R frá grunni / 1-2 Flashcards
Hvað gefur skipunin help(read.table) ?
Nánari upplýsingar um skipunina read.table().
Ef við þekkjum ekki nafnið á fallinu, hvernig má leita eftir efnisatriði:
help.search(“efnisatridi”)
Ef við viljum leita að skipunum sem gætu mögulega leynst í pökkum sem við höfum ekki hlaðið niður má nota skipunina ?
RSiteSearch().
Ef allt annað bregst, en við munum part úr nafni fallsins, en þó ekki alveg allt, þá getum við notað fallið ?
Apropos. Það skilar lista af nöfnum falla sem hafa ákveðinn strenghluta, þ.e. nafnið á fallinu inniheldur þann textabút.
Vilji notandinn aðeins skoða hver inntökin í fallið eru er hægt að nota fallið?
args:
args(mean)
Hvað gerir aðferðin sqrt() ?
Tekur rótina af tölunum sem við mötum hana með
Hvað gerist þegar við skrifum 3+5*4**2 í R ?
byrjar það á því að reikna 4^2 og síðan margfaldar það þá stærð með 5 og leggur á endanum 3 við.
Hvað gerir skipunin exp() ?
Hefur e í það veldi sem hún er mötuð með.
Hvað gerir skipunin log() ?
Tekur logarithma af því sem við mötum hana með.
Gætið ykkar þó að sjálfgefna stillingin í R reiknar náttúrulega logarithmann (með grunntöluna ee). Ef við viljum logarithma með grunntöluna 10 notum við stillinguna base=10.
log(33, base=10)
Viljum við geyma niðurstöður reikninga, eða aðgerða almennt gerum við hvað?
Það má alltaf vista niðurstöðurnar sem hlut:
a
Viljum við t.d ná í ggplot2 pakkann gerum við það með skipuninni:
install.packages(“ggplot2”)
Ef við viljum svo vinna með aðferðirnar í tilteknum pakka þurfum við að láta R vita af því. Það þarf að gera í hvert sinn sem ný vinnulota hefst í R. Við gerum aðferðirnar úr pakkanum aðgengilegar með skipuninni:
library(ggplot2)
Vandræði með íslensku:
Þegar skjöl birtast á þennan hátt er mikilvægt að vista ekki skjalið heldur fara beint í File\rightarrow→ Reopen with Encoding… og velja þá
ISO-8859-1 ef unnið er í MacOsX tölvu en skjalið var búið til í Windows tölvu.
ef þið hyggist vinna áfram með skjalið borgar sig svo að fara í File\rightarrow→ Save with Encoding… og velja þar þann staðal sem tölvan ykkar notar.
Einnig lenda MacOsX notendur stundum í því að íslenskir stafir birtast rétt í .R skrám en rangt á gröfum. Það er hægt að laga með því að gefa skipunina
system(“defaults write org.R-project.R force.LANG en_US.UTF-8”)
og endurræsa svo Rstudio.
header=TRUE
Að breytuheiti séu í efstu línu gagnaskráarinnar.
sep=”;”
Dálkar/breytur eru aðgreindir með semikommu.
Séu dálkar t.d. aðgreindir með tab skiptum við sep=”;” út fyrir sep=”\t”.
dec=”,”
Ef tugabrot og heiltöluhlutar eru aðgreind með kommu í stað punkts þarf að nota þessa stillingu.
na.strings
Tilgreinir hvaða tákn á að líta á sem vantaðar mælingar (t.d. 999, NA osfrv).
stringsAsFActors
Tilgreinir að strengjabreytur eigi ekki að vista sem flokkabreytur.
Á síðu bókarinnar má finna gagnaskrána pulsAll.csv. Byrjið á því að vista hana í vinnumöppunni ykkar, þ.e.a.s. sömu möppu og þið geymið skipanaskrána ykkar. Þá má lesa þau inn í R með skipuninni:
puls
Þegar við höfum lesið gögn inn sem töflu getum við hæglega „dregið“ eina og eina breytu út úr töflunni, skoðað nánar og jafnvel breytt. Viljum við t.d. ná í breytuna haed úr gagnatöflunni puls gerum við það með:
puls$haed
Þegar við vinnum með lítil gagnasöfn eða fáar mælingar getur oft verið hentugt að skrá þær beint inn í R, í stað þess að lesa gögnin úr .csv skrá. Við gerum það með skipuninni ?
c().
Þannig býr skipunin
postnumer