Skilgreiningar Flashcards

1
Q

Hvað er vistfræði

A

Fjallar um tengsl lífvera og umhverfis.
Áhrif ólífrænna þátta (veður, berg, andrúmsloft, vatn) á lífverur.
Samspil lífvera innbyrðis; samkeppni, samhjálp, sníkjulíf…

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er vistkerfisþjónusta?

A

Sá samfélagslegi ábati sem menn njóta af vistkerfum náttúrunnar, og áhrif lífvera á aðrar lífverur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er vistkerfi?

A

Afmarkaður lífveruhópur og umhverfi hans sem samofin heild. Samfélag lífvera á afmörkuðu svæði, tengsl þeirra og samskipti við umhverfi sitt, lífrænt og ólífrænt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er lífheimur?

A

Sá hluti jarðar sem hýsir lífverur. Frá ysta lagi jarðar, til dýpstu hafa og upp í lofthjúpinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er lífhvolf?

A

Allt það svæði í, á og við yfirborð jarðar þar sem líf dafnar, frá dýpstu höfum til 6 km hæð y/s

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað eru lífbelti?

A

Svæði með svipað veðurfar og gróðurfar. Lífhvolfi er skipt í lífbelti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er stofn?

A

Hópur einstaklinga sömu tegundar sem sjaldan æxlast með einstaklingum utan hópsins (4 bleikjustofnar í Þingvallavatni)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er vist?

A

Það umhverfi sem ákveðin tegund lifir í, þar sem hún aflar sér fæðu og það sem hún lifir á

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er samfélag / líffélag?

A

Samfélag lífvera sem lifa á ákveðnu svæði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er framvinda?

A

Stefnubundin breyting a gróðurfari og dýralífi þar sem eitt samfélag tekur við af öðru þar til myndast hefur stöðugt samfélag.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er frumframvinda?

A

Hún á sér stað á áður ónumdum/lífvana svæðum. (Surtsey)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er síðframvinda?

A

Það sem gerist á svæði sem við erum búin að raska og yfirgefa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er fæðukeðja?

A

Einfölduð mynd af goggunarröð mismunandi hópa neytenda, þar sem upphaf keðjunnar eru frumbjarga, ljóstillífandi lífverur.
Frumframleiðendur-1. stigs neytendur-2. stigs neytendur/síðneytendur-Toppneytendur-Alætur, sem éta alla ofangreinda hópa neytenda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru frumframleiðendur/frumbjarga lífverur?

A

Ljóstillífandi lífverur. Undirstaða annarra lífvera í fæðukeðjunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað eru ófrumbjarga lífverur?

A

Allar lífverur sem ljóstillífa ekki og þurfa að lifa á frumframleiðendum og afurðum þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hverjir eru fjórir flokkar neytenda?

A

Fyrsta stigs neytendur; svifætur í vatni (krabbafló td) og jurtaætur á landi (grasbítar, blaðlýs, yglur td).
Annars stigs neytendur; a.k.a. Síðneytandi. Þeir lifa á jurtaætunum (td könguló sem étur blaðlús)
Toppneytendur; rándýr, þ.e. éta önnur dýr (td fugl étur könguló)
Alætur; geta étið bæði plöntur og dýr.

17
Q

Skilgreindu samkeppni?

A

Tvær eða fleiri lífverur keppa um takmarkaða auðlind, ýmist innan tegunda eða milli þeirra

18
Q

Hvað er náttúruval?

A

Stjórnast af genum, þar sem ekki allir eiginleikar sömu tegundar eru alveg eins. Hæfari eiginleikar erfast frá einni kynslóð til annarrar vegna samspils milli eiginleika lífverunnar og umhverfis hennar.

19
Q

Hvað er samhjálp?

A

Lífverur sem hjálpast að við að gera lífið sem hagstæðast, ss samspil blóma og frjóbera, rótarsveppa og trjáa, meltingarörverur

20
Q

Hvað er nýting eða afnot?

A

Þegar einn stofn lífvera eykur hæfni sína á kostnað þess sem er nýttur, s.s. ránverur, sníklar, sýklar…

21
Q

Hvað eru grotverur?

A

Þær nærast á dauðu, lífrænu efni á yfirborði jarðvegs, t.d. ormar

22
Q

Hvað eru sundrendur?

A

Þær nærast á því sem grotverur skilja eftir sig. Gerlar, blágrænþörungar, sveppir, þörungar og frumdýr.

23
Q

Hvað er aðlögun?

A

Ferli sem stafar af náttúruvali. Á löngum tíma hafa tegundir tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum, bæði atferli og líkamlegum þáttum.
Dæmi: Raki, hitastig, afrán, samkeppni um næringu og birtu, frævun, jarðvegsgerð, vaxtarrými.

24
Q

Hvað stýrir náttúruvali

A

Gen sem stuðla að meiri hæfni breiðast út á kostnað hinna.
Hæfari eiginleikar erfast frá einni kynslóð til annarrar vegna samspils milli eiginleika lífverunnar og umhverfis hennar.
Charles Darwin

25
Q

Hvað er genaflökt?

A

Tilviljanakenndar breytingar á tíðni einstakra gena. Tíðni gena/genasamsæta getur aukist, minnkað og jafnvel alveg horfið.

26
Q

Hvað er stökkbreyting?

A

Breyting á tegund sem getur verið varanleg og gengið í erfðir. Oft til hins verra og berast genin sjaldan til næstu kynslóðar.

27
Q

Hvað er vistkerfishrun?

A

Þegar heilu vistkerfin hverfa. T.d. eyðing birkiskóga á Íslandi í kring um landnám, en gerist líka náttúrulega.

28
Q

Hvað er fæðuvefur

A

Nokkrar samhliða fæðukeðjur eða hliðarkeðjur sem tvinnast saman