Þinglýsingar Flashcards
Hvað er þinglýsing?
Þinglýsing er opinber skráning skjala er varða réttindi yfir tilteknum eignum og eru ákvðin réttaráhrif tengd við hina opinberu skráningu.
Hverjir eru þinglýsingastjórar?
Sýslumenn, hver í sínu umdæmi
Hvaða þinglýsingarbækur eru til?
Fasteignarbók, skipabók, bifreiðabók og lausafjárbók
Hvaða áhrif hefur þinglýsing á hinn efnislega rétt, þ.e. gildi skjala/samnings?
Um hvað fjalla þinglýsingar?
Þinglýsingar fjalla um aðstöðuna gagnvart þriðja manni ekki um gildi samningsins
Er dagbók þinglýsingarbók?
Nei
Eru þinglýsingarbækur með raunverulegan áreiðanleika og hvað þýðir það?
Já. Það þýðir að reikna megi með því að upplýsingar í þinglýsingabók séu réttar
Hvað gerðist í Hrd 1938:1374 (særún)
Var verið að færa skip frá Eyjum til Hfj en var ekki búið að því. Einstaklingurinn sem átti bátinn ákvað að þinglýsa bátnum í umdæminu sem Hfj var í en var vísað frá dagbók því hann var ekki á réttum stað.
Hvað gerðist í H 35/2010 (Lambeyri)?
Ákveðið að skipta eign í annarsvega bara lóðina og hins vegar aðeins mannvirki. Ætlaði annar aðili að þinglýsa mannvikjunum en því var vísað frá dagbók því ekki var hægt að þinglýsa öðru hvoru því ekki var búið að skipta eigninni upp.
Hvað gerðist í H 533/2009?
Var ekki komið fasteignanúmer á lóðirnar þegar var reynt að þinglýsa og því vísað frá
Hvað gerðist í H 1981:1370 Njarðvíkurkaupstaður?
Var ekki ljóst hvort Njarðvíkurkaupstaður hefði heimild til að veita ákveðna veðskuldarheimild og taldi HR það svo óljóst að vísa ætti skjalinu frá á grundvelli F-liðar
Hvað gerðist í H 1991:1398 Göltur?
Var ekki víst hvort aðili sem var að þinglýsa hefði umboð frá eiganda því það vantaði undirskrift og því vísað frá.
Hvað gerðist í H 1981:1025 Hafnargat?
voru tvær íbúðir þar sem átti að þinglýsa sama veðskuldabrefinu yfir báðum eignum og A, eigandi Hafnargötu fór að þinglýsa bréfinu. Því var vísað frá því hann hafði ekki heimild að þinglýsa yfir hinni íbúðinni líka, bara sinni. Hér skorti eignarheimild
Hvað gerðist í H 1979:103 Kirkjuvegur?
Aðili reyndi að þinglýsa útburðarmáli en því var vísað frá og ekki hægt að þinglýsa því hann var ekki að stofna rétt, breyta honum, yfirfæra eða ljúka.
Hvað gerðist í H 22/2005 Akrar?
Skajli vegna afsals fasteignar í óskiptri sameign verður ekki þinglýst nema allir sameignudur riti undir skjalið (brostin heimild)