Skilgreiningar Flashcards
Hvað er vistfræði
Fjallar um tengsl lífvera og umhverfis.
Áhrif ólífrænna þátta (veður, berg, andrúmsloft, vatn) á lífverur.
Samspil lífvera innbyrðis; samkeppni, samhjálp, sníkjulíf…
Hvað er vistkerfisþjónusta?
Sá samfélagslegi ábati sem menn njóta af vistkerfum náttúrunnar, og áhrif lífvera á aðrar lífverur.
Hvað er vistkerfi?
Afmarkaður lífveruhópur og umhverfi hans sem samofin heild. Samfélag lífvera á afmörkuðu svæði, tengsl þeirra og samskipti við umhverfi sitt, lífrænt og ólífrænt.
Hvað er lífheimur?
Sá hluti jarðar sem hýsir lífverur. Frá ysta lagi jarðar, til dýpstu hafa og upp í lofthjúpinn.
Hvað er lífhvolf?
Allt það svæði í, á og við yfirborð jarðar þar sem líf dafnar, frá dýpstu höfum til 6 km hæð y/s
Hvað eru lífbelti?
Svæði með svipað veðurfar og gróðurfar. Lífhvolfi er skipt í lífbelti.
Hvað er stofn?
Hópur einstaklinga sömu tegundar sem sjaldan æxlast með einstaklingum utan hópsins (4 bleikjustofnar í Þingvallavatni)
Hvað er vist?
Það umhverfi sem ákveðin tegund lifir í, þar sem hún aflar sér fæðu og það sem hún lifir á
Hvað er samfélag / líffélag?
Samfélag lífvera sem lifa á ákveðnu svæði
Hvað er framvinda?
Stefnubundin breyting a gróðurfari og dýralífi þar sem eitt samfélag tekur við af öðru þar til myndast hefur stöðugt samfélag.
Hvað er frumframvinda?
Hún á sér stað á áður ónumdum/lífvana svæðum. (Surtsey)
Hvað er síðframvinda?
Það sem gerist á svæði sem við erum búin að raska og yfirgefa.
Hvað er fæðukeðja?
Einfölduð mynd af goggunarröð mismunandi hópa neytenda, þar sem upphaf keðjunnar eru frumbjarga, ljóstillífandi lífverur.
Frumframleiðendur-1. stigs neytendur-2. stigs neytendur/síðneytendur-Toppneytendur-Alætur, sem éta alla ofangreinda hópa neytenda.
Hvað eru frumframleiðendur/frumbjarga lífverur?
Ljóstillífandi lífverur. Undirstaða annarra lífvera í fæðukeðjunni.
Hvað eru ófrumbjarga lífverur?
Allar lífverur sem ljóstillífa ekki og þurfa að lifa á frumframleiðendum og afurðum þeirra.
Hverjir eru fjórir flokkar neytenda?
Fyrsta stigs neytendur; svifætur í vatni (krabbafló td) og jurtaætur á landi (grasbítar, blaðlýs, yglur td).
Annars stigs neytendur; a.k.a. Síðneytandi. Þeir lifa á jurtaætunum (td könguló sem étur blaðlús)
Toppneytendur; rándýr, þ.e. éta önnur dýr (td fugl étur könguló)
Alætur; geta étið bæði plöntur og dýr.
Skilgreindu samkeppni?
Tvær eða fleiri lífverur keppa um takmarkaða auðlind, ýmist innan tegunda eða milli þeirra
Hvað er náttúruval?
Stjórnast af genum, þar sem ekki allir eiginleikar sömu tegundar eru alveg eins. Hæfari eiginleikar erfast frá einni kynslóð til annarrar vegna samspils milli eiginleika lífverunnar og umhverfis hennar.
Hvað er samhjálp?
Lífverur sem hjálpast að við að gera lífið sem hagstæðast, ss samspil blóma og frjóbera, rótarsveppa og trjáa, meltingarörverur
Hvað er nýting eða afnot?
Þegar einn stofn lífvera eykur hæfni sína á kostnað þess sem er nýttur, s.s. ránverur, sníklar, sýklar…
Hvað eru grotverur?
Þær nærast á dauðu, lífrænu efni á yfirborði jarðvegs, t.d. ormar
Hvað eru sundrendur?
Þær nærast á því sem grotverur skilja eftir sig. Gerlar, blágrænþörungar, sveppir, þörungar og frumdýr.
Hvað er aðlögun?
Ferli sem stafar af náttúruvali. Á löngum tíma hafa tegundir tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum, bæði atferli og líkamlegum þáttum.
Dæmi: Raki, hitastig, afrán, samkeppni um næringu og birtu, frævun, jarðvegsgerð, vaxtarrými.
Hvað stýrir náttúruvali
Gen sem stuðla að meiri hæfni breiðast út á kostnað hinna.
Hæfari eiginleikar erfast frá einni kynslóð til annarrar vegna samspils milli eiginleika lífverunnar og umhverfis hennar.
Charles Darwin
Hvað er genaflökt?
Tilviljanakenndar breytingar á tíðni einstakra gena. Tíðni gena/genasamsæta getur aukist, minnkað og jafnvel alveg horfið.
Hvað er stökkbreyting?
Breyting á tegund sem getur verið varanleg og gengið í erfðir. Oft til hins verra og berast genin sjaldan til næstu kynslóðar.
Hvað er vistkerfishrun?
Þegar heilu vistkerfin hverfa. T.d. eyðing birkiskóga á Íslandi í kring um landnám, en gerist líka náttúrulega.
Hvað er fæðuvefur
Nokkrar samhliða fæðukeðjur eða hliðarkeðjur sem tvinnast saman