Hjúkrun barna með krabbamein og blóðsjúkdóma Flashcards

1
Q

Blóðsjúkdómar í börnum

A

-Alvarlegir blóðsjúkdómar sjaldgæfir, væg/tímabundin vandamál algeng
-Blóðleysi – flokkun og orsakir
-Járnskortsblóðleysi alengast
-Neutropenia / Leukopenia
-Blóðflögufæð – helstu orsakir
-Helstu gallar í storkukerfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Blóðleysi – orsakir

A

Ónóg framleiðsla rauðra blóðkorna af tvennum toga:
-Truflun á starfsemi beinmergs
-Vöntun á nauðsynlegum efnum, t.d. járni þannig að framleiða á rbk er ekki eðlileg

Tap rauðra blóðkorna, ef blæðir einhversstaðar => blóðleysi
-Blæðing

Aukið niðurbrot rauðra blóðkorna
-Hemolysis
-Brotið niður hraðar en eðlilegt er

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Einkenni blóðleysi

A

-Fölvi
-Þreyta, tachycard
-Samband milli einkenna og Hgb þéttni
-Einkenni fara eftir því hve hratt blóðleysi hefur þróast og hver orsökin er

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Járnskortur og járnskortsblóðleysi

A

-Járnskortur algengasta orsök blóðleysis í börnum
-Algengasta ástæðan fyrir því er að það er ekki nógu mikið járn í fæðunni, kemur fram fyrst og fremst í litlum krökkum
-Langalgengast í börnum 1-3 ára
-Mjólkurdrykkja – mjög lítið járn í kúamjólk
-Unglingsstúlkur: Miklar tíðablæðingar - járntap

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Neutropenia (Daufkyrningafæð)

A

-Þau blóðkorn sem við höfum mestan áhuga á þegar verið er að velta fyrir sér einhverjum blóðsjúkdómum eru neutrofilarnir eða kleifkjarna átfrumur sem eru eiginlega fyrsta vörn líkamans gegn sýkingum, ósérhæfða ónæmiskerfið, ef mikil fækkun þá er aukin hætta á alvarlegum sýkingum fer líka eftir því hver orsökin er fyrir fækkuninni
-Stundum fækkar þessum neutrofilum afþví að þessar frumur eru brotnar niður hraðar heldur en eðlilegt en framleiðslan er í fullu og þá eru yfirleitt minni sýkingarvandamál heldur en að ef framleiðslan er biluð, ef einhver sjúkdómur sem truflar framleiðsluna, þá er yfirleitt meiri vandamál til staðar og meiri hætta á alvarlegum sýkinum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Krakkar geta fengið neutropeniu (fækkkun á neutrofilum) á nokkra vegu:

A

Krónísk neutropenia – langvarandi

-Meðfædd neutropenia

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Transient neutropenia – algengast

A

-Tímabundið, fækkun á hbk sem gengur spontant eða sjálfum sér til baka, langoftast veirusýkingar, fækkun á neutrofilum í pestum
-Ýmsar veirusýkingar
-Krabbameinslyf: Algengt að verði fækkun í tengslum við lyfjagjöf en þá er það þannig að framleiðslan bilar = meiri hætta á vandamálum og miklu frekar að krakkar séu settir á sýklalyf
-Önnur lyf (t.d. sulfalyf)
-Neonatal / isoimmune

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Krónísk neutropenia – langvarandi

A

-Chronic benign neutropenia
-Autoimmune neutropenia
-Getur verið af ýmsum orsökum en tengist yfirleitt ónæmiskerfinu, mótefni sem myndast í blóðinu sem setjast á neutrofilana og þeim er eytt, í þessum tilfellum er oft framleiðslan í lagi og þessir krakkar ekki með mikil sýkingavandamál þrátt fyrir að þau geti verið með mikla fækkun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Meðfædd neutropenia

A

-Kostmann´s syndrome
-Cyclisk neutropenia
-Aðrar tegundir
-Skiptir máli hversu mikil fækkun og einnig hvers eðlis eða hver orsökin er, ef framleiðsla í lagi = ekki eins veikir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Neutropenia - almennt talið aukin hætta á pyogenic (bakteríu) sýkingum

A

¥ Cellulitis / Abscessar í húð
¥ Stomatitis / Gingivitis / Otitis media
¥ Pneumonia / Sepsis
¥ Staph. aureus /Gram neg. bakteríur

Tíðni sýkinga mjög breytileg

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Idiopathic thrombocytopenic purpura (ITP)

A

-Áunnin blæðingartruflun
-Ónæmiskerfið sem er sökudólgur í þessu, myndast mótefni sem setjast á blóðflögurnar og þá er búið að merkja þær og verður eitt í miltanu:
-Fækkun blóðflagna vegna perifer eyðingar (ónæmiskerfi)
-Mismunagreining hvítbæði – getur verið byrjun þess
-Purpuru, litabreytingar vegna punktblæðinga undir húðinni án annarra merkja um blæðingu.

Tvö form í börnum:
-Akút ITP – barnaformið
-Krónískt ITP - fullorðinsformið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Akút ITP – barnaformið

A

-algengast í litlum börnum 2-5 ara algengast
-Byrjar skyndilega í áður hraustu barni
-Mikil fækkun - Blóðflögur < 30 x 109/L, oft mun lægri talning
-Gengur yfir á < 6 mán. í 80-90% tilvika, oft á nokkrum dögum eða vikum – vitum ekki hversu hratt það gerist
-Gengur yfir af sjalfu ser

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Krónískt ITP - fullorðinsformið

A

-ITP sem stendur lengur en 6-12 mánuði
-Stendur lengur yfir og tengist ýmsum öðrum vandamálum
-Fækkun á blóðflögum en lengri aðdragandi, marblettir og húðblæðingar í langan tíma
-Getur byrjað fyrir 10 ára aldur
-Allt að 3 sinnum algengara í stúlkum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Auknar líkur á að ITP verði krónískt ef:

A

-Löng saga um marblettatilhneigingu
-Blóðflögutalning ekki mjög lág
-Aldur, kyn, ættarsaga um autoimmune sjúkdóma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Grunur um blæðingarsjúkdóm

A

-Einkenni: Marblettir, slímhúðarblæðingar, hematom, nefblæðingar, miklar tíðablæðingar
-Ættarsaga: Erfðir autosomal eða X-linked. Mjög margir sjúkdómar í storkukerfinu sem erfast á einhvern hátt
-Rannsóknir: Blóðstatus, PT, APTT, mæling storkupróteina
-Sérhæfðar storkurannsóknir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Helstu blæðingarsjúkdómar

A

-Von Willebrand sjúkdómurn -algengt: Von willebrand factor er prótein sem myndast í endothel frumum sem í þessum sjúkdómi er gallað eða er of lítið af því og = aukin blæðingarhætta

-Dreyrasýki
Factor VIII skortur – Hemofilia A
Factor IX skortur – Hemofilia B

-Aðrir afgengir eða áunnir sjúkdómar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Von Willebrand sjúkdómur

A

-Stafar af því að of lítið er af vWF eða virkar ekki eðlilega
-Algengasti blæðingarsjúkdómurinn
-Margar undirtegundir, meðferð breytileg
-Desmopressin á oft við sem meðferð
-Yfirleitt fremur vægur
-vWF tengist blóðflögum og einkenni því oft svipuð og við fækkun blóðflagna
-Marblettir, slímhúðarblæðingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Dreyrasýki - Hemofilia

A

Flokkur arfgengra blæðingasjúkdóma sem orsakast af annmörkum ákveðinna storkuþátta.

Hemophilia A og B – genin sem eru gölluð eru á X litningnum, erfist X tengt

Eingöngu strákar – erfist X tengt víkjandi

Mismikill skortur á factor VIII eða IX (100% er eðlileg virkni)

-Alvarleg dreyrasýki - <1% virkni
-Meðalvæg - 1-5% virkni
-Væg dreyrasýki - 5-25% virkni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Alvarleg dreyrasýki - <1% virkni

A

-Þeir fá blæðingar spondandt getur blætt inn í liðamót eða vöðva og smám saman ef þetta gerist endurtekið þá leiðir þetta til þess að liðamótin eða vöðvinn skemmist,
-Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir þessar blæðingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Væg dreyrasýki - 5-25% virkni

A

Bara passað uppá að skoða þá strax ef fá einkenni, ekki fyrirbyggjandi meðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hægt að gefa factor í æð (storkuþætti

A

-Ef einkenni um blæðingu

Fyrirbyggjandi meðferð:
-Fyrir drengi með alvarlega dreyrasýki
-Meðferð byrjar kringum 1 árs aldur (settur lyfjabrunnur)
-Foreldrar læra að nota lyfjabrunn, stinga í og gefa factor sem kemur í veg fyrir blæðingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Krabbamein í börnum

A

-Nýgengi 15/100.000 börn <15 ára/ári
-Algengasta dánarorsök barna eldri en 1 árs á eftir slysum
-Árangur meðferðar farið batnandi, lifun nú í heild yfir 80%
-Stækkandi hópur fólks á fullorðinsaldri “survivor of childhood cancer”
-Að meðaltali 12 börn yngri en 18 ára sem greinast á Íslandi árlega
-Mikið áfall fyrir foreldra / fjölskyldu
-Þörf á margvíslegum stuðningi
-Meðferð oft erfið og löng
-Meðferðarteymi nauðsynlegt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Krabbamein - rannsóknir

A

-Sjúkrasaga og skoðun
-Blóðrannsóknir
-Myndrannsóknir (ómun, TS, segulómun)
-Vefjasýni
-Krabbameinsmeðferð: Skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislar (reynum að sleppa), stuðningsmeðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Bættur árangur meðferðar – margar ástæður fyrir því

A

-Meðferð þróuð á vísindalegan hátt
-Meðferð valin skv. áhættuþáttum
-Ný lyf, hærri skammtar eldri lyfja, lyf gefin á markvissari hátt (ýmsir leggir)
-Bætt stuðningsmeðferð (sýklalyf, blóðgjafir, æðaleggir)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Önnur byrjunareinkenni en í fullorðnum

A

Hiti, megrun, lystarleysi, hósti og uppgangur, blóð í hægðum o.fl. sjaldnast einkenni um illkynja sjúkdóm hjá börnum – yfirleitt allt annað hjá

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Fleiri dæmi um byrjunareinkenni hjá börnum

A

-Hvítblæði algengast i illkynja sjúkdómurinn á barnsaldri og hann presenterar venjulega með beinmergsbilun
-Langvarandi beinverkir / helti ± hiti
-Þreyta, fölvi, húðblæðingar
-Vaxandi eitlastækkanir (>3 cm.)
-Höfuðverkir / uppköst á morgnana
-Fyrirferð í kviðarholi
-Proptosis: Æxl í augntóft geta leitt til svona
-Þroti í andliti eða hálsi / vítt mediastinum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Illkynja sjúkdómar í börnum

A

-Hvítblæði sirka þriðjungur af öllum illkynja sjúkdómum á barnsaldri 1/3
-Heilatumorar í öðru sæti, sirka fjórðungur ¼
-Bara þessir tveir flokkar meiri en helmingurinn af öllum nýjum tilfellum af krabbameini á barnsaldri
-Lymphoma í 3.sæti, hodgins og non hodgins
-Í 4.sæti er æxli í nýrnahettum, geta verið líka víðar en byrja yfirleitt þar
-Í 5.sæti nýrnatumorar
-Svo sarcmein sem geta verið af ýmsum tegundum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hvítblæði í börnum

A

-Algengasti greiningaraldurinn í hvítblæði er 2-3 ára.
-Algengara meðal kvarla,

-Acute lymphoblastic leukemia(ALL) 75-80%
Bráða eitilfrumukrabbamein
Barnahvítblæði

-Acute myeloid leukemia(AML) 15-20%

-CML / JMML / aðrar < 5%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Byrjunareinkenni hvítblæðis

A

-Algengast er beinmergsbilun í fyrstu, mismikið blóðleysi, fækkun á hbk, neutrofilum og blóðflögum og beinverkir
-Getur fundist fyrir tilviljun
Lífshættuleg sýking, blæðing eða öndunarerfiðleikar
-Venjulega einhver merki um mergbilun (fölvi, marblettir, hiti, sýkingar)
-Einkenni geta sést frá nánast hvaða líffæri eða líffærakerfi sem er
-Meðferðin tekur vanalega 2 ár, langur tími

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Meðferð hvítblæðis (ALL)

A

¥ Induction 3-4 lyf í 4 vikur ® remission
¥ CNS profylaxis (1-3 lyf intrathecalt)
¥ Consolidation; 3-4 lyf, önnur en í induction
¥ Maintenance (aðallega 6-MP og MTX)
¥ Heildarlengd meðferðar venjulega 2-3 ár

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Lymphoma

A

-Hodgkin´s eða non-Hodgkin´s lymphoma
-Eitilfrumuuppruni (B- eða T- frumur)

Meðal barna er Hodgkin algengara hjá unglingum en non-Hodgkin hjá yngri börnum. Báðar tegundir greinast í börnum og fullorðnum.

Mismunandi byrjunareinkenni
-Akút vs. Indolent
-Staðsetning (ofan eða neðan þindar)
-Útbreiðsla mjög breytileg
-B- einkenni í Hodgkin´s disease (þreyta, lystarleysi, megrun, hiti, nætursviti, kláði)
-A einkenni snemmeinkenni, harður eitill en engin sársauki í honum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Heilaæxli

A

-Margar tegundir með mismunandi horfur
-Næstalgengasta flokkur illkynja sjúkdóma.
-Infratentorial vs. supratentorial æxli
-Lifun í heild 60-70%. Horfur fara eftir:
-Tegund æxlis
-Staðsetningu (er hægt að fjarlægja æxli?)
-Fylgikvillum meðferðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Neuroblastoma (Taugakímfrumnaæxli)

A

-Æxli í nýrnahettum, 0-3 ára algengast
-Mjög breytileg biologisk hegðun
-Stig I - IV og IV-S
-Um 6% greininga.

-Myndast í ungbörnum og ungum börnum, mjög sjaldgæft að greinist eftir 10 ára aldurinn.
-Algengast að æxlið byrji í kvið en getur myndast hvar sem er meðfram sympatíska taugakerfinu, myndar fyrirferð.
-Getur einnig framkallað verk í beinum og hita.

-Horfur batnandi, fara eftir stigi sjúkdóms og aldri barns við greiningu
Stig I-III, <1árs: Lifun 80-90%
Stig IV, <1 árs: Lifun >50% (?)
Stig IV, >1 árs: Lifun 10-30% (?)

34
Q

Wilms tumor

A

-Nýrnaæxli, oft mjög stór
-Börn á forskólaaldri
-Einkenni: Þögul fyrirferð, ± hematuria
-Horfur góðar, fer þó eftir histologiu
-Stig I - V
-Æxlið getur vaxið inn í æðar
-Skurðaðgerð og lyfjameðferð, stundum þörf á geislameðferð

35
Q

Góðkynja æxli

A

-Vex staðbundið og dreifir sér ekki.
-Ekkert endilega alltaf góð, góðkynja æxli í heila ekki góð staðsetning, geta líka farið að framleiða hormón og annað…
-Sum góðkynja æxli geta þróast yfir í illkynja æxli, þess vegna er talað um vissar góðkynja tegundir sem forstig krabbameina (ss. kirtilsepaæxli í ristli)

36
Q

Illkynja æxli

A

-Ef frumuvöxturinn er ekki meðhöndlaður vex hann áfram og dreifir sér um líkamann, myndar meinvörp og leiðir að lokum til dauða. Almennt kallað krabbamein.
-Ef ekkert gert, endar ekki vel
-Vex stjórnlaust

37
Q

Krabbamein hjá börnum

A

-Bráðahvítblæði og æxli í miðtaugakerfi algengast
-Krabbamein í börnum vex oftast hratt og þau geta veikst mjög skyndilega. Greinist oftar á hærri stigum en hjá fullorðnum en þó með betri horfum: Ekki endilega ókostur því krabbameinslyfin virka oft vel á æxli sem vaxa hratt
-Ákveðnir sjúkdómar/sýkingar og heilkenni geta aukið hættuna á krabbameini hjá börnum, t.d. Epstein-barr sýking og Burkitt’s, Hogdkin’s og Nasopharyngeal krabbamein, Downs heilkenni og hvítblæði.
-Um 8 af 10 börnum og unglingum sem greinast með krabbamein lifa ≥5 ár og meirihluti þeirra lifir til lengri tíma

38
Q

Helstu fastaæxli (solid tumors) sem mynda massa/fyrirferð í börnum

A

-Krabbamein í beinum, líffærum eða vefjum
-Heilaæxli/MTK æxli
-Krabbamein í beinum
-Wilms tumor

39
Q

Æxli í heila og miðtaugakerfi:

A

-Geta verið góðkynja ( oft á slæmum stað!) eða illkynja.
-Önnur algengustu krabbameinin í börnum (algengustu fastaæxlin), um 26% greininga.
-Greinast of seint þar sem höfuðverkur er algengur
-Margar tegundir; meðferð og horfur mismunandi.
-Flest byrja í neðri hluta heilans (litla heila og heilastofni).
-Einkenni geta verið höfuðverkur, ógleði, uppköst, sjóntruflanir, flog, vandræði með gang eða að meðhöndla hluti, breytt hegðun o.fl.
-Æxli í mænu eru sjaldgæfari.

40
Q

Krabbamein í beinum:

A

-Krabbamein sem eiga upptök sín í beinum (frumæxli) eru algengari meðal eldri barna og unglinga en geta komið á hvaða aldri sem er. Um 3% greininga.
-Osteosarcoma
-Ewing sarcoma

41
Q

Osteosarcoma

A

-Algengast meðal unglinga. Myndast yfirleitt þar sem bein vaxa hratt, s.s. nálægt endum lengri beina fótleggja (algengast í femur) eða handleggja. Veldur oft beinverk sem versnar að nóttu eða við hreyfingu. Getur einnig orsakað bólgu á svæðinu kringum beinið.
-Algengast að komi upp í stóru löngu beinunum eins og lærlegg
-Meðferð krabbameinslyf, beinhlutinn með meininu í fjarlægður

42
Q

Ewing sarcoma

A

-Algengara meðal ungra unglinga, sjaldgæfara en osteosarcoma. Algengast að myndist í mjaðmabeini, brjóstvegg (s.s. rifbeini eða herðablaði) eða í miðju lengri beina í fótum. Einkenni almennt verkir og bólga.
-Mjög oft notaðir geislar, einstaka sinnum stofnfrumumeðferð, ef dreift mein getur endað með mjög mikilli meðferð með tilheyrandi meiri líkum á síðbúnum afleiðingum seinna meir

43
Q

Wilms æxli (Nýrnakímfrumnaæxli/Nephroblastoma):

A

-Um 5% greininga.
-Yfirleitt bara í öðru nýranu.
-Algengast að greinist milli 3-4 ára, sjaldgæft eftir 6 ára.
-Æxlið vex hratt, tvöfaldar stærð sína á 11-13 dögum, fyrirferð getur sést við hlið miðlínu kviðar.
-Stundum hafa börn önnur einkenni eins og hita,ógleði eða litla matarlyst. Blóðmiga og kviðverkir sjást stundum.
-Það MÁ EKKI þrýsta á æxlið!
-Foreldrar taka oftast eftir þessu t.d. ef þeir eru að þvo þeim og finna allt í einu fyrirferð

44
Q

Sjónkímfrumnaæxli (Retinoblastoma):

A

-Krabbamein í augum, um 2% greininga.
-Kemur yfirleitt fram hjá börnum fyrir 2ja ára aldurinn, sjaldgæft að greinist eftir 6 ára.
-Finnst yfirleitt þegar foreldri eða læknir tekur eftir einhverju óvenjulegu við augað. Yfirleitt þegar ljósi er beint að augum virkar pupillan rauð vegna æðanna sem eru í botni augans. Í auga barns með retinoblastoma líta pupillurnar oft út fyrir að vera hvítar eða bleikar. Þessi hvíta glýja augans gæti sést þegar mynd er tekin með flassi.

45
Q

Hvíblæði

A

-Óheft framleiðsla á óþroskuðum hvítum blóðkornum (blastar) í blóðmyndandi vefjum líkamans (mergnum) – Horfur oftast góðar.
-Algengasta krabbameinið í börnum ≤14 ára (um 30% greininga).
-Algengast er ALL (algengast 2 ár) og síðan AML(erfiðari meðferð 6 mán). Krónískt hvítblæði er mjög sjaldgæft meðal barna.
-Einkenni við greiningu á hvítblæði geta verið sýkingar, blæðingar, fölvi, þreyta, beinverkir og oft stækkun á lifur, milta og eitlum.

46
Q

Hyperleukocytosis (Hvítkornaríki á ísl)

A

-Hátt gildi blasta (hvítblæðifrumur) í blóðrásarkerfinu
-Hætta á stíflu í háræðakerfinu, efnaskiptabrenglunum, skemmdum á líffærum (lungu, MTK), blóðtappa, rof á æð. Getur að lokum leitt til metaboliskrar acidosu.
-Fara þarf varlega í blóðgjafir á sama tíma og tryggja þarf nægilegan blóðrauða fyrir súrefnisflutning út í vefi.
-Gefinn er mikill vökvi í æð, þvagræsilyf ef draga þarf úr álagi á hjarta og öndunarkerfi.

47
Q

Einkenni sem gætu bent til barnakrabbameins og þarf að skoða betur!

A
  1. Fölvi, óeðlilegir marblettir, blæðing, beinverkir =Hvítblæði
  2. Bólgur eða fyrirferð – sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu = Hopkins
  3. Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti = B einkenni Hopkins
  4. Breytingar í augum, hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu = Sjónkímfrumnaæxli
  5. Bólga eða fyrirferð í kvið = Nýra, taugakerfi
  6. Höfuðverkur, sérstaklega ef óvanalega þrálátur eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum) =Heilaæxli
  7. Verkur í útlimum eða beinverkur, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu =Beinæxli
48
Q

Nýgreining - Þarfir fjölskyldunnar

A

-Kynnast fjölskyldunni
-Fræðsla
-Stuðningur
-Réttindamál

49
Q

Krabbameinslyf

A

-Cell-cycle-specific agents: Virka á ákveðnum tíma í frumuskiptingarferlinu, virka best á frumur sem skipta sér hratt.
-Cell-cycle-nonspecific agents: Virka á frumurnar óháð því hvar þær eru staddar í frumuskiptingunni. Áhrifin ráðast af skammtastærð.
-Yfirleitt notuð saman

50
Q

Helstu aukaverkanir í tengslum við krabbameinslyfjameðferð

A

-Tumor lysis syndrome
-Verkir*
-Ógleði og uppköst*
-Lystarleysi og þyngdartap*
-Þyngdaraukning*
-Hægðatregða*
-Beinmergsbæling
-Slímhúðarbólga*

51
Q

Tumor lysis syndrome

A

-Helst í non-Hodgkin lymhpoma (s.s. Burkitt’s) og hvítblæði
-Orsök: Úrgangsefni sem myndast við niðurbrot æxlisfruma - einkenni byrja oftast um 1-3 shr eftir að lyfjameðferð hefst
-Hækkun á þvagsýru, fosfati, kalíum og kreatinin
-Lækkun á kalsíum og jóniseruðu kalsíum (obs kalkkrampa)
-Þvagsýra → kristallar í nýrnapíplum → hætta á nýrnabilun
-Hækkun á kalíum → hjartsláttartruflanir → hætta á hjartastoppi
-Gefa þarf mikinn vökva og halda ph þvags 7-7,5
-Tíðar blóðprufur, náið eftirlit, hjartamónitor

52
Q

Hjúkrun tumor lysis

A

-Þarf að fylgjast mjög vel með sjúklingum í þessu ástandi, mest hætta á nýrnabilun og hjartastoppi (verið að eyða æxlinu) byrjar oft þegar sterameðferðin byrjar með hvítblæði, þarf að láta vita ef barn fer í svæfingu og er kannski að greinast og er ekki byrjaður að fá nein lyf þá þarf að láta vita að gefa ekki stera í svæfinunni (oft gefið við ógleði) því sterar byrja þetta oft
-Oft 2-3 dagar þegr barn er í þessu ástandi

53
Q

Beinmergsbæling

A

-Merki um beinmergsbælingu byrjar yfirleitt um 7-10 dögum eftir lyfjameðferðina og lýkur oftast á innan við 3-4 vikum

Mikilvægir þættir sem fylgjast þarf með:
-Sýkingavarnir
-Blóðhagur
-Hiti
-Líðan

54
Q

Daufkyrningafæð (neutropenia)

A

-Neutrophil <0,5 x 109/l (<500 frumur/µl)
-Neutrophil 0,5-1,0 en viðbúið að lækki niður fyrir 0,5 á næstu 48 klukkustundum
-Nær oftast hámarki á 7. til 14. degi frá upphafi lyfjameðferðar

55
Q

Daufkyrningafæð og hiti – uppvinnsla

A

-Hröð (en örugg!) uppvinnsla – lífshættulegt ástand:
-Ástand barns – lífsmörk - upplýsingar
-Nálaruppsetning: Blóðræktun + prufur (sent akút og fylgst með niðurstöðum, blóðhagur kemur fljótt) – vökvi skv. ord
-Nánari skoðun og sýnatökur fyrir ræktun
-Stuðningslyf
-Sýklalyf sem fyrst! – þurfa líka mikið eftirlit
-Rauðkornaþykkni/blóðflögur ef þarf
-Hreinlæti
-Næring (ekki hráan mat)

56
Q

Survivorship

A

-Klínísk viðmið: Einstaklingur sem lauk krabbameinsmeðferð fyrir a.m.k. 2-5 árum

-Rannsóknir: Miða almennt við 5 ára lifun frá greiningu

-National Cancer Institute: Miða við greiningu og út lífið – survivor þar til annað kemur í ljós!

56
Q

“Gautaborgarmódelið“ - Eftirfylgd eftir krabbamein í æsku

A

-Yfirleitt fyrstu 5 árin, t.d með Hodgkins þá er yfirleitt myndað í 5 ár og ef eins og beinkrabbamein og lungum þá er myndað í 10 ár – mismunandi
-Fyrstu 5 ár verið að hrofa á hvort nýrun sé í lagi, hvort barnið sé að vaxa og allt þetta venjulega

57
Q

Með vöxt og þroska, líffærin

A

-Sum lyf geta haft áhrif á hjartað – þarf kannski að fylgjast með því út lífið, önnur lyf geta valdið því að nýrun fara kannski að tapa út kalíum
-Með frjósemi hjá konum getur haft áhrif á fjölda eggja, geta farið fyrr í tíðahvörf, eru kannski alveg frjóar en fara fyrr í tíðahvörf – í amerískum leiðbeiningum talað um að ef þær eru 30 ára og ekki komnar í barneignahugleðingar en ætla að eiga börn að fara í alveg mat á frjósemisstofu, við höfum hér miðað við 27 ára – hafa í huga að eggjunum fækkar og ef kona fer ung í tíðahvörf þá uppbótarmeðfeðr með kvenhormónum
-Að fá seinna krabbamein, helst eftir geisla, upplýsa fólk að vera meðvituð um geislasvæðið, fylgjast með því, passa að brenna ekki

58
Q

Tilgangur Eftirfylgdar

A

-Efla heilsu, lífsgæði og sjálfsumönnun með áhættutengdu heilbrigðismati, stuðningi og fræðslu.
-Veita upplýsingar um tengsl meðferðar við síðbúnar afleiðingar – Vegabréf eftir krabbameinsmeðferð-Auka líkur á að uppgötva síðbúnar afleiðingar snemma og ráðleggja tímabær inngrip.
-Koma á viðvarandi eftirliti með heilsufari í viðeigandi fullorðinsþjónustu.
-Hvetja til heilbrigðra lífsvenja!

59
Q

Vegabréf eftir krabbameinsmeðferð inniheldur upplýsingar um:

A

-Krabbameinsgreininguna
-Meðferðarskema
-Aðgerðir / sýnatökur
-Íhluti
-Krabbameinslyf:
-Geisla: Staðsetningu, staka og heildarskammta (Gy)
-Stofnfrumuskipti og meðferð fyrir
-Áhrif meðferðar (sálfélagsleg & líffærakerfi)
-Ráðleggingar um eftirfylgd á grunni meðferðar

60
Q

Rákvöðvasarkmein / rhabdomyosarcoma:

A

-Krabbamein í beinagrindarvöðvum.
-Um 3% greininga.
-Algengasta tegund mjúkvefjasarkmeina í börnum (sérlega <5 ára).
-Getur komið hvar sem er í líkamanum, þ.m.t. á höfði og hálsi, nára, kvið, mjaðmagrind eða á handleggjum eða fótleggjum.
-Getur valdið verkjum, bólgu (hnúð) eða bæði.

61
Q

Nasopharyngeal carcinoma

A

Krabbamein í nefkoki. Sjaldgæft hjá börnum (frekar hjá unglingum en ungum börnum).
-Meðferð almennt geislameðferð og oft krabbameinslyf (einstaka sinnum skurðaðgerð líka).

62
Q

Kímfrumuæxli (Germ cell tumor):

A

-Geta verið góðkynja (teratomas) eða illkynja. Myndast oftast í kynfrumum, þ.e. eista eða eggjastokk, en geta komið annarsstaðar (s.s. kvið, mjaðmagrind, miðmæti, heila).
-Stundum fæst lækning með skurðaðgerð eingöngu, en oft þarf einnig að gefa krabbameinslyf.

63
Q

Krabbamein í lifur

A

Mjög sjaldgæft (1-2%). Hepatoblastoma er algengasta tegundin, kemur oftast upp hjá mjög ungum börnum (2mán-3ára). Hepatocellular carcinoma er algengara hjá 10-16 ára.

64
Q

Hjúkrunaráætlun

A

-Byggir m.a. á tegund krabbameins, meðferðarformi og hvar í meðferðinni barnið er statt:
-Sýkingavarnir & sýkingar
-Næring & vökvajafnvægi
-Útskilnaður
-Verkir
-Lyfjagjafir
-Aukaverkanir / fylgikvillar sjúkdóms, meðferðar
-Vöxtur og þroski
-Andleg líðan
-Lífsgildi / trúarlegar þarfir

65
Q

Stuðningur, fræðsla og undirbúningur fyrir inngrip (s.s. rannsóknir og meðferð) miðast m.a. við:

A

-Aldur og þroska barns
-Alvarleika veikinda
-Fjölskylduaðstæður
-Huga að systkinum, öðrum nánum fjölskyldunni og félögum

66
Q

Bráðatilfelli: Metabolisk

A

-Tumor lysis syndrome
-Septiskt sjokk
-Hypercalcemia

67
Q

Bráðatilfelli: Blóðtengt

A

-Beinmergsbæling
-Hyperleukocytosis

68
Q

Bráðatilfelli: Æxli sem þrýsta á líffæri

A

-Þrýstingur á mænu
-Hækkaður innankúpuþrýstingur
-Blæðingar í heila
-Krampar
-Lifrarstækkun
-Teppa í meltingarvegi
-Hjarta- og öndunarfæravandamál
-Superior vena cava syndrome

69
Q

Bráðaofnæmiskast / Anaphylaxis: Viðbrögð

A

-Stöðva lyfjagjöf/fjarlægja ofnæmisvald & hringja neyðarbjöllu
-Kanna ástand barns (BBB/ABCDE) & bregðast við (s.s. 100% súrefni)
-Láta hringja á lækni og/eða neyðarteymi eins og við á
-Fyrsta lyf við bráðaofnæmiskasti er ADRENALÍN im
-Náið eftirlit með barni: Mónitor, mæla blóðþrýsting ört, obs öndun.
-Skrá í sjúkraskrá barns & atvikaskrá!

70
Q

Flest krabbameinslyf reiknuð á líkamsyfirborð (m²)

A

-Dæmi: Barn sem er 56 kg og 165 cm:
-56x165 = 9240/3600 = 2,57 → kvaðratrótin af þeirri tölu = 1,60 m²

71
Q

Slímhúðarbólga

A

-Algeng aukaverkun frumudrepandi lyfja og geisla
-Byrjar á 3. til 5. degi eftir upphaf lyfjameðferðar, nær hámarki á 7. til 14. degi og varir í um 3 vikur
-Munnhirða mikilvæg og obs endaþarm (þarf smyrsl?)!
-Meta: Þörf fyrir staðdeyfilyf, verkjalyf, næringartengdan stuðning
-Forðast: Ertandi fæðu; gosdrykki; munnskol sem innihalda alkahól

72
Q

Stofnfrumuígræðsla

A
  • Stofnfrumuígræðsla er meðferð sem gengur út á að byggja upp heilbrigðar frumur.
    -Stofnfrumugjafar geta verið skyldir eða óskyldir, með samsvarandi mótefnavaka eða ekki. Hægt er að nota stofnfrumur sem safnað er úr blóðrásarkerfinu, úr beinmerg eða úr naflastreng.
    -Áður en stofnfrumur eru gefnar þarf að veita meðferð til að bæla niður beinmerg sjúklingsins. Gefin er háskammta krabbameinslyfjameðferð og í sumum tilfellum er einnig gefin lágskammta geislameðferð á allan líkamann. Að nokkrum dögum liðnum eru heilbrigðar stofnfrumur gefnar með inndælingu í æð. Þaðan koma þær sér í beinmerginn og hefja framleiðslu á blóðfrumum.
73
Q

Tegundir stofnfrumuígræðslu: Allogenic

A

-Stofnfrumugjafi með sambærilegan vefjaflokk, skyldur eða óskyldur.
-Naflastrengur: Stofnfrumum safnað úr naflastreng eftir fæðingu barns og notað til gjafar.
-HAPLO: Mergur frá foreldri, systkini eða barni eru ekki alltaf fullkomlega sambærileg við vefjaflokk sjúklingsins, en gefa 50% samræmi. Er stundum notað ef sambærilegur gjafi finnst ekki.

74
Q

Tegundir stofnfrumuígræðslu:Autologous

A

Stofnfrumum sjúklingsins er safnað úr blóði og gefið aftur að lokinni háskammtakrabbameinslyfjameðferð.

75
Q

Geislameðferð

A

-Tilgangur geislameðferðar getur verið að lækna sjúkdóminn eða halda honum niðri og hindra þannig frekari útbreiðslu hans um óákveðinn tíma.

Aukaverkanir:
-Þreyta og lystarleysi
-Aum, þurr og rauð húð á geislasvæði
-Hármissir ef geislað er á hærð svæði
-Beinmergsbæling

76
Q

Blóðleysi - Anemia

A

-Algengasta vandamálið tengt blóði í börnum
-Heildarfjöldi rauðra blóðkorna (RBC) og/eða blóðrauði (hemoglobin) undir viðmiðum
-Minnkuð geta til að flytja súrefni
-Blóðleysi er einkenni, finna þarf orsök
-Minnkuð súrefnis-flutningsgeta blóðsins = Minna súrefni sem fer til vefja líkamans
-Einkenni: Fölvi, þreyta. vaxtarskerðing

77
Q

Meðferð við blóðleysi

A

-Meðhöndla þarf undirliggjandi orsök
-Blóðgjöf eftir þörfum við blæðingu
-Næringarinngrip ef blóðleysi stafar af röngu mataræði
-Stuðningsmeðferð: Fræðsla til fjölskyldunnar, Vökvi í æð til að bæta upp vökvamagn í æðakerfi, Súrefni, Hvíld, Næring

78
Q

Járnskortsblóðleysi

A

-Einkenni: Fölvi og önnur einkenni blóðleysis, einnig hegðunarbreytingar, skortur á einbeitingu / skert námsgeta, breytingar á epitheli / slímhúðum, minnkuð matarlyst, aukin tíðni sýkinga
-Orsök: Of lítið framboð, járntap, vöxtur
-Fyrirsjáanlegt við viss þroskatímabil
-Í fyrirburum vegna lítilla járnbirgða
-Við 12 til 36 mánaða aldur vegna mikillar neyslu á kúamjólk og járnlítils mataræðis
-Í unglingum, vaxtarkippur og lélegar matarvenjur
-Meðferð: Mataræði og/eða uppbótarmeðferð m. járni

79
Q

Sigðkornablóðleysi (sickle cell anemia):

A

-Arfgengur víkjandi blóðrauðasjúkdómur. Ef báðir foreldrar eru arfblendnir (hafa í sér eitt sigðkornagen og eitt venjulegt gen) eru 25% líkur á að barnið þeirra fái sjúkdóminn.
-Eðlilegum blóðrauða skipt út að hluta eða alveg fyrir óeðlilegan blóðrauða hgb S. Hgb S í rauðu blóðkornunum tekur á sig „sigðlaga lögun“, stíf og hindra blóðflæði í háræðum, geta stíflað miltað. 5-10% fá heilablóðfall.
-Á svæðum þar sem malaría er algeng þola þeir sem eru arfblendnir malaríuna betur en þeir sem ekki hafa í sér sickle cell gen.
-Mikilvægt að séu ekki þurr, forðast súrefnisbreytingar, sýkingarhætta v. miltistöku (bólusetningar!).

80
Q

Dvergkornablóðleysi (thalassemia):

A

-Blóðleysi vegna galla á myndun blóðrauða (hgb), uppbygging rauðra blóðkorna gölluð auk styttri líftíma rauðra blóðkorna.
-Arfgengur víkjandi erfðasjúkdómur sem hefur áhrif á myndun blóðrauða (hgb), báðir foreldrar verða að vera arfberar til að barn fái sjúkdóminn, mismunandi form, a og b.
-Beta (b) skiptist í fjóra flokka, alvarlegast er thalassemia major (Cooley anemia), mikið og alvarlegt blóðleysi, reglulegar blóðgjafir lífsnauðsynlegar -> Ferritín safnast upp og þarf að losa út með járnbindandi efni (Chelation therapy).

81
Q

Dreifð blóðstorkusótt / disseminated intravascular coagulation (DIC)

A

-Blóðstorkutruflun – ýmsar orsakir (s.s. bólguviðbrögð, sýkingar, krabbamein)
-Greining: Skoðun & lengd storkupróf

Afleiðingar:
-Súrefnisþurrð
-Súrnun
-Lost
-Endothelial skemmdir (innra lag æða)

Tveir fasar:
-Of mikil thrombin framleiðsla -> hætta á blóðtappa!
-Storkueyðingarkerfi virkjuð og orsaka óeðlilega mikla eyðingu á storkuþáttum → hætta á blæðingu!