Heimilisgarðurinn Flashcards
Hvers konar gróðurlendi líkist heimilisgarðurinn helst og hvers konar gróður er einkennandi?
Skógarjaðri þar sem skógur og opið land mætast. Fjölbreyttur trjágróður, hávaxinn, lágvaxinn, runnar og allskonar undirgróður.
Hvers konar fuglar verpa helst í návígi við manninn?
Spörfuglar
Hverjir eru 6 algengustu varpfuglarnir í heimilisgarðinum?
- Skógarþröstur
- Svartþröstur
- Stari - elska grenigarða, vanafastir
- Maríuerla
- Þúfutittlingur - undirgróður og grjóthleðslur
- Auðnutittlingur - elskar birki
Nefndu 4 tegundir sem eru nýlega farnir að sjást í meiri mæli
- Músarrindill - hrifinn af lækjum, tjörnum, fjörum, birki
- Glókollur
- Krossnefur
- Hrossagaukur
Nefndu 6 tegundir sem finnast helst sem flækingar í stærri görðum og garðlandi
- Hrafn
- Húsdúfa
- Rjúpa
- Hettusöngvari
- Stokkönd
- Grágæs
Nefndu 6 tegundir sem auk þess finnast helst í sumarbústaðalóðum og stærri garðlöndum fjarri miklum mannaferðum
- Urtönd
- Sandlóa
- Heiðlóa
- Stelkur
- Brandugla
- Barrfinka
Hvað skal hafa í huga við skipulag garða sem eiga að laða að sér fugla? 7 atriði
- Tegundafjölbreytni í plöntuvali
- Skjól
- Fjölbreytt fæðuframboð - hóflega vanhirt beð = betra smáverulíf
- Varpstaðir sem henta
- Öryggi - gegn mönnum, dýrum, vélum
- Yfirsýn yfir garðlandið
- Fuglum fylgja skordýr og ekki allir eru hrifnir af því
Hvernig garðplöntur er gott að hafa í fuglagarði? 6 atriði
- Sígræn tré, einkum greni - skjól fyrir veðri, vindum og köttum. Minni líkur á afráni. Fleiri en 1 teg. getur orpið í sama tré
- Klippt limgerði - Lítið af laufi innan við fyrstu 10 cm og þar verpir fuglinn í skjóli. Mikið fæðuframboð af maðki á vorin. Ekki úða!!!
- Birkitré
- Rifs- og sólberjarunnar
- Skjólbelti með fleiri en 1 tegund
- Tré, runnar og fjölær blóm sem mynda aldin og fræ, brum og skordýr
Teldu upp 7 góða varpstaði og tegundir sem nýta þá
- Barrtré; Skógarþrestir, svartþrestir, auðnutittlingar, starar í 2-3 m hæð, nálægt stofni
- Lauftré (birki); Þúfutittlingur, músarrindill
- Undirgróður og grjóthleðslur: Þúfutittlingur
- Fuglahús: Starar
- Þakkantar: Starar, maríuerlur
- Vatnsuppsprettur og tjarnir: Músarrindill
- Limgerði: Skógarþrestir, auðnutittlingar
Hvað skal hafa í huga yfir varptímann? 5 atriði
- Loka köttinn inni
- Minnka umgang um garðinn
- Forðast garðaúðun
- Auðvelda fæðuöflun með því að hreinsa ekki garðinn snemma vors
- Ófleygir þrastarungar eru einhverja daga á jörðu niðri að æfa flug, það þarf EKKI að bjarga þeim
Hvað skal hafa í huga varðandi vetrarfóðrun fugla?
Vera samkvæm í fóðurgjöf og ekki hætta því skyndilega ef við erum á annað borð orðin vön því. Fuglar læra fljótt á umhverfi sitt og verða háðir fæðunni sem þeir finna hjá okkur.
Ekki hætta vetrarfóðrun fyrr en náttúrulega fæðu er að finna í nægu magni að vori
Nefndu 3 gerðir varpkassa og hvaða fuglategundir leita helst í þá
- Opnir kassar: maríuerlur og þrestir
- Djúpir kassar með lítið op: starar
- Litlir kassar á óáberandi stað: músarrindill
Nefndu dæmi um plöntutegundir sem henta sérlega vel sem fæðuframboð fyrir fugla. Nefndu 8 atriði.
- Berjatré: Reyniviður, silfurreynir, úlfareynir, kasmírreynir
- Fræ: birki
- Ávaxtarunnar og toppar
- Fjölærar plöntur, láta blómstilka standa fram á vetur
- Rósir
- Barrtré - könglar og brum
- Illgresi - dúnurt, haugarfi, njóli, ætihvönn
- Ávaxtatré - kirsuber í uppáhaldi
Hvaða smádýr eru góð fæða fyrir fugla?
- Blaðlýs
- Fiðrildalirfur (haustfeti, víðifeti, tígulvefari, ertuygla)
Hvaða vanda geta fuglar valdið í gróðurhúsum?
Fuglaskítur helsta vandamálið, en geta valdið skaða í ávaxtatrjám og jarðarberjum.
Leita í húsin til að verpa - fjarlægja hreiður strax og þeirra er vart.
Hvernig virkar samspil matjurtagarðsins og fuglanna?
- Eru til gagns - halda niðri sniglum, kálflugu og fiðrildalirfum/-púpum
- Sumir sækja í sáningar, en mýs eru þar frekar til vandræða
- Tjaldar valda skaða í kornrækt, rífa upp plöntur til að ná í æti undir þeim
Nefndu 8 fuglategundir sem má sjá sem flækinga í görðum á veturna
- Silkitoppa
- Gráþröstur
- Hettusöngvari
- Gransöngvari
- Laufsöngvari
- Dvergkráka
- Fjallafinka
- Bókfinka
Flækingsfuglar eru gjarnan nær dauða en lífi þegar þeir komast hingað að vetri. Hverju þurfum við að huga að í vetrarfóðrun fyrir þessa flækinga? 8 atriði
- Gefa ávexti og ber - epli uppáhalds
- Fræ - sólblóma, maískurl, fræblöndur handa búrfuglum
- Rúsínur
- Kjötsag og feitt kjöt í örlitlum bitum
- Ekki gefa æti sem er bleytt í fitu - getur borist í fiður
- Gefa harða fitu, má bleyta brauðmola í jurtaolíu ef kalt er úti
- Gefa allan veturinn!
- Fóðurbretti, fóðurhólkar, upp í tré, beint á jörðina
Hvaða þætti vistfræðinnar þarf að hafa í huga varðandi garðlönd? 6 atriði
- Hringrás næringarefna
- Nytsamar lífverur
- Skaðvaldar
- Samspil lífvera
- Jarðvegsástand
- Líffræðilegur fjölbreytileiki
Hvernig berst nitur helst í garðajarðveginn?
- Tilbúinn áburður
- Lífrænn áburður (húsdýra-, molta osfrv)
Hvaða áhrif hefur nálægð við útblástur, s.s. umferðaræðar, á næringarjafnvægi jarðvegs?
Snefilefni geta borist með andrúmsloftinu. Getur orðið mengandi fyrir plöntur og menn ef safnast fyrir í forðalíffærum eða rótum (sbr rabbarbari).
Mengun í formi þungmálma, örplasts.
Hvernig getum við dregið úr mengandi áhrifum vegna bílaumferðar?
Skjólbelti
Hvaða áhrif hefur stíf garðaumhirða á hringrás næringarefna? 6 atriði
- Frjósemi jarðvegs minnkar
- Lífsskilyrði jarðvegslífvera minnkar
- Hægir á hringrás orku og efna
- Samkornabygging getur versnað
- Aukin hætta á frostlyftingu
- Skilyrði fyrir rótarvöxt lakari
Hvaða mistök gerum við sem geta valdið niturskorti?
Við bætum við of mikið af órotnuðum, lífrænum efnum, lítið fúinni mómold, of mikið af jurtaleifum og sölnuðu laufi. Niðurbrot grófa efnisins tekur langan tíma, binst í örverunum það lengi að plönturnar fá ekki það N sem þær þurfa fyrr en of seint.
Hvernig getur stöðug notkun tilbúins áburðar haft neikvæð áhrif á jarðveginn? 3 atriði
- Dreifing einsleitra næringarsalta heldur aftur af starfsemi örvera
- Getum raskað jafnvæginu þannig að hlutfall ákveðins næringarefnis hefur neikvæð áhrif á upptöku annarra næringarefna
- Skyndileg, mikil áburðargjöf getur raskað jafnvægi jarðvegslífvera sem eru vanari rýrari aðstæðum
Hvað er þakning (mulching)?
Þegar beð eða ræktunarsvæði eru þakin með ólífrænu (sandur, möl, plastdúkur, jarðvegsdúkur) eða lífrænu efni (trjákurl, slegið gras, hálmur, pappi, safnhaugamold).
Líkjum þannig eftir náttúrulegum ferlum sbr haustlauf sem fellur á skógarbotn og skýlir honum - veitir yl
Hverjir eru kostir og gallar þakningar með plasti?
Útilokar illgresisvöxt, en veldur vanda við áburðargjöf, plastmengun og vinna við að fjarlægja það síðar.
Hverjir eru kostir þakningar með lífrænu þakningarefni?
Gefur yl og minnkar því líkur á frostlyftingu og rótarkali. Rotnar með tímanum og gefur næringu. Viðheldur raka í jarðveginum.
Hverjir eru kostir og gallar þakningar með kolefnisríku efni með háu C/N hlutfalli, og hvernig þakningarefni er það? 4 atriði
- Getur dregið úr aðgengi að nitri því örverur binda nitrið í rotnunarferlinu.
- Nitrið skilar sér að lokum
- Hægt að nota tímabundið til að lækka N þar sem það þykir of hátt
- Trjákurl, hálmur, haustlauf
Hverjir eru kostir og gallar þakningar með niturríku efni með lágu C/N hlutfalli, og hvernig þakningarefni er það? 4 atriði
- Rotnar hratt og skilar næringu hratt - nitur binst ekki lengi
- Gott að nota lag af svona efni og svo lag af t.d. trjákurli ofan á
- Á það til að klessast - getur hindrað loftflæði að rótum
- Nýslegið gras, grænvöxtur eftir snyrtingu trjáplantna, afskurður úr matjurtagarðinum
Hvað skal hafa í huga þegar valið er að úða garða með skordýraeitri? 10 atriði
- Skordýrin sem drepast eru bæði þau sem við viljum losna við, en líka þau sem eru gagnleg gegn skaðvaldinum sjálfum
- Skordýr eru fæða fyrir önnur dýr - fiðrildalirfur, blaðlýs
- Þegar fæða fugla er drepin, fáum við færri fugla í garðinn
- Eitrið gæti borist í matjurtirnar okkar
- Eitrið getur safnast upp í jarðveginum
- Flestar plöntur sem við skjósum að úða ná sér á endanum án inngrips
- Ef við viljum úða, úða þá bara útsettu plönturnar til að raska vistkerfi garðsins sem minnst
- Ef skoðun á garði sýnir mikið af skemmdum, en lítið af dýrum sjást, þá erum við orðin of sein
- Blaðverk skaðast oft við úðun
- Virka efni eiturs nær ekki inn í laufin að eggjum sem ekki eru klakin
Hvaða nýju landnemar eiga sér fáa náttúrulega óvini hér á landi? Nefndu 4 tegundir
- Asparglytta
- birkikemba
- birkiþéla
- rifsþéla
Hvað veldur því að hægt er að rækta tegundir úr laufskógabeltinu á vissum stöðum fram yfir aðra?
- Veðursælli staðir sunnanlands
- Skjól veldur hærri meðalhita innan garðsins en utan hans
Skjól frá háum trjám, lægri skjólgróðri, grindverk, byggingar, hiti frá mannvirkjum…
Hvers vegna eigum við að búa til garða sem laða að sér frjóbera?
Margar plöntur þurfa að frævast til að mynda fræ og aldin, sem eru til augnayndis og nýtast sem fæða fyrir fugla
Hvað er vistfræðileg samþróun (co-evolution)?
Ólíkar lífverur lifa í svo nánu sambandi við hver aðra að þær verða algerlega háðar hver annarri til lífs. Dæmi: frjóberar með mjög langa tungu sem nær ofan í djúpar klukkur blóma. Frjóberar sem nærast á aðeins einni tegund blóma.
Hvaða gagn gera geitungar? 2 atriði
- Frjóberar
- Éta fiðrildalirfur og blaðlýs
Hvaða frjóberar eru algengastir hér á landi?
- Geitungar
- Hunangsbý
- Humlur
- Sveifflugur
Hvað er hermun (mimicry)?
Þegar lífvera líkist öðrum lífverum sem skordýraætur læra að forðast. Dæmi: Sveifflugur
Hvernig þekkjum við sveifflugur og geitunga í sundur?
Útlit sveiffluga er varnarviðbragð - hermun. Þekkjum þær á rykkjóttu flugi, með snöggum 90° beygjum
Hverjir eru lykilþættir til sjálfbærni í heimilisgarðinum? 15 atriði
- Jarðgerð - nýta moltuna sem áburð og í jarðvegsblöndun
- Þakning með moltu og garðaúrgangi
- Lífrænn áburður
- Hugsa áburðargjöf sem svo að við séum að færa næringu inn í jarðveginn, ekki bara í plöntuna sjálfa
- Láta lauf og greinar liggja þar sem hægt er
- Hafa svæði með lággróðri þar sem smádýr geta lifað
- Lífrænt efni sem þarf að fjarlægja skal fara í safnhaug, ekki í ruslið
- Beð og stéttar í hófi, en afmarka samt þau svæði sem ágangur á að vera helst
- Planta þétt
- Láta blómstrandi plöntur standa eins lengi fram á haust og hægt er (spergilkál, kínakál t.d. )
- Fúinn trjástofn er gulls ígildi
- Hlaðnir grjótveggir, tilbúnir lækir og tjarnir
- Tegundafjölbreytni - grasflöt er einsleit
- Þekja matjurtagarða yfir vetur til að minnka fok og útskolun
- Niturbindandi plöntur; hvítsmári í grasflöt, rauðsmári í útjaðra, belgjurtir