Vika 5. Latex Flashcards
Formáli (e. preamble)
Áður en meginhlutinn er skilgreindur með \begin{document} getum við bætt við stillingum, skilgreiningum og öðrum skipunum í formálanum (e. preamble). Í stillingu fyrir „article“ klasann getum við t.d. tilgreint að tungumálið er íslenska, þá notar LaTeX íslensk orð fyrir kafla heiti, dagsetningar og þess háttar..
\documentclass[12pt, a4paper, Icelandic]{article} %skjalið skrifað í 12pt letri, stærðin á blaðinu er a4 og á íslensku.
\usepackage[utf8]{inputenc}
\usepackage[T1]{fontenc}
\usepackage[icelandic]{babel}
Hérna er dæmi um skjal með öllum stillingum sem þarf til að vinna með texta á íslensku.
Hvernig gerum við athugesemd sem ekki sést við þýðingu?
Setjum við % fyrir framan hana og hún hefur þá engin áhrif í þýðingunni.
Hvað gera skipanirnar \textbf{…}, \textit{…} og \underline{…} ?
Ef við viljum leggja sérstaka áherslu á orð eða textabút með feitletrun, skáletrun eða undirstrikun
Hvaða pakka þurfum við að nota til að setja inn myndir?
Einn pakki sem notaður er til að setja inn myndir kallast graphicx. Til að nota hann er línunni \usepackage{graphicx} bætt inn í formálann.
Hvernig setjum við inn formúlur og tákn?
Þegar við viljum skrifa formúlu í texta og ekki í sér línu þá notum við dollara táknið, þ.e.a.s. $…$ sem aðgreinir stærðfræðitextann frá restinni af textanum.
Hvaða pakka er líka hægt að nota fyrir stærðfræði?
Það er líka hægt að nota pakkann amsmath (Tenglar á ytra svæði.) með skipuninni \usepackage{amsmath} í formálanum og nota þá „equation“ umhverfið með skipuninni
Hvaða pakka er hægt að nota fyrir kóða ?
Með pakkanum minted er hægt að setja kóða fram með skýrum hætti. Þetta kemur sér vel þegar skila á kóða í verkefni eða heimadæmi. Við þurfum að skilgreina hvar kóðinn byrjar og endar með umhverfinu \begin{minted}{forritnurmál}…\end{minted}.
Hvernig gerum við lista?
Til að gera punkta lista notum við itemize en til að gera tölusettan lista notum við enumerate.
\begin{itemize}
\item Hægt er að skrifa hvaða texta sem er.
\item Það kemur punktur undan hverju atriði.
\end{itemize}
Hvernig gerum við töflur?
\begin{center}
\begin{tabular}{ c c }
1 & 2 \\ 3 & 4 \\ 5 & 6
\end{tabular}
\end{center}
Kaflaskiptingar?
LaTeX er þægilegt að skipta innihaldi skjalsins upp í kafla og undirkafla, það er gert með skipununum \section og \subsection.
\section{Inngangur}
Hér kemur inngangurinn og er hann líka fyrsti kaflinn.
\section{Annar kafli}
Síðan kemur annar kafli og fjallar hann um afmarkað efni.
Góð síða fyrir templates?
latextemplates.com