Kafli 13 Flashcards
Stjórnmál
Notað um allar opinberar ákvarðanir sem hafa þýðingu fyrir okkur ásamt allri þeirri starfsemi sem reynir að hafa áhrif á þessar ákvarðanir.
Stjórnmál og pólitík þýða það sama
Stjórnmál fjalla um vald
Lýðræði
Með lýðræði er átt við að fólkið stjórni, að það eigi sameiginlega að ákveða hvernig landinu skuli stjórnað.
Forn-Grikkir áttu upphaflegu hugmyndina (um 450 f.Kr).
Beint Lýðræði
Er þegar að allir geta tekið þátt í ákvarðartökunni. Ágreiningsefni er leyst með umræðum og síðan kjósa allir þeir sem vilja. Td. í Sviss
Kostir: Hvetur fólk til að setja sig inn í mál og taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Gallar: Tímafrekt og nánast óframkvæmanlegt í öllum málum, nema í litlum samfélögum.
Óbeint Lýðræði (fulltrúa lýðræði)
Þegar að fulltrúar eru valdir eða kosnir af þjóðinni. Fultrúarnir kjósa þá um hin ýmsumal fyrir hönd þeirra sem hann völdu. Td. á Íslandi
Kostir: Þegnar ríkisins geta nýtt krafta sína á öðrum sviðum en á sviði stjórnmála.
Gallar: Dregur úr áhuga fólks á stjórnmálum
Þjóðaratkvæðagreiðsla
- *Við þjóðaratkvæðagreiðslu taka kjósendur afstöðu til einhvers tiltekins máls**.
- *Atkvæðagreiðslan sýnir vilja fólksins þótt hún þurfi ekki að vera bindandi fyrir stjórnvöld**. (6 þjóðaratkvæðisgreiðslur á Íslandi)
Vald
- *Sá sem hefur vald ákveður hvað gera skuli við tilteknar aðstæður.**
- *Vald gefur tækifæri til að stjórna hegðun annarra, með eða án samþykkis þeirra (Max Weber).**
Valdbeiting
- Með því að beita áróðri.
- Með því að stýra því sem fjölmiðlar fjalla um og takmarka þar með þekkingu fólks.
Heldur þú að stjórnmálamenn/fjölmiðlar segi alltaf satt og rétt frá?
Tegundir valds (samkvæmt Weber (3))
Hefðbundið lögmætt vald.
Við samþykkjum yfirráð ákveðinna hópa vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Dæmi: Völd konungsfjölskyldna og aðals í Evrópu.
Lögmætt, rökrétt vald.
Við viðurkennum lögmætt vald ákveðins einstaklings, t.d. íþróttadómara, vegna stöðu viðkomandi
Vald tengt persónutöfrum eða náðargáfu.
Margir trúarleiðtogar stjórna í gegnum náðargáfu eða persónutöfra – en einnig einræðisherrar. dæmi: Hitler, Gandhi
Einræði
Stjórnarfar þar sem öll völd ríkisins eru í höndum
eins mannseða lítils hóps manna.
t.d. Burma í Asíu
Alræði
Stjórnarfarið lýtur miðstýringu valdhafa sem
telja sig vera fulltrúar einhuga þjóðarvilja.
t.d. Stjórn nasista í þýskalandi (Hitler)
Idíót
Í Grikklandi til forna var orðið idiotes notað yfir þá sem voru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir nenntu ekki að fylgjast með því
sem var að gerast í kring um þá.
Fjöldaflokkskerfi (óbeint lýðræði)
Kjósendur geta valið um tvo eða fleiri flokka í kosningum
og umræður eru opnar.
Einsflokkskerfi (óbeint lýðræði)
Kjósendur geta ekki kosið á milli flokka, heldur manna. Misjafnt hversu ,,lýðræðisleg” þessi ríki eru.