Hjúkrun bráð- og alvarlegra veikra sjúklinga: úrlestur hjartarafrits - 15.ágúst Flashcards
Útskýrðu hvað hjartalínurit (Electrocardiogram (EKG/ECG)) er
- Hjartalínurit sýnir rafvirkni hjartans yfir ákveðið tímabil
- Sýnir 12 mismunandi ,,sjónarhorn’’ á hjartanu
- Þau eru notuð til að greina m.a hjartsláttaróreglur og blóðþurrðarbreytingar í hjartavöðvanum (hjartaáföll)
Hvernig er tekið 12 leiðslu EKG?
Notaðar eru 10 tengingar / leiðslur
- 4 útlimaleiðslu
- 6 brjóstleiðslur
Hvernig er EKG hringrásin ?
- Talað er um ,,bylgjur / wave’’ eða takka
- EKG hringrásin felur í sér P-QRS-T bylgjur
- Þessar bylgjur sýna afskautun (vöðvasamdráttur) og skautun (vöðvi gerir sig tilbúinn fyrir næsta samdrátt) hjartavöðvans
Hvað sýnir P takkinn / bylgjan ?
Hann sýnir afskautun í gáttunum.
Hvað sýnir P-R bilið ?
P-R bilið er virknin í AV hnútunum þ.e.a.s boðin berast um AV hnútinn
Hvað sýnir QRS komplexinn?
Sýnir afskautun í sleglunum
Hvað sýnir ST bilið?
S takkinn fer niður, kemur svo upp og bein lína þangað til T takkinn byrjar = ST bilið
Breytingar á ST línunni hvort hún fer upp eða niður getur sagt til um blóðflæði um kransæðar
Í S-T bilinu á sér stað fullkomin afskautun og samdráttur á sér stað í hjartanu
Hvað sýnir QT bilið?
QT bilið er frá upphafi afskautunar til loka endurskautunar = refractory time (hjartað getur ekki brugðist við annarri örvun þrátt fyrir styrk örvunar)
HVað sýnir T takkinn/bylgjan ?
Sýnir endurskautun í sleglum
Hraði á EKG
- Hvað er 1 lítill reitur markar sek ?
- Hvað eru 5 litlir reitir / 1 stór reitur margar sek?
- Hvað eru 5 stórir reitir margar sek?
- 1 lítill reitur = 0,04 sek
- 5 litlir reitir / 1 stór reitur = 0,02 sek
- 5 stórir reitir = 1 sek
þessar tímasetningar skipta máli - segja okkur hvað er að gerast í hjartavöðvanum
1 mm = 1 kassi
Hverjar eru 3 aðferðir til þess að reikna hraða á EKG?
Aðferð 1: Telja fjölda RR bila (segir okkur hraðann) á 6sek og margfalda við 10
- RR bil = bil milli QRS
- 6sek = 30 stórir kassar
- Hentar vel fyrir hæga og óreglulega takta
Aðferð 2: 300 deilt með fjölda stórra kassa í einu RR bili
- t.d 300/3 = 100 s/m
- Hentar vel fyrir reglulegan takt
Aðferð 3: 1500 deilt með fjölda litla kassa í einu RR bili
- t.d 1500/15
- Hentar vel fyrir hraða og óreglulega takta
Hvert er viðmið PR bils?
0,12 - 0,20 sek
Hvert er viðmið QRS breiddar?
< 0,12 sek
Hvert er viðmið QT bils?
~ 0,40sek
QT bil stjórnast af hjarsláttarhraða sjúklings
- Hraður púls = styttra QT
- Hægur púls = lengra QT
Hvað er QTc bil?
Það er það QT bil sem er búið að reikna út frá hraðanum
- QTc hjá kvk < 0,46 sek og kk <0,45 sek
Hvað má ST bilið hækka/lækka um mikið?
ST bil á að vera ‘‘flatt’’ þ.e.a.s á að vera í sömu línu og biliið milli PR
- Hækkun/lækkun um 1mm er innan marka
Hvernig er átta þrepa ALS nálgun í úrlestri á hjartafriti (EKG) ?
- Er rafvirkni til staðar? (er púls ?)
- Hver er hraðinn á QRS ?
- Er QRS reglulegur eða óreglulegur ?
- Er QRS grannur eða breiður (undir / yfir 0,12 - grannur/gleiður)
- Er rafvirkni í gáttum ? (eru p takkar?)
- Hvernig er rafvirkni í gáttum tengd rafvirkni í slegum ? (hvaða taktur?)
- Eru ST breytingar á riti?
- Eru T bylgjur jákvæðar
- Er lenging á QT bili ?
Hvaða fyrirbæri er hægt að sjá á EKG?
- Blóðþurrðarbreytingar
- Kransæðastíflur a.k.a hjartaáföll
- Hjartsláttartruflanir
- Gömul hjartaáföll og skemmdir á hjartavöðva
- Stækkanir á hjartavöðva (Hypertrophy) –> ef R-takkar eru orðinir risastórir
- Gollurshúsbólga (Pericarditis)
- Truflanir á elektrólítum
- Vökva í gollurshúsi
- ofl