Skoðun, mat og fyrsta meðferð á slösuðum / bráðveikum - 13.ágúst Flashcards
Hvað er trauma?
Skemmd á vefi og líffæri líkamans sem afleiðing af flutningi orku frá umhverfi
Fjöltrauma (fleiri en eitt kerfi sem að verður fyrir skaða)
Hver er helsta dánar- og örorkuorsök hjá einstaklingum 1-44 ára í heiminum ?
Áverkar / slys
Hvernig eru áverkar flokkaðir?
- Intentional / unintentional = Slys eða með ásetningi
- Eftir áverkaferli = Hvað gerðist (t.d bílslys, frístundaslys)
- Eftir líkamshlutum = Höfuð, kviður, útlimir…
- Áverkanum sjálfum = innvortis blæðingar, aflimun, skurður…
- Landfræðileg staða = Innan borgar, óbyggðir, landsvæði
- Kyni, kynþætti, aldri þeim sem er slasaður
- Höggáverkar = blunt trauma
- Holáverkar = penetrating trauma
- Áverkar af völdum hita = thermal trauma
- Áverkar af völdum efna = chemical injuries
- Sprengjuáverkar = blast injuries / trauma
- Drukknun
Hvað eru höggáverkar?
Orka sem að veldur áverka á líkamann án þess að rjúfa húðina
t.d að detta af húsþaki
Hvernig á upplýsingasöfnun eftir höggáverka að vera?
- Fallhæðin, undirlag, lendingin (hvernig lenti sjúkl)
- Umferðaslys, fá upplýsingar um: hraða, hvar var höggið á bílnum, hvar sat farþeginn miðað við áreksturinn, beltisnotkun, hvernig bíll, hve mikið skemmdur, hvernig fór fyrir hinum í bílnum, lausir munir í bílnum, kastaðist eh út? ofl
Hvað eru holáverkar?
Áverkar á vefi líkamans vegna orku sem að fer í gegnum húðina og inn í vefinn.
Mikilvægir þættir:
- Vopn eða hlutur sem notað var, lögunin á því
- Fjarlægð einstaklingsins
- Kraftar sem verkuðu á líkamann
- Varist að fjarlægja aðskotahlut !!
Hvað eru mikilvægir þættir þegar áverkar verða eftir bruna/hita/efni ?
- Tímalengd í snertingu við efni/hita
- Möguleiki á áverkum við innöndun
- Styrkur efnis
- Búnaður / Varnir
Hafa í huga innöndunaráverka vegna hita/efna, öryggi umhverfis með tillit til bruna, geilsunar og eiturefna
í hvað þrennt skiptast sprengjuáverkar?
Primary = Höggbylgja skellur á líkamann
Secondary = Hlutir frá umhverfinu og sprengjunni valda skaða
Tertiary = Einstaklingur kastast til
Hvað flokkast sem Háorkuáverki ?
- Árekstur bíla á meira en 65 km/klst
- Bílvelta
- Dauðsfall í sama farþegarými
- Aflögun farþegarýmis meira en 30cm
- Aflögun ökutækis meira en 50cm
- Bifhjólaslys þar sem hraði er meira en 30 km/klst
- Sjúkl fastur í flaki eða tekur meira en 20mín að losa hann
- Sjúkl kastast úr ökutæki
- Fótgangangdi verður fyrir ökutæki
- Fall 4m eða meira
- Fall barns úr tvöfaldri hæð þess eða meira
Hvað telst sem ,,Utanspítalaþjónusta’’ ? og hvað þarf að hafa í huga
Á vettvangi
- öryggi á vettvangi
- sóttvarnir
- umfang, fjöldi sjúkl, hópslys
- frekari aðstoð / bjargir / búnaður
- áverkaferli - hvað gerðist?
- hefja meðferð vs hefja flutning
- endurmat/eftirlit - hversu oft / hvenær ?
- Hverjar eru ógnir og áskoranir í þessum aðstæðum ?
Hvað þurfum við að gera þegar við komum að slysi og ætlum t.d að færa sjúkling á börur?
Alltaf að tryggja / skorða háls og bak. Nota ‘Log-roll’ aðferðina til þess að tryggja að hryggurinn sé ekki hreyfður. Hafa bretti/dýnu og kraga alltaf í lagi
Hvenær á að skorða sjúkling?
Skorða þarf sjúkl með stífan hálskraga, á bretti, lofttæmidýnu eða sambærilegan búnað ef eh neðangreindra einkenna eru til staðar (ef aðrir þættir hindra ekki)
- GCS < 15 við fyrstu skoðun
- Verkir / eymsli á hálsi
- Sjóntruflanir, skertrar augnhreyfingar
- Staðbundinn brottfallseinkenni
- Minnkaður máttur í útlimum eða dofi
- Háorkuáverkar
- Annað sem vekur grun um áverka á hálshrygg
- Grunur um neysul á áfengi / vímuefnum eða lyfjum (geta lítið sagt okkur ef sjúkl er á eh þannig)
Segðu ítarlega frá Frumskoðun (primary)
A - Airway
* Öndunarvegur stabíll, talar sjálfur, aðskotahlutir, áverkar, bjúgur,
* Stuðningur við hálsliði, barkaþræðing, opna önduraveg, sog / sogleggir, fjarlægja aðskotahluti, kokrennur, nefrennur
B - Breathing
* ÖT, mynsturm, hjálparvöðvar, lungnahlustun, húðlitur, gæði, hjálparvöðvar, verkir
* O2 gjöf fyrir alla sem verða fyrir trauma, gefið með mism. aðferðum; sarpmaski, gleraugu, ambubelgur, verkjastilling, hagræðing, stinga á þrýstiloftbrjóst, thoraxdren
C - Circulation
* Blóðrás, púls, húðlitur, háræðafylling, sjáanlegar blæðingar, bþ
* Stöðva sjáanlega blæðingu, tryggja æðaaðgengi / beinmergsnál, gefa blóð / vökva, TXA, monitor
D - Disability
* Meðvitundarstig AVPU / GCS, hreyfigeta, kraftar, samhverfa, skyn/tilfinning, pupillur, blóðsykur - frekari taugaskoðun í seinni skoðun
* Aðferðir til að minnka IKÞ, gefa glúkósa ef hypoglycemia
E - Exposure
* Mögulegir blæðingastaðir, ofkæling, afklæða og skoða, halda hita á með teppum, hitalampa
Hver eru einkenni blæðingalosts?
- lágur bþ
- Tachycardia
- Köld, þvöl húð, blámi
- Hröð og grunn öndun
- rugl, meðvitundarskerðing
Aldrei skal stöðva fyrstu skoðun nema…..?
- Sjúklingur er með lokaðan / stíflaðan öndunarveg
- Sjúklingur er í hjartastoppi