsinn er 100 slög/mín, rúmmál blóðs í hjarta við lok díastólu (end-diastolic volume) er 160 ml. Hvert er hið lága útstremisbrog hjartans?
a) 100%
b) 4%
c) 75%
d) 40%
e) 25%
e) 25%
Viðnám (reistance) í æðakerfinu ræðst fyrst og fremst af
a) Seigju (viscosity) blóðs
b) Rúmmáli blóðs
c) Útfalli hjarta (cardiac output)
d) Vídd blóðæða
e) Þrýstingsfalli (pressure gradient) í æðakerfinu
d) Vídd blóðæða
í heilbrigðum manni í hvíld er þrýstingurinn í millifleiðruvökva(intrapleural pressure) við lok útöndunar
a) yfirþrýstingur, þ.e. hærri en í andrúmsloftinu
b) undirþrýstingur, þ.e. lægri en í andrúmsloftinu
c) jafnþrýstingur, þ.e. jafn og í andrúmsloftinu
d) getur verið a, b eða c, allt eftir því hver þrýstingurinn í andrúmsloftinu er
e) ekkert ofangreint er rétt
b) undirþrýstingur, þ.e. lægri en í andrúmsloftinu
Hver af eftirfarandi hlutum hjartans afskautast hraðast milli boðspenna (bröttust forspenna) við eðlilegar aðstæður?
a) SA hnúturinn
b) AV hnúturinn
c) His- knippin
d) Endar Purkinje þráðanna
e) Vöðvafrumur vinstri slegils
a) SA hnúturinn
Útfall hjartans deilt með hjartsláttartíðni gefur..
a) meðalslagæðaþrýsting
b) rúmmál vinstri slegils í enda díastólu
c) slagmagn
d) heildarviðnám æðakerfis
e) aðfall til hjartans
c) slagmagn
HR: Heart Rate: Hjartsláttartíðnin segjum t.d. 60 slög á mín. SV: Stroke volume; hversu mikið magn af blóði er dælt í hverju slagi. Segjum t.d. 70 ml í hverju slagi. CO: Cardiac Output þýðir útfall hjartans þ.e.a.s það blóðmagn sem hjartað dælir á mínútu. Við reiknum CO með því margfalda HR við SV semsagt HRSV=CO. Í þessu tilfelli yrði það 6070=4200 ml/min eða 4,2 L/mín.
MAP (meðal-slagæðaþrýstingur). Þetta er í raun og veru blóðþrýstingur, við reiknum þessa tölu út með því að margfalda CO við TPR (total peripheral resistans eða heildarviðnám æðakerfisins. Þetta er semsagt meðaltalið af blóðþrýstingnum í líkamanum.
Blóðþrýstingurinn er gefinn upp, þið eigið að reikna MAP. Formúlan fyrir þetta er einföld: 2Díastóla+sýstóla/3. (Blóðið er tvisvar sinnum lengur í díastólu og þess vegna er þetta 2díastóla)
Hjartarafrit ECG kemur að gagni til að ákvörðunar á..
a) hjartaniði (murmur)
b) slagmagn hjartans
c) útfalli hjartans
d) leiðnihindrun milli gátta og slegla
e) ekkert af ofantöldu
d) leiðnihindrun milli gátta og slegla
P-R bil hjartaafrits ECG samsvarar….
a) endurskautun slegla
b) afskautun slegla
c) endurskautun AV hnúts og His knippis
d) afturskautun gátta og leiðni um AV hnút
e) endurskautun gátta og töf í SA hnút
d) afturskautun gátta og leiðni um AV hnút
T - endurskautun slegla
QRS - afskautun slegla
P - afskautun gátta
Í hverjum eftirtalinna hluta hjartans er leiðsluhraði boðspennu minnstur?
a) hægri gátt
b) His knippi
c) purkinje þráðum
d) AV node
e) Vinstri knippisgrein
d) AV node
Útfall hjartans er..
a) það magn blóðs sem hægri og vinstri slegill dæla til samans á einni mínútu
b) það magn blóðs sem streymir um stóru blóðrásina á einni mínútu
c) slagmagn margfaldað með hjartsláttatíðni
d) bæði 1 og 2
e) bæðir 2 og 3
e) bæði 2 og 3
Sjúklingur með háan styrk Na+ í blóði, á lágt K+. Undirliggjandi orsök gæti verið..
a) minnkaður styrkur aldósteróns
b) minnkaður styrkur parathyroid hormóns
c) aukinn styrkur aldósteróns
d) aukinn styrkur parathyroid hormóns
e) minnkaður styrkur insúlíns
c) aukinn styrkur aldósteróns
Hvað endurspeglar dreifingu afskautunar um slegla?
a) P-R bilið
b) P takkinn
c) QRS takkarnir
d) T takkinn
e) S-T hlutinn
Hvað af eftirfarandi í hjartaafriti endurspeglar dreifingu afskautunar um slegla?
a. P-R bilið (P-R interval).
b. P-takkinn.
c. QRS takkarnir.
d. T-takkinn.
e. S-T hlutinn (S-T segment).
c) QRS takkarnir - afskautun slegla
c. QRS takkarnir
Í hjartarafriti svarar T takkinn til..
a) endurskautun gátta
b) afskautun gátta
c) leiðni afskautunar eftir His knippum
d) afskautun slegla
e) endurskautun slegla
e) endurskautun slegla
Hvað af eftirtöldu telst til eðlilegra eiginleika fruma í SA node hjartans, en ekki vöðvafruma slegla?
a) bein ragtengsl milli fruma (rafsynapsar, gap junctions)
b) sympatísk ítaugun (innervation)
c) óstöðug himnuspenna milli boðspenna
d) aukin leiðni vyrir Ca++í boðspennu
e) 2 og 3 er rétt
e) 2 og 3 er rétt
95% viss
Hver eftirtalinna fullyrðinga er í anda vélhyggjunnar (mechanist view)?
a) Hjartað dælir blóði til þess að koma súrefni til vefja líkamans
b) Ekki er hægt að útskýra starfsemi hjartans án þess að gera ráð fyrir yfirnáttúrulegri orku sem knýr það áfram.
c) Vegna samdrátts í ventrikúlu (slegli) og staðsetningu lokanna í hjartanu þá þrýstist blóðið út í ósæðina en kenst ekki aftur til baka
d) Til þess að halda blóðinu á hreyfingu þá slær hjartað
e) Sviti er til þess að losa líkamann við hita
e) Sviti er til þess að losa líkamann við hita
Ef rúmmál vintra slegils í enda díastólu eykst þá…
a) eykst slagmagn slegilsins
b) eykst tæmingarhraði slegilsins gegn óbreyttu bakþani
c) eykst passíf togspenna vöðvaþráða slegilsins
d) bæði 1 og 2 er rétt
e) 1, 2 og 3 er rétt
d) bæði 1 og 2 er rétt
Ef gegndræpi (permability) frumuhimnunnar fyrir K+-jónina eykst í gangráðsfrumum hjarta, þá:
a. Afskautast frumuhimnan.
b. Eykst hjartsláttartíðni.
c. Minnkar hjartsláttartíðni.
d. Eykst slagmagn hjarta.
e. Eykst styrkur Ca2+-jónar í umfrymi.
c. Minnkar hjartsláttartíðni.
Parasympatíska taugaboðefnið acetylcholine (Ach) hægir á hjartslætti. Áhrifin felast í breytingu á gegndræpi (permability) himna gangráðsfruma (autorythmic cells) hjartans þannig að gegndræpi:
a. Eykst fyrir Na+ og K+.
b. Minnkar fyrir Na+ og K+.
c. Minnkar fyrir Ca2+ en eykst fyrir K+.
d. Eykst fyrir Ca2+ og K+.
e. Minnkar fyrir Na+ en eykst fyrir Ca2+.
c. Minnkar fyrir Ca2+ en eykst fyrir K+.
Hver af eftirfarandi hlutum hjartans afskautast hraðast milli boðspenna (bröttust forspenna) við eðlilegar aðstæður?
a. SA-hnúturinn.
b. AV-hnúturinn.
c. His-knippin.
d. Endar Purkinje þráðanna.
e. Vöðvafrumur vinstri slegils.
d. Endar Purkinje þráðanna.
Hjartaafrit (EKG) kemur að gagni til ákvörðunar á:
a. Hjartanið (heart murmur).
b. Slagmagni hjartans.
c. Útfalli hjartans.
d. Leiðnihindrun milli gátta og slegla.
e. Ekkert að ofantöldu.
d. Leiðnihindrun milli gátta og slegla.
Hver eftirtalinna fullyrðinga á við um hjartavöðvafrumur?
a. Ekkert actin er í hjartavöðvafrumum.
b. Boðspennur geta varað í nokkur hundruð millisekúndur.
c. Virkni tauga hefur engin áhrif á samdráttarkraft.
d. Engar þverpíplur (þvergöng, T-tubules) eru til staðar.
e. Ca2+ í utanfrumuvökva er ekki nauðsynlegt til að hefja samdrátt.
b. Boðspennur geta varað í nokkur hundruð millisekúndur.
Plateau-fasinn í boðspennu hjartavöðvafruma orsakast aðallega af:
a. Innflæði Ca2+.
b. Innflæði K+.
c. Innflæði Cl-.
d. Útflæði K+.
e. Bæði 1 og 2.
a. Innflæði Ca2+.
Hver af eftirfarandi hlutum hjartans örvast venjulega fyrst?
a. Apex.
b. AV-hnúturinn.
c. His knippið.
d. Purkinje þræðir.
e. Vöðvafrumur slegla.
b. AV-hnúturinn.
QRS-takki (QRS complex) á hjartalínuriti endurspeglar aðallega:
a. Endurskautun slegla (ventricular repolarization).
b. Afskautun slegla (ventricular depolarization).
c. Endurskautun gátta (atrial repolarization).
d. Afskautun gátta (atrial depolarization).
e. Liðir c) og d) eru báðir réttir.
b. Afskautun slegla (ventricular depolarization).
Ef QRS komplexinn er samhliða leiðslu II hvaða gráðu er hjarta öxullinn í? A) 45 B) 75 C) 90 D 30 E) 60
E) 60
Hverjum af eftirfarandi hlutum hjartans er himnuspenna stöug á milli boðsepnna (engin forspenna) við eðlilegar aðstæður? A) SA hnúturinn B) AV hnúturinn C) His knippin D) endar purkinje þráðanna E) vöðvafrumur vinstri slegils
E) vöðvafrumur vinstri slegils
allt hitt er óstöðugt
Í þeim fasa sem kallast “isovolumetric” (jafnrýmis) samdráttur?
A) kemur fram P takinn á hjartalínuriti
B) Hækkar þrýstingur í salgæðum hægt
C) Lækkar þrýstingur í salgæðum hægt
D) lækkar þrýstingur í vinstri slegli hratt
E) Eru AV lokurnar opnar
C) Lækkar þrýstingur í salgæðum hægt