Vika 6. Skipanalínu umhverfi Flashcards
Hvað gerum við til að trufla (e. interrupt) keyrslu á meðan hún er að keyra, sem dæmi ef skipun er að taka of langan tíma ?
Oftast er nóg að gera ctrl-C og þá mun keyrslan stoppa.
Hvað gerist þegar við sláum inn ctrl-C ?
Þegar við sláum inn ctrl-C sendir skelin merki sem kallast SIGINT til ferlisins.
Hvað gerum við ef við erum að keyra forrit sem grípur SIGINT og hunsar það þannig að keyrslan stoppar ekki ?
Til að drepa þetta forrit getum við notað SIGQUIT merki í staðinn, með því að slá inn Ctrl-\
hvernig birtist Ctrl í skelinni?
^ er hvernig Ctrl birtist í skelinni (e. terminal).
Merkin (e. signal) SIGINT og SIGQUIT tengjast vanalega bæði beiðnum í skelinni (e. terminal), almennara merki sem er notað til að stoppa ferli er SIGTERM merkið.
Til að senda þetta merki getum við notað?
kill skipunina, með málskipaninu kill -TERM .
Hér stendur fyrir númer ferlisins (e. process ID).
Merkið SIGSTOP
stoppar ferli.
Þegar slegið er ctrl-z inn er skelin látin vita að hún eigi að senda ?
SIGTSTP merki sem er útstöðvarútgáfa af SIGSTOP.
Til að setja ferlið aftur af stað annað hvort í forgrunni (e. foreground) eða bakgrunni (e. background) er hægt að nota ?
fg eða bg
Hvað gerir skipunin jobs ?
Prentar lista af ókláruðum verkum (e. job) sem tengjast núverandi lotu (e. terminal session).
þegar merkið & er sett fyrir aftan skipun gerist hvað?
Mun hún vera keyrð í bakgrunninum, þannig við fáum kvaðningnuna til baka og getum þá keyrt aðra skipun.
Þrátt fyrir að skipun sé keyrð í bakgrunninum mun úttak hennar enn koma fram í skelinni.
Skjádeilar eins og tmuxT gerir okkur kleift að ?
Hafa fleiri en eina skeljar-lotu opna á sama tíma í útstöðinni með því að deila skjánum í glugga, rúður og flipa.
Ennfremur, gera skjádeilar okkur kleift að færa okkur úr núverandi lotu og koma inn í hana aftur seinna.
Þetta getur bætt vinnuflæðið til muna þegar unnið er með fjarlægar vélar (e. remote machines) því með tmux er notkun á nohup eða öðru svipuðu óþörf.
tmux getur skipt skelinni upp í eftirfarandi hluta:
Lotur, gluggar, rúður
Hvað eru lotur?
Lota er sjálfstætt vinnusvæði með einum eða fleiri gluggum
Skipun til að byrja nýja lotu?
tmux
Skipun til að byrja nýja lotu?
tmux
Skipun til að gefa lista af núverandi lotum?
tmux ls