Tölfræði frá grunni / 5 Flashcards

1
Q

Slembistærð (random variable) lýsir ?

A

Útkomu breytu áður en hún er mæld.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Ritháttur slembistærða (syntax for random variables)


.

A

Við táknum slembistærð með stórum staf, oft X, eða staf úr gríska stafrófinu, t.d. β.

Við táknum gildi sem slembistærð hefur tekið með litlum staf, oft x, eða með því að setja hatt yfir stafinn úr gríska stafrófinu

.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Strjálar slembistærðir (discrete random variables) ?

A

Strjálum breytum. Þær geta eingöngu tekið endanlega mörg gildi á sérhverju takmörkuðu bili.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Samfelldar slembistærðir (continuous random variables) lýsa ?

A

Samfelldum breytum. Þær geta tekið hvaða gildi sem er á einhverju bili.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Við segjum að tvær slembistærðir séu óháðar slembistærðir (independent random variables) ef ?

A

Útkoma annarrar slembistærðarinnar hefur engin áhrif á hver útkoma hinnar slembistærðarinnar verður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Við segjum að tvær slembistærðir séu háðar slembistærðir (dependent random variables) ef ?

A

Séu háðar ef þær eru ekki óháðar, það er ef útkoma annarrar breytunnar veldur því að einhverjar útkomur hinnar breytunnar verði líklegri eða ólíklegri en ella.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er Væntigildi slembistærðar?

A

Væntigildi slembistærðar er raunverulegt meðaltal slembistærðarinnar. Það er ýmist táknað með μ eða E[X]. Það er einnig kallað meðaltal þýðis (e. population mean) þegar við á.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað segir Lögmál mikils fjölda (law of large numbers) okkur?

A

Lögmál mikils fjölda segir okkur að eftir því sem við höfum stærra úrtak því nær meðaltali þýðisins verður meðaltal útkomanna okkar. Það segir okkur líka að eftir því sem við höfum fleiri mælingar á breytu, því nær raunverulegu meðaltali breytunnar verður meðaltal mælinganna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er Línuleg umbreyting (Linear transformation)?

A

Oft eru mælingar á samfelldum breytum ekki á þeim kvarða sem við hefðum viljað. Oftar en ekki dugar línuleg umbreyting til að koma gögnunum á kvarða sem við skiljum.

Línuleg umbreyting slembistærðarinnar X með samlagningarstuðulinn a og margföldunarstuðulinn b er slembistærðin a + b.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er Massafall (mass function)?

A

Með massafalli (e. mass function) reiknum við líkur stakra útkoma strjálla slembistærða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Sérhver tilraun í safni endurtekinna tilrauna flokkast sem Bernoulli tilraun (Bernoulli trial) ef eftirfarandi gildir:

A
  1. Hver tilraun hefur aðeins tvær mögulegar útkomur. Það er venja að kalla þessar útkomur jákvæða útkomu (e. success) og neikvæða útkomu (e. failure).
  2. Líkurnar á jákvæðri útkomu eru þær sömu í hverri tilraun fyrir sig.
  3. Útkoma í einni tilraun hefur ekki áhrif á útkomu í annarri tilraun, þ.e.a.s. mælingarnar eru óháðar (e. independent).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Oft höfum við eingöngu áhuga á því að reikna hversu oft við sjáum jákvæða útkomu meðal safns Bernoulli tilrauna. Við gætum til dæmis viljað reikna líkurnar á því að fá tvær sexur (sem væru þá jákvæða útkoman) þegar teningi er kastað fimm sinnum. Þá er þægilegt að líta á heildarfjölda jákvæðra útkoma sem eina slembistærð, XX. Hún hefur þekkta líkindadreifingu, sem kallast tvíkostadreifingin, hvernig er henni lýst?

A

Henni lýst með stikunum n, sem er fjöldi Bernoulli tilrauna sem framkvæmdar eru, og p sem er líkurnar á því að hver og ein Bernoulli tilraun heppnist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er Tvíliðustuðullinn (binomial coefficient)?

A

Tvíliðustuðullinn gefur okkur á hversu marga vegu við getum fengið k jákvæðar útkomur í n tilraunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er Poisson dreifingin ?

A

Poisson dreifingin er oft notuð til að lýsa fjölda slembinna atvika sem eiga sér stað á ákveðinni einingu en mögulegar útkomur hafa engin efri mörk.

Einingarnar geta sem dæmi verið tímabil, svæði eða einhver hlutur.

Sem dæmi má nefna fjölda símtala til nemendaskrár á mínútu, fjölda hreindýra á ferkílómetra og fjölda innsláttarvillna á blaðsíðu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Tvíkostadreifinguna notum við þegar ?

A

Við höfum endanlegan fjölda tilrauna og við vitum líkurnar á því að hver og ein tilraun heppnist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Poisson dreifinguna notum við þegar ?

A

Við höfum engin efri mörk á fjölda tilrauna og við vitum meðalfjölda jákvæðra útkoma á tiltekna einingu.

17
Q

Hvað er Dreififall (Distribution function) ?

A

Með dreififalli reiknum við líkurnar á að samfelld slembistærð XX taki gildi sem er minna en viðmiðunargildið xx.

18
Q

Hvað er Þéttifall og þéttiferill (Density function and density curve)?

A

Þéttifall (e. density function) er táknað með f(x) og kallast graf þess þéttiferill (density curve).

Flatarmálið undir þéttiferlinum milli tveggja stærða a og b er jafnt P(a

19
Q

Hvernig er Normaldreifingunni (normal distribution) lýst ?

A

Normaldreifingunni er lýst með stikunum μ, sem er meðaltal hennar og σ^2 sem er dreifni hennar.

20
Q

Hvað er stöðluð normaldreifing?

A

Normaldreifing með meðaltal μ=0 og dreifni σ^2 =1 er kölluð staðlaða normaldreifingin.

21
Q

Hefð er fyrir því að tákna slembibreytur sem fylgja stöðluðu normaldreifingunni með bókstafnum ?

A

Z

22
Q

Rithátturinn za

A

Með za táknum við það z-gildi sem er þannig að slembistærð sem fylgir stöðluðu normaldreifingunni hefur líkurnar a að taka gildi sem er minna en za

.

23
Q

Hvað er Normaldreifingarrit (normal probability plot)?

A

Normaldreifingarrit er myndræn aðferð til að kanna hvort gögn fylgi normaldreifingu eða ekki.

24
Q

Hvernig vitum við hvort gögnin fylgi normaldreifingu?

A

Ef punktarnir á normaldreifingarritinu liggja nálægt beinu línunni sem sýnd er á ritinu og endapunktarnir báðum megin sveigjast ekki afgerandi upp eða niður þá er ásættanlegt að gera ráð fyrir að gögnin fylgi normaldreifingu.

25
Q

Hvað er t-dreifingin (Student’s t) ?

A

Hún er samfelld líkindadreifing sem minnir á normaldreifinguna. Hún er bjöllulaga og samhverf um meðaltal dreifingarinnar sem er 0.

t-dreifingin hefur einn stika sem kallast frígráður . Hann ræður lögun hennar. Við táknum fjölda frígráða með bókstafnum k. t-dreifingu með k frígráður táknum við með t(k)

.

26
Q

Hvað er X^2 -dreifingin (lesist kí-kvaðrat dreifingin)?

A

Er samfelld líkindadreifing og er hún mikið notuð í ályktunartölfræði. Hún er ekki samhverf eins og normaldreifingin. X^2 -dreifingin hefur einn stika, kallaður frígráður, sem ræður lögun hennar.

27
Q

Hvað er F-dreifingin ?

A

F-dreifingin er samfelld líkindadreifing sem við munum nota þegar kemur að ályktunartölfræði. Líkt og X^2-dreifingin er hún ekki samhverf. F-dreifingin hefur tvo stika sem við köllum frígráður og táknum með v1 og v2. Lögun dreifingarinnar ræðst af fjölda frígráða.

28
Q

Hver er munurinn á samfelldum og strjálum slebistærðum ?

A

Meginmunur samfelldra og strjálla slembistærða er sá að samfelldar slembistærðir geta tekið hvaða gildi sem er á einhverju bili. Þar af leiðandi eru líkurnar á að samfelld slembistærð taki eitthvert eitt tiltekið gildi engar.

29
Q

Hvað er Stiki?

A

Sérhverri gerð líkindadreifingar er lýst með tölum sem kallast stikar (parameters) líkindadreifingarinnar.

Vitum við af hvaða gerð líkindadreifing slembistærðar er, gefa gildin
á stikum hennar okkur allar þær upplýsingar sem hægt er að fá um
slembistærðina.

30
Q

Óháðar og einsdreifðar slembistærðir

A

Við segjum að slembistærðir X1, . . . , Xn séu óháðar (indipendent) ef hver þeirra er óháð öllum hinum og einsdreifðar (identically distributed) ef þær hafa allar sömu líkindadreifinguna.