Ofnæmi og astmi hjá börnum Flashcards
Sjúkdómar sem ónæmiskerfið miðlar
-Astmi
-Exem
-Ofnæmiskef
-Fæðuofnæmi
-Tengjast líka með þeim hætti að ef þú færð einn ofnæmissjúkdóm þá ertu líklegri til að fá annan.
-Gjarnan byrjar sem fæðuofnæmi og síðan kemur exem og þá astmi og ofnæmiskvef
-Umþ 1,5% af íslenskum börnum frá 10-11 ára eru með astma, exem og ofnæmiskvef
Algengi ofnæmissjúkdóma hefur aukist
-Hefur aukist þá sérstaklega í vestræna heiminum á síðustu áratugum þó það sé komið ákveðið jafnvægi í það núna, ekki bara eins og exem og þannig heldur líka aðrir sjúkdómar eins og MS, chrohns og sykursýki…
-Orsökin er annarsvegar hvernig við lifum hér, mataræðið okkar, notkun á sýklalyfjum og minni útsetning fyrir bakteríur og veirur og annað því það virðist vera að ónæmiskerfið þurfi örvun til þess að mynda þol – þurfum eitthvað jafnvægi af þessu þannig við verðum ekki veik en hæfilega útsett fyrir þessu
Erfðaþættir og ofnæmi
Ef að annað foreldri er með ofnæmi þá eru 20% líkur á að barnið fái ofnæmi ef báðir eru með ofnæmissjúkdóm en sitthvor þá eru 40% líkur á að barn fái og ef að þeir eru með sama ofnæmissjúkdómin eru það 70% líkur.
Hvað er astmi?
-Algengi hjá börnum er eitthvað kringum 10-20% í vestrænum heimi, kringum 9% á ísl
-Endurtekin teppa í lungaberkjum sem gengur til baka með lyfjum eða af sjálfu sér
-Bólga í lungaberkjum
-Aukin auðertni lungaberkja við áreiti
Einkenni:
-Hósti, mæði, hvæsiöndun getur verið til staðar, andþyngsli, slímmyndun
Hvæsiöndun hjá forskólabörnum
-Allt að helmingur barna fær að minnsta kosti einu sinni hvæsiöndun með kvef
-30-50% barna með endurtekna hvæsiöndun fá seinna meir astma
-75% af skólabörnum með astma eru laus við hann á fullorðinsárum
-Hvæsi öndun er oft kallað RS veirusýking eða vangreint við það, rangnefni, rs veldur hvæsiöndun en í 70% tilfella þá er fullt annað sem getur líka valið því, ekkert endilega ef þú færð rs veiruna þá færðu astma
Hvað getur valdið hvæsi?
-Kuldi
-Áreynsla
-Mengun
-Ofnæmi
-Kvef
Hverjir eru líkelgri til að fá astma?
-Þau börn sem eru bara með hvæsiöndun með kvef það köllum við hvæs með kvefi og svo eru það hinir sem fá hvæsiöndnu og astmaeinkenni bæði þegar þau fá kvef, hlægja,gráta, hlaupa alltaf með einkenni – líklegrri til að fá astma seinna meir
oFleiri strákar en stelpur sem hvæsa
oReikingar móður á meðgöngu hefur líka áhrif (líka eftir óbeinar reykingar)
RS veirusýking - Bráð berkjungabólga
-Veirusýking í neðri öndunarvegum ungra barna
-Oftast orsakað af RS veiruinni (70%)
-Fullt af öðrum veirum geta valdið þessu, rhino veira, inflúensa osfr
-20% barna fá bráða berkjulungabólgu
-Meðferðin er fyrst og fremst stuðningsmeðfeerð
-Prófa ventolin ef þau eru það slæm að lendi t.d. uppá bráðamóttöku
-Astmalyf eins og berkjuvíkkandi lyf og sterar hafa lítil eða engin áhrif
-Oft börnin sett á innöndunarpúst en rannsóknir sýna að það er ekki að sýna árangur.
Astmi – greining
-Saga og skoðun
-PEF (peak expiratory flow)
-Spirometria
PEF (peak expiratory flow)
Mælir þegar börn eru 6 ára og eldri, krakkinn fer heim með mælinn og sjáum hvort það sé mikill breytileiki yfir daginn og ef það er meira en 13% breytileiki hjá þessum börnum yfir daginn sér maður að þarna er eitthvað í gangi
Spyr er barnið að hósta á nóttunni, þegar hann hleypur og hamast, þegar hann er að gráta og hlægja, ef þeir segja já núna en er hann eh tíman ekki að hósta?
Hann hóstar aðalega bara þegar hann er kvefaður. þá er þetta oftast bráð berkjungabólga
Hóstar nú 2 mánðuði í röð, var ágætur í sumar og maður skoðar barnið og ef maður sé exem eða foreldir með ofnæmissjúkdóm
þá er líklegt að það sé astmi en ef ekki líklega hvæsi með kvefi.
Astmi hjá börnum ö Meðferð
-Stuttverkandi beta-2 hvetjari eftir þörfum
-Bæta við innöndunarstera í lágum skammti
-Bæta við langvirkum beta-2 hvetjara eða leukotrien hamlara
-Auka innöndunarstera
-Sterar í inntöku
-Horfa á barnið taka lyfin inn, er hann að taka þau rétt
-Horfa á barnið taka lyfin inn, er hann að taka þau rétt
-Ef viðkomandi er með af og til einkenni þá nootum við stuttverkandi Beta hvetjara, ventolin eða brikkamil – ef fólk þarf að nota þetta oftar en 2-3x í viku útaf einkennum þá þarf maður aðeins að bæta við, innöndunarstera í lágum skömmtum eftir þörfum kannski og ef það er ekki nóg er hægt að bæta við langverkandi beta agonista eins og t.d. seretide eða annað
-Svo þarf að muna að trappa niður þegar barnið fer að verða betri og minni einkenni þá minnkum við lyfin
Einkenni ofnæmiskvefs
-Hvæsiöndun með kvefi á kornabarns aldri um 80% verða einkennalaus þegar þau eldast
-Astmi á skólaaldri ¾ einkennalusir sem fullorðir
-Algengi 10-20% barna
Einkenni:
Nefrennsli
Nefkláði
Nefstíflur
Hnerri
Kláði í munni og eyrum
Skert lyktarskyn
Augnkláði
Þreyta og einbeitingaskortur
Algengustu ofnæmisvaldar
-Grasið lang alnegnasti ofnæmisvaldurinn
-Birki svo sem er nr 2 en 1 hvað varðar tré
-Kötturinn er lang algengasta dýrið
-Allt ofnæmi getur elst af.