Skilgreiningar Flashcards
Hvað er vistfræði
Fjallar um tengsl lífvera og umhverfis.
Áhrif ólífrænna þátta (veður, berg, andrúmsloft, vatn) á lífverur.
Samspil lífvera innbyrðis; samkeppni, samhjálp, sníkjulíf…
Hvað er vistkerfisþjónusta?
Sá samfélagslegi ábati sem menn njóta af vistkerfum náttúrunnar, og áhrif lífvera á aðrar lífverur.
Hvað er vistkerfi?
Afmarkaður lífveruhópur og umhverfi hans sem samofin heild. Samfélag lífvera á afmörkuðu svæði, tengsl þeirra og samskipti við umhverfi sitt, lífrænt og ólífrænt.
Hvað er lífheimur?
Sá hluti jarðar sem hýsir lífverur. Frá ysta lagi jarðar, til dýpstu hafa og upp í lofthjúpinn.
Hvað er lífhvolf?
Allt það svæði í, á og við yfirborð jarðar þar sem líf dafnar, frá dýpstu höfum til 6 km hæð y/s
Hvað eru lífbelti?
Svæði með svipað veðurfar og gróðurfar. Lífhvolfi er skipt í lífbelti.
Hvað er stofn?
Hópur einstaklinga sömu tegundar sem sjaldan æxlast með einstaklingum utan hópsins (4 bleikjustofnar í Þingvallavatni)
Hvað er vist?
Það umhverfi sem ákveðin tegund lifir í, þar sem hún aflar sér fæðu og það sem hún lifir á
Hvað er samfélag / líffélag?
Samfélag lífvera sem lifa á ákveðnu svæði
Hvað er framvinda?
Stefnubundin breyting a gróðurfari og dýralífi þar sem eitt samfélag tekur við af öðru þar til myndast hefur stöðugt samfélag.
Hvað er frumframvinda?
Hún á sér stað á áður ónumdum/lífvana svæðum. (Surtsey)
Hvað er síðframvinda?
Það sem gerist á svæði sem við erum búin að raska og yfirgefa.
Hvað er fæðukeðja?
Einfölduð mynd af goggunarröð mismunandi hópa neytenda, þar sem upphaf keðjunnar eru frumbjarga, ljóstillífandi lífverur.
Frumframleiðendur-1. stigs neytendur-2. stigs neytendur/síðneytendur-Toppneytendur-Alætur, sem éta alla ofangreinda hópa neytenda.
Hvað eru frumframleiðendur/frumbjarga lífverur?
Ljóstillífandi lífverur. Undirstaða annarra lífvera í fæðukeðjunni.
Hvað eru ófrumbjarga lífverur?
Allar lífverur sem ljóstillífa ekki og þurfa að lifa á frumframleiðendum og afurðum þeirra.