Dysmenorrhea, PMS, PMDD Flashcards
Hvað er dysmenorrhea?
Menstrual cramps/túrverkir/tíðaþrautir
Sársauki tengdur blæðingum.
Hvernig lýsir dysmenorrhea sér?
Sársauki tengdur tíðablæðingum.
Verkur í mjaðmagrind og neðri hluta kviðar.
Varir yfirleitt í 1-3 daga
(Bakverkur, niðurgangur og ógleði getur einnig fylgt)
Við skiptum dysmenorrheu í tvo flokka, hvaða flokkar eru það?
-Primary dysmenorrhea: Án undirliggjandi pathalogiu.
-Secondary dysmenorrhea: Orsökin er undirliggjandi pathalogia svo sem: Endometriosis Adenomyosis Fibroids
Hver er pathalogian á bak við dysmenorrheu?
Prostaglandin eykst
=> veldur samdrættir í legi
=> samdrátturinn eykur þrýsting í legi (150-180mmHg)
=> Þrýstingur fer upp fyrir systoluþrýsting í slagæðlingum svo það lokast fyrir þá
=> Ishcemia
=> Anaerobisk boðefni safnast upp
=> Örva týpu C sársaukataugar
HVernig er dysmenorrheu verkurinn?
Krampakendur verkur, lotukenndur, missterkur en getur líka verið samfelldur vægur verkur.
Að hve miklu leyti hafa túrverkir (dysmenorrhea) áhrif á daglegt líf?
Kanadísk rannsókn á 934 konum sýndi að:
- 60% þeirra lýstu verknum sem miðlungs til alvarlegum
- 50% sögðu hann hamla þeirra virkni
- 17% sögðust missa úr skóla eða vinnu vegna verks.
Það kemur til þín ung kona og lýsir miklum túrverkjum, út á hvað gengur greiningin?
-Taka góða sögu.
-Meta alvarleika einkenna og áhrif þeirra á daglegt líf.
Í primary dysmenorrheu er ekkert markverkt er að finna við líkamsskoðun eða í blóðprufum.
-Útiloka secondary amenorrheu (s.s endometriosis) útfrá sögutöku og skoðun.
Hvert er markmið dysmenorrheu meðferðar?
Veita nægjanlega verkjastillingu svo viðhalda megi daglegri virkni að sem mestu leyti.
Hver er meðferðin við dysmenorrheu?
- Almennar ráðleggingar: Hitapoki á kvið, hreyfing og slökunartækni.
- NSAIDs
- Getnaðarvarnarpillan (estrógen og prógesterón)
Hvernig virkar p-pillan gegn dysmenorrheu?
Hún minnkar prostaglandin:
- Synthetískt progestin hamlar egglosi
- Endometrium þynnist smám saman
- Magn archidonic acid í endometrium minnkar en prostaglandin myndast út frá arachidonic acid.
- Minna magn prostaglandina => minni samdráttur í legi => minni þrýstingur => minni ischemia => minni túrverkir.
Hvað er PMS?
Premenstrual syndrome (PMS) einkennis af líkamlegum og andlegum einkennum sem endurtekið koma fram á seinni hluta tíðarhrings (gulbúsfasa) og hafa áhrif á daglegt líf konunnar.
Flestar konur finna fyrir mildum andlegum eða líkamlegum einkennum 1-2 dögum fyrirtíðablæðingar. Þessi einkenni svo sem eymsli í brjóstum, eru væg og valda ekki alvarlegu stressi eða virkniskerðingu og teljast ekki til PMS
Hvað PMDD?
American Psychiatric Association (APA) skilgreining premenstrual dysphoric disorder (PMDD) sem alvarlegt form af PMS þar sem einkenni eins og reiði, pirringur og innri spenna eru áberandi.
PMDD = extreme PMS = þunglyndi, sjálfsvígshugsanir etc.
Andleg einkenni PMS?
Skapsveiflur
Reiði pirringur og innri spenna
Depurð eða lækkað geðslag
Líkamleg einkenni PMS?
Abdominal bloating Extreme þreytutilfinning Brjóstaeymsli Höfuðverkur Hitaköst Svimi Aukin matarlyst
Meðferð PMDD?
SSRI (first line)
getnaðarvarnarpillan (second line)
GnRH (second/third line) (hamla cycliskum breytingum tíðahringsins á kynhormónum með því að hamla hypothalamic-pituitary gland- ovaries-axis.
Oophorectomy => alltaf successful. PMS hverfur alveg eftir tíðarhvörf og til skamms tíma á meðgöngu og annarri truflun á egglosi.