Kafli 5 Flashcards
1
Q
Samfélag
A
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Samskipti tengja saman fólk sem oft hefur sömu menningu
2
Q
Nýliðun
A
Börn fæðast inn í samfélagið eða nýir einstaklingar flytja inn í það.
3
Q
Safnarar og veiðimenn
A
- Veiða og safna
- Örfá svona samfélög eftir, t.d. Í frumskógum S-Ameríku
- Fámenn samfélög (30 – 40 manns)
- Lifa á náttúrunni
- Jafnræði
- Þurfa að hreyfa sig á milli svæða
- Allt sem aflað er – er borðað
4
Q
Hirðingjar
A
- Hirðingjar hafa ekki fasta búsetu
- Fylgja hjörðum sínum – leita uppi vatnsból og beitilönd
- Fjölmennari en safnarar og veiðimenn
- Sumir hirðingjar eru farandssölumenn
- Afríka, Mið-Asía og Austurlönd nær
5
Q
Pálbúskapur
A
- Tíðkast enn í regnskógum S-Ameríku
- Nota verkfærið ,,Pál“ til að yrkja jörðina.
- Föst búseta.
- Meiri uppskera og tryggara fæðuframboð en áður. Það leiðir til meiri verkaskiptingar og örari fólksfjölgunar.
- Yanomami-indíánar
6
Q
Landbúnaðarsamfélag
A
- Má rekja til Plógsins(Plógur er landbúnaðarverkfæri sem notað er til jarðvinnslu og umturnar efstu jarðvegslögunum. Dregið af nautgripum eða hestum)
- Með honum mátti stórauka frjósemi jarðsvæðis
- Matvælaframleiðsla margfaldaðist
- Verkaskipting mun sérhæfðari – stéttaskipting
- Fyrstu stjórmálaleiðtogar og ríki urðu til – fjölmennari samfélög
- Hugmyndin um einn guð verður til
7
Q
Iðnaðarsamfélag
A
- Miklar samfélagsbreytingar
- Fjöldaframleiðsla með vélum
- Notkun peninga/verslun og viðskipti
- Ný tækni
- Fjölmenn samfélög
- Félagsleg vandamál
- Atvinnuleysi og fátækt
8
Q
Upplýsingasamfélag
A
- Þjónustugreinar meira áberandi
- Fleiri sem vinna við þjónustu og upplýsingar en framleiðslu
- Tölvuvæðing
- Verkaskipting tekið miklum breytingum
9
Q
Þjóð og þjóðarbrot
A
Þjóð: Hópur manna sem tilheyrir nokkurn veginn sömu menningu
Þjóðarbrot: Minni hópar sem ráða ekki yfir eigin ríki. t.d. Baskar og Samar
10
Q
Þjóðhverfur hugsunurháttur
A
- Dæmum framandi siði og menningu eftir því hve mikið hún líkist okkar.
- Ófær um að njóta menningu sem er ólík okkar
- Getur stuðlað að samheldni en líka fordómum
11
Q
Afstæðishyggja
A
- Andstæða þjóðhverfs hugsunarháttar
- ,,allt jafn gott“
- Verðum að skoða menningu út frá aðstæðum á hverjum stað
- Öll menning jafn rétthá