Tölfræði frá grunni / 1-3 Flashcards
Um hvað snýst tölfræði?
Í stuttu máli má segja að verkefni okkar í tölfræði snúist um að nýta sem best þær upplýsingar sem við fáum með tölulegum gögnum.
Lýsandi tölfræði (e. descriptive statistics) snýst um ?
Að lýsa sem best því úrtaki sem við höfum í höndunum. Það gerum við bæði með því að reikna útkomur ákveðinna lýsistærða sem lýsa gögnunum en einnig með því að setja gögnin skýrt fram á myndrænan hátt.
Ályktunartölfræði (e. inferential statistics) snýst um?
Ályktunartölfræði (e. inferential statistics) beinir kastljósinu frá úrtakinu sjálfu og að öllu þýðinu. Markmið ályktunartölfræði er að staðhæfa um allt þýðið út frá úrtaki sem við höfum mælingar á.
Hvað er tilraunahögun (e. experimental design)?
T.d. úrtakshögun, blindun og endurtekningar
Hvað er “þýði” (population) rannsóknarinnar?
Þýði rannsóknar er safn allra viðfangsefna sem draga á ályktanir um.
Hvað er “úrtak” (sample) ?
Úrtak er safn viðfangsefna sem eru valin úr tilteknu þýði.
Hvað er breyta (variable) ?
Breyta er ákveðinn eiginleiki sem við skráum niður eða mælum á viðfangsefnunum í úrtakinu okkar.
Hvað eru flokkabreytur (e. categorical variables) ?
Flokkabreytur (e. categorical variables) eru ekki mældar í tölulegum einingum, heldur segja, eins og nafnið gefur til kynna, til um það hvaða flokki viðfangsefnið tilheyrir.
Hvað er röðuð flokkabreyta (ordinal categorical variable)?
Þegar flokkabreyta er röðuð (e. ordinal categorical variable) er flokkum hennar raðað í stærðarröð.
Hvað er óröðuð flokkabreyta (categorical variable) ?
Þegar flokkabreyta er óröðuð (e. categorical variable) er flokkum hennar ekki raðað í stærðarröð.
Hvað eru talnabreytur (numerical variables)?
Talnabreytur (e. numerical variables) taka töluleg gildi sem eru mæld í tilteknum einingum.
Hvað eru samfelldar breytur (continuous variables)
?
Þegar talnabreyta getur tekið hvaða gildi sem er á einhverju bili þá segjum við að hún sé samfelld. Eingöngu talnabreytur geta verið samfelldar.
Sem dæmi um samfelldar breytur má nefna hárlengd, þyngd, líftíma og hitastig. Lengd á einu mannshári getur verið 20 cm. Hún getur líka verið 21 cm, 20.8, 20.4 cm eða hvaða tala sem er á milli 20 cm og 21 cm. Einu skorðurnar eru nákvæmni mælitækjanna okkar.
Hvað eru strjálar breytur (discrete variables)?
Ef breytur eru ekki samfelldar segjum við að þær séu strjálar. Allar flokkabreytur eru strjálar og sumar talnabreytur.
Dæmi um strjálar talnabreytur eru til dæmis fjöldi eggja í hreiðri, gildi sem kemur upp í teningakasti og heildarfjöldi marka sem skoruð eru í knattspyrnuleik.
Hvert er samband svarbreytna og skýribreytna (response and explanatory variables)?
Fyrir sérhvert viðfangsefni mun gildi skýribreytu þess hafa áhrif á það hvaða gildi svarbreytan mun taka. Til einnar svarbreytu geta svarað margar skýribreytur sem hafa áhrif á hana.
Hvað er breytileiki í tölfræði?
Breytileiki verður vegna þess að breyturnar sem við erum að skoða eru slembni háðar og því geta útkomur mælinganna breyst í hvert sinn sem tilraunin er framkvæmd.
Hvað er bjagi (bias) ?
Bjagi verður þegar aðferðirnar gefa markvisst bjagaða mynd af þýðinu sem verið er að skoða.
Munurinn á bjaga og breytileika?
Bjagi er í eðli sínu gerólíkur breytileika. Á meðan breytileiki er bundinn í eðli mælinganna og þannig á vissan hátt ,,sannur“ í eðli sínu, veldur bjagi því að við fáum kerfisbundið skakka mynd af viðfangsefnunum sem við erum að skoða og því viljum við lágmarka hann með öllum ráðum.
Hvað er Úrtaksbjagi (Sampling bias)?
Úrtaksbjagi verður þegar ákveðin viðfangsefni þýðis eru líklegri til að vera valin í úrtak heldur en önnur.
Besta leiðin til að forðast úrtaksbjaga ?
Að velja slembiúrtak, því slembiúrtök eru laus við bjaga.
Hvað er Slembival (randomization)?
Það að velja slembið, eða slembival, þýðir að velja handahófskennt þannig að öll viðfangsefni eru jafnlíkleg til að vera valin.
Úrtak sem er valið með slembivali kallast ?
Slembiúrtak (e. random sample).
Þrjár gerðir af slembiúrtökum:
Einfalt slembiúrtak, lagskipt slembiúrtak og parað slembiúrtak.