Kafli 9 Flashcards
Gjald karlmennskunnar
- Það er oft talið til karlmennsku að vera hugrakkur og áræðinn – en það er aðeins stigsmunur á áræðni og fífldirfsku.
- Karlar eru ekki eins flinkir og konur að sýna tilfinningar sínar eða vinna úr tilfinningalegum vandkvæðum. Uppeldið á líklegast stærstan þátt í því.
- Fleiri karlar en konur misnota áfengi og aðra vímugjafa.
- Sjálfsvíg og ótímabær dauði er algengari á meðal karla en kvenna.
- Það er goðsögn í menningu okkar að staða og hlutverk karla sé mun betri en kvenna. Reynsluheimur karla er stundum ógnvekjandi!
Heimilisofbeldi
Ofbeldi milli skyldra/tengdra aðila og fer fram innan veggja heimilisins. Er vandamál í mörgum fjölskyldum. Erfitt að nálgast tölur um heimilisofbeldi, það er oftast dulið.
Götuofbeldi
- *Líkamsárásir sem fólk verður fyrir á götum úti.**
- *Fær yfirleitt mikla umfjöllun í fjölmiðlum.**
Stígamót
- *Ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð þeirra sem**
- *hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi.**
Afstæð fátækt
þýðir að sumir eiga meira en aðrir. Fólk er skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Afstæð fátækt er alls staðar til staðar og útilokað að koma í veg fyrir hana.
Algild fátækt
þýðir að viðkomandi einstaklingar líði skort á lífsnauðsynum, svo sem fæðu, vatni eða húsaskjóli.
Ofbeldi gagnvart börnum
Vandamálið við ofbeldi gagnvart börnum er það að foreldrar og aðrir þeir sem beita börn ofbeldi reyna að leyna því. Foreldrar leita sér einnig sjaldnast aðstoðar ótilneyddir.
Áfengissýki
Áfengisneysla hefur mikil áhrif á allt fjölskyldulíf hér sem annars staðar.
Alvarlegar vísbendingar um alkóhólisma:
- stjórnleysi
- minnistap
- afréttari
- drykkja í marga daga
Hlutverk barna í fjölskyldum áfengissjúklinga
-
Fjölskylduhetjan og fyrirmyndarbarnið.
Tekur að sér ábyrgð á fjölskyldunni, er samviskusamt, stendur sig vel í skóla eða vinnu. -
Uppreisnarbarnið og blóraböggullinn.
Barnið gerir uppreisn gagnvart foreldrunum og lendir oft í slæmum félagsskap. Áfengissjúklingurinn kennir barninu um allt sem miður fer og nota það sem skýringu á drykkjunni. -
Týnda barnið.
Barnið dregur sig í hlé og lifir í eigin veröld. -
Trúðurinn.
Barnið reynir að fela vanlíðan sína og kvíða með alls kyns fíflalátum, bröndurum og skemmtiatriðum.
Sakhæfi
Sakhæfisaldur á Íslandi er 15 ár, en þá verður fólk ábyrgt gerða sinna og hægt er að dæma það fyrir brot.
Fangelsi á Íslandi (5)
- Litla-Hraun hefur pláss fyrir 87 fanga.
- Kópavogsfangelsið hefur pláss fyrir 12 fanga.
- Hegningarhúsið hefur pláss fyrir 16 fanga.
- Kvíabryggja hefur pláss fyrir 22 fanga.
- Fangelsið á Akureyri hefur pláss fyrir 10 fanga.
Samfélagsþjónusta
- Hafi maður verið dæmdur í allt að sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi er heimilt að hann fullnusti refsinguna með ólaunaðri vinnu í þágu samfélagsins.
- Samfélagsþjónusta má vera minnst 40 klst. og mest 240 klst.
- Vinnan fer aðallega fram sem aðstoðarstörf hjá opinberum stofnunum, stofnunum sem njóta opinberra styrkja og félagasamtökum.
Meðalfátækt og sárafátækt
- Meðalfátækt: Neyslan er innan við 2 dalir á dag.
- Sárafátækt: Einstaklingur þarf að draga fram lífið á minna en einum Bandaríkjadal á dag miðað við kaupmáttarjöfnuð.
Helmingur mannkyns eða um 3,8 milljarðar manna býr við sára fátækt eða meðalfátækt.