Kafli 1 Flashcards
Míkró-rannsóknir
Ransóknir á smærri einingum samfélagsinns td. fangar í fangelsum
Makró-rannsóknir
Ransóknir sem fjalla um allt samfélagið sem heild t.d. Ísland
Þjóðhagfræði
tengsl fjármuna, vinnuafls, hráefnis og neyslu
Félagsfræði
Félagsfræði er fræðileg athugun á mannlegu samfélagi og félagslegri hegðun. Félagsfræðin fjallar um stöður, hlutverk, samskipti og félagsleg festi.
Félagsfræðilegur skilningur
Gagnrýnin hugsun, ekkert er gefið. Mikilvægt er að kafa undir yfirborðið og skoða einstaklinginn í víðu samhengi.
Félagslegt festi
Félagslegt festi þýðir að búið er að koma tengslum í fastar skorður og samskiptum fólks er stýrt eftir meira eða minna föstum reglum. T.d. skólinn og fjölskyldan.
Heimsvaldastefna
Heimsvaldastefna er stjórnmálastefna stórveldis, sem miðar að því að gera það að heimsveldi. t.d. Nýlendur í Afríku og Asíu
Stjórnmálafræði
vald, stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök.
Vísindi
kerfisbundnar rannsóknir, greiningu gagna, fræðilega hugsun ásamt rökföstu og gagnrýnu mati á röksemdafærslum og niðurstöðum með því markmiði að þróa þekkingu innan ákveðins sviðs
Iðnvæðing
Iðnvæðing nefndist sú þróun í samfélagi manna þegar það þróast frá landbúnaði og að iðnaði. Háþróuð nýting auðlinda og Fjöldaframleiðsla.
Aguste Comte (1798-1857)
“Faðir félagsfræðinnar”. Hann kynnti hugmyndina um að nota aðferðafræði náttúruvísinda við rannsóknir á samfélaginu. Hvað heldur samfélögum saman … Af hverju leysast þau ekki upp? … Hvað veldur breytingum ? Fólk átti að taka virkan þátt í að breyta aðstæðum sínum. Þekking nauðsynleg til að geta breytt samfélaginu.
Karl Marx (1818-1883)
Setti fram kenningar um baráttu milli stétta og sagði að átök væri drifkraftur samfélagsins. Samfélagið skiptist í yfirstétt (kapitalista) sem ræður flestu og á flest og undirstétt(öreiga) sem ræður litlu og á lítið. Það verða alltaf átök milli þessara hópa þar til öreigarnir komast til valda
Herbert Spencer (1820-1930)
Hann sagði samfélög byggjast á þróunarkenningu Darwins “Hinir hæfustu lifa af”. Hann hafði mikla trú á þróun samfélaga, því meiri þróun því betra andlegra líf. Hann líkti samfélaginu við lifandi lífveru.
Emile Durkheim (1858-1917)
Sagði að samfélagið væri eins og lífvera samsett úr ólíkum þáttum sem eru allir jafn mikilvægir og hafa allir ákveðið hlutverk. Átök og órói eiga sér eingöngu stað þegar einhver þáttur samfélagsins virkar ekki (þá er samfélagið sjúkt) Hann var einnig frægur fyrir rannsóknir á sjálfsvígum.
Max Weber (1864-1920)
Lagði áherslu á að rannsakandinn setti sig í spor viðfangsins. Rannsakaði mikilvægi trúarbragða og kom fram með þá kenningu að mótmælendatrú leiddi af sér kapitalisma.