Vika 1. Unix, Skelin, etc Flashcards
Hvað er stýrikerfi?
Stýrikerfi (e. operating system) er samsafn af hugbúnaði sem gerir vélbúnaði tölvunnar kleyft að eiga samskipti við forrit sem uppsett eru á tölvunni og heldur utan um alla vinnslu tölvunnar.
Stýrikerfi er oft skipt upp í ?
Kjarna (e. kernel) og kerfisforrit.
Grunneining stýrikerfis er kjarninn. Kjarninn skiptist gróflega í þrjá hluta:
Skráarkerfið,
Ferlavinnsla (e. process management) og
minnisstýring
Skráarkerfið sem sér um ?
Að búa til, opna og loka skrám.
Ferlavinnsla (e. process management) sér um ?
Ferlavinnsla (e. process management); oftast eru mörg forrit í gangi samtímis sem skiptast á um að nota örgjörvann og eitt af hlutverkum kjarnans er að stýra þessari samnýtingu og kallast það ferlavinnsla. Ferlar eru keyrslueiningar. Kjarninn úthlutar ferlum aðgangi að örgjörva og sér um samskipti milli þeirra.
Minnisstýring ?
Kjarninn sér um að deila minni tölvunnar upp á milli ferla.
Fyrsta útgáfan af Unix stýrikerfinu var gefin út árið _ af _ sem vann hjá _ Í Bandaríkjunum.
Fyrsta útgáfan af Unix stýrikerfinu var gefin út árið 1969 af Ken Thompson sem vann hjá Bell Laboratories Í Bandaríkjunum.
Unix var byggt á ?
Stýrikerfinu Multics sem var eitt fyrsta fjölverka (time share) stýrikerfið.
Árið _ skrifaði _ fyrsta C-þýðandann sem hann notaði til að skrifa Unix frá grunni í forritunarmálinu C fyrir utan kjarnann og nokkra viðmótshluta.
Árið 1973 skrifaði Dennis Ritchie fyrsta C-þýðandann sem hann notaði til að skrifa Unix frá grunni í forritunarmálinu C fyrir utan kjarnann og nokkra viðmótshluta.
Hvað var svona merkilegt við unix ?
Með Unix varð hægt að keyra mörg forrit samtímis og þannig gátu margir notendur verið að nota sömu tölvuna í einu, hver frá sinni útstöð (e. terminal).
Unix er frátekið vörumerki, sem er nú í eigu ?
Open Group
Á hvaða útgáfu af Unix er MacOS byggt?
NextSTEP, sem aftur er byggt á BSD Unix
Fyrir hvað stendur “bash” og síðan hvenær er sú skel?
“bash” stendur fyrir Bourne Again Shell og er frá 1989
Hvað er Terminal ?
Til að nota skelina þurfið þið að opna forrit á vélinni ykkar sem kallast yfirleitt Terminal (ísl. útstöð).
Hvað er shell prompt ?
Línan þar sem þið getið skrifað inn skipanir kallast kvaðning (e. shell prompt).
Skelin þáttar (e. parse) skipun með því að skipta henni upp eftir textabilum, fyrsta orðið er túlkað sem skipun og orðin sem fylgja eru túlkuð sem ?
Inntak.
Hvernig má ganga úr skugga um að forritiði lesi inntak sem er með bili (t.d. mappa sem heitir “My Photos”) sem eitt en ekki tvö inntök?
Ef inntakið er með bili (t.d. mappa sem heitir “My Photos”) má nota einfaldar ‘ eða tvöfaldar “ gæsalappir í kringum inntakið, til að ganga úr skugga um að forritið lesi My Photos sem eitt en ekki tvö inntök, eða að losa sig við bilið með öfugu skástriki \
Hvernig veit skelin hvert hún á að leita þegar staðsetning er ekki tekin fram?
Ef skelin er beðin um að framkvæma skipun sem samræmist ekki einu af lykilorðum hennar, leitar hún að forritinu í núverandi möppu og í lista af möppum sem geymdar eru í umhverfisbreytu (e. environment variable) sem heitir $PATH.
Ef við viljum sjá hvaða skrá er keyrð fyrir tiltekið forrit notum við ?
Which.
Hvernig getum við sneitt framhjá $PATH ?
Við getum einnig sneitt framhjá $PATH alveg með því að gefa beint upp slóðina að skránni sem við viljum keyra
pwd
print working directory, sýnir möppuna sem við erum stödd í
Nefnið tvenn rök sem mæla með því að nota skipanalínuna í stað gluggaumhverfis og tvenn rök sem mæla á móti því.
Ókostir:
Suma hluti er ómögulegt að gera á skipanalínunni eins og grafík. Fyrir marga er erfitt að læra og muna skipanir og getur verið tímafrekara ef skrárnöfnin eru flókin og löng.
Kostir:
Oft er skipananlína þægilegri og fljótlegri fyrir vana menn en ekki fyrir byrjendur. Ennig er skipanalínan betri ef krafist er mikillar nákvæmni.
Hvað gerir skipunin pwd?
print working directory, sýnir möppuna sem við erum stödd í
Hvað gerir skipunin cd ?
change directory, flytur okkur yfir í aðra möppu
Hvað gerir skipunin . ?
vísar í núverandi möppu
Hvað gerir skipunin .. ?
vísar í möppuna sem mappan sem við erum í tilheyrir
Til þess að fara á heimasvæði ?
~ eða cd án þess að gefa því inntak
Hvað gerir skipunin ls ?
stendur fyrir list, sýnir hvað er inn í möppunni sem við erum í, nema ef við gefum henni inntak, þá prentar hún allt sem er inn í inntakinu
Hvað gerir skipunin mv ?
move, færir möppu
Hvað gerir skipunin rm ?
remove, eyðir skrám
Til að fá seinustu skipun sem maður notaði?
ýtir á ör upp
Til að fá nánari upplýsingar um skipun?
Hægt er að fá nánari upplýsingar og hjálpartexta um skipun með því að keyra hana með -h eða –help
Valkostir og flögg
Flestar skipanir hafa valkosti og flögg sem stýra hegðun og byrja með -.
man ls
Gefur okkur manual fyrir ls skipunina, mun fleiri upplýsingar en ef við notum help
tldr
einföldun á man skipuninni, einfaldari í notkun
Í skelinni eru forrit með tvo megin strauma, inntak og úttak, þegar forrit les eitthvað les það af inntaksstraumi og þegar það prentar eitthvað prentar það á úttaksstraum, vanalega er inntakið og úttakið hvað?
Lyklaborðið er inntakið og skjárinn er úttakið
Getum við endurskrilgreint inntakið og úttakið?
Já
Beining
< beinir inntaki í skrá
> beinir inntaki úr skrá
» bætir aftast í skrá
Pípun
Virkinn | keðjar saman skipanir þannig að úttak úr einni skipun er inntak í aðra.
Rótin (e. root user) getur?
Búið til, lesið, uppfært og eytt hvaða skrá sem er í kerfinu
sudo skipunin stendur fyrir?
super user do
Hvað gerir sudo skipunin ?
Rótin er hafin yfir (nánast) allar aðgangstakmarkanir og getur búið til, lesið, uppfært og eytt hvaða skrá sem er í kerfinu, þó svo að skrá hafi hvorki r (read) né w (write) réttindi fyrir neinn hóp hefur rótin samt aðgang að skránni. Venjulega er notandinn ekki skráður inn sem rótin þar sem hætta er á að hann óvart eyðileggi eða breyti einhverju. Stundum þarf þó að framkvæma hluti sem krefjast þess að notandinn hafi sömu réttindi og rótin. Þá er hægt að nota sudo skipunina sem stendur fyrir „super user do“. Skipunin sudo leyfir ykkur að framkvæma það sem aðeins rótin hefur réttindi til að framkvæma. Áður en þið notið þessa skipun verið þá alveg viss um að þið þurfið hana!
Búið til möppuna verkefni undir heimasvæðinu ykkar og tyndamisserid undir möppunni ~/tmp.
mkdir verkefni
cd ~/tmp
mkdir tyndamisserid
Búið til skrárnar skra1, skra2, skra3 skra4 og skra5 i möppunni verkefni. Skrifið þetta í einni skipun (1 lína).
touch skra1 skra2 skra3 skra4 skra5
Flytjið allar skrár úr möppunni ~/verkefni yfir í nýju möppuna tyndamisserid.
mv ~/verkefni/* ~/tmp/tyndamisserid/
Eyðið möppunni ~/verkefni.
rm -rf verkefni eða rmdir verkefni
Notið touch skipunina til að búa til nýja skrá með nafninu tolvur í tyndamisserid
cd /~/tmp/tyndamisserid/
touch tolvur
Hvað birtir eftirfarandi skipun: ls -alt
Hún sýnir allar skrárnar, þar með talið þær sem byrja á punkti (-a), með öllum upplýsingum um þessar skrár (-l) og í tímaröð (-t)
Hvað gerir eftirfarandi skipun:
ls -l | head -5 > fyrstufimm.txt | cat
Hún skrifar fyrstu 5 línurnar (í núverandi möppu) með öllum upplýsingum um skrárnar (-l) í skrána fyrstufimm.txt og birtir svo þessar 5 línur í skelinni (cat)
Bætið núna textanum „Þetta eru fyrstu 5 skrárnar í möppunni“ aftast í skrána fyrstufimm.txt.
echo “Þetta eru fyrstu 5 skrárnar í möppunni”»_space; fyrstufimm.txt