Hjúkrun barna með krabbamein og blóðsjúkdóma Flashcards
Blóðsjúkdómar í börnum
-Alvarlegir blóðsjúkdómar sjaldgæfir, væg/tímabundin vandamál algeng
-Blóðleysi – flokkun og orsakir
-Járnskortsblóðleysi alengast
-Neutropenia / Leukopenia
-Blóðflögufæð – helstu orsakir
-Helstu gallar í storkukerfi
Blóðleysi – orsakir
Ónóg framleiðsla rauðra blóðkorna af tvennum toga:
-Truflun á starfsemi beinmergs
-Vöntun á nauðsynlegum efnum, t.d. járni þannig að framleiða á rbk er ekki eðlileg
Tap rauðra blóðkorna, ef blæðir einhversstaðar => blóðleysi
-Blæðing
Aukið niðurbrot rauðra blóðkorna
-Hemolysis
-Brotið niður hraðar en eðlilegt er
Einkenni blóðleysi
-Fölvi
-Þreyta, tachycard
-Samband milli einkenna og Hgb þéttni
-Einkenni fara eftir því hve hratt blóðleysi hefur þróast og hver orsökin er
Járnskortur og járnskortsblóðleysi
-Járnskortur algengasta orsök blóðleysis í börnum
-Algengasta ástæðan fyrir því er að það er ekki nógu mikið járn í fæðunni, kemur fram fyrst og fremst í litlum krökkum
-Langalgengast í börnum 1-3 ára
-Mjólkurdrykkja – mjög lítið járn í kúamjólk
-Unglingsstúlkur: Miklar tíðablæðingar - járntap
Neutropenia (Daufkyrningafæð)
-Þau blóðkorn sem við höfum mestan áhuga á þegar verið er að velta fyrir sér einhverjum blóðsjúkdómum eru neutrofilarnir eða kleifkjarna átfrumur sem eru eiginlega fyrsta vörn líkamans gegn sýkingum, ósérhæfða ónæmiskerfið, ef mikil fækkun þá er aukin hætta á alvarlegum sýkingum fer líka eftir því hver orsökin er fyrir fækkuninni
-Stundum fækkar þessum neutrofilum afþví að þessar frumur eru brotnar niður hraðar heldur en eðlilegt en framleiðslan er í fullu og þá eru yfirleitt minni sýkingarvandamál heldur en að ef framleiðslan er biluð, ef einhver sjúkdómur sem truflar framleiðsluna, þá er yfirleitt meiri vandamál til staðar og meiri hætta á alvarlegum sýkinum
Krakkar geta fengið neutropeniu (fækkkun á neutrofilum) á nokkra vegu:
Krónísk neutropenia – langvarandi
-Meðfædd neutropenia
Transient neutropenia – algengast
-Tímabundið, fækkun á hbk sem gengur spontant eða sjálfum sér til baka, langoftast veirusýkingar, fækkun á neutrofilum í pestum
-Ýmsar veirusýkingar
-Krabbameinslyf: Algengt að verði fækkun í tengslum við lyfjagjöf en þá er það þannig að framleiðslan bilar = meiri hætta á vandamálum og miklu frekar að krakkar séu settir á sýklalyf
-Önnur lyf (t.d. sulfalyf)
-Neonatal / isoimmune
Krónísk neutropenia – langvarandi
-Chronic benign neutropenia
-Autoimmune neutropenia
-Getur verið af ýmsum orsökum en tengist yfirleitt ónæmiskerfinu, mótefni sem myndast í blóðinu sem setjast á neutrofilana og þeim er eytt, í þessum tilfellum er oft framleiðslan í lagi og þessir krakkar ekki með mikil sýkingavandamál þrátt fyrir að þau geti verið með mikla fækkun
Meðfædd neutropenia
-Kostmann´s syndrome
-Cyclisk neutropenia
-Aðrar tegundir
-Skiptir máli hversu mikil fækkun og einnig hvers eðlis eða hver orsökin er, ef framleiðsla í lagi = ekki eins veikir
Neutropenia - almennt talið aukin hætta á pyogenic (bakteríu) sýkingum
¥ Cellulitis / Abscessar í húð
¥ Stomatitis / Gingivitis / Otitis media
¥ Pneumonia / Sepsis
¥ Staph. aureus /Gram neg. bakteríur
Tíðni sýkinga mjög breytileg
Idiopathic thrombocytopenic purpura (ITP)
-Áunnin blæðingartruflun
-Ónæmiskerfið sem er sökudólgur í þessu, myndast mótefni sem setjast á blóðflögurnar og þá er búið að merkja þær og verður eitt í miltanu:
-Fækkun blóðflagna vegna perifer eyðingar (ónæmiskerfi)
-Mismunagreining hvítbæði – getur verið byrjun þess
-Purpuru, litabreytingar vegna punktblæðinga undir húðinni án annarra merkja um blæðingu.
Tvö form í börnum:
-Akút ITP – barnaformið
-Krónískt ITP - fullorðinsformið
Akút ITP – barnaformið
-algengast í litlum börnum 2-5 ara algengast
-Byrjar skyndilega í áður hraustu barni
-Mikil fækkun - Blóðflögur < 30 x 109/L, oft mun lægri talning
-Gengur yfir á < 6 mán. í 80-90% tilvika, oft á nokkrum dögum eða vikum – vitum ekki hversu hratt það gerist
-Gengur yfir af sjalfu ser
Krónískt ITP - fullorðinsformið
-ITP sem stendur lengur en 6-12 mánuði
-Stendur lengur yfir og tengist ýmsum öðrum vandamálum
-Fækkun á blóðflögum en lengri aðdragandi, marblettir og húðblæðingar í langan tíma
-Getur byrjað fyrir 10 ára aldur
-Allt að 3 sinnum algengara í stúlkum
Auknar líkur á að ITP verði krónískt ef:
-Löng saga um marblettatilhneigingu
-Blóðflögutalning ekki mjög lág
-Aldur, kyn, ættarsaga um autoimmune sjúkdóma
Grunur um blæðingarsjúkdóm
-Einkenni: Marblettir, slímhúðarblæðingar, hematom, nefblæðingar, miklar tíðablæðingar
-Ættarsaga: Erfðir autosomal eða X-linked. Mjög margir sjúkdómar í storkukerfinu sem erfast á einhvern hátt
-Rannsóknir: Blóðstatus, PT, APTT, mæling storkupróteina
-Sérhæfðar storkurannsóknir
Helstu blæðingarsjúkdómar
-Von Willebrand sjúkdómurn -algengt: Von willebrand factor er prótein sem myndast í endothel frumum sem í þessum sjúkdómi er gallað eða er of lítið af því og = aukin blæðingarhætta
-Dreyrasýki
Factor VIII skortur – Hemofilia A
Factor IX skortur – Hemofilia B
-Aðrir afgengir eða áunnir sjúkdómar
Von Willebrand sjúkdómur
-Stafar af því að of lítið er af vWF eða virkar ekki eðlilega
-Algengasti blæðingarsjúkdómurinn
-Margar undirtegundir, meðferð breytileg
-Desmopressin á oft við sem meðferð
-Yfirleitt fremur vægur
-vWF tengist blóðflögum og einkenni því oft svipuð og við fækkun blóðflagna
-Marblettir, slímhúðarblæðingar
Dreyrasýki - Hemofilia
Flokkur arfgengra blæðingasjúkdóma sem orsakast af annmörkum ákveðinna storkuþátta.
Hemophilia A og B – genin sem eru gölluð eru á X litningnum, erfist X tengt
Eingöngu strákar – erfist X tengt víkjandi
Mismikill skortur á factor VIII eða IX (100% er eðlileg virkni)
-Alvarleg dreyrasýki - <1% virkni
-Meðalvæg - 1-5% virkni
-Væg dreyrasýki - 5-25% virkni
Alvarleg dreyrasýki - <1% virkni
-Þeir fá blæðingar spondandt getur blætt inn í liðamót eða vöðva og smám saman ef þetta gerist endurtekið þá leiðir þetta til þess að liðamótin eða vöðvinn skemmist,
-Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir þessar blæðingar
Væg dreyrasýki - 5-25% virkni
Bara passað uppá að skoða þá strax ef fá einkenni, ekki fyrirbyggjandi meðferð
Hægt að gefa factor í æð (storkuþætti
-Ef einkenni um blæðingu
Fyrirbyggjandi meðferð:
-Fyrir drengi með alvarlega dreyrasýki
-Meðferð byrjar kringum 1 árs aldur (settur lyfjabrunnur)
-Foreldrar læra að nota lyfjabrunn, stinga í og gefa factor sem kemur í veg fyrir blæðingar
Krabbamein í börnum
-Nýgengi 15/100.000 börn <15 ára/ári
-Algengasta dánarorsök barna eldri en 1 árs á eftir slysum
-Árangur meðferðar farið batnandi, lifun nú í heild yfir 80%
-Stækkandi hópur fólks á fullorðinsaldri “survivor of childhood cancer”
-Að meðaltali 12 börn yngri en 18 ára sem greinast á Íslandi árlega
-Mikið áfall fyrir foreldra / fjölskyldu
-Þörf á margvíslegum stuðningi
-Meðferð oft erfið og löng
-Meðferðarteymi nauðsynlegt
Krabbamein - rannsóknir
-Sjúkrasaga og skoðun
-Blóðrannsóknir
-Myndrannsóknir (ómun, TS, segulómun)
-Vefjasýni
-Krabbameinsmeðferð: Skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislar (reynum að sleppa), stuðningsmeðferð
Bættur árangur meðferðar – margar ástæður fyrir því
-Meðferð þróuð á vísindalegan hátt
-Meðferð valin skv. áhættuþáttum
-Ný lyf, hærri skammtar eldri lyfja, lyf gefin á markvissari hátt (ýmsir leggir)
-Bætt stuðningsmeðferð (sýklalyf, blóðgjafir, æðaleggir)
Önnur byrjunareinkenni en í fullorðnum
Hiti, megrun, lystarleysi, hósti og uppgangur, blóð í hægðum o.fl. sjaldnast einkenni um illkynja sjúkdóm hjá börnum – yfirleitt allt annað hjá
Fleiri dæmi um byrjunareinkenni hjá börnum
-Hvítblæði algengast i illkynja sjúkdómurinn á barnsaldri og hann presenterar venjulega með beinmergsbilun
-Langvarandi beinverkir / helti ± hiti
-Þreyta, fölvi, húðblæðingar
-Vaxandi eitlastækkanir (>3 cm.)
-Höfuðverkir / uppköst á morgnana
-Fyrirferð í kviðarholi
-Proptosis: Æxl í augntóft geta leitt til svona
-Þroti í andliti eða hálsi / vítt mediastinum
Illkynja sjúkdómar í börnum
-Hvítblæði sirka þriðjungur af öllum illkynja sjúkdómum á barnsaldri 1/3
-Heilatumorar í öðru sæti, sirka fjórðungur ¼
-Bara þessir tveir flokkar meiri en helmingurinn af öllum nýjum tilfellum af krabbameini á barnsaldri
-Lymphoma í 3.sæti, hodgins og non hodgins
-Í 4.sæti er æxli í nýrnahettum, geta verið líka víðar en byrja yfirleitt þar
-Í 5.sæti nýrnatumorar
-Svo sarcmein sem geta verið af ýmsum tegundum
Hvítblæði í börnum
-Algengasti greiningaraldurinn í hvítblæði er 2-3 ára.
-Algengara meðal kvarla,
-Acute lymphoblastic leukemia(ALL) 75-80%
Bráða eitilfrumukrabbamein
Barnahvítblæði
-Acute myeloid leukemia(AML) 15-20%
-CML / JMML / aðrar < 5%
Byrjunareinkenni hvítblæðis
-Algengast er beinmergsbilun í fyrstu, mismikið blóðleysi, fækkun á hbk, neutrofilum og blóðflögum og beinverkir
-Getur fundist fyrir tilviljun
Lífshættuleg sýking, blæðing eða öndunarerfiðleikar
-Venjulega einhver merki um mergbilun (fölvi, marblettir, hiti, sýkingar)
-Einkenni geta sést frá nánast hvaða líffæri eða líffærakerfi sem er
-Meðferðin tekur vanalega 2 ár, langur tími
Meðferð hvítblæðis (ALL)
¥ Induction 3-4 lyf í 4 vikur ® remission
¥ CNS profylaxis (1-3 lyf intrathecalt)
¥ Consolidation; 3-4 lyf, önnur en í induction
¥ Maintenance (aðallega 6-MP og MTX)
¥ Heildarlengd meðferðar venjulega 2-3 ár
Lymphoma
-Hodgkin´s eða non-Hodgkin´s lymphoma
-Eitilfrumuuppruni (B- eða T- frumur)
Meðal barna er Hodgkin algengara hjá unglingum en non-Hodgkin hjá yngri börnum. Báðar tegundir greinast í börnum og fullorðnum.
Mismunandi byrjunareinkenni
-Akút vs. Indolent
-Staðsetning (ofan eða neðan þindar)
-Útbreiðsla mjög breytileg
-B- einkenni í Hodgkin´s disease (þreyta, lystarleysi, megrun, hiti, nætursviti, kláði)
-A einkenni snemmeinkenni, harður eitill en engin sársauki í honum
Heilaæxli
-Margar tegundir með mismunandi horfur
-Næstalgengasta flokkur illkynja sjúkdóma.
-Infratentorial vs. supratentorial æxli
-Lifun í heild 60-70%. Horfur fara eftir:
-Tegund æxlis
-Staðsetningu (er hægt að fjarlægja æxli?)
-Fylgikvillum meðferðar