Vistfræðistaðreyndir Flashcards
Hvernig notum við vistfræðina?
- Skoðum hvernig áhrif athafnir mannsins hafa á náttúruna
- Hvernig vistkerfi hafa áhrif hvert á annað
- Samspil, samkeppni og samlíf milli tegunda, bæði dýra og plantna
- Finnum leiðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á vistkerfi í kjölfar ræktunar
osfrv. - Hjálpar okkur að stýra náttúruauðlindum á skynsamlegan hátt
Hver er Eugenius Warming?
Markaði upphaf vistfræðinnar sem fræðigreinar á 19-20. öld. Færði hugmyndafræðina frá trúarlegu og yfir á vísindalegt plan.
Hverjar voru megináherslur Eugeniusar?
Að skoða samspil tegunda innbyrðis og á/við umhverfið.
Hvað eru grunnrannsóknir í vistfræði?
Skoðanir á náttúrunni og vistkerfum sem hafa ekki beina þýðingu til skamms tíma, en geta nýst í hagnýtum rannsóknum síðar.
Hvað eru hagnýtar rannsóknir í vistfræði nýttar í? Nefndu 8 dæmi.
- Náttúruvernd - verndun og endurheimt vistkerfa
- Matjurtaframleiðsla - m.t.t. áburðargjafar og meindýravarna
- Sjávarútvegur
- Skógrækt - þekking á tegundafjölbreytni
- Lýðheilsa
- Borgarvistfræði
- Mannavistfræði
- Hagfræði
Hver eru helstu viðfangsefni vistfræðirannsókna? Nefndu 6 dæmi.
- Stofnvistfræði
- Aðlögun lífvera á umhverfi
- Útbreiðsla og algengi tegunda
- Framvinda og þroski tegunda yfir tíma
- Tengsl fjölbreytni lífvera og umhverfis
- Efna- og orkuferlar
Hvað er stofnvistfræði?
Skoðun á sveiflum í stærð dýra- og plöntustofna og hvort þær eru eðlilegar eða vegna utanaðkomandi áhrifa. Getum við og/eða eigum að bregðast við?
Hvaða íslensku stofnanir sjá um vistfræðirannsóknir og að hverju lúta þær? Nefndu 6 dæmi.
- HÍ - mjög fjölbreyttar rannsóknir
- Náttúrufræðistofnun - m.a. í stofnvistfræði, dýra- og náttúruvernd
- Skógrækt ríkisins - m.a. um vistfræði skóga og sjálfbæra nýtingu
- Landgræðsla ríkisins - m.a. um hnignun og endurheimt vistkerfa og uppgræðslu lands
- LBHÍ - mjög fjölbreyttar rannsóknir
- Hafró - m.a. stofnvistfræði fiskistofna eins og það snýr að atvinnuvegum
Hvað er vistfræðirannsóknin í Surtsey að skoða?
Landnám lífvera á nýju og ósnortnu landi, þróun vistkerfa og framvindu gróður- og dýrasamfélaga á eynni.
Hvað er vistkerfisþjónusta?
Skoðun á þeim ábata sem menn njóta af vistkerfum náttúrunnar. En líka skoðun á áhrifum lífvera á aðrar lífverur án þess það snerti manninn nokkuð.
Nefndu dæmi um vistkerfisþjónustu í fæðukeðjunni.
Búrhvalur étur kolkrabba af hafsbotni -> úrgangur búrhvals er fæða fyrir svifdýr ofar í sjónum -> svifdýr eru fæða annarra sjávardýra osfrv.
Nefndu dæmi um vistkerfisþjónustu sem gagnast manninum sem varnir.
Flóðavarnir, jarðvegsvernd, loftslagsvernd, sjúkdómavarnir, vatnshreinsun o.m.fl.
Nefndu dæmi um vistkerfisþjónustu sem gagnast í menningu.
Náttúran nýtt til menntunar og vísinda, tómstunda, útivistar, augnayndis og betri lýðheilsu.
Nefndu dæmi um vistkerfisþjónustu sem gagnast manninum til lífsviðurværis.
Fæðuframboð, ferskvatn, skógarhögg, hráefni í lyf, eldsneyti o.m.fl.
Hvernig lítur hin vísindalega aðferð út?
- Einhverjar upplýsingar liggja fyrir eftir athugun, tilraun, líkani eða niðurstöðum annarra
- Sett fram rannsóknarspurning
- Tilgáta lögð fram
- Spáð fyrir um útkomuna
- Tilgáta prófuð; athugun, tilraun, líkan, úrvinnsla upplýsinga
6 a. Tilgátu hafnað, byrjað aftur á skrefi 3
6 b. Tilgáta samþykkt, en þarf frekari skoðun, byrjað aftur á skrefi 4
6 c. Upplýsingar birtar. Alltaf má gera frekari skoðanir og byrja með niðurstöðurnar á skrefi 1.