Vika 7. Git Flashcards
Hvað er git og hvað gerir það?
Útgáfustýringarkerfi (e. version control systems (VCSs)) eru notuð til að fylgjast með breytingum sem gerðar eru á kóða, skrám og möppum.
Hvað geymir git ?
Git geymir sögu verkefnis (þ.e. breytingar á skrám og möppum) sem röð af ástandsmyndum innan þeirrar möppu sem verkefnið lifir í.
Git hefur sín eigin hugtök yfir ákveðna hluti, hvað eru skrár og möppur kallaðar ?
Skrá er kölluð „blob“ og mappa er kölluð „tré“.
Tiltekið tré getur vísað á bæði önnur tré og blob, þ.e. þá hluti sem eru í möppunni.
Hvað er ástandsmynd?
Ástandsmynd má lýsa sem tré þeirrar möppu sem inniheldur verkefnið og verið er að rekja.
Hvernig er haldið utan um söguna?
Hver ástandsmynd vísar á mengi foreldra, sem eru ástandsmyndir sem vistaðar voru á undan. Í línulegu ferli hefur hver ástandsmynd eitt foreldri en í líkaninu sem Git notar getur hver ástandsmynd haft fleiri en eitt foreldri, til dæmis þegar tvær samsíða greinar (e. branch) eru sameinaðar þá vísar nýja ástandsmyndin á báðar ástandsmyndirnar sem það er myndað úr.
Í Git eru ástandsmyndir kallaðar ?
stöðupunktar (e . commits).
Ekki er hægt að eyða eða breyta stöðupunktum í Git. Þannig ef mistök hafa verið gerð ?
Er einfaldlega hægt að vinna áfram út frá nýjasta stöðupunktinum áður en mistökin voru gerð, eða búa til nýjan stöðupunkt sem leiðréttir mistökin.
Hvað er hlutur?
Hlutur er blob, tré eða commit
Hvað er SHA-1 hash ?
Auðkenni ástandsmyndanna, það er nánast ómöglegt fyrir manneskjur að muna þennan kóða en stundum viljum við samt sem áður geta vitnað í ákveðna ástandsmynd. En Git hefur lausn á þessu, það gefur SHA-1 tætifallsgildum skiljanleg nöfn sem kallast tilvísanir (e. references).
Hvað gera tilvísanir?
Tilvísanir vísa á stöðupunkta, það er hægt að breyta tilvísunum ólíkt hlutum, þ.e uppfæra þær svo þær vísi á nýjan stöðupunkt. Til dæmis vísar tilvísunin master vanalega á nýjasta stöðupunktinn í aðalgrein (e. main branch) verkefnis.
Hvað er Git kóðageymsla (e. repository) ?
Kóðageymsla inniheldur einungis hlutina (tré/blob/stöðupunktur) og tilvísanirnar.
Auðvelt er að bæta skrá í breytingasvæðið með?
git add skipuninni.
Einnig er hægt að bæta einungis við hluta af skrá með því að nota?
git add -p.
git help
útskýring á hvað skipunin (e. command) gerir.
git init
býr til nýja Git kóðageymslu þar sem hlutirnir í gagnamódelinu eru geymdir í .git möppunni.
git status
segir okkur hver staðan er.