Mæðravernd -RIB, 13. apríl Flashcards
Á hvaða tímabili er burðarmálsdauði (perinatal mortality) skilgreindur?
Eftir 22 viku meðgöngu og fram yfir viku eftir fæðingu.
WHO skilgreinir: „dauða sem á sér stað seint á meðgöngu (22 vikur eða yfir), í fæðingu og allt að viku eftir fæðingu“.
Hvaða tímabil er puerperium?
Frá fæðingu og næstu 6 vikurnar. Einnig kallað postpartum period eða postnatal period.
Þrjú markmið mæðraverndar?
Draga úr burðarmálsdauða
Koma í veg fyrir mæðradauða
Minnka morbiditet
Konur eru flokkaðar í liti eftir hve áhættusöm meðgangan er, hvaða litir eru þetta og hvert fer hver litur?
Grænar, gular og rauðar (eða I, II og III).
Grænum og gulum konum er fylgt eftir á heilsugæslu hjá heilsugæslulækni og ljósmóður
Rauðum konum og sumum gulum er fylgt eftir í áhættumæðravernd á kvennadeild LSH.
Við hvaða klínísku leiðbeiningar er stuðst við fyrir mæðravernd?
NICE leiðbeiningar (National institute for clinical excellence)
Mæðravernd er ókeypis að undanskildu….?
- Snemmómun með hnakkaþykkt og lífefnavísum (SÞL).
- Ýmsar beiðnir og vottorð
Hver er tilgangur mæðraeftirlits hjá low risk konum (grænum)?
- SKIMUN. Viljum finna einkennalausa sjúkdóma
- Veita meðferð við kvillum og krankleika
- Ráðgjöf, upplýsing, stuðningur
Við leitum að GDM (Gestational diabetes mellitus) hjá áhættuhópum, hverjar eru í aukinni áhættufyrir GDM?
(7 atriði)
- Fyrri saga um sykursýki eða skert sykurþol
- Aldur yfir 40 ár
- BMI yfir 30
- Ættarssaga (1° ættingjar)
- Kynþáttur annar en hvítur
- Fætt þungbura (yfir 4500g)
- (PCO)
Hvenær á meðgöngunni er fyrsta skimun fyrir GDM (hjá konum sem falla undir áhættuhóp) ?
Á 12 viku, mælum fastandi blóðsykur
Eeeeen ef fastandi blóðsykur á 12 viku meðgöngu er eðlilegur (blóðsykur undir 5,1mmol/L)? Þá bara ok og fylgjumst ekkert meira með bs?
Nein, enn þá möguleiki á að hún þrói með sér GDM síðar á meðgöngunni þ.a. við mælum aftur við 24-26 viku og gerum þá sykurþolspróf.
Hvað er það helsta sem skimað er fyrir í mæðravernd? (7 atriði)
- Anemiu
- Háþrýstingi (fyrirverandi háþrýstingi, meðgöngu háþrýstingi og preeclampsiu)
- Sýkingum
- GDM
- Þyngd
- Rauðkornamótefnum
- Fósturvexti
Hvernig sýkingum skimum við eftir í mæðravernd?
Einkennalaus sýklamiga
Rubella
Syfilis
Hepatitis B
HIV
Það kemur til þín kona í kjörþyngd og hún spyr þig “Hvað er hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu fyrir mig?” og þú segir?
Konur sem eru í eða undir kjörþyngd: 12-18 kg!
Næst á eftir kemur til þín kona sem er yfir kjörþyngd (BMI yfir 25) og hún spyr líka “hvað er hæfileg þyngdaraukning fyrir mig á meðgöngunni?” og það stendur ekki á þér! og þú segir..?
Fyrir konur sem eru yfir kjörþyngd (BMI > 25) þá er hæfileg þyngdaraukning 7-12 kg!
(Nýjar rannsóknir sýna að konur í mikilli yfirþyngd t.d. 40 BMI geta fætt eðlilegt barn án þess að þyngjast á meðgöngunni. -RIB)
Hvaða áhættuþættir eru skoðaðir þegar er verið að ákveða hvort kona er græn, gul eða rauð? (nokkuð margir)
Fyrri meðganga og fæðingar (BOH) Ættarsaga (BÞ, preeclampsia, DM, GDM) Sjúkdómar LÞS Lyf, fæðubótarefni Aðgerðir (legháls og leg) Endurteknar þvagfærasýkingar Geðsaga, tilhneiging til þunglyndis og kvíða Reykingar Lyfja- og áfengismisnotkun
(og fleiri þættir hægt að nálgast lengri lista inn á heimasíðu landlæknisembættis, bæklingi um meðgönguvernd)
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2548/4407.pdf