Heimilisgarðurinn Flashcards
Hvers konar gróðurlendi líkist heimilisgarðurinn helst og hvers konar gróður er einkennandi?
Skógarjaðri þar sem skógur og opið land mætast. Fjölbreyttur trjágróður, hávaxinn, lágvaxinn, runnar og allskonar undirgróður.
Hvers konar fuglar verpa helst í návígi við manninn?
Spörfuglar
Hverjir eru 6 algengustu varpfuglarnir í heimilisgarðinum?
- Skógarþröstur
- Svartþröstur
- Stari - elska grenigarða, vanafastir
- Maríuerla
- Þúfutittlingur - undirgróður og grjóthleðslur
- Auðnutittlingur - elskar birki
Nefndu 4 tegundir sem eru nýlega farnir að sjást í meiri mæli
- Músarrindill - hrifinn af lækjum, tjörnum, fjörum, birki
- Glókollur
- Krossnefur
- Hrossagaukur
Nefndu 6 tegundir sem finnast helst sem flækingar í stærri görðum og garðlandi
- Hrafn
- Húsdúfa
- Rjúpa
- Hettusöngvari
- Stokkönd
- Grágæs
Nefndu 6 tegundir sem auk þess finnast helst í sumarbústaðalóðum og stærri garðlöndum fjarri miklum mannaferðum
- Urtönd
- Sandlóa
- Heiðlóa
- Stelkur
- Brandugla
- Barrfinka
Hvað skal hafa í huga við skipulag garða sem eiga að laða að sér fugla? 7 atriði
- Tegundafjölbreytni í plöntuvali
- Skjól
- Fjölbreytt fæðuframboð - hóflega vanhirt beð = betra smáverulíf
- Varpstaðir sem henta
- Öryggi - gegn mönnum, dýrum, vélum
- Yfirsýn yfir garðlandið
- Fuglum fylgja skordýr og ekki allir eru hrifnir af því
Hvernig garðplöntur er gott að hafa í fuglagarði? 6 atriði
- Sígræn tré, einkum greni - skjól fyrir veðri, vindum og köttum. Minni líkur á afráni. Fleiri en 1 teg. getur orpið í sama tré
- Klippt limgerði - Lítið af laufi innan við fyrstu 10 cm og þar verpir fuglinn í skjóli. Mikið fæðuframboð af maðki á vorin. Ekki úða!!!
- Birkitré
- Rifs- og sólberjarunnar
- Skjólbelti með fleiri en 1 tegund
- Tré, runnar og fjölær blóm sem mynda aldin og fræ, brum og skordýr
Teldu upp 7 góða varpstaði og tegundir sem nýta þá
- Barrtré; Skógarþrestir, svartþrestir, auðnutittlingar, starar í 2-3 m hæð, nálægt stofni
- Lauftré (birki); Þúfutittlingur, músarrindill
- Undirgróður og grjóthleðslur: Þúfutittlingur
- Fuglahús: Starar
- Þakkantar: Starar, maríuerlur
- Vatnsuppsprettur og tjarnir: Músarrindill
- Limgerði: Skógarþrestir, auðnutittlingar
Hvað skal hafa í huga yfir varptímann? 5 atriði
- Loka köttinn inni
- Minnka umgang um garðinn
- Forðast garðaúðun
- Auðvelda fæðuöflun með því að hreinsa ekki garðinn snemma vors
- Ófleygir þrastarungar eru einhverja daga á jörðu niðri að æfa flug, það þarf EKKI að bjarga þeim
Hvað skal hafa í huga varðandi vetrarfóðrun fugla?
Vera samkvæm í fóðurgjöf og ekki hætta því skyndilega ef við erum á annað borð orðin vön því. Fuglar læra fljótt á umhverfi sitt og verða háðir fæðunni sem þeir finna hjá okkur.
Ekki hætta vetrarfóðrun fyrr en náttúrulega fæðu er að finna í nægu magni að vori
Nefndu 3 gerðir varpkassa og hvaða fuglategundir leita helst í þá
- Opnir kassar: maríuerlur og þrestir
- Djúpir kassar með lítið op: starar
- Litlir kassar á óáberandi stað: músarrindill
Nefndu dæmi um plöntutegundir sem henta sérlega vel sem fæðuframboð fyrir fugla. Nefndu 8 atriði.
- Berjatré: Reyniviður, silfurreynir, úlfareynir, kasmírreynir
- Fræ: birki
- Ávaxtarunnar og toppar
- Fjölærar plöntur, láta blómstilka standa fram á vetur
- Rósir
- Barrtré - könglar og brum
- Illgresi - dúnurt, haugarfi, njóli, ætihvönn
- Ávaxtatré - kirsuber í uppáhaldi
Hvaða smádýr eru góð fæða fyrir fugla?
- Blaðlýs
- Fiðrildalirfur (haustfeti, víðifeti, tígulvefari, ertuygla)
Hvaða vanda geta fuglar valdið í gróðurhúsum?
Fuglaskítur helsta vandamálið, en geta valdið skaða í ávaxtatrjám og jarðarberjum.
Leita í húsin til að verpa - fjarlægja hreiður strax og þeirra er vart.
Hvernig virkar samspil matjurtagarðsins og fuglanna?
- Eru til gagns - halda niðri sniglum, kálflugu og fiðrildalirfum/-púpum
- Sumir sækja í sáningar, en mýs eru þar frekar til vandræða
- Tjaldar valda skaða í kornrækt, rífa upp plöntur til að ná í æti undir þeim