Tölfræði frá grunni / 5 Flashcards
Slembistærð (random variable) lýsir ?
Útkomu breytu áður en hún er mæld.
Ritháttur slembistærða (syntax for random variables)
.
Við táknum slembistærð með stórum staf, oft X, eða staf úr gríska stafrófinu, t.d. β.
Við táknum gildi sem slembistærð hefur tekið með litlum staf, oft x, eða með því að setja hatt yfir stafinn úr gríska stafrófinu
.
Strjálar slembistærðir (discrete random variables) ?
Strjálum breytum. Þær geta eingöngu tekið endanlega mörg gildi á sérhverju takmörkuðu bili.
Samfelldar slembistærðir (continuous random variables) lýsa ?
Samfelldum breytum. Þær geta tekið hvaða gildi sem er á einhverju bili.
Við segjum að tvær slembistærðir séu óháðar slembistærðir (independent random variables) ef ?
Útkoma annarrar slembistærðarinnar hefur engin áhrif á hver útkoma hinnar slembistærðarinnar verður.
Við segjum að tvær slembistærðir séu háðar slembistærðir (dependent random variables) ef ?
Séu háðar ef þær eru ekki óháðar, það er ef útkoma annarrar breytunnar veldur því að einhverjar útkomur hinnar breytunnar verði líklegri eða ólíklegri en ella.
Hvað er Væntigildi slembistærðar?
Væntigildi slembistærðar er raunverulegt meðaltal slembistærðarinnar. Það er ýmist táknað með μ eða E[X]. Það er einnig kallað meðaltal þýðis (e. population mean) þegar við á.
Hvað segir Lögmál mikils fjölda (law of large numbers) okkur?
Lögmál mikils fjölda segir okkur að eftir því sem við höfum stærra úrtak því nær meðaltali þýðisins verður meðaltal útkomanna okkar. Það segir okkur líka að eftir því sem við höfum fleiri mælingar á breytu, því nær raunverulegu meðaltali breytunnar verður meðaltal mælinganna.
Hvað er Línuleg umbreyting (Linear transformation)?
Oft eru mælingar á samfelldum breytum ekki á þeim kvarða sem við hefðum viljað. Oftar en ekki dugar línuleg umbreyting til að koma gögnunum á kvarða sem við skiljum.
Línuleg umbreyting slembistærðarinnar X með samlagningarstuðulinn a og margföldunarstuðulinn b er slembistærðin a + b.
Hvað er Massafall (mass function)?
Með massafalli (e. mass function) reiknum við líkur stakra útkoma strjálla slembistærða.
Sérhver tilraun í safni endurtekinna tilrauna flokkast sem Bernoulli tilraun (Bernoulli trial) ef eftirfarandi gildir:
- Hver tilraun hefur aðeins tvær mögulegar útkomur. Það er venja að kalla þessar útkomur jákvæða útkomu (e. success) og neikvæða útkomu (e. failure).
- Líkurnar á jákvæðri útkomu eru þær sömu í hverri tilraun fyrir sig.
- Útkoma í einni tilraun hefur ekki áhrif á útkomu í annarri tilraun, þ.e.a.s. mælingarnar eru óháðar (e. independent).
Oft höfum við eingöngu áhuga á því að reikna hversu oft við sjáum jákvæða útkomu meðal safns Bernoulli tilrauna. Við gætum til dæmis viljað reikna líkurnar á því að fá tvær sexur (sem væru þá jákvæða útkoman) þegar teningi er kastað fimm sinnum. Þá er þægilegt að líta á heildarfjölda jákvæðra útkoma sem eina slembistærð, XX. Hún hefur þekkta líkindadreifingu, sem kallast tvíkostadreifingin, hvernig er henni lýst?
Henni lýst með stikunum n, sem er fjöldi Bernoulli tilrauna sem framkvæmdar eru, og p sem er líkurnar á því að hver og ein Bernoulli tilraun heppnist.
Hvað er Tvíliðustuðullinn (binomial coefficient)?
Tvíliðustuðullinn gefur okkur á hversu marga vegu við getum fengið k jákvæðar útkomur í n tilraunum.
Hvað er Poisson dreifingin ?
Poisson dreifingin er oft notuð til að lýsa fjölda slembinna atvika sem eiga sér stað á ákveðinni einingu en mögulegar útkomur hafa engin efri mörk.
Einingarnar geta sem dæmi verið tímabil, svæði eða einhver hlutur.
Sem dæmi má nefna fjölda símtala til nemendaskrár á mínútu, fjölda hreindýra á ferkílómetra og fjölda innsláttarvillna á blaðsíðu.
Tvíkostadreifinguna notum við þegar ?
Við höfum endanlegan fjölda tilrauna og við vitum líkurnar á því að hver og ein tilraun heppnist.