Ísland, uppgræðsla og jarðvegur Flashcards
Hvað eru gróðurfélög?
Gróður flokkaður eftir ríkjandi (mesta þekjan) og einkennandi (óháð þekju) plöntutegundir eða tegundahópa. Um 100 talsins.
Hvað eru gróðurlendi?
Gróðurfélög hópuð saman eftir innbyrðis skyldleika. Flokkuð eftir ríkjandi og einkennandi tegundum og tegundahópum, en lítillega eftir landslagi. Um 20 talsins.
Hvað eru gróðursamfélög?
Stærsta flokkunareining gróðurs. Flokkuð eftir undirlagi og myndunarhætti landslags, auk vaxtarforms plöntutegunda og gróðurlendum.
Hver eru íslensku gróðursamélögin 7 og gróðurlendi þeirra?
- Moslendi
- Mólendi
- Graslendi
- Blómlendi
- Kjarr- og skóglendi
- Ræktað land
- Votlendi
Hver eru 2 gróðurlendi moslendis?
- Mosagróður
- Hélumosagróður
Hver eru 6 gróðurlendi mólendis?
- Lyngmói
- Fjalldrapamói
- Víðimói
- Starmói
- Fléttumói
- Þursaskeggs- og sefmói
Hver eru 4 gróðurlendi graslendis?
- Valllendi
- Melgresi
- Sjávarfitjar
- Finnungur
Hver eru 2 gróðurlendi blómlendis?
- Blómlendi
- Alaskalúpína
Hver eru 2 gróðurlendi kjarr- og skóglendis?
- Birkikjarr og skóglendi
- Gulvíðikjarr
Hver eru 3 gróðurlendi ræktaðs lands?
- Garðlönd og tún
- Uppgrætt land
- Skógrækt
Hver eru 4 gróðurlendi votlendis?
- Deiglendi
- Mýri
- Flói
- Vatnagróður
Hvað vissu forfeður okkar helst um góðan jarðveg og áburðarnotkun?
Vissu í raun ekki hvers vegna, en vissu að plöntur uxu betur í jarðvegi sem innihélt nokkuð magn af utanaðkomandi lífrænu efni og hafði verið unninn með jarðvinnslu
Hvernig áburðartegundir voru notaðar?
- Húsdýraáburður; mykja og þvag
- Rotnandi plöntumassi - hálmur
- Úrgangur úr fiski, kjöti, þangi og ösku
- Mannasaur og þvag
- Árframburður og áfok eldfjallaefna
- Samrækt með belgjurtum
Hvernig var jarðvegsundirbúningur forðum?
- Lífrænt efni látið rotna vel og útvatnast
- Stinga garðinn upp “til álnar dýptar”
- Plöntur stungnar upp með rót og öllu, steinar fjarlægðir
- Bera áburð á og láta liggja til vors
Hver var Eggert Ólafsson?
Samdi fyrstu íslensku garðyrkjubókina 1774
Hver var Magnús Ketilsson?
Ritaði fyrstuheimildir sem vitað er um um mikilvægi safnhauga, 1779
Hvernig kemur áburðargjöf fyrir í Njálu?
Skarn (mannasaur) borinn á hóla, en líka í andlitið á sonum sínum því þeim óx ekki skegg —> orðið taðskegglingur
Hvað gerði Schierbeck landlæknir merkilegt?
Fyrsti formaður Hins íslenska garðyrkjufélags, stofnað 1885. Jók áhuga fólks á garðyrkju. Var sjálfur með glæsilegan matjurtagarð í Reykjavík.
Hver var Björn Halldórsson?
Prestur í Sauðlauksdal á 18. öld. Frumkvöðull í garð- og jarðyrkju. Fiktaði í uppgræðslu með melgresi, byggingu skjólgarða, framræslu túna. Ræktaði kartöflur á heimili sínu frá 1760.
Hver eru helstu einkenni íslensks jarðvegs?
Er nær allur eldfjallajarðvegur. Miklu hærra hlutfall gosefna í íslenskum jarðvegi en annars staðar. Mismikið eftir landshlutum.