Brjóstagjöf -IE, 13. apríl Flashcards
Hvað er mjólkurmyndun (lactogenesis) skipt í mörg tímabil?
I-III
Yfir hvaða tíma nær mjólkurmyndunartímabil I?
Frá 15-20 viku meðgöngu og þar til 2 dögum eftir fæðingu
En yfir hvaða tímabil nær mjólkurmyndunartímabil II?
3-8. dagur eftir fæðingu
Yfir hvaða tímabil nær mjólkurmyndunartímabil III?
9-10 dagur eftir fæðingu og þar til brjóstagjöf lýkur
FUN FACT!
Hægra brjóst framleiðir oftar meira en vinstra brjóstið!
Ein af mYsterium lífsins
Hvað er barnið að taka mikið í hverri gjöf fyrsta daginn?
7-14ml sem barnið er að taka í hverri gjöf fyrsta daginn. Hún er saltari fyrst en svo breytist innihaldið
Skilgreiningin á seinkun í mjólkurmyndun?
Mjólkurframleiðsla minni en 9.2g í gjöf 60 klst eftir fæðingu
Hve hratt eykst mjólkurframleiðslan á fyrstu dögunum ef allt er eðlilegt?
Hún er kannski 50 ml fyrstu 1-2 dagana en svo á degi 4 er hún komin upp í 5-600ml.
Hvað er krúsíal fyrir prólaktínmyndun fyrstu dagana?
Að prógesterónþéttni falli.
Eftir að fylgjan fæðist þá fer prógesterón lækkandi en prógesterón er hamlandi á prólaktín.
Við að prógesterón lækkar fer prólaktínmagn hækkandi.
Ef fylgjubiti verður eftir í legi getur það hamlað mjólkurmyndun.
Mjólkurframleiðslan fer í gang á fyrstu 3 dögunum eftir fæðinguna, þó að barnið sjúgi ekki brjóstið, afhverju er það?
Fyrstu dagana er mjólkurframleiðslan hormone-dependant, eftir það er hún örvunar-dependent þ.e. eftir hve oft brjóstið er tæmt/örvað.
Ef brjóstið er ekki örvað hjaðnar mjólkurframleiðslan og “window of oppertunity” fyrir brjóstagjöf getur lokast.
Mjólkurmyndun á mjólkurmyndunartímabili II stjórnast af tvennu (helst) ?
Á tímabili II (dagur 3-8) er mjólkurmyndunin ekki lengur hormone dependant og stjórnast af því hversu:
- OFT brjóstið er tæmt
- VEL brjóstið er tæmt
Framleiðsla og eftirspurn haldast í hendur.
Eru til einhver lyf sem stöðva mjólkurframleiðslu t.d. ef um andvana fæðingu er að ræða?
Já Dostinex (Dópamín D2 agonisti) en það er í rauninni ekki nauðsynlegt. Framleiðslan stöðvast af sjálfu sér á um degi 4 ef það er engin eftirspurn.
Hægt er að veita verkjameðverð og kælingu ef þörf er á.
Yfirleitt ekki mikill sársauki heldur frekar óþægindi.
Og andleg vanlíðan.
T.d. MS konur => geta haft barnið á brjósti í 2-3 mánuði en þurfa svo að fá sín lyf í æð og þá gefin lyf sem stöðva mjólkurframleiðslu.
Hver er mechanisminn á bak við að mjólkurframleiðsla stöðvast ef ekki verður sog/tæming á brjóstinu?
Staðbundin stjórnun:
Mjólkurkirtlarnir (alveoli) fyllast og ef þeir eru ekki tæmdir þá eykst styrkleiki Whey próteins/FIL (Feedback inhibitor of lactation), því meira af próteininu eftir því sem lengur mjólkin situr í kirtlunum.
Ok þ.a. það þarf sog/tæmingu til að viðhalda mjólkurmyndun, hve oft þarf þá að gefa brjóst? HVe langt má líða á milli brjóstagjafa?
Ef það líður oft meira en 6 tímar á milli þá fer mjólkin að minnka.
Hve fljótt eftir fæðingu er barn tilbúið að sjúga?
Allt frá 30-60 min eftir fæðinguna sem þau eru tilbúin að sjúga.
Tvær algengustu ástæður fyrir sársauka í geirvörtu eru?
1) Sársauki orsakast af því að barnið tekur lítið geirvörtusvæði inn í munninn með þeim afleiðingum að það verður lítið mjólkurflæði og geirvarta aflagast. Getur valdið sársauka og sáramyndun.
2) Skaði vegna sogs (stanslaust sog og ekki pása til að kyngja) og barnið tekur bara fremsta hluta geirvörtu inn í munninn.
Með því að leiðrétta stellingu barns við brjóstið og að barnið taki geirvörtu vel inn í munninn það minnkar sársuka í geirvörtum í flestum tilfellum.
En ef barnið er með of stutt tunguhaft, hvað getur þá gerts?
Það getur takmarkað hreyfingu tungunnar við sogið, hugsanlega takmarkað að geirvartan fari nógu langt inn í munn barnsins.
Stutt tunguhaft => sjáum að barnið getur ekki sett tunguna upp í góm.
Að klippa á tunguhaftið getu leyst þennan vanda en það er lítil aðgerð.
Ef sár er á geirvörtu þá talsverð sýkingarhætta, hvað skal gera í því til að lágmarka sýkingarhættu?
Þvo geirvörtur með volgu vatni eftir hverja brjóstagjöf.
Handþvottur einnig mikilvægur.
En almenn meðferð við sárinu á geirvörtunni?
- Forðast krem sem ráðlögð eru á geirvörtur.
- Rakameðferð (“hydrogel”) við sárum árangursríkari en þurr meðferð (“dry wound healing”).
- Hydrogel (glycerin based or water based) yfir geirvörtur til að fyrirbyggja þurrk (rakameðferð á sár).
Til gamalt ráð að nudda móðurmjólk á rofna húð sem flýti þá fyrir gróningu, er það eitthvað sem við ættum að ráðleggja?
O nei. Að nudda móðurmjólk á rofna húð stuðar EKKI að því að sár grói -> getur valdið sýkingu.
Ef sár er á geirvörtu og sársauki fer versnandi eða ef það er lengi að gróa (eða önnur augljósari sýkingarmerki) þá getur það verið sýkt og þá oftast af S. aureus. Hver er meðferðin?
Fucidin með Hydrocortison, x 3 á dag í 9 daga