Vika 2. Skeljaverkfæri og skriftur Flashcards
Hvernig úthlutum við breytum gildi í bash?
Við notum táknið =, til dæmis ef gefa á breytunni foo gildið bar þá skrifum við foo=bar í skelina.
Hvernig er svo hægt að náglast gildið á breytunni sem við skilgreindum ?
$ á undan breytunafninu, hægt er að nálgast gildið á breytunni foo með strengnum $foo.
Hvernig skilgreinum við strengi í bash ?
Til að skilgreina strengi í bash er bæði hægt að nota einfaldar (‘) og tvöfaldar (“) gæsalappir en mikilvægt er að vita að þær eru ekki jafngildar.
Hver er munurinn á því að skilgreina stengi með einföldum eða tvöföldum gæsalöppum?
Strengir skilgreindir með einföldum gæsalöppum geta ekki innihaldið breytur þannig að ef skipunin echo ‘$foo’ er keyrð prentar hún strenginn $foo. Aftur á móti geta strengir sem skilgreindir eru með “ innihaldið breytur. Svo að echo “$foo” prentar gildið bar (því við höfðum skilgreint foo=bar).
Ólíkt öðrum skriftumálum notar bash sérstök tákn til að?
Vísa í viðföng, villur og fleira.
Í hvað vísar táknið $0 ?
nafnið á skriftunni
Í hvað vísar táknið $1 til $9 ?
Viðföng skriftunnar. $1 er fyrsta viðfangði o.s.frv
Í hvað vísar táknið $@ ?
öll viðföngin
Í hvað vísar táknið $# ?
fjöldi viðfanga
Í hvað vísar táknið $? ?
skilar kóða síðustu skipunar
Í hvað vísar táknið $$ ?
Númer ferlis (e. Process Identification number, PID) fyrir núverandi skriftu
Í hvað vísar táknið !! ?
Öll síðasta skipun, þar á meðal viðföng.
Í hvað vísar táknið $_ ?
Síðasta viðfangið frá síðustu skipun.
Skipanir skila úttaki á aðalúttakið sem kallast ?
STDOUT
Skipanir skila villum á annað úttak sem kallast ?
STDERR
Hægt er að nota skilakóða til að stýra því hvaða skipanir eru framkvæmdar. Slíkt er gert með því að nota?
ogunar virkjann (&&) og eðunar virkjann (||). Að auki er hægt að nota true og false með virkjunum && og ||.
Hverju er hægt að stýra með því að nota ogun og eðun og skilakóða?
Hvaða skipanir eru keyrðar eftir því hverjir skilakóðarnir eru.